Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1996, Page 19
k\\\V\\\\\\\VV\
18
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996
23
Iþróttir
Golf:
Yfirburðir
hjá Tryggva
Tryggvi Traustason, GK, vann
yfirburðasigur á opna íslands-
bankamótinu í golfí sem lauk
um síðustu helgi hjá Golíklúbbi
Kópavogs og Garðabæjar.
Tryggvi lék á 75 höggum en
Óli Laxdal, GKG, varð annar á
80 höggum. Jón Ólafsson, GR,
vann bronsverðlaun á 83 högg-
um.
Arnar Jónsson, GO, sigraþi í
keppni með forgjöf á 62 höggum.
Einar K. Hermannsson, GKG,
kom næstur á 63 höggum og þeir
Ríkharður Hrafnkelsson, GMS,
og Bjöm Bjömsson, GR, léku á
70 höggum.
-SK
Þröstur vann
Birgi Leif
Þröstur Ástþórsson, GS, bar
sigur úr býtum á opna Bláa lóns-
mótinu í golíi um síðustu helgi.
Mótið fór fram á Hólmsvelli í
Leiru. Þröstur lék 18 holurnar á
73 höggum, en annar varð ís-
landsmeistarinn, Birgir Leifur
Hafþórsson, GL, einnig á 73
höggum. Þeir þurftu að leika
bráðabana um sigurinn og þá
hafði Þröstur betur.' Ævar Örn
Hjartarson, GS, varð í þriðja
sæti á 74 höggum. Þórhallur
Óskarsson, GSG, varð sigurveg-
ari með forgjöf og lék á 67 högg-
um nettó.
Þetta var þriðja Bláa lónsmót-
ið í sumar. Sigurvegari í mótun-
um þremur samanlagt varð
Helgi Birkir Þórisson, GS, með 5
stig. Þórhallur Óskarsson, GSG,
sigraði samanlagt í keppninni
með forgjöf og hlaut 40,3 stig.
-SK/-ÆMK
Körfubolti:
Þrír sigrar
stelpnanna
í Skotlandi
íslenska unglingalandsliðið í
körfuknattleik kvenna, skipað
leikmönnum 16 ára og yngri, lék
þrjá leiki í Skotlandi um síðustu
helgi.
Á föstudag mætti liðið skosku
meisturunum í Polonia i flokki
18 ára og yngri og sigraði 62-21.
Á laugardag lék íslenska liðið
gegn 16 ára landsliði Skota og
sigraði 83-54.
Þriðji og síðasti leikur ís-
lenska liðsins var gegn liöi Skota
sem var skipað leikmönnum sem
eru 17 ára gamlir.
Er skemmst frá því að segja að
yfirburðir íslands voru miklir og
lokatölurnar 90-32. -SK
Körfuboltalið KR hefur orðið fyrir áföllum:
Ólafur og Ósvaldur
úr leik í vetur
Úrvalsdeildarlið KR-inga í körfuknatt-
leik hefur orðið fyrir miklu áföllum að
undanfórnu. Ljóst er að þrír lykilmenn frá
því í fyrra verða ekki með og sá fjórði úr
tíu manna hópi er einnig horfinn á braut.
Tveir af bestu mönnum liðsins í fyrra,
Ósvaldur Knudsen og Ólafur Jón Ormsson,
hafa orðið fyrir slæmum meiðslum og
þurfa að taka sér hvíld i vetur. Ósvaldur,
sem skoraöi 25 stig að meðaltali í síðustu 7
leikjum KR-inga í deildinni í fyrra, sleit
liðband í hné fyrir skömmu og ljóst er að
hann verður ekkert með. Ólafur Jón hefur
átt við þrálát meiðsli í baki að stríða, þau
kostuðu hann hálft tímabilið í fyrra og
ekki eru horfur á að hann geti leikið í vet-
ur.
