Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Side 38
46
fólk
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996
Gunnar Cauthery, 15 ára íslendingur, hefur vakið mikla athygli fyrir ieik sinn í Bretlandi:
Hefur leikið aðalhlutverk
- vinkaði tii áhorfenda þegar hann renndi sér niður rennibraut í barnæsku, segir Björg Árnadóttir, móðir hans
ræningjar þá leið þeim miklu betur
og voru ekki eins yfirspenntir. Þeir
einbeittu sér bara að því að leika
hlutverkið. Þetta tókst svo vel að
eftir þetta boð sátum við hjónin og
gátum alveg hugsað okkur að halda
aftur afmælisboð daginn eftir,“ seg-
ir Björg og bætir við: „Hvenær dett-
ur manni það í hug eftir afmæli?"
„Það geröi enginn annar neitt
svona. Það voru alltaf sömu leikirn-
ir í öllum afmælum og venjuleg
súkkulaðikaka en afmælin hjá okk-
ur voru mjög vinsæl. Okkur fannst
við svo miklir menn þvi að allir
vildu koma í afmæli til okkar,“ út-
skýrir Gunnar og segir að mamma
sin hafi verið „snillingur" i afmæl-
ishaldinu.
Árið 1979 fluttu Björg og Andrew
til Haslemere, í lítinn syfjulegan bæ
um 50 mílur fyrir sunnan London,
en það er heimabær Andrews. Þar
hóf Björg þátttöku í áhugamannale-
ikhópi og leikstýrði meðal annars
þremur óperum. í framhaldi af
einni af sýningum leikhópsins var
hún spurð hvort hún hefði áhuga á
að kenna leikræna tjáningu í litlum
heimavistarskóla fyrir börn með
dyslexíu í Haslemere. Hún lét slag
standa og starfaði við það í sjö ár,
fór svo í nám og lærði að kenna
börnum með dyslexíu og starfar við
það í dag.
Ekki nóg að
leika baunir
- Það er greinilegt hvert Gunnar
sækir leiklistina. En hvernig skyldi
hann hafa byrjað að feta þá braut?
janúar 1972 giftu Björg og Andrew
sig og Björg fluttist svo til Bretlands
um sumarið.
Fyrstu tvö árin í Bretlandi starf-
aði Björg með tilraunaleikflokki,
sem ferðaðist víða með mjög fram-
úrstefnulegar sýningar, aðallega á
klassískum leikverkum. Við fæð-
ingu Halla, eldri sonarins, hætti
hún að starfa með tilraunaleik-
flokknum og tók að sér ýmis verk-
efni í lausamennsku. Síðar hefur
hún starfað með áhugamannaleik-
flokki og kennt leikræna tjáningu.
Á árum áður sendi Björg pistla í út-
varpið og skrifaði í blöð og timarit
auk þess sem hún tók saman bókina
„Ég á afmæli i dag“ með hugmynd-
um að skemmtilegum afmælisboð-
um.
Afmælisboð með
sjóræningjaleik
„Strákarnir voru alltaf svo virkir
í þessum afmælisboðum og svolítið
yfirspenntir. Einhvem tímann datt
einhverjum í hug að halda sjóræn-
ingjaboð. Mér fannst þetta dálítið
góð hugmynd en í stað þess að láta
alla bara mæta í sjóræningjabún-
ingi þá gerði ég allan matinn sjó-
ræningjalegan, bjó til sjóræningja-
skútu úr piparkökum með hákörl-
um sem syntu í kring. Svo bjuggum
við til fjársjóðsleik og það tók heil-
an hálftima fyrir þá að finna fjár-
sjóðinn. Þetta gerði ógurlega
lukku,“ segir Björg.
„Þegar strákcirnir voru komnir í
búninga og voru ekki lengur þeir
sjálfir heldur sjó-
„Þegar ég var sjö eða átta ára fór ég
í áhugamannaleikflokkinn, sem
mamma var i, en það var svo leiðin-
legt því að við krakkamir fengum
ekkert bitastætt að gera. Ég var
bara alveg óður í að fá að leika,“
segir Gunnar um sin fyrstu ár í
leiklistinni. Björg nefnir sem dæmi
að krakkamir í hópnum hafi bara
fengið að leika baunimar í Jóa og
baunagrasinu, að vísu verið mikið á
sviðinu en ekki fengið að gera nóg.
„Hann vissi alltaf nákvæmlega
hvar hann átti að vera og hvað
hann átti að gera og var alltaf kom-
inn i réttan búning á réttan stað.
Þetta kenndi honum enginn," segir
Björg um fyrstu leikreynslu Gunn-
ars hjá áhugamannaleikhópnum.
Þrátt fyrir þessa reynslu segist
Gunnar hafa haldið áfram að leika i
jólaleikritinu í skólanum. Ellefu ára
gamall fór hann svo í nýjan skóla
þar sem listrænir krakkar fengu að
njóta sín. Árið 1994 fóru hjólin svo
allt i einu að snúast. í janúar var
verið að leita að krökkum fyrir nýj-
an sjónvarpsþátt hjá BBC sem heit-
ir Just Willicim. Gunnar fór í prufu-
leik og fékk þau svör að hann væri
aðeins of gamall til að leika aðal-
hlutverkið en var beðinn að láta
umboðsmann fá nafnið sitt.
