Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Blaðsíða 36
44 fólk LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 Ef væri ég gullfiskur! frumsýnt í Borgarleikhúsinu: Leikhúsið reynir að trufla nætur- svefninn og hreyfa við fólki - segir höfundurinn, Árni Ibsen „Útgangspunkturinn í leikritinu er viðleitni okkar íslendinga til þess að bera okkur saman við næsta mann,“ segir Árni Ibsen leikrita- skáld. Þjóðleikhúsið frumsýnir um næstu helgi nýjan farsa eftir Árna, Ef væri ég gullfiskur! „Það væri draumalíf að vera gull- fiskur. Hann syndir í hringi og fæð- an dettur af himnum ofan og það eina sem hann þarf að gera er að gapa. Gullfiskurinn hefur skamm- timaminni. Hann mætir kerling- unni sinni í hverjum einasta hring sem hann syndir um tankinn. Það merkilega er að hann man aldrei eftir að hafa séð hana áður. Hann á nýja kerlingu í hverjum hring. Ég heyrði söguna um gullfiskinn og það kveikti í púðrinu,“ segir Ólafur. Árni Ibsen er fæddur 17. maí 1948 í Stykkishólmi. Hann stundaði leik- listar- og bókmenntanám í Exeter á Englandi. Hann starfaði í 16 ár við Þjóðleikhúsið sem leikhúsritari og listrænn ráðgjaíi. Hann skrifaði leikgerð að Oliver Twist sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu. Nú sinnir hann eingöngu ritstörfum og er einn okkar allra fremstu leikskálda. Hann hefur einnig starfað sem leik- ari og leikstjóri. Árni er höfundur margvíslegs efnis, meðal annars fyr- irlestra, greina, hljóðvarps- og sjón- varpsþátta, allt frá viðtalsþáttum til áramótaskaupa. Helstu leikrit hans eru Skjaldbakan kemst þangað líka, 1984, Afsakið hlé, 1989, Fiskar á þurru landi, 1993 og Himnaríki - geðklofinn gamanleikur sem sýnt var í Hafnarfirði í fyrra. Hann gerði viðreist á leiklistarhátíðir viða um Evrópu. Þriðja ljóðabók Áma kem- ur út í haust hjá Máli og menningu. Hann segir að ljóð þurfi tíma og þess vegna hafi hann ekki gefið út fleiri bækur. „Þetta eru ekki neitt stórkostleg afköst. Ég er ekki viss um, ef ég hefði gefið út meira, að það væri neitt merkilegri afrakstur," segir Árni. Árni er kvæntur Hildi Kristjáns- dóttur, kennara í Engidalsskóla. Þau eiga synina Kára, 23 ára, Flóka, 20 ára, og Teit, 13 ára. Ögrandi leikform Ef væri ég gullfiskur! er farsi að frönskum hætti en með íslensku inntaki. Þar er beitt viðteknu formi 19. aldar farsans sem Georges Feydeau fullkomnaði og enn er með öruggu lífsmarki. „Farsi er mjög ögrandi leikform sem mjög erfitt er að skrifa en það reynir mjög á leikni höfundarins. Skriftimar hafa tekið gífurlegan tíma og kostað miklar pælingar. Sumir líta niður á þessa tegund leiklistar og finnst það ósköp „klént“. Farsinn er að mínu mati býsna áleitinn og ögrandi. Áhorf- endur hafa oft áhuga á þessu leik- formi og ef vel tekst til er hægt að hreyfa við fólki. Leikhúsið reynir oft að tmfla dálítið nætursvefninn hjá fólki,“ segir Árni. Það vefst svolitið fyrir Áma að segja frá boðskap verksins en hann segir hann svolítið flókinn og marg- þættan. Leikritið fjallar um fjármál, frama og framhjáhald. Það er ís- lenskt samfélag í hnotskurn, segir Árni. „Islendingar eru mjög bíræfnir framapotarar í rauninni. Við erum alltaf að tala um mjúk og hörð gildi. Maður hittir ekki einn einasta ein- stakling sem ekki er í óðaönn að reyna að tileinka sér hörðu gildin," segir Árni. í miðri atburðarásinni stendur maður sem er að nálgast miðjan ald- SKOKKNÁMSKEIÐ Ný námskeið hefjast 9. september 1996. Byrjenda- og framhaldshópar. Boðið verður upp á eftirfarandi: FYRIRLESTRA ÆFINGAÁÆTLANIR ÞREKMÆLINGAR