Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1996, Qupperneq 30
34
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996
Andlát
Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson hæstaréttarlög-
maður, Kleppsvegi 142, Reykjavík,
lést 1.9. sl. Útför hans fór fram frá
Dómkirkjunni í gær.
Starfsferill
Baldvin fæddist í Reykjavík 10.1.
1911. Hann lauk stúdentsprófi frá
MR 1931, lauk lögfræðiprófi frá HÍ
1937, öðlaðist hdl.-réttindi 1940 og
hrl.-réttindi 1954.
Baldvin var fulltrúi lögmanns í
Reykjavík 1937-40, fulltrúi hjá lög-
reglustjóranum í Reykjavík 1938-39
og lögfræðingur Búnaðarbanka ís-
lands 1940-42.
Baldvin starfrækti eigin mátflutn-
ingsstofu í Reykjavík frá 1942, í fé-
lagi við Reyni Karlsson hdl. frá 1985
og þar til stofan var sameinuð lög-
mannsstofu Jónatans Sveinssonar
hrl. og Hróbjarts Jónatanssonar hrl.
undir nafninu Almenna málflutn-
ingsstofan hf.
Baldvin var varaformaður
Sjúkrasamlags Reykjavíkur 1942,
formaður 1952-78, sat í rikisskatta-
nefnd 1945-72, í Flugráði 1948-56, í
Fjárhagsráði 1949-53, var varamað-
ur í bankaráði Landsbanka íslands
1938-51, aðalmaður 1951-72 og for-
maður 1959-72, í stjóm Sogsvirkjun-
ar 1958-85, i stjóm
Landsvirkjunar
1965-87, í landskjör-
stjóm frá 1978, í
flokksstjóm Alþýðu-
flokksins 1948-70, í
framkvæmdastjóm
Alþýðuflokksins
1948-70 og formaður
1962-66, var einn af
stofnendum Flugbjörg-
unarsveitarinnar 1950
og formaður Flug-
málafélags íslands Baldvin Jónsson.
1957-67.
Baldvin var sæmdur gulimerki
Flugmálafélagsins 1965, riddara-
krossi fálkaorðunnar 1970 og gull-
merki Flugbjörgunarsveitarinnar
1990.
Fjölskylda
Baldvin kvæntist 5.7. 1941 Guð-
rúnu Gísladóttur, f. 17.6. 1921, tann-
lækni og lektor við HÍ. Þau skildu.
Böm Baldvins og Guðrúnar em
Jón, f. 2.10. 1942, framkvæmdastjóri
í MosfeOsbæ; Hlín, f. 1.10. 1944, hót-
elstjóri í Kaupmannahöfn; Gísli, f.
24.1. 1948, kennari á Akureyri.
Baldvin kvæntist 25.8. 1956 Emel-
íu Samúelsdóttur, f. 10.6. 1916, hús-
móður. Foreldrar Emel-
íu voru Samúel Guð-
mundsson, múrara-
meistari í Reykjavík,
og k.h„ Ingibjörg Daní-
elsdóttir húsmóðir.
Stjúpsonur Baldvins er
Jóhann Georg MöOer, f.
18.4. 1934, tannlæknir í
Reykjavik.
Foreldrar Baldvins
vom Jón Baldvinsson,
f. 20.12. 1882, d. 19.3.
1938, prentari, alþingis-
forseti, forseti ASÍ og for-
maður Alþýðuflokksins, og k.h., Júl-
íana Guðmundsdóttir, f. 16.7. 1881,
d. 7.4. 1947.
Ætt
Meðal föðursystkina Baldvins
vom Hafliði, fisksali í Reykjavík, og
Sigrún, móðir Baldvins Einarsson-
ar, forstjóra Almennra trygginga og
amma Níelsar P. Sigurðssonar
sendiherra. Jón var sonur Baldvins,
b. á Þórðareyri f Skötufirði, bróður
Sigríðar, ömmu Auðar Auðuns ráð-
herra. Baldvin var sonur Jóns, b. á
Eyri og skutlara í Vatnsfirði, Auð-
unssonar, prests á Stóravöllum,
Jónssonar. Móðir Jóns á Eyri var
Sigriður Magnúsdóttir, b. á Indriða-
stöðum, Ámasonar, lrm. á Grund,
Sigurðssonar, lögréttmnanns á
Grand, Árnasonar, lögmanns á
Leirá, Oddssonar. Móðir Sigrúnar
var Halldóra Sigurðardóttir, b. í
Hörgshlíð í Mjóafirði vestra, bróður
Jóhannesar, langafa Sólveigar
Ólafsdóttur og Hannibals Valdi-
marssonar, foreldra Jóns Baldvins.
Sigurður var sonur Guðmundar
sterka, b. á Kleifum, Sigurðssonar.