Lárus þjálfar ÍS
Þá hefur Lárus Ámason, bakvörðurinn
reyndi, gengið til liðs við 1. deildar lið
Stúdenta sem þjálfari og leikmaður. Enn
fremur er Tómas Hermannsson farinn til 1.
deildar liðs Snæfells.
í staðinn hefur KR fengið landsliðs-
manninn Hinrik Gunnarsson frá Tinda-
stóli og bandaríska leikmanninn Champ
Wrencher frá Þór í Þorlákshöfn. Jónatan
Bow er orðinn íslendingur og leikur áfram
með liöinu. Þá er Birgir Mikaelsson kom-
inn heim frá Breiðabliki eins og
sagt var frá í DV I gær.
Góöar fréttir sem ég las í
DV
„Hópurinn leit vel út hjá okk-
ur til skamms tíma en það var
mikið áfall að missa þessa
sterku leikmenn. Það era hins
vegar góðar fréttir sem ég las í
DV að Birgir væri á leiðinni
heim, það eru svo sannarlega not
fyrfr hann,“ sagði Benedikt Guð-
mundsson, þjálfari KR-inga, í
spjalli við DV í gær. -VS
Kvennalandsliðið missir tvo leikmenn:
Helga og Margrét
verða ekki með
Ljóst er að tveir fastamenn úr ís-
lenska kvennalandsliðinu í knatt-
spymu verða ekki með þegar það
mætir Þjóðverjum í Evrópukeppni
landsliða hér á landi þann 18. sept-
ember. Helga Ósk Hannesdóttir er
með slitið krossband og Margrét
Ólafsdóttir þarf að gangast undir að-
gerð á hendi og verður ekki tilbúin
í þennan leik.
Margrét verður hins vegar vænt-
anlega með í síðari leik þjóðanna
sem fram fer í Þýskalandi 29. sept-
ember en Helga missir líka af hon-
um. Þær hafa báðar verið í byrjun-
arliði íslands í öllum landsleikjum
ársins.
Þá er ólíklegt að Olga Færseth
geti tekið þátt í leikjunum en hún
tognaði illa á hné fyrir skömmu.
-ih/VS
Derby gerði góða
ferð á Ewood Park
Derby County vann góðan sigur á
Blackburn Rovers á Ewood Park í
ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu
í gærkvöldi og með þessum leik
lauk þar með 5. umferð.
Ron Willems færði gestunum
óskabyrjun strax á 1. mínútu leiks-
ins. Það var gegn gangi leiksins sem
Blackburn jafnaði og var Chris
Sutton þar að verki á 11. mínútu. I
síðari hálfleik jafnaðist leikurinn en
fimm mínútum fyrir leikslok skor-
aði Sean Flynn sigurmark Derby og
var það sérlega glæsilegt.
Derby er í 12. sæti með 6 stig en
hvorki gengur né rekur hjá
Blackbum, liðið enn án sigurs með
eitt stig f 19. sæti. -JKS
Skíðadeild Fram
Haustæfingar hefjast þriöjudaginn 10. sept.
Mæting í Laugardalnum milli stúku og
sundlaugar. Skráning á staönum. Æfingar á
þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.30.
Nýir félagar velkomnir.
Upplýsingar í síma 557 1210, 557 4671,
588 9820 og 561 7122.
gegn AIK
i, Þú getur unnið stúkumiöa
1 á Evrópuleik KR og AIK í
skemmtilegri knattspyrnu-
getraun í síma 904 1750.
pÍmii__
-si’
904*1750
•Verð aðeins 39,90 mín.
Tekur Venables
við liöi QPR?
Senn líður að því að kynntur
verði nýr framkvæmdastjóri hjá
enska 1. deildar liðinu QPR í
stað Ray Wilkins sem hætti á
dögunum.
Sá sem er talinn líklegastur til
að taka við af Wilkins er Terry
Venables, fyrrverandi landsliðs-
þjálfari Englendinga. Aörir sem
nefndir hafa verið eru George
Graham og Ray Harford.
-SK
Steve Stone
alveg úr leik?
