Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Side 40
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 Frelsi á Netinu Það er fokið í flest skjól fyrir lýðræðissinna í Indónesíu enda hafa yflrvöld þar hert mjög tök- in á almenningi. Ríkisvaldið í Indónesíu hefur engin formleg völd yfir prentmiðlum í land- inu. Ritstjórar dagblaða halda því fram að það sé ætlast til þess að þeir segi sem minnst frá óróa í landiu. Sjónvarps- fréttum er dreift af ríkinu. Þeir sem vilja eiga frjáls skoðana- skipti deyja þó ekki ráðalausir heldur nota Netið til þess að tala saman. Sífellt fleiri Indónesar eru að tengjast Net- inu til þess að fá aðgang að stjórnmálaumræðu, fréttum af ofbeldisverkum stjórnvalda og áróðri sem má finna á vefsíð- um, fréttahópum og spjallrás- um sem tengjast Indónesíu á einhvern hátt. Talið er að einungis tuttugu þúsund Indónesar séu tengdir Netinu en hafa verður í huga að flestir þeirra eru úr milli- stéttinni sem er skoðanamót- andi og virk í stjórnmálum. Upplýsingaráðherra Indónesiu lýsti því yfir i vor að stjómvöld þar hefðu engan áhuga á því að setja reglur um Netið eins og nágrannaríkið Singapúr hefur gert. Þrátt fyrir þetta hafa stjórnvöld handtekið og yfir- heyrt þá sem hafa gagnrýnt þau með aðstoð Netsins. Peninga- flóð Auglýsingatekjur á Veraldar- vefnum hafa aukist um 83 pró- sent á fyrri helmingi þessa árs. Auglýsingatekjur námu tæp- lega hálfum milljarði íslenskra króna á þessu tímabil. Sérfræð- ingar telja að um aldamót muni auglýsingar skila vefsíðueig- endum um 35 milljörðum ís- lenskra króna. Sá galli er á gjöf Njarðar að enn um sinn er við því að búast að einu stóru auglýsendurnir verði hátæknifyrirtæki sem séu að auglýsa hvert á síðum ann- ars. Stærsti auglýsandinn á Netinu er Microsoft sem hefur eytt tæplega 200 miljónum króna í auglýsingar á vefnum fyrsta hálfa mánuð þessa árs. Stærstu auglýsendurnir á öðr- um fjölmiðlum, fyrirtæki sem framleiða venjulegar neyslu- vörur virðast enn ekki hafa áhuga á Netinu sem auglýs- ingamiðli. Búist er við því að þau fari inn á vefinn sem aug- lýsendur en sú þróun mun sennilega taka nokkurn tíma. Það fyrirtæki sem hefur feng- ið mestar auglýsingatekjur á Netinu í ár er Netscape en talið er að fyrirtækið hafi fengið um 700 miljónir króna í auglýsinga- tekjur af heimasíðum sínum. Aðstandendur leitarvéla eins og Yahoo, Lycos og Excite koma þar á eftir enda hafa leitarvélar tekiö mikið til sín af auglýs- ingatekjur frá upphafi. Umsjón .Inn Hniríar Þnrstfiinssnn Barnaklámsleikhús heimsins - sums staðar er stríð á netinu, segir Kristín Jónasdóttir Netið algengasti dreifingarmatinn Kristín segir að lögreglumennirnir hafi sagt netið vera algengasta dreifingarmáta barnakl- áms í heiminum í dag. „Tyler benti á í fyrirlestri sínum að barnaníðingar hefðu alla tíð nýtt sér nýjustu tækni við að svala ónáttúru sinni. Notk- Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, sat nýlega ráöstefnu gegn kynferðislegri misnotkun á börnum. Þar var mikið rætt um netið og notkun barnaníðinga á því. un á netinu og myndbreytingar með tölvum eru nýjasta dæmið um það,“ segir Kristín. Hún