Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 7 Fréttir Rekstur lífeyrissjóða 1995: Heildareignin er 262 milljarðar - sjóðir opinberra starfsmanna standa illa Heildareignir lífeyrissjóðanna um síðustu áramót námu 262 millj- örðum króna og höfðu aukist um 28 milljarða milli ára. Langstærsti sjóðurinn er sem Lífeyrissjóður verslunarmanna með tæplega 40 milljarða eign í árslok 1995. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýlegri úttekt Vísbendingar á rekstri lifeyr- issjóðanna 1995. Þetta er fyrsta tölu- blað nýs ritstjóra, Tómasar Amar Kristinssonar, sem starfaði áður á Verðbréfaþingi. Miðað við eignastöðu er Lífeyris- sjóður sjómanna orðinn næststærst- ur á eftir verslunarmönnum. Eignir sjóðsins námu 22,3 milljörðum um síðustu áramót, 200 milijóniun meira en Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins sem árið áður var næststærsti lífeyrissjóðurinn. í Vísbendingu segir að horfur séu að vænkast í rekstri sjóðanna þrátt fyrir mjög slæma stöðu margra þeirra. Rekstrarkostnaður hafi ver- ið lækkaður, sjóðir sameinaðir og réttindi sjóðsfélaga skert. Sömuleið- is hafi sjóðimir náð að fjárfesta pen- inga sína með þeim hætti að ávöxt- un er meiri en gert er ráð fyrir við útreikninga. Þegar tölur um eignir sjóðanna á móti skuldbindingum em skoðaðar kemur berlega í ljós hvað lífeyris- sjóðir opinberra starfsmanna, jafnt ríkis sem sveitarfélaga, em illa staddir hvað þetta varöar. Þannig ná eignir Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar aðeins 12% af skuldbindingum og sama hlutfall Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins er 18%. Ríki og sveitarfélög eru í ábyrgð- um fyrir þessum sjóðum þannig að starfsmenn þurfa ekki að örvænta, nema þá að sveitarfélög og ríkis- sjóður verði gjaldþrota. Greinarhöf- undur Vísbendingar telur litlar lík- ur á gjaldþroti en bendir þó á að slíkt hafi gerst erlendis. Jafnframt rýri opinberir aðilar getu sína til að standa undir öðmm verkefnum í framtíðinni með ábyrgð á lífeyris- sjóðunum. En hvaða lífeyrissjóðir em best stæðir? Miðað við eignir á móti skuldbindingum er það Lífeyrissjóð- ur matreiðslumanna. Eignir sjóðs- ins fara 40% umfram skuldbinding- cir og næstur kemur Lífeyrissjóður lækna með eignimar 27% umfram skuldbindingar. Þar á eftir koma líf- eyrissjóðir atvinnuflugmanna, KEA og blaðamanna. Rétt er að taka fram að þetta er ekki eini mælikvarðinn á stöðu sjóðanna en gefur mjög góða vísbendingu. Tíu stærstu lífeyrissjóðina í eign- um talið má sjá á meðfylgjandi grafi. -bjb 10 stærstu lífeyríssjóðirnír -eignir í milljónum kr. 1994 & 1995- Ufeyrissj. verslunarmanna 39,595 Lífeyrissj. sjómanna LTfeyrissjóöur starfsmanna riklsins Sameinaði lífeyrissjóöurinn LTfeyrissj. Dagsbrúnar og Framsóknar Söfnunarsj. ITfeyrisréttinda Llfeyrlssj. Noröurlands Samvinnullfeyrissjóöurinn Lífeyrissjóöur bænda LTfeyrissjóöur Austurlands 22,370 22,191 17,650 11,827. 