Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Síða 13
33"V LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996
13
Bakaríið Búrbon
Ég hef í mörg ár reynt að ná í
iðnaðarmenn til þess að gera ým-
islegt smálegt. Múrarar lofa að
koma en koma ekki. Píparar koma
og fara strax aftur. Smiðir segjast
koma innan tíðar en sjást aldrei.
Þetta er sennilega vegna þess að
þessar stéttir hafa svo mikið að
gera í uppmælingunni að þær
mega ekki vera að því að sinna
dútli fyrir Pétur og Pál. Það svar-
ar varla kostnaði að kíkja á þetta
smotterí.
Þetta er bagalegt vegna þess að
ég er ekki nógu handlaginn heim-
ilisfaðir. Þess vegna kann ég ekki
að leggja í gólf, sem kallað er, og
er verk múrara. Enn verr er ég að
mér í pípulögnum og því hafa
tveir eða þrír ofnar beðið ónotaðir
misserum saman. Smiðir og raf-
virkjar eru virði þyngdar sinnar í
gulli og nánast heilagir menn.
Erfiður aðall
Eiginkonan veit um galla
manns síns og ætlast því ekki til
þess aö hann vinni þessi verk
sjálfur. Hún gerir þó þær kröfur
að hann hringi í nefndan uppmæl-
ingaraðal og kalli hann til verka.
Og þar liggur hundurinn grafinn.
Aðallinn er eins og smjör þegar
loksins næst í hann í farsímanum
og segist koma á morgun eða hinn.
Ég segi þeim nákvæmlega hverjar
óskirnar eru. „Taktu efnið til. Þá
verðum við enga stund að þessu,“
segja fulltrúar aðalsins. Ég hlýði í
einu og öllu og tek til umsamið
efni. Það er enginn vandi þvi það
hefur svo lengi beðið iðnaðar-
mannanna.
En dagurinn líður og líka sá
næsti. Enginn kemur iðnaöarmað-
urinn. Þeir hafa of mikið að gera.
Vikan líðm- og svo mánuður. Allt
situr við hið sama. Þegar loks
næst í iðnaðarmanninn á ný, helst
við árstíðaskipti, lofar hann öllu
fogru. „Ég kem á fimmtudaginn.
Taktu allt til, við verðum enga
stund að þessu.“ Síðan eru liðnir
ótaldir fimmtudagar.
Þetta veldur mér nokkrum
vandræðum í sambúðinni. Álit
eiginkonunnar á meintum iðnað-
arsamböndum manns síns er ekk-
ert orðið. Hún er pirruð á þessu.
Konan vill láta múra það sem
múra þarf og koma upp þeim ofn-
um sem um hefur verið beðið. En
ekkert gengur. Allt þetta ástand
setur því í uppnám viðkvæmt sál-
arlíf þess sem er með fimm þumal-
putta.
Vegna þessa veit ég að iðnaðar-
menn gera það gott. Þeir hafa svo
mikið að gera að þeir mega ekki
vera að því að sinna lítilvægum
erindum. Þetta sést líka á lífsstil
þessara góðu manna. Þeir búa vel
og eiga jeppa af stærstu gerð. Milli
þess sem þeir gleyma smákúnnum
sporta þeir sig i tryllitækjunum á
QöOum, skreppa í lax eða á golf-
vöUinn.
Skakkur póll
Þetta hefur sýnt mér að ég tók
skakkan pól í hæðina sem ungur
maður. Ég fór hefðbundna bók-
námsleið og samanburðurinn sýn-
ir að bókvitið verður ekki í ask-
ana látið. Því kemur það verulega
á óvart að enn skuli ungt fólk láta
glepjast eins og ég gerði um árið. í
sjónvarpinu í vikunni var ungt
fólk hvatt til þess að fara í iðn- og
verknám. Það bendir til þess að
þar vanti margan handlaginn
manninn. Ungdómur nútímans,
líkt og í mínu ungdæmi, virðist
hópast í svonefnda bóknámsskóla.
Út gubbast aUs konar fræðingar og
eftir atvikum sælir með sig. Sú
sæla er skammvinn en endist þó
þar tU fræðingarnir fá fyrst út-
borgað. Þá er ekkert gaman leng-
ur.
Það er í rauninni út í hött að
tala um bóknámsskóla og aðra
skóla. Ekki er annað vitað en þeir
sem eru í iön- eða verknámsskól-
um og verknámsbrautum fjöl-
brautaskólanna þurfi að lesa bæk-
ur. En einhvem veginn hefur það
þróast svo að finna þykir að ganga
hina hefðbundnu menntaleið. Þar
líða menn áfram og þurfa í raun
ekki að taka ákvörðun um stöðu
sína í lífinu fyrr en eftir tvítugt, að
loknu stúdentsprófi. Þeir sem
velja iðnnámið þurfa að ákveða
sig fyrr. En sá hlær best sem síð-
ast hlær. Dæmin sýna mér að
gamlir félagar úr barna- og gagn-
fræðaskóla, eins og þessir skólar
hétu þá, sem völdu sér iðnnám,
lifa eins og blóm í eggi í dag.
Þeirra er mátturinn og dýrðin.
