Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1996, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1996, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 13 Má deila í kirkjunni? Þjóðkirkjan hef- ur venju fremur verið til umræðu það sem af er ári. Ekki er það þó vegna niðurskurð- ar eins og algeng- ast er í opinbera geiranum. Ástæð- an er dapurlegri: Átök sem staðið hafa bæði um menn og málefni. Um tíma bárust okkur jafnvel þau boð lengst innan úr kirkjunni sjálfri að klerkar brugguðu hver öðrum launráð og notuðu til þess sóknarbörn sín. Ekkert bendir til að samsæriskenningar af því tagi eigi við nokkur rök að styðjast. Eftir stendur þó að deilur hafa átt sér stað í kirkjunni. Mörgum hef- ur sárnað að upp úr sauð. Fjöldi fólks hefur glatað því trausti sem það bar til kirkjunnar. Margir hafa jafnvel snúið við henni baki. En hvers vegna skyldum við eiga svo erfitt með að sætta okkur við deilur í kirkjunni? Svara við þeirri spumingu er að mínu viti að leita í tveim ástæðum. Önnur er pólitísk en hina mætti fremur flokka undir sálarfræði. Sameinandi afl Allt frá dögum Konstantínusar mikla (á 4. öld) hefur þess verið krafist af kirkjunni að hún þjón- aði sem sameinandi afl í samfélag- inu. Keisarinn veitti kristnum mönnum tilverurétt í ríki sínu og efldi kristnihald með margháttuðu móti. í staðinn krafðist hann þess að kirkjunnar menn sýndu hóf- stillingu í trúarefnum og styddu stefnu keisarans. Svipaðri kröfu hafa ríkiskirkjur mætt æ síðan. Enn má greina ýmis merki um væntingar af þessu tagi þótt sjálf- stæð þjóðkirkja hafi leyst hrein- ræktaða ríkiskirkju af hólmi hér á landi. Kirkja í deilum getur ekki þjónað þessu hlutverki. Þetta skýrir þó ekki þann sársauka sem deil- umar í kirkjunni hafa valdið og er þá komið að sálarfræðinni. Margt bendir til að við sem tilheyrum þjóðkirkj- unni höfum gert hana að eins konar sameiginlegri samvisku okkar. í kirkj- unni viljum við að hug- sjónir okkar rætist. I henni á sú eining og frið- ur að ríkja sem okkur misheppnast svo oft að skapa í umhverfí okkar á heimilum, vinnustöð- um og samfélaginu al- mennt. Lengst gengur þessi krafa þegar við krefjumst þess af kirkjunnar þjón- um að þeir lifí því lífi sem okkur misheppnast og sættum okkur ekki við að þeim verði það á sem okkur leyfist. Þegar kirkjunni og þjónum hennar tekst ekki að lifa samkvæmt þessum væntingum fallast okkur hendur og við horf- umst í augu við að við búum í sundruðum heimi. Trúveröugleiki og heilindi Með þessu er ekki sagt að það sé rangt að gera háleitari kröfur til kirkjunnar en annarra stofnana. Það er einnig réttlætanlegt að bú- ast við trúverðugleika og heilind- um af þeim sem helga kirkjunni krafta sína. Því er ekki sama um hvað kirkjunnar menn deila og alls ekki sama hvernig þeir gera það. Kröf- ur okkar í garð kirkju og klerka mega bai-a ekki vera óraunsæj- ar, miskunnar- lausar eða ábyrgðarlausar. Það verða þær svo sannarlega þegar við ætlum kirkjunni að vera sameiginleg, ut- análiggjandi samviska okkar allra og prestum einum að skapa það mannlíf sem við treystum okkur ekki sjálf til að gera að veruleika. Hjalti Hugason Allt frá dögum Konstantínusar mikla (á 4. öld) hefur þess veriö krafist af kirkjunni aö hún þjónaöi sem samein- andi afl í samfélaginu, segir Hjalti Hugason meöal annars í kjallaragrein sinni. Kjallarinn Hjalti Hugason prófessornnnnu „Eftir stendur þó að deilur hafa átt sér stað í kirkjunni. Mörgum hefur sárnað að upp úr sauð. Fjöldi fólks hefur glatað því trausti sem það bar til kirkjunn- ar. Margir hafa jafnvel snúið við henni baki.