Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1996, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1996, Page 16
i6 iiiveran i ■ Hárið og förðunin í haust: Heilbrigt og glansandi litað hár „Það er lögð áhersla á að hafa hárið ekki stíft, eins og það hefur verið undanfarið, heldur er það lát- ið leika laust og endamir snyrtir með hníf til að fá í hárið líf, jafnvel rótarpermanent ef með þarf,“ segir Þ. Erla Halldórsdóttir, hárgreiðlsu- meistari á Stúdíó hár og húð í Hafn- arfirði. Með hámæringu og léttum efnum er hárinu svo gefinn gljái sem kallar fram frísklegt og heil- brigt útlit. Flestir með litað hár „í dag em til litarefni og skol úr náttúrulegum efnum sem gefa hár- inu gljáa og flestir draga fram sinn - fríkaðar greiðslur náttúrulega hárlit með litun. Haust- litimir era brúnir og gylltir og svo mismunandi litatónar sem vafnir eru í hárið. Litirnir eru settir með ýmsum hætti, penslum, spöðum, ál- pappír, allt eftir einstaklingnum.“ Erla segir allar hársíddir ganga í haust. „í sjálfu sér er ekki mikill munur á hártískunni hjá þeim eldri og þeim yngri. Meira máli skiptir and- litsfall hverrar og einnar og hennar persónulegi stíll." Fríkaðar uppgreiðslur „Hvað uppgreiðslur varðar eru að koma alls konar útfærslur af óreglu- legu hári, tjásur, vafningar, fléttur og litlir hanakambar," segir Erla og tekur undir þá hugmynd blaða- manns að það gætu verið áhrif frá Björk og öðrum poppgoðum. Ahrif utan úr heimi? Erla telur hártískuna mjög al- þjóðlega. Hingað kemur hún bæði að vestan og frá Evrópu. Frægar fyrirsætur og poppstjörnurnar setja alltaf sitt mark á hártískuna sem aðra tísku. Erla klippti og greiddi módelun- um á síðunni hér á móti. -saa Herrahárið „Blur-klipping hefur verið vinsæl undanfarið og mun verða áfram, sérstaklega hjá yngri strákunum," segir Árni Eiríkur Bergsteinsson hársnyrtir sem rekur Hárstofuna við Reykjavík- urveg og vísar hér í hárgreiðslu meðlima vinsælu popphljóm- sveitarinnar Blur. Hnífur eða skæri „Aðalnýjungin í herraklippingunni er að hárið er stytt og snyrt með hníf en ekki skærum. Þannig verður hárið allt tjás- að og tætt. I raun er þetta ekki ósvipað og að blanda kven- og karlaklippingu saman, ýmist með rakað upp hnakkann og skorið að ofan eða allt haft frekar loðið. Erlendis er stefnan sú að hafa hausinn loðinn og ekki eins rakaðan og verið hefur en íslendingar hafa verið sér á báti hvað varðar raksturinn. Rak- aðir hausar er mjög algegnir hér en strákarnir eru þó að fatta að það er hægt að vera með stutt hár án þess að raka það allt,“ segir Árni en hann lítur mikið til Bretlands þegar tískan er- lendis er skoðuð því þar segir hann svo margt í gangi. Eldri karlarnir „Snöggt klippt hárið í hnakkann, svona klassísk herraklipp- ing frá 1940, er það sem er að koma,“ segir Ámi. En breyta eldri karlmenn um hártísku? Árni segir mikið um strípur hjá eldri mönnum sem yngri. ,',Þeir láta greiða, með grófum Loðinn haus sem Árni snyrti með hníf. DV-mynd Pjetur bursta, strípur í hárið þegar það er að- eins farið að grána. Þá lítur það út eins og þeir séu að byrja að grána en ekki er settur heill litur í. En annars eru þeir frekar fastheldnir á klippinguna, einn og einn eilífðarunglingur sem er til í að prófa eitthvað nýtt. Ámi lítur helst til Englands þegar kemur að hártískunni. „Ég hef gaman af Bretanum í hárinu og tískan þaðan geng- ur líka vel í fólk hér. Annars er fólk hér mjög meðvitað um hvað er í tísku, sér- staklega unga fólkið. Það þarf ekki annað en að sjá eitthvert poppgoðið með nýja greiðslu og þá mætir það og biður um eins.“ Allir litir í tísku „Á meðan permanent hefur alveg horf- ið eru hárlitir orðnir almennir. Meira en annar hver kúnni er með litað hár. Þeir ungu vilja mikið röndótt hár, þykkar strípur. Það var soldið um það i vor að vera með brodda og setja jafnvel bláan lit í þá,“ segir Árni. Svo segir Ámi skeggtískuna halda áfram. „Kleinuhringsskeggið, hökutopp- ar og þess háttar er enn vinsælt og menn fara stundum á stofur til að láta snyrta það. Ungir strákar sem ekki hafa góða skeggrót eða Ijósa koma gjarnan og láta lita skeggið." Að lokum spáir Ámi því að ný- róman- tíska línan sé að koma aftur í hártísk- unni, eins og var um 1980. Karlarnir smá- málaðir með lítinn fjólubláan lit eða jafn- vel hvítan í hárinu. „En það góða við tískuna í dag er að allt er leyfilegt og tísk- an einstaklingsbundin." Hér á síðunni eru sýndar þrjár útfærsl- ur Árna af herrahárinu í haust. Árni segir nokkuð beöið um greiðslu sem kennd er við George Michael. Svipuö klipping og unga stráksins en miklu styttri, vinsælla hjá eldri mönn- um. -saa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.