Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Síða 16
skólar og námskeið MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 Viðskipta- og tölvuskólinn leggur áherslu á: Vönduð námskeið og góða leiðbeinendur - fjórar námsbrautir í boði og fjöldi tölvunámskeiða Um síðustu áramót sameinuðust Viðskiptaskóli Stjórnunarfélagsins og Nýherja og Tölvuskóli Stjómun- arfélagsins og Nýherja í Viðskipta- og tölvuskólann. „Við leggjum áherslu á vönduð námskeið, góða leiðbeinendur og fyrsta flokks tækjakost við kennslu. í skólanum eru fjórar námsbrautir auk fjölda sérhæfðra tölvunám- skeiða,“ sagði Ragna S. Óskarsdótt- ir, skólastjóri Viðskipta- og tölvu- skólans að Ánanaustum 15. Námsbrautirnar fjórar skiptast í almennt skrifstofunám, fjármála- og rekstrarnám, markaðs- og sölunám og alhliða tölvunám. Einnig er hægt að velja um fjölbreytt námskeið sem sniðin eru að þörfum atvinnulífsins jafnt sem heimilanna. Skólinn leggur metnað sinn í að útskrifa starfsfólk sem er agað, vinnuglatt og sjálfstætt í vinnu- brögðum og vel undirbúið til að takast á við alhliða skrifstofustörf. í skólastarfinu eru því gerðar miklar kröfur til nemenda og lögð mikil áhersla á verkefnaskil og hópvinnu. „Kvöldnámskeið sem hægt er að stunda með vinnu er það nýjasta í starfsemi skólans og hófst síðasta vetur. Kvöldnámskeiðin hafa vakið mikla athygli og henta t.d. mjög vel fólki sem er í smáum rekstri," sagði Ragna. Þar á meðal má t.d. nefna námskeið í bókhaldi, rekstri og áætlanagerð smáfyrirtækja og nám- skeið í virkri markaðssetningu. Allt eru þetta 8-12 vikna námskeið sem haldin eru á kvöldin. Einnig eru í boði í skólanum styttri endurmenntunarnámskeið fyrir fyrirtæki og einstaklinga, al- menn tölvunámskeið fyrir fyrirtæki og neytendur og sérhæfð tölvunám- skeið og fyrirlestrar fyrir sérfræð- inga á tölvusviðinu. -ingo Myndbandaskólinn býður upp á námskeið á myndböndum: Kennarinn er alltaf til staðar og endurtekur eins oft og þú vilt „Við bjóðum upp á námskeið á myndböndum sem kenna fólki að nota tölvur og tölvuforrit. Við erum líka með myndbönd sem kenna fólki að nota alnetið en þau hafa verið mjög vinsæl. Þetta er kennari sem er alltaf til staðar og þú getur endurtekið eins oft og þú vilt,“ sagði Kristjón Benediktsson hjá Myndbandaskólanum sem býður upp á nýstárlega aðferð við kennslu, þ.e. kennslu af myndbönd- um. „Þeir sem komast upp á lag með að nota þetta koma aftur og aftur og kaupa nýtt efni. Við erum með í kringum 8 námskeið á myndbönd- um en mörg þeirra eru á fleiri en einni spólu. Við höfum bæði verið að selja þessi myndbönd í settum, Word og Excel og annað slíkt, en einnig er hægt að kaupa hjá okkur stóran námskeiðspakka með þrem- ur bókum í og 12 spólum með al- gengustu forritunum," sagði Krist- jón. Sérstök kynningarspóla fylgir pakkanum þar sem þekktir ein- staklingar i þjóðfélaginu segja frá reynslu sinni af þvi að nota þessa aðferð og vegleg bók sem ber nafn- ið „Þannig virkar tölvan". Á meðal tölvuforrita í pakkanum má nefna Internet I—II, Windows 3.1, Word 6 I-III og Excel 5 I-III. „Hver spóla tekur u.þ.b. 1-1)4 klst. og er sjálfstætt námskeið. Það eru t.d. þrjár spólur í Word en samt er hver þeirra sjálfstætt námskeið. Þetta er bara spurning um hversu mikið þú vilt kafa ofan i forritið,“ sagði Kristjón. Aðspurður sagði hann Internetið, Word og Excel vera vinsælustu forritin. „Svo erum við líka með byrjendaspólu sem heitir „Að læra á tölvu“. Það er mjög vönduð spóla sem mikið hefur verið tekin,“ sagði Kristjón. Myndböndin eru öll framleidd í Myndbandaskólanum sem nýlega fjárfesti í nýjum tækjum. „Þau taka beint upp af tölvunni í stað þess að taka upp af skjánum. Þótt gæðin hafi hingað til verið mjög góð verða þau enn betri með tilkomu þessara tækja,“ sagði Kristjón. -ingo TÖLVUGRUNNUR WINDOWS WINDOWS FRAMHALD W95 WORD1 WORD2 EXCEL1 EXCEL2 GAGNAGRUNNUR ACCESS 1 GAGNAGRUNNUR ACCESS 2 POWER POINT INTERNET-GRUNNUR INTERNET-FRAMHALD ÚTGÁFA OG UMBROT - MS PUBLISHER SAMSTEYPA - WORD / EXCEL Hvert námskeið er 20 kennsiustundir og henta þau þeim sem er í atvinnuleit og/eða þeim sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum og vilja öðlast hagnýta tölvuþekkingu. Boðið er upp á morgun-, miðdegis- og kvöldtíma, einnig er boðið upp á helgarnámskeið. Morguntímar: kl. 08:30 -12.00. Mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur og fimmtudagur. Miðdegistímar: kl. 13:00 -16:30. Mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur og fimmtudagur. Kvöldtímar: kl. 17:30 - 21:00. Mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur og fimmtudagur. Helgarnámskeið : kl. 8:30 -16:30 Föstudagur og laugardagur. Verð pr. námskeið kr. 12000,- Námsgögn innifalin Félagsmenn stéttarfélaga fá afslátt af heildarverði. Verd kr. 8000,- Kristjón (lengst t.v.) heldur hér á námskeiðspakkanum sem inniheldur öli algengustu tölvuforritin. Samstarfsmenn hans eru með sýnishorn af öðrum kennslumyndböndum. DV-mynd S RAFIÐNAÐARSKOLINN Skeifunni 11 b -108 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.