Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Síða 37
JjV LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 hestar Jóhann G. Jóhannesson vann til margra verölauna á hestamóti Norður-Þýskalands á Lokku frá Stördal. DV-mynd E.J. ■ Islendingar sigursælir - á hestamóti í Þýskalandi Flestir íslensku knapanna í Þýskalandi búa í Norður-Þýska- landi. Þeir eru í stærsta hesta- mannafélagi Þýskalands, I.P.Z.V. Nord e.V. ásamt um það bil 1.800 öðrum knöpum en flestallir félags- menn búa á svæði í og við Ham- borg. Þegar félagið heldur félagsmót sitt er mikið um að vera og voru leiddir í dóm 430 hestar í átta flokk- um á síðasta félagsmóti. Mótið var haldið á hestabúgarðin- um Stördal, sem er um 60 kílómetra frá Hamborg, en þar hefur Jóhann G. Jóhannesson verið ráðsmaður í tæp fjögur ár, en aðstoðarmaður hans er Guðmundur Jóhannesson. Á búgarðinum eru 110 íslensk hross, þar af 25 folaldsmerar og eru 22 þeirra með 1. verðlaun. Aðstaða er til fyrirmyndar og eru þar tveir hringvellir 200 metra og 300 metra og 200 metra innibyggð braut, 250 metra skeiðbraut, áhorf- endastúka og reiðhöll. Mikið álag var á starfsmönnum, því keppt var í þrjá daga og á laug- ardeginum frá klukkan 7.00 um morguninn til 1.30 um kvöldið. Keppt var í 42 greinum í átta flokkum. 43 kynbótahross voru dæmd, en einnig var keppt í frítíma- flokki, A-, B- og C-íþróttastigi full- orðinna knapa, bamaflokki, ung- lingaflokki og ungmennaflokki. Knapar sem keppa í A-íþróttastigi verða að hafa náð lágmarkseinkunn til að fá að keppa 1 þeim flokki og eru einir í braut í keppni en í B- og C-stigi eru þrír inn á í einu. í frítíma- og barnaflokki eru tveir til þrír styrkleikaflokkar til að gefa öllum knöpum tækifæri á að vera með. Flóðljós skapa stemningu Keppt var í skeiði á kvöldin í flóðljósi og notuð fljótandi ræsing. Hestarnir komu inn úr myrkri á fullri ferð í flóðljós og hurfu aftur f myrkrið að loknum spretti. Áhorf- endur voru um 2.500 og hrifust mjög af þessari keppni. íslensku knaparnir gerður góða ferð á mótið. Árangur þeirra var eftirfarandi: Knapar máttu keppa með mörg hross í hverri grein sem útskýrir hvers vegna Angantýr Þórðarson er bæði I 2. og 3. sæti í tölti á íþrótta- stigi B. Hann fékk varaknapa í úr- slitin. E.J. Jóhann G. Jóhannesson Grein Keppni Hestur LFimmgangur íþróttastig B Lnkka frá Stördal LTölt við slakan taum íþróttastig C Kátur frá Stördal LFimmgangur íþróttastig C Príns frá Klauf 3.250 metra skeið — Ægir frá Stördal 3. Fjórgangur íþróttastig B Kátur frá Stördal 4. Tölt við slakan taum íþróttastig A Huginn frá Wiesenhof Sveinn Hjörleifsson LTölt Iþróttastig B Mózart Jón Steinbjörnsson 2.TÖH Iþróttastig A Háleggur frá Fossi 5. Fjórgangur íþróttastig A Mökkur frá Flugumýrarhvammi Styrmir Árnason 2. Fjórgangur Iþróttastig A Riddari 4.Tölt íþróttastig A Riddari Herbert Úlason 2. Fimmgangur íþróttastig B Blekking Angantýr Þórðarson 2.Tölt íþróttastig B Þótti frá Hólum 3.Tölt íþróttastig B Breki frá Eyrarbakka 4. Fimmgangur íþróttastig B Hera _____________j sviðsljós 45 Jack Nichol- son á útsölu Stórleikarinn Jack Nicholson , einn rík- asti maður Holly- wood, verslar á útsöl- um. Hann sást i kvenfatadeild í St Tropes á dögunum og gekk beint að slánum sem höfðu lækkað verð. Jack hefur áreiðanlega verið að kaupa handa kærustu sinni og barnsmóður, Rebeccu Broussard, og skoðaði hann helst þrönga toppa og þröng stutt pils. Rebecca og Jack eiga saman tvö böm, þau Lorraine, sex ára, og Raymond, fjögurra ára. Margir hafa ef- laust hneykslast á því hvers vegna hann velur föt á kærustunna á útsölu þegar hann hefur efni á dýrustu búð- unum. En ekki má gleyma því að það er hugurinn á bak við gjöfina sem skiptir mestu. Jack Nicholson kaupir á útsölum handa kærustunni. „Sýningin á Galdra-Lofti í íslensku óperunni er fágætur listviöburöur." „Jón Ásgeirsson er heilsteypt tónskáld, sjálfum sér samkvæmur og þorir að semja tónlist sem hljómar vel í eyrum.“ „Þorgeir vann stóran söng- og leiksigur með frammistöðu sinni í Galdra-Lofti." Þ.P., Mbl. „Frammistaða Þorgeirs Andréssonar í hlutverki Lofts telst til tíöinda." F.T.St., DV Niðurstaða: Sýning sem telst til stórviðburða í íslensku listalífi. Höfundurinn Jón Ásgeirsson hefur unnið þrekvirki og öll vinna aðstandenda er þeim til mikils sóma. A.B., Abl. 7. sýning laugardaginn 14. sept. kl. 20:00 8. sýning laugardaginn 21. sept. kl. 21:00 AÐEinSFAAR SYFII fl C A R ÍSLENSKA ÓPERAN miÐASÖLÖ OPin DACL. 15-19 sími 551-1475

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.