Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1996, Síða 22
26
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996
Sviðsljós
Anne Bancroft
í læknamynd
Leikkonan Anne Bancroft,
sem kvikmyndahúsagestir geta
dáöst að í bútasaumsmyndinni
Hunangsflugunum, hefur gert
samning um að leika í kolsvartri
gamanmynd um lækna. Þar fer
Bancroft i hlutverk nunnu sem
lætur sig það varða hvort læknir
tekur sjúkling í dái úr vélunum
sem halda í honum lífinu. Leik-
stjóri myndarinnar er Sidney
Lumet.
Lemmon önnum kafinn
Jack Lemmon er sönnun þess
að í Hollywood er sjötugum allt
fært. Rúm fjörutíu ár eru liðin
frá því honum skaut upp á
stjörnuhimininn og hann hefur
sjaldan verið önnum kafnari en
nú. Senn hefjast tökur á sjóara-
mynd þar sem hann leikur á
móti Walter Matthau, sínum
gamla félaga, og þar næst leikur
hann forseta Bandaríkjanna.
Einnig kom hann fram í nýrri
mynd sonar Matthaus o.s.frv.
Emmy-verðlaunin afhent í 48. sinn í fyrrinótt:
Lögguhlutverk tryggði
Denniz Frans verðlaun
Emmy-verðlaunin,
óskarsverðlaun sjón-
varpsins, voru afhent í
48. skipti í Pasadena í
Kaliforníu í fyrrinótt.
Dennis Franz, sá er leik-
ur Andy Sipowicz, lögg-
una mislyndu í þáttun-
um NYPD Blue, hreppti
emmy-verðlaun fýrir
besta leik í karlhlut-
verki. Er það í annað
sinn á þremur árum sem
Dennis hreppir þessi
verðlaun. í viðtali eftir
afhendinguna sagðist
hann hafa fengið fjölda
viðbragða frá áhorfend-
um sem kunna vel að
meta hinn flókna per-
sónuleika sem hann
túlkar í þáttunum en
áhorfendum Stöðvar 2
eru þeir að góðu kunnir.
Leikkonan Helen Hunt hlaut emmy-
verðlaunin sem besta leikkona i gaman-
þáttunum Mad About You sem sýndir
eru á Stöð 3.
NBC hlaut flest verðlaun í slag
bandarisku sjónvarpsstöðvanna eða 20.
Kapalsjónvarpsstöðin HBO krækti í 14
verðlaun, ABC-sjónvarpsstöðin varð
þriðja með 12 verðlaun og CBS fjórða
með 11.
Búist var við harðri
keppni milli sjúkrahús-
þáttanna en þar eru
veitt sérstök verðlaun.
En þættirnir komust
vart lífs af í verðlauna-
afhendingunni. Sjúkra-
húsþættirnir A.R. fengu
ein verðlaun þrátt fyrir
17 tilnefningar meðan
Chicago Hope, sem ís-
lendingar þekkja vel,
hlaut aðeins tvenn verð-
laun eftir að hafa verið
tilnefndur til 15 verð-
launa. George Clooney,
sem mun leika næsta
Súperman, fór tómhent-
ur heim eins og félagi
hans úr þáttunum, Ant-
hony Edwards.
John Lithgow skaut
reyndari gamanleikur-
um eins og Jerry Sein-
feld ref fyrir rass og hreppti verðlaunin
fyrir besta gamanleik karla í þáttunum
Þriðji steinn frá sólu sem sýndir eru á
Stöð 3. En Rip Torn og Julia Louis-
Dreyfus héldu heiðri Seinfeld á lofti og
hrepptu verðlaun fyrir besta leik í
aukahlutverki í gamanþáttum.
Þá hlaut hinn vinsæli þáttur Ráðgát-
ur eða X-files fimm verðlaun, þar á
meðal fyrir besta handrit.
Helen Hunt hlaut Emmy fyrir
leik sinn í gamanþáttunum
Mad about You.
Dennis Franz kyssir hér emmy-verðlaunin sem hann hlaut fyrir leik í
lögguþáttunum NYPD Blue. Er þetta í annað sinn sem hann hlýtur
verðlaunin fyrir það hlutverk. Símamyndir Reuter
Neil Jordan meö verölaunin.
Símamynd Reuter
Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum lokið:
Neil Jordan fékk gullna ljónið
írski leikstjórinn Neil Jordan kom, sá og sigraði á
kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sem lauk um helgina.
Kvikmynd hans, hin umdeilda „Michael Collins", fékk
gullna ljónið sem besta myndin og aðalleikarinn, Liam
Neeson, fékk sömuleiðis gyllt ljón í vasann.
Kvikmyndin segir frá Michael Collins, einum leiðtoga
írska lýðveldishersins, sem var fremstur í flokki í sjálf-
stæðisbaráttu íra gegn Bretum á árunum 1919 til 1921.
Collins sagði sig hins vegar úr samtökunum og reyndi
að komast að samkomulagi við Breta. Fyrrum félagar
hans vógu hann þá úr launsátri árið 1922.
Myndin hefur vakið allnokkrar deilur í Bretlandi þar
sem ýmsir stjómmálamenn telja að hún muni auka
spennuna milli andstæðra fylkinga á Norður-írlandi.
Jordan varði 13 árum í að undirbúa gerð myndarinn-
ar og hann varði þá ákvörðun sína að gera hana.
„Myndin hlífir hvorki írum né Bretum þegar hún lýs-
ir grimmd þessa tíma. Hversu oft hefur sjálfstæði náðst
án blóðsúthellinga? Mjög sjaldan," sagði Jordan.
Jordan er hins vegar ekki óvanur þvi að á hann sé
baunað. Verðlaunamynd hans The Crying Game frá ár-
inu 1992 var gagnrýnd af sumum fyrir að draga upp of
hliðholla mynd af írska lýðveldishemum.
Aukabla5 um TÖLVUR
Mibvikudagiiin 25. september mun aukablað um tölvur og
tölvubúnað fylgja DV.
Blaðið verður fjölbreytt og eftiismikið en í því verður
fjallað um flest það er viðkemur tölvum
og tölvunotkun.
I blaðinu verða upplýsingar um bæði
hugbúnað og vélbúnað, þróun og markaðsmál
ásamt smáfréttunum vinsælu.
Þeim sem vildu koma á framfæri nýjungum og
efni í blaðið er bent á að hafa samband við
Jón Heiðar Þorsteinsson í síma 550-5847 sem fýrst.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu
aukablaði, vinsamlega hafi samband við Selmu Rut,
auglýsingadeild DV, hið fýrsta í síma 550-5720.
Þessi gullfallega 18 ára stúlka, Denny Mendez, var kjörin ungfrú Ítalía um
helgina fyrir tilstilli níu milljóna sjónvarpsáhorfenda sem greiddu henni
atkvæöi sitt. Dómnefnd keppninnar hafði áður sætt gagnrýni fyrir kyn-
þáttafordóma vegna meðferöar sinnar á stúlkunni. Símamynd Reuter