10,107 9,492 8,847 7,415 7,139 DTSI 10 20 30 S 1995 1994 40 M. kr Akureyri: Byggingu Giljaskóla flýtt um eitt ár DV, Akureyri: Ákveðið hefur verið að flýta bygg- ingu Giljaskóla á Ákureyri um eitt ár, miðað við upphaflega verkáætl- un. Þetta þýðir að 1. áfangi skólans verður tekinn í notkun strax haust- ið 1997. Vinna er hafin við jarðvegsskipti og í haust og vetur er ætlunin að steypa upp grunn og kjallara verði það hægt vegna tíðarfars. Um framhald framkvæmdanna hefúr ekki verið gerð föst verkáætl- un og mun það ráðast nokkuð af fólksfjölgun í Giljahverfi og þörfinni hversu hratt verður unnið og skól- inn fullgerður. Giljaskóli verður stór grunnskóli á mælikvarða skóla á landsbyggðinni og er gert ráð fyr- ir því í fjárhagsáætlunum að fullbú- inn muni hann kosta ríflega 500 milljónir króna. -gk Hlutafjáraukning í Fisk- iðjunni-Skagfiröingi hf. DV, Fljótum: Aðalfundur Fiskiðjunnar- Skag- firðings hf. á Sauðárkróki sam- þykkti heimild til stjómar að auka hlutafé í fyrirtækinu um liðlega 80 milljónir króna. Eftir sameiningu Fiskiðjunnar og Hraðfrystihúss Grundarfjarðar í byrjun þessa árs nam hlutafé Fisk- iðjunnar-Skagfirðings 716 milljón- um króna en verður því 800 millj- ónir þegar væntalegt hlutafjárút- boð er afstaðið. Á fundinum var samþykkt tillaga þess efnis að fyr- irtæki verði skráð á almennan til- boðsmarkað. Er stefnt að því að sú skráning verði í byrjun næsta kvótaárs, þ.e. 1. september á næsta ári. Tuttugu og níu milljóna króna tap varð af reglulegri starfsemi Fiskiðjunnar-Skagfirðings á síðasta ári, en þegar tekið hafði verið tillit til söluhagnaðar á einu af skipum fyrirtækisins varð 54 milljóna króna hagnaður af rekstrinum. -ÖÞ Við erum flutt í Faxafen 10 (Hús framtíðarinnar) TILBOD í KJARAKAUP MAGAÞJALFINN. Aðeins kr. 2.998. BRAUÐBOKUNARVEL. Aðeins kr. 15.998. ÖRBYLGJUOFN 850 w, 221, með snúningsdiski. Aðeins kr. 15.800. Kjarakaupí Faxafeni 10, sími 568-4910 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 10-18 OG LAUGARDAGA FRÁ 11-17 ------------------;----------------------\ Síðasti bekkur ársins byrjar í kvöld! □ Vissir þú að hægt er að ná skipulegu sambandi við framliðna í gegnum a.m.k. 14 mismunandi þekktar miðilstegundir í veröldinni í dag? □ Og vissir þú að skyggnir einstaklingar geta á mis- munandi hátt ýmislt séð og eða skynjað handanheimana sem og hina makalausu álfa- og huldufólksheima í kringum okkur nánast þegar þeim hentar? □ En vissir þú að venjulegur einstaklingur eins og þú, skyggn sem óskyggn, getur lært allt um þetta í hinum vandaða íslenska Sálarrannsóknarskóla fyrir hófleg skólagjöld? Síðasti bekkur ársins byrjar í kvöld. Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar um skólann og skemmtilega námið í honum nú á haustönninni. Svarað er í síma skólans alla daga vikunnar frá kl. 14-19.30. 903 * 5670 Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fýrir alla landsmenn. r*ra Innbrot á Króknum Brotist var inn í þrjú fyrirtæki á Sauðárkróki og Varmahlíð aðfara- nótt þriðjudags. Farið var inn í tvö bifreiðaverkstæði og landbúnaðar- verslun og varð fengur þjófanna óverulegur, verkfæri, dekk undir bíl og sáralítið af peningum. Ungt par af höfuðborgarsvæðinu var handtekið vegna málsins og telst það upplýst. -sv STÓRA SKRIÐDÝRASÝNINGIN Tropical Zoo í heimsókn JL-Húsið v/Hringbraut 2. hæd, 1000 m2 sýningarsalur 5. okt. - 27. okt. Opið virka daga kl. 12-20; laugardaga og sunnudaga frá kl. 12-19 Upplýsingar gefur Gula línan - sími 562-6262 Lifandi hitabeltisdýr Risasnákar Eitursnákar Eðlur Skjaldbökur Sporðdrekar - kóngulær o.s.frv. Hitabeltisfiðrildi í hundraðatali Fjölbreytt safn af óvenjulegum, lifandi dýrum úr öll- um heims- hornum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.