segir að barnakl- ám sé hættu- legt þar sem líklegt er að það reki fólk með ónáttúru- legar kenndir til frekari aðgerða. ,Þetta er eins og með klám almennt, það var sagt að það myndi duga mönnum en sú varð ekki raunin. Við þetta eru menn hræddir varðandi barnaklámið nú,“ segir Kristín. Barist á netinu Kristín segir að á netinu sjálfu fari fram hörð barátta milli barnaníðinga og þeirra sem vilji stöðva þá. „Tyler sagði frá því að þeir sem berðust gegn þeim „hökkuðu" sig inn á síður með barnaklámi og skemmdu þær. Sums staðar er stríð á netinu. Hann hefur barist gegn kynferðislegu of- beldi gegn börnum í 15 ár. Hann er sjálfur tölvuá- hugamaður og hefur barist gegn vafasömum sið- um í frítíma sínum. Einnig hefur hann kennt öðr- um lögreglumönnum vestanhafs baráttuna gegn barnaklámi á netinu," segir Kristín. Hún segir að á ráðstefnunni hafi komið fram að tölvupóstur sé einnig notaður til að dreifa barnaklámi. „Þar er mikið sent af myndum fram og til baka“ Baráttan er erfið Störf Tylers gegn barnaklámi á Internetinu fel- ast yfirleitt í því að hann fer inn á slíkar síður og ef einhver hefur samband við hann og býður hon- um bamaklám þykist Tyler hafa áhuga. Þá hefrn’ hann samband við seljandann og leiðir hann í gildru. „Oft er samt erfitt að komast að því hver setur hvað inn á netið. Þar mun vera auðvelt að fela sig enda er áræðni þessara manna að aukast," segir Kristín. Hún segir að netið sé sí- fellt meira notað í því skyni að koma á ,stefnumótum“ þar sem barnaníðingar kom- ast í samband við fórnarlömb sín. „Hér er um vændi að ræða og Tyler notar svipaðar aðferðir við að stöðva slíkt,“ segir Kristín. Stóriðnaður Hún segir að fyrst núna séu menn að vakna til meðvitundar um að þetta sé meiri háttar iðnaður og baráttan sé senni- lega mjög erfið „Það verður að reyna að halda þessari glæpastarfsemi eins mikið niðri og mögulegt er þó að sennilega losn- um við aldrei við hana,“ segir hún. Að hennar sögn er mikilvægt breið samstaða myndist innan og milli ríkja um að stöðva barnaklám. „Hér er um að ræða lögreglu, almenning og þá sem starfa við að miðla og selja netþjónustu. í Banda- rikjunum starfa starfsmenn fyrirtækja sem miðla netþjónustu í sjálfboðavinnu við að koma auga á sóðalegar vefsíður. Þetta virtust lögreglumennirnir telja að væri árangursríkasta aðferðin" segir Kristín að lokum. -JHÞ Oftar en ekki er fjallað um skugga- hliðar netsins. Hing- að til hefur umræð- an yfirleitt snúist um klám og ofbeldi fullorð- ins fólks. Nú eru menn að vakna upp við þá óþægilegu staðreynd að net- ið er vettvangur barnaníð- inga sem nota það til að stunda ónáttúru sína. Þetta erf- iða mál var meðal annars rætt á ráðstefnu gegn kynferðislegri mis- notkun á börnum sem lauk nýlega í Svíþjóð og Kristín Jónasdóttir, fram- kvæmdastjóri Barnaheilla, sat. Heimurinn einn markaður „Það kom í ljós á ráðstefnunni að barnaklám og barnavændi verður sífellt al- gengara. Aðalástæðan er talin vera sú að heimurinn er að verða að einu þorpi. Mark- aðir hafa opnast og það er auðveldara fyrir fólk að fara milli landa en áður. Almennt er þessi alþjóðavæðing, sem netið er