Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1996, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1996, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 Fréttir Marín litla sem fæddist með hjartagalla: Eldhress í allt sumar - fer mánaðarlega í hjartaþræðingu DV, Eskifiröi: „Hún hefur veriö alveg eldhress í allt sumar. Hún fór í hjartaþræð- ingu til Boston i maí. Það tókst mjög vel en ákveðið var að bíða með að skera hana í eitt til eitt og hálft ár þar sem hún er ekki orðin nógu stór til að fara í aðgerð," segir Anna Óðinsdóttir, móðir Marínar litlu sem fæddist með hjartagalla sem ekki er hægt að lagfæra nema með aðgerð þar sem skipt verður um æðar mUli hjarta og lungna. „Vandinn er sá að æðarnar stækka ekki. Ég reikna með að við þurfum að fara aftur til Boston i vor eða haust þar sem aðgerðin verður framkvæmd. Síðan þarf hún að fara í sambærilegar aðgerðir með reglu- legu milibili allt fram á unglingsár," segir Anna. Anna segir að hún og maður hennar, Hafsteinn Hinriksson, hafi fengið góðan stuðning frá almenn- ingi. Þau hjónin þurfa að fara með Marín mánaðarlega til Reykjavíkur þar sem hún fer í hjartaþræðingu. Hún segir undarlegt að Trygginga- stofnun ríkisins greiði aðeins með öðru foreldrinu þegar fara þarf með veik börn til Reykjavíkur eða út- landa. „Þetta er mjög undarleg af- greiðsla. Það er eins og stofnunin líti þannig á að þessi böm eigi að- eins eitt foreldri. Mér finnst liggja í augum uppi að þegar böm fara í að- gerðir sem eru hættulegar fylgi báð- ir foreldrar barni sínu,“ segir hún. Anna segir gjörbreytingu hafa orðið á þreki dóttur sinnar eftir að hún fór í þræðingu hjá hjartalækn- inum Stanton Perry i vor. „Hún stoppar ekki þessi unga dama. Hún er á fullu frá því átta á morgnana til klukkan níu á kvöld- in. Hún er búin að vera mjög hress síðan við komum aö utan,“ segir Anna. -rt Sæmundur Guðmundsson á Hellu: Tókst að rækta epli utanhúss - tilraun bara til gamans gerð „Það er ekkert mál aö rækta epli í sólskálum en mér datt í hug að reyna að gróðursetja eplatré í garðinum hjá mér. Þetta er annað sumar þess og það komu fimm epli á það í sumar en eru nú þrjú eftir. Fuglar hafa sennilega verið að kroppa í þau tvö sem duttu af. Þau þrjú sem eftir eru eru mjög smá, svona þrir og hálfur sentí- metri í þvermál og bæði græn og mjög hörð. Þetta segir manni bara að það er varla möguleiki að rækta epli utanhúss hér á landi,“ sagði Sæmundur Guðmundsson sem býr á Hellu á Rangárvöllum. Eplatréð í garðinum h)á Sæ- mundi er af tegundinni Ballerina. Hann segir að tréð þurfi aö standa á réttum stað í garðinum, í skjóli sólarmegin. Sæmundur segir að fólk sé farið að gera mik-- ið að því að vera með eplatré í sólskálum sínum og þar fást mjög góð epli. -S.dór Marín Hafsteinsdóttir, sem er meö erfiðan hjartasjúkdóm, ásamt móður sinni, Önnu Óðinsdóttur. Litla stúlkan þarf að vera undir læknishendi alit fram á unglingsár. DV-mynd ÞÖK Dagfari Allir kratar inn við beinið Dagfari fjallaöi um það lítillega í gær hversu stóru sögulegu hlut- verki íslenskir jafnaðarmenn gegna í sögu íslenskra jafnaðar- manna og hvemig þeir geta mótað sína eigin sögu og markað sér söguleg tímamót aftur og aftur í hvert skipti sem þeim dettur í