Laugardagspistill
Jónas Haraldsson
Þeir líta ekki við kvabbi þess sem
ekkert verklegt kann og er upp á
náð og miskunn þeirra kominn.
Þeir em í stórútboðunum.
Blómleg brauðgerð
Mér er það löngu ljóst að ég fer
í gegnum þetta jarðlíf án þess að
verða boðlegur iðnaðarmaður.
Pípu- og raflagnir, smíðar og múr-
verk eru utan míns sérsviðs. En
fleira er iðn en áðumefnt. Það er
til dæmis iðn að baka brauð. Ég
hef einnig komist að því að bakar-
ar eru engir eftirbátar félaga sinna
í öðrum iðngreinum. Á hverjum
morgni ek ég fram hjá brauðgerð,
eða öllu heldur fæ að sitja í hon-
um Litla-Rauð hjá syni mínum.
Litli-Rauður man sinn fífil fegurri
enda kominn á fermingaraldur.
Hann fer þó alltaf í gang, litla
skinnið, og er hjartfólginn drengn-
um. En þar sem við feðgar ökum í
Litla-Rauð fram hjá bakaríinu sjá-
um við sitt á hvað Grand Che-
rokee eða Mercedes Benz bda bak-
arameistarans. Fyrir þá sem em
illa að sér í bílafræðum kosta þess-
ir bílar samanlegt eins og stórt
hundrað Litlu-Rauða. Og smár er
Litli-Rauður í samanburði við
drekana. Við gleðjumst með meist-
aranum enda leggur hann það á
sig að fara enn fyrr á fætur en við
feðgar.
Gott gengi bakarans varð til
þess að ég sá mér leik á borði. Var
ekki þarna komin iðngrein sem ég
næði tökum á? Allir þurfa að
borða og hvað er nærtækara en
brauð. Konunni leist ekki á þenn-
an nýfengna áhuga á brauðgerð.
Það var eitthvað dularfullt við
þetta. Fjögurra barna faðir sem
hafði ekki einu sinni bakað
súkkulaðiköku fyrir bamaafmæli.
Hvað vildi hann upp á dekk? Og
satt var það. Þetta var alls ekki
einfalt. Ég taldi mig of gamlan til
þess að fara í skóla að læra fræð-
in. Konan tók ekki í mál að kenna
mér bakstur og sagöi það nóg að
þrífa eldhúsið eftir venjulega um-
gengni fjölskyldunnar þótt ekki
bættust við svona æfmgar.
Ást á undratæki
Málið var því í sjáifheldu og all-
ar líkur á því að bakstursþrá mín
yrði ófullnægð með öllu. En þegar
neyðin er stærst er hjálpin næst.
Ég kynntist brauðgerðarvél. Það
varð ást við fyrstu sýn.
Við hjónin gerðum okkur ferð
til Prag í Tékklandi. Prag hefur
nánast allt til að bera. Fáar borgir
eru fegurri, fólkið er ljúft og þar er
gott að borða og drekka. Það er að-
eins eitt sem amar að. Tékkamir
baka alls ekki eins góð brauð og
við eigum að venjast. Þeir halda
sig við súrdeigið en sleppa öllu fin-
iríi. Þetta þekkti gestgjafi okkar í
borginni fógru og hafði því komið
sér upp mögnuðu tæki á eldhús-
borðinu, brauðgerðarvél.
Tækið lék í höndum meistarans.
Þarna var mitt tækifæri. Ég gerð-
ist iðnnemi í viku, brauðgerðar-
drengur. Námið var bæði bóklegt
og verklegt. Vegleg uppskriftabók
fylgdi vélinni. Uppáhaldsbrauð
mitt í bókinni var „Normal Brot“
upp á þýsku. Það líktist þó á eng-
an hátt venjulegu normalbrauði.
Ég lærði að finna til hæfilegt
magn af geri, korni og bætiefnum
ýmiss konar. Þessu var einfaldlega
sturtað í vélina að kvöldi og ný-
bakað brauð beið að morgni.
Brauðið batnaði dag frá degi og
náði algerum toppi síðasta dag
námskeiðsins þegar bleytt var í
deiginu með skvettu af búrbon yí-
skíi. Þá hreinlega bráðnaði brauð-
ið í munni viðstaddra sælkera.
Skammvinn sæla
í sæluvímu augnabliksins
greindi ég glæsta framtíð er heim
kæmi. í huganum blasti við bleikt
neonskilti: „Bakaríið Búrbon“.
Það var nánast sjálfgefið að búr-
bonbrauð yrði á hvers manns
diski, svo ljúffengt var þetta. Ég sá
fyrir mér stórt hundrað Litlu-
Rauða sem eingöngu sinntu út-
keyrslu búrbonbrauðanna.
Ég orðaði þetta aðeins við frúna
um leið og ég skar enn eina sneið-
ina af búrbonbrauðinu. „Æ, Æ,“
stundi hún. „Þú og þínir draumór-
ar. Sérðu ekki að brauðgerðarvél-
in bakar aðeins eitt brauð á nóttu.
Þú verður víst seint ríkur á þess-
ari iðn.“
Þar með var brauðgerðardraum-
urinn búinn og iðnaðarmennskan
öll. Og það sem verra er: Ég bíð
enn eftir píparanum og múraran-
um.