Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Side 26
26 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 JjV Ég vaknaði um hálfáttaleytið þennan mánudagsmorgunn, 2. september, ásamt Sjöfn, minni eig- inkonu. Við höfum í tímans rás hannað okkar eigið kerfi sem ger- ir það að verkum að við vöknum alltaf nákvæmlega á sama tíma. Gildir þá einu hvort heimsálfur skilja okkur að. Eftir að hafa blað- að í The Observer, Lögbirtinga- blaðinu og Draumaráðningabók- inni fengum við okkur staðgóðan morgunverð sem samanstóð af ávöxtum, hrökkbrauði, osti og hreinum appelsínusafa. Ég ætlaði að byrja í eróbikktím- um hjá Ágústu og Hrafni þennan morgun en mundi þá að önnur sjónlinsa mín var týnd og tröllum gefin. Enn frestast eróbikkið. Dæt- urnar tvær voru ræstar með lúðra- blæstri og fánahyllingu við þokka- legan fögnuð. Sú yngri fór til dag- mömmu klukkan níu en hin eldri minni í vinnuna og þaðan drifum við okkur niður á Laugaveg og keyptum linsur. Ég er GSM-eigandi sem þýðir það að ég er að biðja um að vera ónáðaður allan daginn. Og það gekk mjög vel. Ég talaði við Ás- mund í Japis, Elinu Reynis, Sigga Gröndal, Ásgeir Sigurvinsson, Guðrúnu Katrínu (ekki konuna hans Ólafs Ragnars!!) og margt annað ágætisfólk á meðan ég keyrði um hina fogru höfuðborg okkar. Mest talaði ég þó á gatna- mótum þannig að menn gætu ör- ugglega séð mig með símann. Það þykir víða smart (held ég). Ég velti því fyrir mér á milli símtala hvort ég ætti að kaupa sjónvarpsstöð, en eftir að hafa tal- að við Bjama Vestmann hjá þjón- ustusíma bankanna komst ég að raun um að það þyrfti að bíða betri tíma. Einnig tók ég dramatíska Jón Olafsson gleymdi ekki aö bursta í sér tennurnar þennan morguninn þegar hann vaknaöi. Dagur í lífi Jóns Olafssonar tónlistarmanns: aðsókn og til þess er nú leikurinn einu sinni gerður. Einn þeirra hafði við mig samband því að nú á að fara að kynna sýninguna i framhaldsskólunum. Til þess að hægt sé að skjótast til framhalds- skólanema í frímínútun þarf að vera til undirspil án söngs. Ég lét gera geisladisk með því efni. Við Emilíana Torrini hittumst í þrjá tíma og hlustuðum á tónlist og veltum fyrir okkur væntanlegum upptökum á geisladisk hennar. Fór með eldri dótturina á skóla- setningu, keypti skóladót, náði í þá yngri til dagmömmu, náði í kon- una í vinnuna, borðaði, vaskaði upp, tattóveraði fólkið i næsta húsi og sendi nokkur föx. Fór ekkert í Pacman þennan daginn. Samt gekk ég tiltölulega afslappaður til náða um miðnætti. Varð ekki and- vaka. Gleymdi að minnast á að ég Lét bíða að kaupa sjénvarpsstöð þurfti að leggja það á sig að vera með pabba allan daginn. Laust fyr- ir klukkan tíu ókum við konu ákvörðun í sambandi við Stone Free, en það er sýning sem ég spila í inni í Borgarleikhúsi og gengur von úr viti. Ákvað að skipta út 1-2 lögum og setja nýtt gamalt efni inn í staðinn. Það verður æft fljótlega. Strákamir í Leikfélagi íslands eru sárþjáðir af „promoveirunni" ógurlegu, en það skilar sér í góðri burstaði tennurnar og allt svoleið- is þennan morgun. Bless. -ingo Finnur þú fimm breytingar? 375 Hvaöa hljóö var þetta, Edwin? Nafn:___________________________ Heimili:------------------------ Vinningshafar fyrir þrjú hundruð sjötugustu og þriðju getraun reyndust vera: Ólöf Sandra Leifsdóttir 2. Páll Illugason Keilusíðu 10H Álfheimum 44 603 Akureyri 104 Reykjavík Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þinu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi, að verðmæti kr. 7.100, frá Bræðmnum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur, að verðmæti kr. 1.790. Annars vegar James Bond-bókin Gullauga eða Goldeneye eftir John Gardner og hins vegar bók Luzanne North, Fín og rík og liðin lík. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 375 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.