hug að skipta um flokk eða breyta i flokk eða stofna flokk til að sam- eina íslenska jafnaðarmenn. í raun og veru er þetta svo sérstakur þjóð- flokkur og svo sjaldgæfur að það er rétt hjá krötum að það eru söguleg tímamót í hvert skipti sem einhver finnst sem er tilbúinn til að gang- ast við því að hann sé krati. Sjálfsagt er það skýringin á þvi að eftir að þingflokkar Alþýðu- flokks og Þjóðvaka sameinuðust hefur það helst vakið umtal að Ein- ar Karl Haraldsson hefur tekið að sér að starfa fyrir þennan sameig- inlega þingflokk. Það teljast sem sagt ekki tíðindi að gamlir kratar og nýir hyggist starfa saman, held- ur hitt að þeir hafa ráðið góðan og gegnan allaballa til að sjá um að þeir tali saman. Einar Karl er fyrr- verandi framkvæmdastjóri Al- þýðubandalagsins og gegndi því starfí fram á þann klukkutíma sem hann réði sig til starfa hjá krötun- um. Allaballarnir eru æfir út af þessari ráðningu og reiðin beinist ekki að Einari Karli heldur krötun- um sem réðu hann. Einar Karl er ekki talinn vera hæfur til að taka um þetta ákvörðun sjálfur og af þvi hann er bara eins og hver önnur liðleskja og gleðikona í pólitík, finnst allaböllum ástæðulaust að ergja sig út í gleðikonuna, en beina spjótum sínum að kúnnanum sem keypti sér þjónustuna. Þeir segja að kratarnir hafi brotið siðalögmál í pólitikinni og hafi hleypt hross- um á beit heima í túni Alþýðu- bandalagsins. Það er helst að skilja að kratar hafi beinlínis rænt Ein- ari Karli og stolið honum úr gripa- húsum allaballa. Þeir eigi hann. Þetta eru mannaveiðar segja alla- ballar og óttast að Einari Karli tak- ist að draga fleiri allaballa út í þetta fen. Úr þvi að þetta fer svona í taugamar á allaböllum hefur það sennilega verið sniðugt hjá krötun- um að ráða Einar Karl. Það er snið- ugt að fá annarra flokka fólk til að lappa upp á dauðvona flokka. Ekki geta þeir það sjálfir. Það er full- reynt. Hvers vegna gerir nú hinn sameinaði þingflokkur Alþýðu- flokks og Þjóðvaka ekki gangskör að þvi að kjósa sér nýjan og sam- eiginlegan formann og þá helst úr röðum Sjálfstæðisflokksins? Þar er jú fullt af jafnaðarmönnum, sem mundu áreiðanlega sóma sér vel í hinum sameinaða Jafnaðarmanna- flokki. Nýr formaðm- úr röðum Sjálfstæðisflokksins getur verið lykillinn að því að efla Alþýðu- flokkinn og svo mætti fá framsókn- armann sem varaformann og kon- ur frá Kvennalistanum í framboð hér og hvar og þetta yrði allt ann- að líf fyrir krata, sem geta með þessu móti fyllt flokkinn og for- ystustörfin af góðu fólki úr röðum annarra flokka til að efla Alþýðu- flokkinn. Ef Einar Karli tekst að sameina á vinstri kantinum, hvers vegna þá ekki góðan frjálshyggjumann til að sameina á hægri kantinum? Við er- um jú öll kratar inn við beinið og úr þvi að Alþýðuflokkurinn er far- inn að stunda mannaveiðar, þá er um að gera að vinna skipulega að þeim til hægri og vinstri. Það er engu að tapa hvort sem er. Alþýðu- flokkurinn á að sameinast um fólk úr öðrum flokkum. Það er lykillinn að stærri Alþýðuflokki. Það á að fela því fólki endurreisnarstarf í Alþýðflokknum, sem hvað harðast hefur barist gegn Alþýðuflokknum á undanfómum árum. Það veit best hvar skórinn kreppir. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.