hluti af, talin vera jákvæð þróun en henni fylgja líka afar dökkar hliðar," segir Kristín Netið er áhrifavaldur Kristin segir að netið og tölvutækni hafi auðveldað barnaníðingum lífið. Þar er algengt að klámmyndir af börnum séu falsaðar. „Ég sat fyrirlestra tveggja lögreglumanna, Toby Tyler frá Bandaríkjunum og Michael Hawkins frá Bretlandi, og þeir segja að oftar en ekki finni barnaníðingar venjulegar ljósmyndir af börnum og þeir skeyti barnaandlitum á nakta líkama sem þeir finna í venjulegum karlablöð- um. Með tölvutækni er síðan líkömunum breytt þannig að um börn virðist að ræða. Reyndar töldu lögreglumennirnir, sem Kristín hlýddi á, að megnið af því barnaklámi sem væri að finna á netinu væri falsað á þennan hátt. Þar með er kominn möguleiki á því að fólk gæti rekist á slíkar myndir með andlitum barna sinna. Tyler kallaði meira að segja netið barnaklámleikhús heimsins," segir Kristín. Hin kraftmikla körfu- boltahetja ShaquiUe O’Neill eða bara Shaq hef- ur sett upp sina eigin vef- síðu þar sem hann kynnir sjálfan sig og NBA- bolt- ann. Slóðin þangað er ein- faldlega Shaq.com Allt um Shaq Shaquille O’Neill er ekki einungis körfubolta- kappi af bestu gerð heldur er hann einnig liðtækur rappari og kvikmynda- leikari. Á síðunni er hægt að skoða ítarlega umfjöll- un hans á kvikmyndasvið- inu en þar er helst að nefna þegar hann lék í myndinni Blue Chips með Nick Nolte hér um Hér er Shaquille O’Neill aö kynna heimasíðu sína á netkaffihúsi Körfubolta- veisla Ef svo ótrúlega vill til að menn hafi einungis áhuga á körfubolta- ferli Shaq eða NBA-boltanum yf- irhöfuð þá er heimasíða körfu- boltakappans alger veisla fyrir þá. Á síðunni má spila körfuboltaleik þar sem notandi síð- unnar setur upp sitt eigið körfu- boltalið og stjórnar því í gegnum ref- skák NBA-deildar- árið. Einnig má skoða nokkru 1 New York ° dögunum. Slóöin inn á heimasíðu kappans er jnnar par er ejnnig þær auglýsingar sem goð- shaq.com ið hefur leikið í. Shaq hefur starfað mikið að góðgerðar- málum og nú um stundir starfar hann mikið fyrir sam- tökin RIF sem berjast fyrir því að fólk læri að lesa. Hafi vefsíðuflakkarar meiri áhuga á Shaq sem rapp- ara og tónlistarmanni geta þeir hlustað á tónlist hans á netinu og lesið allt um afrek hans á því sviði. safnað miklu af upp- lýsingum um staðtölur ýmiss konar eins og siður er í bandarískum íþróttum. Einnig er hægt að komast inn á heimasíðu styrktar- aðila Shaqs, Sportsline.com sem fjallar um amerískar íþróttir frá a-ö. -JHÞ Það er uppselt á þá. Mjög heit sveit. http://www.parlaphone.co.uk/ Tomahawk stýriflaugar Er einhver að koma inn um glugg- ann þinn? http://fedix.fi- e.com/defense.htm Eraser Arnold er heitur, flott að myndin hans gætj heitið „strokleður" á ís- lensku. http://movies-onl- ine.com.sg/filminfo/eraser/ Geitungar Sífellt til leiðinda. http://ca- irns.aust.com/environ/hazards.htm Heilsufæði Ekkert kólesteról, ekkert bragð og þaö er ósaðsamt. http://www.response- net.com/cnc.htm írak Sennilega vonlaust að ferðast þang- að núna. http://adagent.com/tra- vel/iraqa.html

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.