Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Page 23
Sumarlandsmót enska bridgesam- bandsins var haldið fyrir stuttu og í tilefni þess var efnt til vináttulands- leiks milli íslands og Englands. Þrír fyrrverandi heimsmeistarar, Aðalsteinn Jörgensen, Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson, ásamt Matthíasi Þorvaldssyni, spil- uðu fyrir íslands hönd, meðan Eng- lendingar tefldu fram Ólympíu- landsliði sínu, Forrester, Robson, Jason, Justin, Paul Hackett og Monachan. íslenska landsliðið sigr- aði örugglega með 226 impum gegn 163. Ég hefi aldrei getað skilið mun- inn á vináttulandsleik og öðrum landsleikjum. Það er spila með skil- rúmum, farið eftir reglum Heims- sambandsins og annað liðið vinnur meðan hitt tapar. Ef til vill líður þeim sem tapar betur í vináttu- landsleik? En sleppum því! Að mínu áliti byrjar íslenska landsliðið nokkra impa yfir þegar liðin mætast á Ólympíumótinu í Grikklandi, alla vega er sálfræðilegur ávinningur af sigrinum. Landsleikurinn var spilaður í átta 10 spila lotum og sýndur á BridgeRama, eða Bridgevision. 4 G1042 «* 95 4- G87 ♦ 7632 Það hefir vart farið fram hjá nein- um sem fylgist með bridge á annað borð, að hið fræga par Englendinga, Forrester og Robson, fóru 3400 nið- ur í redobluðu spili gegn Guðlaugi og Erni. Þeir voru hins vegar kátari þegar þeir náðu Aðalsteini og Matt- híasi 1400 niður upp úr tveggja laufa opnun sem þýddi allt milli himins og jarðar. Grínlaust spila þeir opnun á tveimur laufum í fyrstu og þriðju hönd, utan hættu gegn á, veikt með einhverjum lit. Við skulum skoða eitt spil frá ein- vígisleiknum. S/A-V í lokaða salnum voru Guðlaugur og Örn fljótir að komast í fjóra spaða, fengu 11 slagi og 650. í opna salnum sátu n-s Matthías og Aðal- steinn en a-v Monachan og Paul Hackett. Og Aðalsteinn dró upp nýja leikfangið : Suður Vestur Norður Austur 2 lauf dobl pass* pass pass 4 AKD753 A* Á1062 4 ÁD10 ♦ 4 986 V KG4 4 K43 * ÁK10Í N V A S 4 - V D873 4 9652 * DG95 Umsjón Stefán Guðjohnsen * a.m.k. þrílitur í laufl Englendingarnir voru auðsjáan- lega ekki tilbúnir til þess að verjast gegn „leikfanginu" og því fór sem fór. Aðalsteinn var hins vegar fljótur að renna heim tíu slögum, fékk 330 og 14 impa. Eftir lotuna sáust Englendingarn- ir í áköfum samræðum og glöggir menn þttust heyra minnst á hvem- ig best væri að verjast opnun á tveimur laufum veikum. Allt að 64. OOO kr. verðlækkun á Skoda Felicia Seljum síðustu bílana afSkoda Felicia árgerð 1996 á einstöku sértílboði. *959.000 Verð nu fra 895 OOO 795.000 000 849 Fyrirtæki og stofnanir Bjóðum einnig vsk-útgáfu á einstöku verði, eða frá 659.000 kr. Komdu núna í Jöfur og tryggðu þér glænýjan Skoda Felicia á sértilboði. Söluaöilar Jöfurs á landsbyggðinni Akranes: Bílver, ísafjörður: Bílaþjónusta Daða, Sauðárkrókur: Kaupfélag Skagfirðinga, Akureyri: Skálafell, Húsavik: Skipaafgreiðsla Húsavíkur, Egilsstaðir: Bílasalan Fell, Höfn: Egill H. Benediktsson, Vestmannaeyjar: Bílaverkstæðið Bragginn, Selfoss: Bilasala Suðurlands 1 9 4 6 - 1 9 9 6 Nýbýlavegur 2 Sími: 554 2600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.