Móðir Halldóra var Kristín, systir
Salóme, langömmu Sverris Her-
mannssonar bankastjóra. Kristín
var dóttir Halldórs, b. í Hörgshlíð,
Hcilldórssonar. Móðir Halldórs var
Kristín Guðmundsdóttir, b. í Amar-
dal, Bárðarsonar, b. í Amardal, 111-
ugasonar, ættföður Amardalsættar-
innar. Móðir Kristínar Halldórs-
dóttur var Kristín Hafliðadóttir, b. í
Ármúla, Hafliðasonar.
Júliana var dóttir Guðmundar b.
á Jafnaskarði í Stafholtstungum,
Auðunssonar og Sigríðar systur
Sesselju, móður Sigvalda Kaldalóns
tónskálds. Sigríður var dóttir Sig-
valda, gullsmiðs í Sólheimatungu,
Einarssonar, bróöur Bjama, afa
Bjama Þorsteinssonar tónskálds.
Afmæli
Jón Kristján Olsen
Jón Kristján Olsen
skrifstofumaöur, Hátúni
34, Keflavík, er sjötíu og
fimm ára í dag.
Starfsferill
Jón Kristján fæddist í
Visnes-Lingstad í Nord-
möre í Noregi en ólst upp
í Hrísey 1924-30 og á Siglu-
firði 1930-45. Hann lærði
vélvirkjun við Vélsmiðju
Siglufjarðar og Vélsmiðju
01. Olsen hf. hjá föður sín-
um og stundaði nám við Iðnskóla
Siglufjarðar 1938-42 en vélstjóra-
prófi lauk hann hjá Fiskifélagi Is-
Jón Kristján Olsen.
lands 1961.
Jón Kristján starfaði við
vélvirkjun 1936-60 og
1965-68, auk þess sem
hann var vélstjóri á bát-
um og við Hraðfrystihús
Keflavíkur 1960-65 og
1967-68. Hann var for-
maður Vélsfjórafélags
Suðumesja 1968-91 og
hefur verið starfsmaður
félagsins frá 1972.
Jón Kristján sat í stjóm
Sjómannafélags íslands
1972-82 og var ritari þess 1976-82.
Hann sat í kjarasamninganefnd Sjó-
mannasambandsins 1970-88 og 1990.
Fjölskylda
Hagstœö kjör
Ef sama smáauglýsingin
er birt undir 2 dálkum sama
dag er 50% afsláttur
af annarri auglýsingunni
aW mil/i hirrj!
..j
Smáauglýsingar
550 5000
Jón Kristján kvæntist 30.10. 1943
Gunnlaugu F. Sigurðardóttur, f.
19.12. 1923, húsmóður, en hún er
dóttir Sigurðar sjómanns Jónssonar
frá Syðri-Grenivík Eiríkssonar og
Sigurbjargar húsmóður Pálsdóttur,
frá Lónsgerði í Kræklingahlíð i
Eyjafirði, Hallgrímssonar.
Böm Jóns Kristjáns og Gunnlaug-
ar eru Júlía Sigríður, f. 31.8. 1942,
búsett í Svíþjóð, og á hún fimm
böm; Helga Rósa, f. 20.5. 1944, hús-
móðir í Myrtle Beach í Suður-Kar-
ólínu í Bandaríkjunum, gift Jessie
W. Taylor; Henry, f. 16.6. 1946, hár-
skerameistari í Njarðvík, og á hann
tvö börn; Rut, f. 30.9.1954, húsmóðir
í Keflavík, gift Sigurði Þorgeirssyni
sjómanni og eiga þau tvö böm.
Systkini Jóns Kristjáns: Ólöf
María, f. 3.7. 1920, nú látin, húsmóð-
ir, var gift John Tumer sem einnig
er látinn og era böm þeirra þrjú,
búsett á Englandi; Sverre Hartvig, f.
9.11. 1925, var kvæntur Guðmundu
M. Þorvaldsdóttur sem lést 1975 og
eru böm þeirra fimm; Karl Hinrik,
f. 29.10. 1926, kvæntur Jakobínu
Magnúsdóttur og era böm þeirra
níu; Bjami Gísli, f. 5.9. 1931, búsett-
ur í Keflavík, kvæntur Arnbjörgu
Snæbjömsdóttur og á hann fimm
böm og sex stjúpböm; Henry, f. 17.6.
1936, d. 6.1. 1938; Birgir, f. 22.3. 1937,
kvæntur Öldu Jónsdóttur og eru
böm þeirra fjögur.
Foreldrar Jóns Kristjáns voru
Olav Ingvald Olsen, f. 6.9. 1889, d.
27.8. 1973, vélsmiður og vélstjóri í
Hrísey, á Siglufirði og loks í Ytri-
Njarðvík, og kona hans, Bjamrún
Magðalena Jónatansdóttir, f. 28.11.
1895, d. 2.5. 1970, húsmóðir.
