Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1996, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1996, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 Fréttir Jón Brynjólfsson verkfræöingur ósammála jarðvísindamönnum: Telur að ekki hlaupi úr Grimsvötnum núna - segir kenningar jarðvísindamanna rangar - hlaupið kemur, segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur Jarðeðlisfræðingarnir eru með rangt líkan af því sem gerist I Grím- svötnum. Þeir halda því fram að það sé vatnsmagnið sem kemur hlaup- inu af stað og opnar opið og vatnið taki að renna úr safngeyminum Grímsvötnum undir jöklinum og niður á sanda. Það er rangt. Vatns- hæðin er ekki orsökin, það er hitinn og hann er ekki nægur til að hlaup verði og það verður því ekkert hlaup úr Grímsvötnum," segir Jón Brynjólfsson verkfræðingur við DV. Jón skýrir þetta út frá alþekktum lögmálum um hegðan vatns við mis- munandi hitastig og kenning hans er þannig í grundvaOaratriðum: - Leysingavatn frá gosstöðvunum streymir inn í Grímsvötn um all- langan veg og nær að kólna talsvert áður en það nær þangað. Þegar það kemur í Grímsvötn blandast það því vatni sem þar er fyrir og kólnar og frýs síðan fjærst innstreyminu. „Kólnunin fer eftir lögmálinu sem segir að það þurfi einn rúmmetra af 72 stiga heitu vatni til að bræða einn rúmmetra af ís og út úr því koma 1,9 rúmmetrar af 0 gráða heitu vatni,“ segir Jón. Hann segir að um leið og þetta 0 gráða heita vatn komist í snertingu við ís, sem er kaldari en 0 gráður, þá frjósi það og það gerist fjærst innstreyminu þar sem jökulísinn myndar vegg. Það myndist því frost- tappi í rásinni og vatnið komist hvergi. Hitinn er einfaldlega ekki nægur til að yfirvinna kólnunina inni i íshelli Grímsvatna. „Þessi hugmynd sem jarðeðlis- fræðingamir keyra á, að það sé vatnshæðin í Grímsvötnum sem lyfti ísnum og opni göngin yfir haft- ið til hægri á myndinni eins og krana, hún virkar ekki vegna þess að þegar vatnshæðin hefur aftur lækkað eftir að búið er að hleypa út einhveiju magni af vatni, þá ætti hann að lækka á ný og loka fyrir. Hvers vegna gerist það aldrei? Af því að þetta líkan jarðeðlisfræðing- anna stenst ekki,“ segir Jón. Þeir hafi ekki fundið réttu orsökina fyr- ir hlaupi. En hver er hún- þá ef kenning Jóns stenst? Þegar hlaup verða úr Grímsvötn- um verða þau vegna þess að undir vötnunum er nægilegur jarðhiti til að hita þau upp þegar innstreymi í þau er rólegt, þannig að bræðslan getur átt sér stað. Þá bráðnar ísinn allt um kring, líka íshellan ofan við vatnsyfirborðið og svo loks tappinn í frárennslinu og hlaup fer af stað. Ef innstreymi vatns i Grímsvatna- safngeyminn, sem er kaldara en 70 gráður, er mikið þarf einfaldlega Ofan í Grímsvötnum? Heitt aökomuvatn, sem rennur í Grímsvatnasafngeyminn, blandast köidu vatni sem fyrir er í vötnunum, svipað og vatn í potti, nema þaö missir var- mann út í vatniö sem fyrir er og í ísinn sem er umhverfis og frýs á endan- um lengst frá innstreymisstaönum og lokar þannig fyrir „frárennslislögnina" úr Grímsvötnum. Aö mati Jóns Brynjólfssonar verkfræöings veröur því ekk- ert Skeiöarárhlaup aö þessu sinni því vatnshæöin í vötnunum hefur ekki úr- slitaþýðingu um þaö hvort hlaup hefst heldur hitastig vatnsins í Grímsvötn- um. Til aö hlaup yröi við núverandi aöstæöur, aö mati Jóns, þarf hreinlega eldsumbrot á botni Grímsvatna. Þar er nú engin eldvirkni, aöeins jarðhiti sem hvergi dugir til aö bræöa úr „frárennslinu“,o aö hans mati. DV-mynd Ólafur eldvirkni til í Grímsvötnum sjálfum dreifa nú og þess vegna verður ekk- til að hlaup verði. Hvorugu er til að ert hlaup heldur, að því er Jón tel- Mecklenburger farið að skila hagnaði DV, Akureyri: Þýska útgerðarfyrirtækið Mecklenburger Hochseefischerei, sem er í meirihlutaeigu Útgerðar- félags Akureyringa hf., hefur skil- að hagnaði á árinu en síðan ÚA keypti meirihluta í fyrirtækinu hefur það verið rekið með tapi. Mikil uppstokkun hefur átt sér stað í rekstri fyrirtækisins i kjöl- far mjög mikils tapreksturs. Á síð- asta ári nam tapið á rekstri fyrir- tækisins um 120 milljónum króna sem var minna en áður hafði ver- ið en á yfirstandandi ári hefur af- koman verið réttum megin við núllið. Fyrstu 6 mánuði ársins skilaði fyrirtækið hagnaði sem rekja má til sölu á einum af togurum þess en reksturinn var í járnum. í júlí og ágúst