“ „Pabbi, ekki vinna úti“ Það eru orðin viðtekin gildi í þjóðfélaginu að fyrirvinna heimil- isins séu báðir foreldrar barna, útivinnandi. Bömin eru sett á guð og lukkuna því fjölskyldumynstrið hefur allt riölast upp úr stríðslok- um. Amma og afi búa ekki lengur innan seilingar. Systkini búa ekki lengur í nánd heldur er oft langt milli ættingja. Stuðningur ætt- ingja hefur minnkað við bömin og vinnukröfurnar hafa aukist. Framleiðni, arðsemi og skipulag verða þess valdandi að bömin fá minni tíma foreldra og ættmenna. Jafnvel ólíkt rekstrarumhverfi fjölskyldna veldur togstreitu. Bamvæn, fjölmenn heimili er eitt- hvað sem heyrir vonandi ekki for- tíðinni til. En stofnanauppeldi er í sókn, sífellt eru gerðar meiri kröf- ur til skóla, dagvistunar og sumar- dvalar fjarri fjölskyldu. Upphaf bamaheimila nútímans hófst ein- hvers staðar í Rússlandi á Stalíns- tímabilinu, að manni finnst. Þá var þörf fyrir einvaldinn að hafa sem flesta á vinnumarkaðinum og konur vom engir eftirbátar karl- anna í að styrkja vamimar og þjóðarhag. En vestræn ríki hafa flest tileinkað sér uppeldisstofn- anaaðferðir Stalíns enda þótt Stalín sé allur og velmegun aldrei meiri. „Dagvistun barna“ Reyndar er bamaheimili ekki lengur nógú fínt orð fyrir hó- puppeldi á stofn- unum hins opinbera. Dagvistun skal það heita í Reykjavík. Leik- skólar em einkum í Hafnarfirði og hjá fólki sem ekki vill láta taka sig of alvarlega. Gæsluvellir em að- eins hafnfirska. Samanber gæslu- kona, ófrýnilegt orð, ekki satt. Á líklega heima í orðabókum geð- veikrahæla og fangelsa. Böm eiga að vistast innan fjárlaga sem hið opin- bera setur stofn- unum. Nú er ekki verið að agnúast út í starfsfólk dagvistunar sem allt er hjartahlýtt og barngott. Síður en svo. Reyndar er búið að telja okkur trú um að þar sé allt til fyrirmyndar og bömin fái þar einstaka um- mönnun svo ekki verði á betra kosið. Allt er þetta lofsvert og gott. En samt sem áður hefur enginn getað rökstutt að opinber handleiðsla sé betri fyrir börnin eða meira þroskandi en uppeldi foreldra. Þvert á móti hafa félagslegar rannsóknir leitt í ljós aö góð fjölskyldutengsl sé það besta fyrir bamið eða unglinginn. Þeir sem hafa aðhald og aga frá heimilum verða síður eitur- lyfjafiklar og komast lengra á menntabraut. Bændasamfélagiö, glötuö arfleifö? Böm einstæðra mæðra og feðra, sem verða að láta bömin sín á dagskóla, ættu því að vera í mestri hættu með börn sín, ef taka á trú- arleg félagsvísindin. Bændasamfélagið tryggði heiltsteypta einstaklinga og oft má sjá rólegra yfir- bragð einstaklinga sem koma úr sveit. Úr faðmi fjölskyldu og jafnvægis, þar sem hæfileg vinna er kennd. Lyklabömin í bæj- unum eru andstæður. Böm öryggisleysis, ein- semdar og aðstæðna sem þau hafa enga lögsögu