Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 JjV erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skosk endurreisn í skáldsagnagerð ISkáldsögur: 1. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. 2. Patrlcla D. Cornwell: From Potter’s Field. 3. Stephen Klng: Nlght Journey. 4. Ken Follett: A Place Called Freedom. 5. Nlck Hornby: Hlgh Fidellty. 6. Mlchael Crichton: The Lost World. 7. Danielle Steel: Llghtnlng. 8. Jostein Gaarder: Sophle’s Worid. 9. Pat Barker: The Ghost Road. 10. Tom Sharpe: Grantchester Grlnd. I IRit almenns eölis: 1. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 2. Slmon Nye & Paul Dorman: IA-Z of Behaving Badly. 3. Margaret Forster: Hldden Llves: A Famlly Memoir. 4. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 5.Paul Bruce: The Nemesls File. 6. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 7. Gltta Sereny: Albert Speer: Hls Battle wlth Truth. 8. Rlchard Holmes: War Walks. 9. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. 10. Paul Theroux: The Plllars of Hercules. Innbundnar skáldsögur: 1. Ben Elton: Popcorn. 2. Chris Ryan: Stand By, Stand By. 3. John Grlsham: The Runaway Jury. 4. Kevln J. Anderson: X-Flles 4: Rulns. 5. Jeffrey Archer: The Fourth Estate. Innbundin rit almenns eölls: 1. Dave Sobel: Longltude. 2. R. Andrews & P. Schellenberger: The Tomb of God. 3. Wendy Beckett: The Story of Paintlng. 4. Antonia Fraser: The Gunpowder Plot. 5. Jack Ramsay: SAS: The Soldler’s Story. (Byggt á The Sunday Times) fSÍtSBWlP" « iftSgg /,$' » ' X,t Þegar skoski rithöfundurinn James Kelman fékk hin eftirsóttu bresku Booker-verölaun árið 1994 fyrir skáldsöguna „How Late It Was, How Late“ f]ölluöu ýmsir breskir fjölmiölar ööru fremur um hversu mörg blótsyrði væri að finna í sög- unni - en þau skiptu víst mörgum hundruðum. í Skotlandi var hins vegar litið á verðlaunin sem viðurkenningu á þeirri endurreisn skáldsögunnar sem mörgum þar um slóðir hefur orðið tíðrætt um síðustu árin. Kel- man er líklega einna þekktastur þeirra rithöfunda sem reynt hafa að lýsa afar hispurslaust, sumir segja ruddalega, skoskum nútímaveru- leika í skáldsögum sínum, gjaman meö orðbragði götunnar, enda er hann þeirra elstur. Aðrir yngri höf- undar hafa líka náð að vekja á sér athygli að undanförnu og um leið komið skoskri skáldsagnagerð í sviðsljósið. Úr verkalýðsstátt í nýlegri grein í bandaríska stór- blaðinu New York Times er þessum hópi tiltölulega ungra skoskra höf- unda lýst sem hálfgerðum utan- garðsmönnum sem eigi það gjarnan sameiginlegt að koma úr verkalýðs- stétt og hafa lengi lifað á atvinnu- leysisbótum. Þeir sofi til hádegis, skrifi fram eftir degi á milli þess sem þeir stundi pöbbana og skemmti sér svo rækilega fram eftir allri nóttu. Sögusvið þeirra er, að sögn blaðs- ins, æskufólk sem lifir á mörkum samfélagsins; fátæklingar, flkni- efnaneytendur, alsæluætur, fót- Irvine Welsh er höfundur skáldsög- unnar „Trainspotters" sem vakiö hefur verulega athygli og veriö kvikmynduö. Umsjón Elías Snæland Jónsson boltabullur og fólk sem sé árum saman á framfæri hins opinbera í félagslegum blokkaríbúðum. Að Kelman frátöldum er Irvine Welsh kunnastur þessara manna en skáldsaga hans, „Trainspotting", vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 1993 og hefur nú verið kvik- mynduð. Hann skrifar um fíkni- efnaneytendur og hefur verið líkt við William Burroughs - en flkni- efnið, sem sögupersónur Welsh gleypa, er öðru fremur alsæla. Welsh er 37 ára að aldri, háskóla- menntaður og starfaði hjá hinu opinbera í Edinborg áður en hann gaf sig að ritstörfum. Hann býr nú í Amsterdam en flestir hinna ungu höfunda halda sig í Edinborg. Hafa þeir úthaldið? Duncan McLean er einn þeirra. Hann er 31 árs og fékk verðlaun sem kennd eru við