Fyrsta aðalhlutverkið
„Um sama leyti var hann beðinn
að koma inn í söngleik eftir sögu
sem heitir Whistle Down the
Wind en National Youth
Music Theatre hafði
sýnt hann á Edinborg-
arhátíðinni 1993. Söngleikurinn
byrjar á því að strákur gengur inn á
sviðið og syngur aleinn mjög háa
tóna. Hann syngur svo með öllum
krökkunum en seinna í stykkinu
kemur sami drengurinn aftur og
syngur þessa sömu háu tóna. Strák-
urinn, sem hafði stmgið þetta, var
um það bil að fara í mútur og mað-
ur frá leikhúsinu kom í skólann og
bað Gunnar að koma í prufu,“ út-
skýra mæðginin.
Gunnar fór í prufuna og söng
hlutverkið í tvær vikur í ágúst 1994.
í febrúar sama ár hafði Björg verið
á íslandi og rekist á smáklausu í
Mogganum um að það yrði tekin
upp mynd með 12 ára gömlum
strákum á íslandi í ágúst. Ef hann
gæti fengið statistahlutverk þá gæti
hann lært íslensku, hitt íslenska
stráka og gert það sem honum þætti
skemmtilegt svo að hún hringdi í
kvikmyndagerðina og sendi mynd-
band með Gunnari þar sem hann
las á íslensku.
„Við heyrðum ekki neitt svo að
við afskrifuðum þetta. Þegar við
vorum í Leeds byrjuðu skilaboðin
að hlaðast upp á símsvaranum. Það
var verið að bjóða honum aðalhlut-
verkið í myndinni. Það skemmti-
lega gerðist í Leeds að hann var
bara búinn að vera þar í tvo daga þá
var hann gerður að varaleikara fyr-
ir eitt aðalhlutverkið. Hcmn fékk
eina æfingu og varð að læra alla
músíkina," segir Björg.
Hoppaði inn í
aðalhlutverk-
ið
„Eitt kvöldið gat
aðalstrákurinn ekki
farið inn á sviðið tíu
mínútum fyrir sýn-
ingu. Þá var mér sagt
að fara upp á svið
og leika aðal-
hlutverkið í
heilum söng-
leik I atvinnu-
mannaleik-
húsi. Ég
varð að vera
búinn að
læra allan
textann og
tónlistina
og það
var ekki
svo auðvelt. Ég varð
að nota hvert tæki-
færi sem gafst,“ seg-
ir Gunnar.
„Þegar við komum
heim frá Leeds þá
uppgötvuðum við að
það var búið að
bjóða honum eitt að-
alhlutverkið af fjór-
„Hann hefur leikið alla ævi. Þeg-
ar hann var lítill og ég var að horfa
á hann á rólóvellinum og bera hann
saman við hin bömin þá léku hin
börnin sér en hann var aö leika fyr-
ir áhorfendur. Ég horfði á hann
renna sér niður rennibrautina og
vinka til áhorfenda. Það lá við að
hann hneigði sig þegar hann var
kominn niður. Ég sat einu sinni
gapandi og horfði á hann,“ segir
Björg Árnadóttir um son sinn,
Gunnar Cauthery, 15 ára, en hann
hefur leikið aðalhlutverk í sjón-
varpsþáttum og kvikmyndum hér
og landi og erlendis og vakið mikla
athygli fyrir leik sinn.
Gunnar er fæddur og alinn upp i
Bretlandi. Móðir hans er Björg
Árnadóttir leikkona, dóttir Árna
Bjömssonar tónskálds, og faðir
hans er Andrew Cauthery, 1. óbó-
leikari í ensku þjóðaróperunni.
Gunnar á einn eldri bróður, Davíð
Harald, 21 árs, kallaðan Halli. Halli
er fiðluleikari og stundar tvöfalt
tónlistamám í háskóla í Manchest-
er. Gunnar hefur hins vegar gert
það gott í leiklistinni og er spenntur
fyrir því að leggja hana fyrir sig í
framtíðinni.
- En hver ætli hún sé þessi ís-
lensk-enska fjölskylda?
Það voru Björg og Gunnar, yngri
sonur hennar, sem samþykktu að
segja lesendum DV örlítið frá hög-
um fjölskyldunnar og þó sérstaklega
stjömum stráðum leikferli Gunn-
ars, meðal annars hjá sjónvarps-
stöðinni BBC í Bretlandi.
Pabbinn kom
til ís-
lands
„Við hittumst
á íslandi árið
1969 þegar Andr-
és kom hingað
og spilaði með
sinfóníunni í eitt
ár. Hann átti líka
að spila í Fiðlar-
anum á þakinu í
Þjóðleikhúsinu
og ég var á svið-
inu þar. Ég var þá
að klára leiklist-
arskólann og lék
ömmu Tzeitl og
statista,“
Björg um
hvemig þau hjón-
in kynntust.
Andrew fór utan
aftur áriö
1970. í