Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Qupperneq 64
Alla laugardaga
Vertu viðbúin(n)
vinningil
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
26)(27)(28)
KIN
m550 5555
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996
Fegurðarsamkeppni karla:
Linda P. til
Tyrklands að
dæma í
Herra heimur
- keppnin sýnd á Sky
„Jú, ég er að fara vegna keppninn-
ar Herra heimur. Mér finnst þetta
mikill heiður fyrir mig og er mjög
ánægð. Ég hlakka mikið til að fara.
Keppnin verður haldin í Istanbúl
þann 16. september. Ég verð þar í
eina viku og er á fullu núna í einka-
þjálfun og það er verið að sauma á
mig kjóla. Það verður mikið í kring-
um þetta,“ sagði Linda Pétursdóttir
sem er ein af fjórum fyrrverandi
ungfrú heimur sem hefur verið boð-
ið að dæma í herrakeppninni í Tyrk-
landi um miðjan september.
Linda sagði að sömu aðilar og
standi að keppninni Ungfrú heimur
sjái um keppnina Herra heimur.
Hjónin Julia og Erik Morley hafa
reyndar boðið Lindu að gista hjá sér
í London að lokinni keppninni.
Henni verður sjónvarpað um allan
heim á Sky sjónvarpsstöðinni.
Þrjár fyrrverandi ungfrú heimur,
frá Jamaíku, Puerto Rico og Venesú-
ela munu dæma með Lindu. Hún
sagðist ekki vita nákvæmlega enn þá
- tneð hvaða sniði keppnin yrði. Hins
vegar sagðist hún vita til þess að
ekki væri um að ræða „vaxtarrækar-
keppni" og að keppendur væru ým-
ist úr atvinnulífinu eða nemendur.
-Ótt
Æfingaskóli KHÍ:
Geitungar réðust
á heilan bekk
- 3 nemendur stungnir
Geitungar réðust á 11 ára krakka
í fimmta bekk Æfíngaskóla Kenn-
araháskólans og kennara þeirra
með þeim afleiðingum að a.m.k.
þrir nemendur voru stungnir. At-
vikið átti sér stað á lóð skólans í frí-
mínútum í fyrradag. Stungurnar
reyndust ekki alvarlegar.
Steinunn Helga Lárusdóttir skóla-
stjóri sagði við DV að krakkamir
hefðu vitanlega orðið hræddir.
„Svæðið í kringum skólann er
dýrmætt fyrir börnin. Þau nota það
til vettvangsferða og slæmt ef það
orðspor kemst af svæðinu að ekki sé
farandi þangað út vegna skordýra
sem stinga,“ sagði Steinunn. -bjb
Ekið á konu
Ekið var á konu á reiðhjóli á Ak-
ureyri i gær. Bíll ók út af bílastæði
við íbúðarhús við Smárahlíð og
konan kom hjólandi á gangstétt
ineðfram því. Runnar byrgðu kon-
unni sýn og skall hún á bílnum.
Hún meiddist aðeins lítiilega. -sv
ENGIR PELAR
í RÉTTUNUM? HEIMUR
VER5NANDI FER!
L O K I
Mikil fólksfækkun á Fáskrúösfiröi aö undanförnu:
Nær tíundi hver
íbúi flutt á síðustu
níu mánuðum
segir Eiríkur Stefánsson, fulltrúi í hreppsnefnd
DV, Fáskrúðsfirði:
„Við höfum verið aö fara yfir
íbúaskrá hérna nokkrir og það
kemur í ljós að 60 manns eru farn-
ir héðan á síðustu 9 mánuðum.
Hluti ástæðu þess að fólk fer héð-
an er gjaldþrot Goðaborgar og
önnur ástæða er sú að lífsskilyrði
eru miklu betri í Reykjavík. Það
er miklu lægra verð á matvörum
og lægra orkuverð. Það þýðir að
fólk getur lifað þar af lágum laun-
um. Þess vegna flytur fólk héð-
an,“ segir Eiríkmr Stefánsson,
fulltrúi í minnihluta hreppsnefnd-
ar og formaður verkalýðsfélags-
ins á staðnum, um gífurlega fólks-
fækkun sem hann segir hafa orð-
ið á síðustu mánuðum. Eirikur
segir að fækkunin samsvari því
að nærri 10. hver íbúi hafi flutt
búferlum. Hann segir ljóst að
ástandið sé víðar erfitt á lands-
byggðinni og nauðsynlegt að tek-
in verði upp hreinskilin umræða
um það sem er að gerast á lands-
byggðinni almennt.
„Það er tilhneiging hér til að
fela vandann. Þeim sem segja
sannleikann um þau mál sem
snúa að fólksflótta er sagt að
þegja. Siðan halda menn því fram
að allt sé í blóma. Þá á að fela
þetta og menn vilja að þetta sé
feluleikur," segir hann.
Eiríkur segir það vera hvað al-
varlegast að fólk sem hefur
menntað sig sest ekki að á lands-
byggðinni, einfaldlega vegna þess
að það fái ekki vinnu við sitt
hæfi.
