Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Síða 6
6
útlönd
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996
stuttar fréttir
Enn barist
Stríöandi sveitir Kúrda áttu í
höröum átökum við landamæri
!. írans.
Stjórnarskrá lek
Æðsti dómstóll í Suöur- Afríku
sagði að stjórnarskrá landsins
| væri gloppótt og semja þyrfti hana
að nýju.
Fjórir handteknir
Belgíska lögreglan handtók
fjóra vegna morðsins á stjóm-
málamanninum Andre Cools fyrir
fimm árum.
Vildi endurskoða skrár
Vændiskonan, sem átti í
árslöngu sambandi við Dick Morr-
is, kosningastjóra Clintons forseta,
segir í blaöaviðtali að Hillary Clint-
on hafi fyrirskipað umfangsmikla
| endurskoðun á skrám alríkislög-
reglunnar, FBI, yfir repúblikana.
Serbar erfiðir
Skipuleggjendur væntanlegra
f kosninga í Bosníu segja Serba fót-
■ umtroða kosningareglur með því
i að hampa stríðsglæpamönnum.
Gaf 100 milljónir
Matthew Harding, varaformað-
ur knattspyrnufélagsins Chelsea
og einn ríkasti maður Bretlands,
gaf 100 milljónir króna í kosninga-
I sjóði Verkamannaflokksins.
Vissu um sekt hans
í nýrri bók kemur fram að lög-
1 menn O.J. Simpsons hafl vitað að
■ hann var sekur um morð og að
| Simpson hafi vitað um sýknu
I kviðdómsins degi áður en hún var
| gerð kunn. Reuter
Þjóðverjar geta
stöðvað veiðar
Islendinga
Norska blaðið Dagens Næringsliv
segir í gær að nýjar reglur, sem
þýskir fiskinnflytjendur hafa sam-
þykkt, geti orðið til að stöðva veiðar
íslendinga í Smugunni. Segir blaðið
að norskir fiskútflytjendur séu
krafnir um vottorð þess efnis að
fiskurinn sé veiddur á svæðum und-
ir fiskveiðistjórn og með löglegum
veiðarfærum. Veiðar íslendinga í
Smugunni séu hvorki í samræmi
við neinar reglur né aðferðir þeirra
löglegar.
Ræddi blaðið við formann þýskra
regnhlífarsamtaka sem í eru 17 sam-
tök fiskinnflytjenda. Sagði sá að all-
ur innfluttur fiskur yrði að vera
veiddur með lögmætum hætti. Þar
sem Norðmenn hafi bent á að veið-
ar íslendinga samræmist ekki inn-
flutningsreglunum verði það mál
skoðað.
Umræddar reglur voru samþykkt-
ar eftir þrýsting frá náttúruvemdar-
samtökum en verið er að koma
þeim í framkvæmd. Norðmenn full-
yrða að þar sem íslendingar hafi
ekki fengið úthlutað kvóta í Norður-
íshafi séu veiðar- þeirra í bága við
reglur þýskra innflytjenda.
Bensínverð ytra:
Óróleiki
vegna Sadd-
ams Hussein
íraksforsetinn Saddam Hussein
hefur valdið talsverðum óróleika á
heimsviðskiptum með eldsneyti
með árásum sínum á Kúrda í Arbil.
Heimsmarkaðsverð hefur rokiö upp
og niður í vikunni en jafnframt þok-
ast eilítið upp á við, ef mið er tekið
af síðustu viku. Þannig er hráolíu-
tunnan komin vel yfir 20 dollara. 95
og 98 oktana bensín hafa hækkað
enn meir en þó með sveiflum.
Hlutabréfaverð hefur lækkað í
flestum helstu kauphöllum heims.
Nokkur lækkun varð á Dow Jones
hlutabréfavísitölunni á fimmtudag
vegna ótta fjárfesta við vaxtahækk-
un í kjölfar hagtalna yfir ágústmán-
uð. Þær tölur átti að birta í gær.