rithöfundinn Sommerset Maugham árið 1993. Hann hefur sent frá sér smásagna- safnið „Bucket of Tongues" og skáldsögurnar „Blackden" og „Bunker Man“ en þar lýsir hann daglegu hlutskipti persónu sinnar af miskunnarlausu raunsæi. Sjálfur er hann afar pólitískur og telur að Skotland sé enn mergsogið af Eng- lendingum eins og hver önnur ný- lenda. Annar er Gordon Legge sem er 35 ára. Hann hefur sent frá sér þrjár bækur og vakti mikla athygli með smásögusafninu „In between Talk- ing about the Football". Hann segir í viðtali við New York Times að skosku höfundarnir séu mjög vinstrisinnaðir: sumir þeirra hafi náð þrítugsaldri áður en þeir hafi komist í kynni við einn einasta ihaldsmann! í Skotlandi er gjarnan talað um að hinir nýju höfundar séu að end- urreisa skáldsagnagerð þar í landi og búast megi við miklu af þeim í framtíðinni. Þótt ýmsir aðrir efist um úthald höfundanna fer ekki á milli mála að í Bretlandi er í fyrsta sinn í langan tíma tekið eftir því sem skoskir rithöfundar eru að gera. df& * m a m vismdi Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Stephen Klng: The Green Mlle: Nlght Journey. 2. John Grlsham: A Time to Klll. 3. Patrlcia Cornwell: From Potter’s Field. 4. Sue Gratton: „L“ Is for Lawless. 5. Sidney Sheldon: Mornlng, Noon & Night. 6. Danlelle Steel: Llghtnlng. 7. David Guterson: Snow Falling on Cedars. 8. Stephen Klng: The Green Mile: The Bad Death of Eduard Delacroiz. 9. Pat Conroy: Beach Muslc. 10. Ken Follett: A Place Called Freedom. 11. Rosamunde Pilcher: Comlng Home. 12. Dean Koontz: Strange Hlghways. 13. M.P. Kube-McDowell: Shleld of Lles. 14. Stephen King: The Green Mlle: The Two Dead Glrls. í 15. Stephen King: The Green Mlle: Coffey’s Hands. Rit almenns eölis: 1. J. Douglas & M. Olshaker: Mindhunter. 2. Mary Pipher: Reviving Ophelia. 3. Mary Karr: The Uar’s Club. 4. Thomas Cahlll: How the Irlsh Saved Clvillzation. 5. John Felnstein: A Good Walk Spolled. 6. Colln L. Powell: My Amerlcan Journey. 7. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. 8. Jack Miles: God: A Biography. 9. Isabel Allende: Paula. 10. J.M. Masson & S. McCarthy: When Elephants Weep. 11. Thomas Moore: Care of the Soul. 12. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Light. 13. D. Hays & D. Hays: My Oid Man and the Sea. 14. Gail Sheehy: New Passages. 15. Andrew Weil: Spontaneous Healing. (Byggt á New York Times Book Review) Plútón í endurvinnslu Kanadíska orkufyrirtækið Ont- ario Hydro hefur þróað tækni sem gerir kleift að endurnýta það mikla magn plútóns sem til er í heiminum vegna kjarnorku- vopnakapphlaupsins, einkum þó í Rússlandi og Bandaríkjunum. Hin nýja tækni nýtir þetta eitur- efni í raforkuframleiðslu. Stjórnendur Ontario Hydro leggja til að kjarnakljúfum fyrir- tækisins verði breytt þannig að þeir gangi fyrir eldsneyti sem í er lítið magn plútóns. Úrgangurinn yrði ekki nærri eins eitraður og efnið sem er i kjarnorkusprengj- um. Græningjar hafa lagst gegn hugmyndinni. Þeir telja hana of dýra og of hættulega umhverfinu. Risajarðarber um aldamót Jarðarber á stærð við epli? Hljómar kannski dálítið ótrúlega en það mun víst ekki langt í að slik risajarðarber verði fáanleg. Það eru breskir vísindamenn sem vinna að ræktunrtilraununum. Það sem veitti visindamönnun- um innblástur er tískubylgja í Bandaríkjunum þar sem stór jarð- arber eru seld stök, á stilkinum, og hefur neðri hluta ávaxtarins verið dýft í súkkulaði. Reyna á að lengja vaxtartíma- bil berjanna án þess að það komi niður á gæðunum. Umsión Guðlaugur Bergmundsson Bakteríur í stórhvelismaga gegn eiturefnum í sjónum Nú, þegar stórhvelaveiði hefur verið hætt að mestu eða öllu leyti, hafa fundist not fyrir eina hluta skepn- unnar sem ekki var nýttur í þá gömlu góðu daga, nefni- lega magann. Bandaríski