Nottingham Forest varð fyrir
miklu áfalli í enska boltanum
um síðustu helgi er einn besti
leikmaður liðsins, enski lands-
liðsmaðurinn Steve Stone,
meiddist illa á hné í leik Forest
gegn Leicester.
Stone var skorinn upp í gær
og spilar ekki fyrr en í fyrsta
lagi eftir áramótin og er það
gríðarlegt áfall fyrir Forest. „Það
er harla ólíklegt að Stone spili
meira með á þessu tímabili og
það er auðvitað mjög mikið áfall
fyrir okkur,“ sagði Frank Clark,
framkvæmdastjóri Forest.
-SK
Blackburn á eftir
Dahlin og Bierhoff
Forráðamenn Blackburn
Rovers leita nú logandi ljósi að
eftirmanni Alans Shearers.
Liði Blackburn hefur gengið
mjög illa og er við botn úrvals-
deildarinnar. Harford, stjóri
Blackbum, er að reyna að fá
Þjóðverjann Oliver Bierhoff eða
Svíann Martin Dahlin til félags-
ins til að hressa upp á sóknar-
leikinn.
-SK
NBA-deildin:
Chicago spáö
meistaratitli
Michael Jordan og félögum í
Chicago Bulls er spáð sigri í
NBA-deildinni í körfuknattleik
og kemur það eflaust mjög fáum
á óvart.
Bulls er efst á blaði hjá stóru
fyrirtæki sem lætur fóik veðja á
úrslitin. Ef þetta gengur eftir
verða það Chicago Bulls og Los
Angeles Lakers sem leika til úr-
slita um meistaratitilinn því LA
Lakers er spáð öðru sætinu.
Veldur þar eflaust mestu koma
Shaquilles O’Neals til liðsins.
Það verður svo Seattle Superson-
ics sem hreppir þriðja sætið ef
allt gengur eftir. -SK
■
Iþróttir
Schmeichel kyrr
Peter Scmeichel, mark-
vörður Manchester United,
hefur ákveðið að taka ekki
tilboði danska liðsins
Hvidövre um að gerast þjálf-
ari og leikmaður eftir næstu
leiktíð. „Ég ætla að leika
með United næstu tvö árin
en það var samt mikill heið-
ur fyrir mig að fá þetta til-
boð,“ sagði Schmeichel.
Fjortoft á förum
Svo gæti farið að norski
landsliðsmaðurinn Jan Age
Fjortoft væri á forum frá
Middlesboro til Sout-
hampton. Fjortoft kom til
Middlesboro 1995 en hefur
ekki tekist að vinna sér sæti
í liðinu.
Seaman ekki með
Litlar líkur eru taldar á
því að David Seaman verði í
marki Arsenal, sem mætir
þýska liðinu Borussia
Mönchengladbach í Evrópu-
keppninni í kvöld, vegna
meiðsla.
Real Betis sigraði
Real Betis sigra Extrem-
edura, 0-3, á Spáni í gær.
-JKS
Osvaldur Knudsen lék
mjög vel meö KR-ingum
í fyrravetur, sérstaklega
seinni hluta tímabilsins,
og þaö er því mikiö áfall
fyrir þá að hann skuli
ekki spila meö þeim á
komandi tímabili.
DV-mynd Brynjar
DV telur markskotin í 1. deildinni í knattspyrnu:
Skagamenn skjóta
mest á markið
- Suðurnesjaliðin hafa ógnað mótherjunum minnst
Skagamenn virðast vera með mark-
sæknasta lið 1. deildarinnar i knatt-
spymu í sumar - að minnsta kosti
skjóta þeir oftar á mark mótheijanna
en önnur lið í deildinni. íþróttafrétta-
menn DV hafa talið markskot liðanna í
hverjum leik í sumar og það er fróðlegt
að kíkja á þær tölur þegar 15 umferðir
af 18 eru búnar.
Skagamenn eru með nokkra forystu
á næsta lið, ÍBV, eins og sjá má á töfl-
unni hér til hliðar. Það era síðan Suð-
umesjaliðin sem hafa átt fæst mark-
skot í sumar, Grindavík einu skoti
meira en Keflavík.