„Það er hægt að segja fólki að
það sé dásamlegt að vera hér en
þá er spurt um atvinnu. Á ég að
segja fólki sem hefur eytt stórum
hluta ævi sinnar í að mennta sig
að það sé nóg að gera í fiski eða
það vanti afgreiðslumann í kaup-
félagiö fyrir 65 þúsund krónur á
mánuði. Það gengur einfaldlega
ekki upp,“ segir Eiríkur.
„Það verður að fjölga hér störf-
um og auka fjölbreytni t.d. í iðn-
aði þar sem menntun þessa fólks
nýtur sín. Ef það verður ekki gert
þá er ekkert til ráða. Ríkisvaldið
hefur brugðist í þessu og það leið-
ir tO þess að tækifærin eru öll á
suðvesturhorninu og þangað leit-
ar fólkið,“ segir Eiríkur. -rt
Þegar haustar er frelsi sauðkindarinnar að baki og fé smalaö til byggða. Það var mikið um að vera í Fossrétt í Skaft-
árhreppi í gær, enda fyrstu réttir haustsins. Bændur eru ánægðir með hversu vænt féð er eftir sumarið. Hér má sjá
Jóhann Þorleifsson, bónda á Breiðabólstað, innan um fé sitt. DV-mynd ÞÖK
Veðrið á morgun og
á mánudag:
Gola eða kaldi
lengst af
Búist er við vestan- og norðvest-
anátt, lengst af verður gola eða
kaldi en þó gæti orðið nokkuð
hvassara um tíma á sunnudag.
Það verður skýjað og skúrir vest-
anlands og í útsveitum fyrir norð-
an en bjart veður á Austur- og
Suðausturlandi. Þar verður einnig
hlýjast en hitinn mun ná allt að 17
stigum.
Veðrið í dag er á bls. 61
Tryggingaútboð FÍB:
Trygginga-
félögin
kæra í
Samband ísl. tryggingafélaga hef-
ur í tvigang kært til Vátryggingaeft-
irlitsins formsatriði í sambandi við
útboð Félags ísl. bifreiðaeigenda á
bflatryggingum félagsmanna. Nú er
til afgreiðslu hjá eftirlitinu kæra
um hvort umboð það, sem FÍB hef-
ur fengið frá félagsmönnum sínum
til að segja upp tryggingunum fyrir
þeirra hönd, standist lög og sé gilt.
Kæran byggir á því að bllaeigend-
ur verði að skila uppsögnum á
tryggingum sínum inn í síðasta lagi
einum mánuði áður en nýtt ið-
gjaldatímabil hefst til að uppsögnin
sé gild og viðkomandi geti skipt um
tryggingafélag. Á hinn bóginn hafi
Lloyd’s ekki lagt fram gjaldskrá og
ekkert liggi því fyrir naglfast um
það hvort eða hvers konar trygging-
ar verði í boði né gjaldskrá.
„Þetta er enn ein veikburða tfl-
raunin tfl þess að tefja fyrir málinu
og drepa á dreif með orðhengils-
hætti. í raun er furðulegt að vá-
tryggingafélögin láti sér detta í hug
að reyna með þessum hætti að
hindra neytendur í því að eiga eðli-
legt val og leita bestu kjara í bíla-
tryggingum. Viðbrögð þeirra öll
koma í sjálfu sér ekki á óvart, en
maður hefði nú búist við meiri fag-
mennsku af þeirra hálfu að
óreyndu,“ sagði Runólfur Ólafsson,
framkvæmdastjóri FÍB, við DV.
„Til þessa höfum við ekki talið
neitt athugavert við útboð FÍB, en
við höfum kallað eftir nánari upp-
lýsingum frá þeim,“ segir Helgi
Þórsson, deildarstjóri hjá Vátrygg-
ingaeftirlitinu, við DV. -SÁ
Fossrétt:
Græt ekki
vasapelana
-Brook B
(fompton g
RAFMOTORAR
Pouben
Suðurlandsbraut 10. S. 568 6499
SS O » C* I
533-1000
r
Kvöld- og
helgarþjónusta
i
í
i
í
i
i
tvígang é
hanrl Isl trvppinpafplapfl hef-
!
i
i
i
- segir bóndinn á Fossi
„Það er enn sami sjarminn yfir
þessu þó auðvitað hafi margt breyst.
Vasapelarnir eru til dæmis alveg
hættir að sjást en ég græt það ekki,“
sagði Ólafía Davíðsdóttir, bóndi að
Fossi í Skaftárhreppi, þegar DV
ræddi við hana þar sem hún var við
fyrstu réttir ársins í Fossrétt.
Ólafía segir að fé hafi fækkað
mikið í hreppnum á undanförnum
árum. Nú sé sami flöldi i Skaftár-
hreppi, sem samanstendur af fimm
hreppum, og var í Hörgslands-
hreppi, einum gömlu hreppanna,
fyrir 10 árum. Alls eru um 10 þús-
und fjár í Skaftárhreppi og segir
Ólafía að fé komi vænt til byggða
eftir sumarið. -rt