STÖÐVAÞJÁLFUN Upphitun fer fram í leikfimisal, hlaupið úti, teygjuæfingar fyrir og eftir hlaup. Kennt er mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Kennari Jakob Bragi Hannesson. INNRITUN stendur yfir í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1. Upplýsingar í síma 551 2992 og 551 4106. ALDREi OF SEiNT! ur. Hann stendur allt í einu frammi fyrir þeirri opinberun að allir sem hann þekkir standa í sukki og svín- aríi. Hann er sá eini sem stendur fyrir utan sukkið og honum finnst hann hafa það síst af öllum. Skylda við samtím- ann Ég vel íslenskan sam- tíma vegna þess að við búum í þessum samtíma. Það höfðar mjög til mín að skoða samtímann. Kollegar mínir höfðu á orði fyrir einhverjum árum að samtíminn væri óspennandi. Við lifum í þessu og mér finnst í raun og \ veru vera skylda okkar að rýna ' í samtímann. Við megum ekki snúa baki við samtíman- um,“ segir Árni. Ámi segir leik- húsið oft á tíð- um nútíma- legra held- ur en bók- mennt- meira þegar maður skrifar fyrir leikhúsið. Auðveldara er að fara í felur á bak viö sögulegt efni,“ segir Ámi. Ef væri ég gullfiskur! er fjölmenn- asta leikritið sem hann hefur skrif- að. Hann segir leikritið gerast á einni nóttu í sama hús- inu og það geti oft orðið flókið. Það ; hjálpar að skrifa á blað hverjir eru inni á sviðinu hverju sinni. Persónurnar eru fyndnar „Ég veit ekki hvort ég er fyndinn en persónurnar em það. Þær þurfa ekki endilega að vera fyndnar í til- ímar Mað opm berar sjálf- ArniIb- sen er að veröa af- kasta- mesta leikrita- skáld okkar ís- lendinga. svörum. Tímasetningarnar verða að vera réttar til þess að verkið sé fyndið. Maður verður að sjá verkið fyrir sér áður en það er sett upp,“ segir Árni. Árni segir uppákomurnar geta orðið mjög flóknar. Margar persón- ur eru inni á sviðinu að gera marga hluti í einu. Ekkert má rekast á og erfiðast er að ná endinum þannig að hann virki því þá eru margir inni á í einu. „Það er mjög lærdómsríkt að tak- ast á við að skrifa farsa. Ég er að vona að ég hafi lært talsvert af þessu. Ég sit flestar æfmgar því það er ekki hægt annað. Leikararnir og leikstjórinn halda áfram að skapa verkið og það breytist oft á æfingun- um þar sem það er í frumuppfærslu í leikhúsi. Senurnar ganga ekki alltaf upp og þá þarf að breyta þeim. Það skemmtilega við þetta er að maður dettur niður í mjög nána samvinnu. við fólk,“ segir Árni. Ekki hungurmorða Það er langt síðan Árni vissi hvað hann vildi gera en hann var í fastri vinnu þar til hann sagði upp í Þjóðleikhúsinu fyrir ári. Hann áleit að hann skuldaði sjálfum sér að láta reyna á hvort hann gæti haft skriftir að aðalstarfi. „Ég var búinn að sjá fram á að ég yrði ekki hungurmorða þó ég sæti eingöngu við skriftir næstu tvö árin. Fram að þvi hafði ég ein- göngu skrifað í hjáverkum en mér finnst alveg meiri háttar að hafa skriftir að aðalstarfi. Ég hef meiri yfirsýn yfir vinnuna og meiri stjórn á því hvemig vinnan gengur fýrir sig. Allt sem ég geri nú fær meiri athygli af minni hálfu,“ segir Árni. Árni hefur að undanförnu skrif- að handrit að kvikmynd á ensku sem væntanleg er í framleiðslu. Hann gat að svo komnu máli ekki upplýst hverjir kæmu til með að gera myndina eða hvenær til stæði að taka hana upp. Árni neit- ar því ekki að eftir frumsýningu taki við önnur verkefni. Síðar í vetur ætlar hann að skrifa aftur fyrir Hafnflrðingana sem koma til með að setja upp verk eftir hann ásamt Nemendaleikhúsinu. Frá æfingu á farsanum Ef væri ég gullfiskur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.