KR með langbestu
nýtinguna
Ef litið er á nýtingu markskotanna
standa hins vegar KR-ingar upp úr.
Þeir hala skorað úr 35 skotum af 188
sem er 18,6 prósenta nýting, tæpum
fjórum prósentustigum meira en næstu
lið, Leiftur og ÍA. Valsmenn em með
slökustu nýtinguna og þeir hafa líka
skorað fæst mörk í deildinni. Það er
hins vegar athyglisvert að Keflavík,
sem hefur átt fæst markskotin, er með
flmmtu bestu nýtinguna.
Stjarnan átti 25 markskot
gegn Grindavík
Stjörnumenn hafa átt flest skot í ein-
um leik í sumar en þeir skutu 25 sinn-
um á mark Grindvíkinga þegar liðin
skildu jöfn, 2-2, í fjórðu umferð 1. deild-
arinnar. Skagamenn koma næstir en
þeir skutu 24 sinnum á mark Fylkis-
manna þegar þeir sigruðu þá, 3-2, í
sjöttu umferð.
Fylkismenn eru þess vafasama heið-
urs aðnjótandi að hafa átt fæst mark-
skot i einum leik. Þeir skutu aðeins þrí-
vegis á mark KR-inga í 14. umferöinni
en þeim leik lauk samt með jafntefli,
1-1. Góð nýting það.
Markskotin í 1. deild:
Félae Markskot Meðaltal Mörk Nvtine
ÍA (1) 232 15,5 34 14,7%
ÍBV (4) 206 13,7 27 13,1%
Leiftur (3) 190 12,7 28 14,8%
KR (2) 188 12,5 35 18,6%
Fylkir (8) 182 12,1 21 11,5%
Stjarnan (5) 171 11,4 19 11,1%
Breiðablik (9) 145 9,7 15 10,3%
Valur (6) 134 8,9 13 9,7%
Grindavík (10) 126 8,4 15 11,9%
Keflavík (7) 125 8,3 15 12,0%
Eyjamenn sókndjarfastir
í seinni umferöinni
Eyjamenn virðast vera sókndjarfasta
liðið í deildinni í seinni umferð deildar-
innar. í síðustu 6 umferðunum hafa
þeir átt 96 markskot, eða 16 að meðal-
tali í leik. Á sama tíma hefur Vals-
mönnum gengið verst að ná skoti á
mark mótheijanna, aðeins 48 sinnum,
eða 8 sinnum í leik. Þar af hafa þeir að-
eins skotið 18 sinnum á mark í síðustu
þremur leikjunum.
Hér fýrir neðan má sjá tímabilið hjá
hverju liði fýrir sig þegar markskotin
era talin saman í þremur umferðum í
senn og þar sést því hverjar sveiflum-
ar hafa verið hjá liðunum á tímabilinu.
-VS
Markskotin í 1. deild:
Umferðir: 1-3 4-6 7-9 10-12 13-15
ÍA 45 46 58 37 46
ÍBV 40 30 40 45 51
Leiftur 37 38 38 42 35
KR 37 37 47 30 37
Fylkir 46 31 35 43 27
Stjarnan 32 47 38 25 29
Breiðablik 29 23 28 27 38
Valur 19 34 33 30 18
Grindavík 23 27 17 30 29
Keflavík 23 22 26 27 27
Þýski handboltinn hefst um helgina:
„Vonandi spennandi
vetur fram undan“
- segir Dagur Sigurðsson hjá Wupperthal
„Það hefur verið meira en nóg að
gera á undirbúningstímabilinu. Við
höfum æft eins og skepnur og ég
held að megi segja að liðið mæti vel
undirbúið til leiks. Ég kann mjög
vel við mig hér í Þýskalandi og það
er ljóst að slagurinn um sæti í úr-
valsdeildinni verður mjög harður.
