Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 JjV Ég vaknaði um hálfáttaleytið þennan mánudagsmorgunn, 2. september, ásamt Sjöfn, minni eig- inkonu. Við höfum í tímans rás hannað okkar eigið kerfi sem ger- ir það að verkum að við vöknum alltaf nákvæmlega á sama tíma. Gildir þá einu hvort heimsálfur skilja okkur að. Eftir að hafa blað- að í The Observer, Lögbirtinga- blaðinu og Draumaráðningabók- inni fengum við okkur staðgóðan morgunverð sem samanstóð af ávöxtum, hrökkbrauði, osti og hreinum appelsínusafa. Ég ætlaði að byrja í eróbikktím- um hjá Ágústu og Hrafni þennan morgun en mundi þá að önnur sjónlinsa mín var týnd og tröllum gefin. Enn frestast eróbikkið. Dæt- urnar tvær voru ræstar með lúðra- blæstri og fánahyllingu við þokka- legan fögnuð. Sú yngri fór til dag- mömmu klukkan níu en hin eldri minni í vinnuna og þaðan drifum við okkur niður á Laugaveg og keyptum linsur. Ég er GSM-eigandi sem þýðir það að ég er að biðja um að vera ónáðaður allan daginn. Og það gekk mjög vel. Ég talaði við Ás- mund í Japis, Elinu Reynis, Sigga Gröndal, Ásgeir Sigurvinsson, Guðrúnu Katrínu (ekki konuna hans Ólafs Ragnars!!) og margt annað ágætisfólk á meðan ég keyrði um hina fogru höfuðborg okkar. Mest talaði ég þó á gatna- mótum þannig að menn gætu ör- ugglega séð mig með símann. Það þykir víða smart (held ég). Ég velti því fyrir mér á milli símtala hvort ég ætti að kaupa sjónvarpsstöð, en eftir að hafa tal- að við Bjama Vestmann hjá þjón- ustusíma bankanna komst ég að raun um að það þyrfti að bíða betri tíma. Einnig tók ég dramatíska Jón Olafsson gleymdi ekki aö bursta í sér tennurnar þennan morguninn þegar hann vaknaöi. Dagur í lífi Jóns Olafssonar tónlistarmanns: aðsókn og til þess er nú leikurinn einu sinni gerður. Einn þeirra hafði við mig samband því að nú á að fara að kynna sýninguna i framhaldsskólunum. Til þess að hægt sé að skjótast til framhalds- skólanema í frímínútun þarf að vera til undirspil án söngs. Ég lét gera geisladisk með því efni. Við Emilíana Torrini hittumst í þrjá tíma og hlustuðum á tónlist og veltum fyrir okkur væntanlegum upptökum á geisladisk hennar. Fór með eldri dótturina á skóla- setningu, keypti skóladót, náði í þá yngri til dagmömmu, náði í kon- una í vinnuna, borðaði, vaskaði upp, tattóveraði fólkið i næsta húsi og sendi nokkur föx. Fór ekkert í Pacman þennan daginn. Samt gekk ég tiltölulega afslappaður til náða um miðnætti. Varð ekki and- vaka. Gleymdi að minnast á að ég Lét bíða að kaupa sjénvarpsstöð þurfti að leggja það á sig að vera með pabba allan daginn. Laust fyr- ir klukkan tíu ókum við konu ákvörðun í sambandi við Stone Free, en það er sýning sem ég spila í inni í Borgarleikhúsi og gengur von úr viti. Ákvað að skipta út 1-2 lögum og setja nýtt gamalt efni inn í staðinn. Það verður æft fljótlega. Strákamir í Leikfélagi íslands eru sárþjáðir af „promoveirunni" ógurlegu, en það skilar sér í góðri burstaði tennurnar og allt svoleið- is þennan morgun. Bless. -ingo Finnur þú fimm breytingar? 375 Hvaöa hljóö var þetta, Edwin? Nafn:___________________________ Heimili:------------------------ Vinningshafar fyrir þrjú hundruð sjötugustu og þriðju getraun reyndust vera: Ólöf Sandra Leifsdóttir 2. Páll Illugason Keilusíðu 10H Álfheimum 44 603 Akureyri 104 Reykjavík Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þinu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi, að verðmæti kr. 7.100, frá Bræðmnum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur, að verðmæti kr. 1.790. Annars vegar James Bond-bókin Gullauga eða Goldeneye eftir John Gardner og hins vegar bók Luzanne North, Fín og rík og liðin lík. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 375 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.