Reuter
Alexander Lebed slær á valdabaráttu innan Kremlar:
Tsjernomyrdín verður
að leysa Jeltsín af
Alexander Lebed, yfirmaður ör-
yggismála í Rússlandi, sagði í
sjónvarpsviðtali í gær að Borís
Jeltsín forseti ætti að tilnefna
Viktor Tsjernomyrdín forsætisráð-
herra sem afleysingamann sinn
meðan hann ætti í veikindum.
Sagði Lebed að hann hefði rætt
þessi mál við Anatoly Chubais, að-
alráðgjafa forsetans, eftir að
Jeltsín tilkynnti að hann mundi
gangast undir hjartaaðgerð.Sam-
kvæmt stjórnarskrá Rússlands ber
forsætisráðherra að taka við
stjórnartaumunum ef forsetinn
verður ófær um að sinna skyldum
sínum. Stjórnar forsætisráðherra í
lengst þrjá mánuði en síðan verði
boðað til kosninga.
Lebed sagði mikilvægt að
Tsjernomyrdín yrði útnefndur af-
leysingamaður svo endi yrði bund-
inn á valdabaráttu innan Kremlar.
Sagði Lebed ennfremur mikilvægt
að koma í veg fyrir að hver sem er
gæti sagst starfa í umboði
forsetans.
Gennadí Zjúganov, leiðtogi
kommúnista, kaUaði til fundar
oddvita þingflokkanna vegna
málsins. „Lögin verða að hafa sinn
framgang en ekki einhverjir
klækjarefir sem hugsa, eins og
ávallt, einungis um eigin frama,"
sagði Zjúganov.
Helsti óvinur kommúnista er
Chubais, ákafur fylgismaður efna-
hagsumbóta í Rússlandi. Þær hafa
hins vegar aflað honum mikflla
Boris Jeitsín þegar hann tilkynnti um væntanlega hjartaaðgerð sína.
Símamynd Reuter
óvinsælda.
Borís Jeltsín segir í tímaritsvið-
tali, sem birtist eftir helgi, að
hann hafi ekkert að fela fyrir þjóð
sinni. Kemur fram að Jeltsín hafi
i fyrstu harðneitað að fara í hjarta-
aðgerð en Tsjernomyrdín hafi tal-
að hann tfl á fundi þeirra fyrr í
vikunni.
Reuter
Fran í rénun en tjón mikið
LEI< FELLIBYLSINS FRANS
Á annan tug manna höf> u farist flegar fellibylurinn Fran æddi um
su> austurhluta Bandaríkjanna í gærdag.
Yfir 200 þúsund íbúar strandsvæðanna flúðu
heimili sín og kjarnorkuverum var lokað.
Fellibylurinn Fran
\l!l
WashingtonD.C.
i'
VIRGINIA
Hátt í 300 km vindhraði.
Durhamsfsla
Slökkviliðsmaður fórst.
Raleigh
Tveir létu lífið þegar
þeir óku á fallin tré.
Johnstonsfsla
Tveir fórust undir trjám.
Onslowsfsla
Kona fórst undir tré.
Kona lét lífið þegar
hún ók á fallið tré.
Southport
Gríðarlegt óveðurstjón.
Myrtle Beach
Raflínur rofnuðu.
Fellibylurinn Fran var ekki eins
öflugur í gær og þegar hann skali á
suðausturströnd Bandarikjanna í
fyrrinótt. Vindhraðinn var kominn
í um 70 km á klukkustund og hafði
miðja bylsins færst lengra inn í
land.
En þrátt fyrir fellibyl í rénun
horfðu íbúar Norður- og Suður- Kar-
ólínuríkja upp á gríðarlega eyði-
leggingu þegar mestu hamfarirnar
voru liðnar hjá i gærdag. Fran hafði
valdið dauða a.m.k. tólf manns, þar
á meðal 10 ára drengs sem fórst þeg-
ar tré lagðist yfir hjólhýsi þar sem
hann bjó. Sögðu íbúar í Norður-
Karólinu þetta versta fellibyl síðan
1954, þegar fellibylurinn Hazel varð
95 maims að bana.
Fjöldi heimila eyðilagðist í byln-
um, trjábolir hófust á loft eins og
spýtur og ollu miklu tjóni. Vatnselg-
ur og alls kyns brak gerði að verk-
um að þjóðvegir voru víðast ófærir.