Við getum örugglega sagt að vetur-
inn fram undan verður spennandi
og skemmtilegur en við rennum
blint í sjóinn,“ sagði Dagur Sigurðs-
son landsliðsmaður hjá þýska 2.
deildar liðinu Wupperthal.
Auk Dags leika Ólafur Stefánsson
og Rússamir Dimitri Filippov og
Mikahel Vasiliev með liðinu og
Viggó Sigurðsson er þjálfari.
2. deildinni er skipti í tvo riðla,
suður og norður, og í hvorum þeirra
leika 18 lið. Erlendir leikmenn hafa
flætt inn í þýskan handbolta og
leika að meðaltali 3-4 erlendir leik-
menn með hverju liði. Tíu íslenskir
leikmenn leika með liðum í Þýska-
landi í vetur.
Wupperthal er spáð 3. sæti í norð-
ur-riðli en Bad Schwartau er sett í
fyrsta sætið.
-JKS
Leeds United tók erfiða ákvörðun:
Wilkinson látinn fara
Howard Wilkinson, framkvæmdastjóra Leeds United,
var sagt upp störfum hjá félaginu i gær. Þessi uppsögn
hefur þó nokkum aðdraganda en stórt tap gegn
Manchester United á heimavelli um síðustu helgi
var þó komið sem fýllti mælinn. Liðið hefur
þótt leika illa það sem af er tímabilinu og Wilk-
inson mjög valtur i sessi. Þessi brottvikning
kom af þeim sökum ekki á óvart.
Wilkinson var mjög óánægður með ákvörð-
un stjómarinnar og sagðist ekki sjá að tapið
gegn Manchester United hefði verið ástæðan-
fyrir brottrekstrinum
„Það býr eitthvað annað að baki. Ég sá fyrir
mér að hægt yrði að koma liðinu á rétta braut.
Meiðsli leikmanna hafa sett strik í reikninginn i
gengi liðsins," sagði Howard Wilkinson við fréttamenn
í gær. Undir stjórn Wilkinsons varð Leeds Englands-
meistari 1992.
Bill Fotherby stjómarformaður sagði ákvörðunina
hafa verið erflða en hjá henni hefði ekki verið komist.
Wilkinson er fjórða stóra nafnið í ensku knatt-
spyrnunni sem vikið hefur verið úr starfi
framkvæmdastjóra á síðustu vikum.
Bruce Rioch, Arsenal, Ray Wilkins,
QPR, og Alan Ball hjá Manchester City
hafa allir farið sömu leið.
Einn af unglingaþjálfurum félagsins,
Paul Hart, mun annst þjálfunina á að-
alliðinu þangað til nýr framkvæmda-
stjóri verður ráðinn.
Vangaveltur um nýjan stjóra á Elland
Road fóru strax í gang í gær og voru
Kenny Dalglish og George Graham nefndir
til sögunnar. Stjórnin ætlar ekki að ana að
neinu í leit sinni að nýjum framkvæmdastjóra. Bill
Fotherby sagði á fréttamannafundi í gær að sú leit væri
hafm og hún myndi vonandi ekki taka of langan tíma.
-JKS
Manchester United
og Juventus
lf 11 Stórleikur Manchester United og Juventus
í Meistarakeppni Evrópu verður sýndur í
beinni útsendingu á SÝN miðvikudaginn
1 1. september kl. 18.30. Fylgstu með á SÝN.
Ertu ekki örugglega áskrifandi!
SÝN & FJÖLVARP FYRIR AÐEIIMS
Ef þú ert, eða gerist áskrifandi að Stöð2, og gengur frá áskriftar-
samningi fyrir 20- september færö þú SVN & Rölvatp fyrir
990 kr. á mánuði. Miðað er við boðgreiðslur og samfellda
áskrift í sex mánuði.
Qsm-2
svn
FJÖLVARP
Tryggðu þér áskrift að SÝN og Fjölvarpi Askriftarsími: 51S 6100
á tilboðsverði fyrir 20. september. Greent númer: 800 6161