Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1996, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1996, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 Fréttir_____________________________________________________________________________________x>v Sjö Súðvíkingar hafa kært Almannavarnir til rikissaksóknara: Segja að röng viðbrögð hafi leitt til manntjóns - hús á skilgreindu hættusvæði ekki rýmt fyrir snjóflóðið „Hús foreldra minna, Nesvegur 7, var á skilgreindu hættusvæði, svo miklu hættusvæði, að almanna- varnanefnd Súðavikur hafði sam- þykkt á fundi í febrúar 1990 að svæð- ið ætti að hafa algeran forgang varð- andi snjóflóðavamir. Foreldrar mín- ir voru þrátt fyrir þetta ekki aövaraö- ir né þeim gert að rýma húsið þessa nótt og þau létu bæði lífið,“ segir María Sveinsdóttir frá Súðavík. María er ein sjö Súðvíkinga sem ritað hafa rikissaksóknara bréf og farið fram á opinbera rannsókn á aðdraganda og afleiðingum snjó- flóðsins í Súðavík þann 16. janúar 1995 og hvort brotin hafi verið lög um almannavamir og lög um vam- ir gegn snjóflóðum og skriðufóllum. Þá er þess krafist að hinum brotlegu verði refsað samkvæmt lögum, verði sakir sannaðar. Sjömenningamir hafa áður ítrek- að gert alvarlegar athugasemdir við aðdraganda, viðbúnað og allar að- gerðir sem gripið var til vegna ham- faranna í Súðavík og lýst þeirri skoðun að lög hafi verið brotin mjög alvarlega með þeim skelfilegu af- leiðingum að manntjón varð af. Þessi skoðun er ítrekuð í bréfinu til rikissaksóknara. I neöstu skúffu Björk Þórðardóttir er ein þeirra sem undirrita beiðnina til ríkissak- sóknara um rannsókn. „Það virðist sem þetta mál hafi átt að vera ein- hvers staðar í neöstu skúffu, en maður heldur alltaf í vonina um að það komist á hreint. Það er alls ekki hægt að vera sáttur við hvemig á málum hefur verið tekið í sambandi við hvað gerðist, bæði fyrir og eftir snjóflóðin, og það held ég að þeir sem setja sig inn í hlutina skilji vel. Það verður að rannsaka það ofan í kjölinn og fá skýra niðurstöðu, á hvem veginn sem hún verður, það verður bara að koma í ljós. Til hvers að vera með Almannavamir, ef enginn er ábyrgur fyrir því sem er gert, eða látið ógert?“ segir Björk. Önnur málsmeöferö Sjömenningamir gagnrýna harð- lega skýrslu Almannavama ríkisins um snjóflóðin í Súðavík og Reyk- hólasveit sem gerð var í byrjun þessa árs og María Sveinsdóttir bendir á mótsögn sem í henni sé að fmna: Á blaðsíðu 5 í skýrslunni seg- ir að snjóflóðahættumat fyrir Súöa- vik hafi gert ráð fyrir því að öll efri húsaröðin við Nesveg væri innan hættusvæðis auk leikskólans, en lín- an lægi að öðra leyti með fram efri húsaröðinni við Túngötu. Þessi orð staðfesti það að hús foreldra hennar hafi verið innan hættusvæðis. Á blaðsíðu 8 í skýrslunni segir hins vegar: „Ekki verður séð af fyr- irliggjandi gögnum að önnur máls- meðferð hefði firrt því manntjóni sem varð, þar eð þau hús sem lentu í snjóflóðinu vom utan hættusvæð- is samkvæmt gildandi hættumati." „Þetta er bæði rangt og í mótsögn við það sem segir á blaðsíðu 5 og sýnir glöggt að þessi skýrsla er ekki annað en kattarþvottur. Við höfum leitað til dómsmálaráðherra um að þetta mál verði rannsakað heiðar- lega og gengið frá því þannig aö hið sama endurtaki sig ekki í framtíð- inni. Ráðherrann hefúr hins vegar visað því frá sér og sjálfur bent á rík- issaksóknara og þangað snúum við okkur nú i þeirri von að málið verði rannsakað ofan í kjölinn og þeir dregnir til ábyrgðar sem ábyrgö bám. „Það er alla vega staðreynd að hús foreldra minna var inni á hættu- svæði. Þau vora ekki vömð við og þau fórust," segir María. Slakur viöbúnaöur í bréfi sjömenninganna til ríkis- saksóknara segir m.a.: „Viöbúnaður var lélegur og í engu samræmi við lög, forsvarsmenn Almannavama bragðust rangt við og hundsuðu mjög alvarlegar athugasemdir sem komu fram af hálfu yfirverkefha- stjóra Veðurstofu íslands þessa sömu nótt. Almannavamanefhd rík- isins var aldrei látin vita um yfir- vofandi hættu og afstöðu Veður- stofu