Ætt
Olav var sonur Audens Olsen, tré-
smiðs og steinhöggvara í Lingstad í
Nordmöre í Noregi, og konu hans,
Anne Ingebritsdatter Olsen.
Bjamrún Magðalena var dóttir
Jónatans, sjómanns, bókbindara og
skósmiðs í Sigluvík á Svalbarðs-
strönd i Eyjafirði, Jónatanssonar, b.
í Hörgsdal, Jónssonar, b. í Hörgsdal,
Magnússonar Tómassonar, b. á
Rauðá, Vigfússonar, b. á Víðivöll-
um, Péturssonar. Móðir Jóns í
Hörgsdal var Guðlaug Ámadóttir, b.
á Hofsstöðum í Mývatnssveit, 111-
ugasonar, b. í Saltvík, Helgasonar.
Móðir Jónatans í Sigluvik var Krist-
ín Tómasdóttir Magnússonar, bróð-
ur Jóns Magnússonar í Hörgsdal.
Móðir Bjarnrúnar var Kristjana
Bjarnadóttir í Meðalheimi Gíslason-
ar og Guðrúnar Daviðsdóttur.
Jón Kristján verður að heiman á
afmælisdaginn.
Til hamingju
með afmælið
10. september
80 ára
Ásta Agnarsdóttir,
Raftahlíð 11, Sauðárkróki.
75 ára______________
Magnús Grímsson,
Vestmannabraut 34,
Vestmannaeyjum.
70 ára
Kristfn Björg Sveinsdóttir,
Ljósheimum 18, Reykjavík.
Reinhold J. Jóhannesson,
Þykkvabæ 3, Reykjavík.
60 ára
Jóhanna Magnúsdóttir,
Eikjuvogi 12, Reykjavík.
Guðbjörg Jónína
Viggósdóttir,
Norðurbraut 17, Hafharfirði.
50 ára
Steinar Matthíasson,
Efstasundi 98, Reykjavík.
Engilbert Hafberg,
Dvergabakka 4, Reykjavík.
Matthías Guðmundsson,
Íshússtíg 3A, Njarðvík.
Guðmundur Friðrik
Ottósson
verktaki,
Melahvarfi 11,
Vatnsenda, Kópavogi.
Eiginkona hans er
Kolbrún Baldursdóttir.
Þau taka á móti ættingjum og
vinum í Félagsheimili Fáks í
Víðidal föstudaginn 13.9. kl.
19.00.
Amdís Steinþórsdóttir,
Urðarbakka 20, Reykjavik.
Sigurþór Valdimarsson,
Nesbakka 14, Neskaupstað.
40 ára
Ragna Karlsdóttir,
Réttarseli 12, Reykjavík.
Kristján Eldjám
Hjartarson,
Tjöm, Svarfaðardalshreppi.
Þór Axelsson,
Kambaseli 48, Reykjavík.
Siguijón M. Sigurjónsson,
Flétturima 24, Reykjavík.
Fréttir
Reykjanesbær gefur björgunarsveitinni Eldey húsnæði
DV, Suöurnesjum:
„Við erum mjög kátir að fá húsið
og þessi veglega gjöf frá Reykjanes-
bæ til sveitarinnar verður seint full-
þökkuð. Það var orðið ansi þröngt
um okkur,“ sagði Ásgeir Svan
Vagnsson, formaður björgunarsveit-
arinnar Eldeyjar í Höfnum, við DV.
Reykjanesbær gaf björgunarsveit-
inni húsnæði sem hýsti áður fyrir-
tækið Reykver hf. í Höfhum. Um er
að ræða 200 fermetra húsnæði sem
bærinn eignaðist á nauðungarupp-
boði. Að sögn Ásgeirs er þessi gjöf
bæjarins styrkur til sveitarinnar.
Svo skemmtilega vUl til að núver-
andi húsnæði björgunarsveitarinn-
ar er við hliðina á nýja húsnæðinu.
Valgeir Þorláksson, eigandi Val-
geirsbakarís i Njarðvík, gaf sveit-
Húsnæöiö sem Reykjanesbær gaf björgunarsveitinni Eldey í Höfnum.
inni húsið á sínum tíma en það hús-
næði hýsti fyrsta bakaríið í Njarð-
vík.
„Við þurfum að leggja í töluverð-
an kostnað í lagfæringar á húsnæð-
inu. Það þarf að byija að einangra
það og fá hita og rafmagn aftur í
húsið. Við eram strax búnir að
DV-mynd ÆMK
panta efni fyrir á annað hundrað
þúsund krónur. Húsnæðið verður
fyrst og fremst notað sem geymslu-
húsnæði. Það mun annars hýsa
einn elsta björgunarbíl landsins,
Dodge power vagon, árgerð 1957,
sem tekur 12 farþega,“ sagði Ásgeir
Svan Vagnsson. -ÆMK