Fólk komst hvergi. Rúmar fjórar
milljónir manna vora án rafmagns
þar sem raflínur höfðu víða rofnað.
Helsta ógn Frans var að sögn veður-
fræðinga miklar rigningar og flóða-
hætta sem þeim fylgdi. Reuter
Kauphallir og vöruverð erlendis I
Steffi Graf
vissi um
skattasvindliö
Joachim
! Eckhardt,
; fyrrum
skattaráðgjafi
fiölskyldu
tennisstjörn-
unnar Stefíi
Graf, fullyrti
( fyrir rétti í
| gær að hún hefði vitað um þær
flóknu aðgerðir sem voru við-
hafðar til að forða himinháum
tekjum hennar frá skattakrumlu
i þýska ríkisins. Fullyrðing
| skattaráðgjafans, sem er ákærð-
ur fyrir skattsvik ásamt fóður
Steffl, Peter, er andstæð fullyrð-
ingu fóðurins um að Steffl hafi
ekkert vitað um skattasvindlið.
Peter Graf hefur verið í gæslu-
varðhaldi sl. 13 mánuði og á 10
ára fangelsisdóm yfir höfði sér
! fyrir skattsvik.
Tímamál
Frakka mætir
andstöðu
Sú ákvörðun Alains Juppé,
forsætisráðherra Frakklands, að
hætta að skipta yfir á sumar- og
vetrartíma vor og haust hefur
vakið harkaleg viðbrögð í aðild-
arlöndum Evrópusambandsins.
Juppé segist hafa orðið við þrá-
; látum óskum úr viðskiptalifinu.
Embættismenn hjá ESB sögðu
að ákvörðun Juppés hefði komið
öllum í opna skjöldu og óvíst
; væri hvernig henni yrði komið í
framkvæmd.
Óaði þá við að fólk í daglegum
viðskiptaerindum milli Frakk-
j lands og nágrannalandanna
| þyrfti sífellt að breyta klukk-
unni og spáðu að ákvörðun
Juppés mundi hafa afar trufl-
andi áhrif á öll viðskipti.
Sextán ára í
fangelsi fýrir
nauðgun
„Það væri óvirðing við dýra-
ríkið að segja að þið hefðuð hag-
að ykkur eins og skepnur,"
j; sagði dómari í London þegar
í hann dæmdi Gerrard Molloy, 16
Iára forsprakka unglingagengis,
og félaga hans til fangelsisvistar
fyrir að hafa nauðgað tvitugri
japanskri námsmey. Molloy
hlaut tvo 10 ára fangelsisdóma
fyrir tvöfalda nauðgun, tvo sex
ára dóma fyrir aö hvetja aðra til
nauögunar og fjögurra ára dóm
| fyrir líkamsárás. Hinir með-
seku, á aldrinum 15-23 ára,
fengu einnig harða dóma, sá
yngsti 30 mánaða dóm.
Molloy bauð japönsku náms-
meynni á bíó en þau hittust á
skyndibitastað. Eftir myndina
tók hann konuna með sér að
húsi þar sem henni var haldið
| fanginni í tvo sólarhringa og
nauðgað hvaö eftir annað.
Hitler átti fúlg-
ur í svissnesk-
um banka
Jewish Chronicle, dagblað
j gyðinga í Bretlandi, fullyrðir að
Hitler hafi lagt gríðarlegar fjár-
hæðir sem hann græddi á sölu
höfuðrits síns, Mein Kampf, inn
• á reikninga Unions bankans í
Bern í Sviss. Segir að bandarísk-
ar njósnaskýrslur, sem nýlega
I voru gerðar opinberar, sýni að
Hitler hafi átt fjölda reikninga í
umræddum banka og að úgef-
andi hans, Max Amman, hafi
haldið utan um þá.
Talsmenn bankans segja að
ekki sé hægt að staðfesta full-
yrðingar blaðsins þar sem engar
skýrslur séu lengur til frá tím-
um heimsstyrjaldarinnar. Fé í
eigu Þjóðverja hefði verið gert
upptækt á sínum tíma og því
skipt milli bandamanna.
Reuter