íslands í málinu og ekki held- ur sýslumaður." -SÁ Rannsókn á aðdraganda: Hefur veriö hafn- að hingaö til - segir Ragna Aðalsteinsdóttir Við höfum verið að reyna að fá málið rannsakað hingað til en án árangurs og höfum spurt hvers vegna formaður Almannavama í Súðavík varaði leikskólakennara við og að skólinn ætti að vera lokað- ur mánudaginn 16. janúar vegna hættu. Vora þá ekki aðrir innan sama svæðis líka í hættu?" segir Ragna Aðalsteinsdóttir á Laugabóli og ein þeirra sem undirrita beiðni um rannsókn á aðdraganda snjó- flóðanna í Súðavík. Ragna segir að engin viðvörun hafi verið gefin þrátt fyrir að snjó hafi kyngt niður í þrjá sólarhringa ofan á klaka. „Það eina sem var ákveðið, var að halda fund í al- mannavamanefnd kl. 8. Það passaði vel. Þá var flóðið fallið,“ segir hún. -SÁ Sjö Súövíkingar hafa ritaö ríkissaksóknara bréf og fariö fram á opinbera rannsókn á aödraganda og afleiöingum snjóflóösins í Súöavík þann 16. janúar 1995. DV-mynd Brynjar Gauti Ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis: Bentum þeim á ríkissaksóknara - segir Þorsteinn Geirsson „Ráðuneytið svaraöi sl. vor erindi fólksins á þann veg að viö myndum ekki krefjast frekari skýrslna af Al- mannavömum, enda ekki þeirra hlutverk að gera skýrslu sem hægt væri að byggja á ákvörðun um sekt eða sýknu manna,“ segir Þorsteinn Geirson, ráðuneytisstjóri dómsmála- ráðuneytisins, í samtali við DV. Tilefni þessa svars var það að sl. vor ritaði Hafsteinn Númason opið bréf í Morgunblaðið til Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra þar sem hann gerði alvarlegar athuga- semdir við skýrslur sem Almanna- vamir höfðu tekið saman að beiðni dómsmálaráðuneytisins um snjó- flóðin í Súöavík. Hafsteinn ritaði síðan dómsmálaráðherra bréf 30. apríl sl. þar sem hann ítrekaði at- hugasemdir sínar og krafðist þess að skýrsla Almannavama, sem út kom í byrjun ársins, yrði unnin upp aö nýju. í svcirbréfi ráðuneytisins frá 24. maí segir að dómsmálaráöuneytið muni ekki hlutast til um frekari rannsóknir eða lagfæringar á þeim skýrslum sem unnar hefðu verið af Almannavömum ríkisins um snjó- flóðin í Súðavík. „í svarinu var bent á að ef verið væri að biðja um rann- sókn af þeim toga hvort einhver hefði bakað sér refsiábyrgð með saknæmri athöfn eða athafnaleysi þá yrði það rannsókn sem ætti að fara fram í samræmi við lög um meðferð opinberra mála. Viö bent- um á að ef svo væri þá skyldu þau snúa sér til ríkissaksóknara með kæra,“ sagði Þorsteinn Geirsson. DV leitaði álits Hafsteins Haf- steinssonar, formanns Almanna- vamanefndar ríkisins, á erindi Súð- víkinganna sjö til ríkissaksóknara. Formaðurinn óskaði ekki eftir aö tjá sig að svo stöddu. Stuttar fréttir Álag á sjúkrahúsi Álag á bama- og slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur var það mesta um helgina síðan læknar hættu störfúm. Samkvæmt RÚV komu 170 manns á slysadeildina. Bakslag hjá SÍF Bakslag virðist vera komið í kaup SÍF á saltfiskverksmiðju á Spáni. Samkvæmt RÚV hefur fyrirtæki í Noregi keypt meiri- hluta í verksmiðjunni upp í skifld. Silfur í Berlín Kokkalandslið íslands varð í öðra sæti í keppni um bestu heitu réttina á Ólympíuleikum matreiðslumanna sem haldnir vora i Berlín um helgina. Á morgun fer fram keppni um besta hlaðborðiö. Aðsókn féll Aðsókn að Heilsuhælinu í Hveragerði datt niður þegar heilsugæslulæknar hættu störf- um. Samkvæmt RÚV stóðu 40 rúm auð og ónotuð þegar verst lét. Sameining Þormóður rammi á Siglufirði og Leiti á ísafirði hafa sameinast undir nafni Þormóðs ramma. Hlutafé eykst í 692 milljónir króna og kvótinn eykst um 20%. Skorað á ríkið Landlæknir skorar á stjóm- völd að gripa inn í læknadeil- una. Samkvæmt Sjónvarpinu hafa komið upp 10 alvarleg sjúk- lingatilfelli, þar af 2 dauðsfóll. Ný tímamæling Stjóm SVR ákvað I gær að gera ítarlega endurskoðun á nýja leiðakerfinu og bæta fúll- trúmn vagnstjóra í svokallaðan leiðakerfishóp þar sem tími verður mældur upp á nýtt á öll- um leiðum. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.