var umtalsverður hagnað- ur af rekstrinum og stefnir allt í að rekstur fyrirtækisins verði já- kvæður á árinu í heild sem er um- talsverður „viösnúningur" frá því sem verið hefur til þessa. Ná- kvæmar tölur um rekstrarafkomu voru ekki fyrir hendi hjá þeim for- ráðamönnum fyrirtækisins sem náðist tU. -gk Landsfundur Sjálfstæöisflokksins hefst í Laugardalshöllinni í Reykjavík í dag. Um 1700 fulltrúar munu sitja fundinn. Davíö Oddsson, formaöur Sjálfstæöisflokksins, flytur setningarræöu klukkan 18. Jafnréttismál og samkeppnisstaöa íslands eru meginefni fundarins aö þessu sinni. Undirbúningi fyrir fundinn var aö Ijúka þegar myndin var tekin. DV-mynd BG Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja i síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Já 1 Nel 2 j rödd FOLKSINS 904 1600 Á ríkið að endurgreiða virðisaukaskatt vegna forsetaframboðanna? Heildarsala áfengis: Samdráttur um 14 prósent Fyrstu níu mánuði ársins nam heUdarsala áfengis, að bjór meðtöld- um, 6,7 mUljónum lítra. Þetta er ríf- lega 14% minni sala en eftir sama tíma í fyrra þegar 7,8 mUljónir lítra seldust. Ef salan er mæld í litrum af hreinum vínanda var samdrátturinn upp á 12,7%. Salan samsvarar þvi að hver íslendingur hafi drukkið tæpa 26 lítra af áfengi frá áramótum. Sölu- verðmæti áfengisins á þessu tímabUi var rúmir 5 mUljarðar króna. Hins vegar jókst heUdarsala á nef- og munntóbaki um tæp 6%. AUs seld- ust 9,5 tonn fyrstu níu mánuði ársins samanborið við 8,9 tonn í fyrra. HeUd- arsala reyktóbaks nam 8,6 tonnum sem er 6,5% samdráttur frá síðasta ári. Samdráttur í sölu á sígarettum var 0,1%. AUs seldust 8,5 miUjónir vindla sem er svipuð sala og fyrstu níu mánuðina 1995. Söluhæsta vínbúð ÁTVR er í Kringlunni. Fyrstu níu mánuðina fóru 609 miUjónir króna um af- greiðslukassa búðarinnar. Minnst var selt á Seyðisfirði eða fyrir 17 miUjón- ir króna. -bjb ur. Vatnið er ekki nógu heitt tU að bræða „niðurfaUið" og það er og verður áfram stíflað að öUu óbreyttu. „Það verður ekkert hlaup, ekki einu sinni þótt vatn renni yfir haft- ið tU hægri á myndinni. Það er aUt of kalt til að bræða sér leið og frýs einfaldlega. Hlaupiö kemur Hlaupið kemur, það er enginn vafi á því. Það kemur hlaup úr Grímsvötnum hvort sem gýs eða ekki, á fimm ára fresti. Það er jarð- hiti undir vötnunum og hann bræð- ir ís þannig að vötnin fyUast smám saman og vatnsborðið er nú komið yfir þau mörk þegar venjulega hleypur. Við venjulegar aðstæður hefur vatnið nægan tíma tU að koma sér í gegnum jökulinn, en nú eru aðrar aðstæður og vötnin hafa fyUst á skömmum tíma,“ segir PáU Einarsson, jarðeðlisfræðingur á Raunvísindastofnun, og segir að af þessum sökum hafi hlaup tafist og geti hugsanlega eitthvað dregist enn, en hlaupið muni koma: „Það hleypur úr Grímsvötnum og hefúr gert í allmörg hundruð ár,“ segir PáU Einarsson. -SÁ Stuttar fréttir Sameining Eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins hefur orðið tU á ísafirði með sameiningu Norðurtangans og nýs fyrirtækis á ísafirði sem varð tU með sameiningu fjög- urra útgerðarfyrirtækja á norð- anverðum Vestfjörðum. Eignar- haldsfélag í eigu íslenskra sjáv- arafurða, Olíufélagsins og Sam- vinmUífeyrissjóðsins keypti öU hlutabréf í Norðurtanganum. Vísaö á bug Stjórnendur Sjúkrahúss Reykjavíkur vísa ummælum heU- brigðisráðherra um bókhalds- óreiðu fyrirtækisins á bug. RÚV greindi frá. Ásökun frá Bretum Breskt fyrirtæki sakar ís- lenska aðila, sem reka gosverk- smiðju í St. Pétursborg, um að hafa svikið hundruö miUjóna króna verðmæti út úr því með ólögmætum hætti. Samkvæmt Stöð 2 hafa málaferli staðiö yfir í Rússlandi um nokkurra mánaða skeið og hafa þar nú færst tU ís- lands. Kvótabrask í samninga Sjómenn vUja taka upp við- ræður um kvótabrask í næstu samningum. Samkvæmt Sjón- varpinu telja sjómenn að úr- skurðamefnd, sem sett var á laggirnar í síðustu samningum, hafi ekki tekist að leysa þann vanda sem ætiað var. Vatniö brást Vatnsútflutningur hefur ekki gengið sem skyldi frá íslandi á undanförnum árum. Samkvæmt skýrslu Aflvaka. Þetta kom fram í Sjónvarpinu. 200 í neyslu Talið er að 200 börn yngri en 16 ára séu í harðri, daglegri neyslu fikniefna í Reykjavíkur- borg. Samkvæmt Sjónvarpinu hefur fikniefnalögreglan gert 5,4 kUó af amfetamíni upptæk á ár- inu. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.