eiturefnafræðingurinn Morrie Craig, sem starfar við fylkisháskólann í Oregon, hefur sem sé upp- götvað að örverur í maga Grænlandssléttbaksins geta eytt eitruðum og þrávirkum efnum sem verða eftir þar sem olía hefur runnið i sjóinn. í grein í breska blað- inu Guardian segir að Craig hafi kynnt upp- götvun sina á þingi efna- fræðinga i London fyrr i sumar. Segja má að þessi uppgötvun Craigs sé eins konar aukaafurð aðalrannsókna hans á áhrifum eitraðra plantna á búpening. Hann var að leita leiða til að koma í veg fyrir að nautgripir fengju eitrun af völdum ákveðinnar tegundar krossgrass. Nautgripabændur í Oregon-fylki einu missa búpening fyrir sem svarar rúmar sex hundruð milljónir króna ár- lega af völdum illgresisins. Krossgrasið inniheldur efni sem eitrar lifur nautgripa og hesta en skaðar ekki sauðfé. Það lá því beinast við að kindalifur innihéldi ensím sem gæti brotið niður plöntueiturefnin. Svo var þó ekki heldur reyndust það vera bakteríur í maga kindarinnar sem báru ábyrgð á þessu. Þegar þessum bakteríum hafði svo verið spraut- að í maga kúnna gátu þær étið krossgrasiö án þess að verða meint af. Craig sneri sér þá að hinum risastóru skíðishvölum sem gleypa í sig mikið magn eiturefna. Meðalskíðishval- ur etur um það bil tonn af átu á degi hverjum en átan nærist á þörungum sem vitað er að innihalda mikiö magn eituretna. Craig áætlaði sem svo að úr þvi að kindur væru með verndarbakteríur í maganum hlyti hið sama að gilda um hvali þessa. Hann fékk síðan tækifæri til að kanna tilgátu sina þegar hann var að störfum í Alaska. Á meðan hann var þar bauð hópur frum- byggja honum að fylgj- ast með því þegar hann veiddi Grænlandsslétt- bak sem er af skíðis- hvalaættinni. Hvalamagar skiptast upp i nokkur hólf, rétt eins og magar naut- gripa, og í þeim eru bakteríur sem brjóta niður fæðuna. Craig tók sýni úr fyrsta hólf- inu og beitti þeim gegn ýmsum mengunarvöld- um. Bakteríurnar eyddu naftalíni og anþrasíni en það eru eitruðustu efnin sem er að finna i hráolíu. Bakteríurnar brutu einnig niður hin stórhættulegu PCB efni sem náttúrulegar bakteríur i jarðvegi og vatni ná ekki að vinna á. Náttúrulegu bakteríumar þurfa á súrefni að halda til að geta starfað eðlilega. Hins vegar er oft lítið um súr- efni þar sem helst þarf að eyða olíuflekkjum. Hvals- magabakteríurnar þurfa aftur á móti ekki súrefni og henta því vel til verksins. Craig er nú að reyna að fá ýmis olíufélög til að vinna með sér að frekari þróun uppgötvunar sinnar. Mæður sakna frelsis Talið er að geðlægð, sem hrjá- | ir um tuttugu prósent nýbakaðra mæðra, geti stafað af því að kon- an eigi erfitt með að venja sig við það skerta frelsi sem hið nýja hlutskipti hennar og umönnun bamsins hafa í för með sér. Breski sálfræðingurinn Ruth Paradice rannsakaði átján mæð- ur og reyndust sex þeirra þjást af depurð. Konurnar sögðu þó allar að börn þeirra væm óskabörn og | því væri ekki ástæða til annars l en að kætast. Ekki var að sjá að I hormónum kvennanna, aldri | þeirra og þjóðfélagsstöðu væri I um að kenna. Mæðurnar sem Ruth Paradice ; rannsakaði viðurkenndu að þær söknuðu fyrri lífsmáta og einnig I þess flotta vaxtar sem þær höfðu áður. Nýtt vopn gegn malaríu Malaría eða köldusótt er ein- hver mannskæðasti smitsjúk- | dóm.urinn sem til er. Það er ein- fmmungssníkjudýr í blóðinu I sem veldur sjúkdómnum og til þessa hefur efnið kínín verið ár- I angursríkast í baráttunni gegn honum. Vísindamenn urðu því að vonum nokkuð áhyggjufullir þegar upp kom malaríuörvera í Suðaustur-Asíu sem var ónæm 1 fyrir kíníni. Sérfræðingar í hitabeltissjúk- dómum geta þó aftur andað ró- lega því að í ljós hefur komið að gamalkunnugt kínverskt jurtalyf gagnast vel gegn þessu nýja malaríuafbrigði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.