með. Börn finna fljótt angist ef þau fá ekki út- rás í leik. Leikskólar eru góðir í hófi en bamið þarf foreldra meira en yfir blánóttina. Böm þurfa líka pabba í ieik og daglegri umgengni. Hvar er pabbi minn? Pabbi, ekki vinna úti? Böm eru ekki gömul þegar þau byija að spyrja skyn- samlegra spuminga. Sigurður Antonsson „En samt sem áður hefur enginn get- að rökstutt að opinber handleiðsla sé betri fyrir börnin eða meira þroskandi en uppeldi foreldra. Þvert á móti hafa félagslegar rannsóknir leitt í Ijós að góð fjölskyldutengsl sé það besta fyrir barnið eða unglinginn.“ Kjallarinn Sigurður Antonsson framkvæmdastjóri Með og á móti Sauðnaut í Eskifjörð Eykur sérstöðu „Tilgangur- inn með því að leggja til inn- flutning sauð- nauta er að fjölga villtum spendýrum á íslandi og auka þannig enn meira sérstöðu landsins. Þetta yrði til að laða ferðamenn til landsins og verður þar af leiðandi til að skapa aukna atvinnu. Hvað varðar beitarhaga fyrir þessi dýr þá bendi ég á að sauðfj- árbúskapur hefur dregist veru- lega saman á undanfornum ámm. Þau rök að landið sé þegar of- beitt eiga því ekki við; allavega ekki á Austurlandi. Eins og kunnugt er hefur ríkiö í tvígang gert tilraunir með að flytja inn sauðnaut. Þær tilraunir mistók- ust að vísu en þá spyr ég: Hvers vegna ekki að gera eina tilraun enn og sleppa dýranum í eyði- firði á Austurlandi. Slíkt myndi öragglega gleðja marga þeirra fjölmörgu ferðamanna sem heim- sækja Austfirði. Takist tilraunin vel má velja úr stofninum dýr fyrir þá bænd- ur sem vilja breyta sínum bú- skaparháttum frá hefðbundnum greinum og reyna sauðnauta- rækt. Sauðglöggum mönnum sem ég hef rætt þessa hugmynd við líst vel á hana. Menn hafa prófað hér ýmislegt í gegnum tíð- ina. Þar má nefna loðdýrarækt og laxeldi. Hvers vegna ekki sauðnaut?" Andrés Elísson bæjarfulltrui. Gunnar Gíslason matsveinn. Land- eyðing „Þessi hug- mynd er fárán- leg og gersam- lega út úr korti. Þessi dýr stór- skemma þann gróður sem nú hefur náð sér á strik eftir að sauðfé fækk- aði. Ég varð fyrir þvi á sínum tíma þegar ég gróðursetti tré í garði mínum að sauðfé lagðist á gróðurinn og stórskemmdi og eyðilagði. Roll- urnar átu þetta meira og minna upp til agna. Ég á ekki von á því að sauðnautin verði neitt skárri í þeim efhum. Ég þykist vita að þessi innflutningur hugnist veiðimönnum vel. Þar með fá þeir meiri fjölbreytni í veiðiskap- inn. Sá bæjarfulltrúi sem ber fram þessa tillögu er þekktur veiðimaður og I mínum huga er það bara fyrirsláttur að þessar skepnur eigi að gleðja augu ferðamanna. Öllu nær er að álykta sem svo að hugsunin sé sú að svala frekar veiðieðlinu. Þessi dýr eru hægfara og hlaupa í hnapp við hræðslu. Þess vegna geta þau hentað veiði- mönnum sem ekki ráða við sprækari dýr. Það er alveg ljóst að þetta er viðbót sem alls ekki á heima í íslensku dýralífi. Sauð- nautin era mjög þungar skepnur sem eru þungar á fóðrum og fara illa með jarðveg. Þeim mun því ekkert fylgja annað en landeyð- ing. Við tnegum ekki kasta á glæ þeim árangri sem náðst hefur með fækkun sauðkindarinnar. Hugmyndin er því að mínu viti ekkert annað en glapræði. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.