Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1996, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996
5
Fréttir
25 starfsmönnum sundlauga Reykjavíkur sagt upp:
Olga meðal sund-
laugavarða í borginni
SVARTI
SVANURINN
10ÁRA
Nýtt - Nýtt
Kjulingabitar
Nuggets
5 stk. 250 kr.
8 stk. 375 kr.
2*
SVARTl SVANURINN
Töluverð ólga er meðal starfsfólks
hjá sundlaugum Reykjavíkurborgar
en 25 starfsmönnum í fjórum sund-
laugum borgarinnar hefur verið
sagt upp störfum. Um er að ræða
næturþrifafólk í Sundhöll Reykja-
víkur, Laugardcdslaug, Vesturbæj-
arlaug og Breiðholtslaug.
Ekki er aðeins ólga meðal þeirra
sem sagt hefur verið upp störfum
heldur einnig hjá sundlaugavörðum
því fækkun þessara starfsmanna
þýðir að sundlaugaverðir þurfa að
vinna lengri vinnutíma vegna næt-
urþrifa.
„Þetta er einfaldlega gert vegna
skipulagsbreytinga. Árið 1994, þegar
átaksverkefhi byrjaði hjá borginni,
var búinn til peningasjóður sem
bauð upp á að laugarnar gætu bætt
við starfsfólki. íþrótta- og tómstund-
aráð Reykjavíkur fékk þar peninga
en nú er sá sjóður búinn og reikna
menn dæmið þannig út að fram-
kvæmdafjármagn sem kemur árlega
dugi ekki til að halda öllu þessu
starfsfólki," segir Jóhann Erlings-
son, fulltrúi sundlaugavarða hjá
íþrótta- og tómstundaráði Reykja-
víkur.
Það sem gerist er að um helming-
ur þeirra 25 starfsmanna sem sagt
Akraneskaupstaöur:
Sækir um 15,2
milljóna lán til
flóðavarna
DV, Akranesi
Á liðnum árum hefur ötullega ver-
ið unnið að landbrots- og flóðavöm-
um við Akranes. í óveðri í febrúar
sl., þegar sjávarstaða var óvenju há,
kom glöggt í ljós hversu nausynlegt
verk hefur verið unnið í þessu efhi á
liðnum árum.
í febrúarveðrinu kom einnig
glöggt í ljós hve nauösynlegt er að
halda áfram landbrots- og flóðavörn-
mn á Akranesi. Nú liggur fyrir úttekt
Vita- og hafnamálastofhunar frá í
maí 1996 þar sem tilgreind eru nauð-
synleg verkefni og hefur Akranes-
kaupstaður sótt um 15,2 milljóna
króna framlag til fjárlaganefndar Al-
þingis til landbrots- og flóðavarna.
Þau verkefni, sem sótt er um framlag
til, em Ægisbraut við norðurenda
sjóvarnargarðs, 1,4 milljón, olíu-
geymar að fyllingu við Lambhúsa-
sund, 2,0 milljónir, og þrír verkhlut-
ar við Krókalón upp á 11 milljónir.
Einnig vegna uppgjörs verks við
Langasand, 800 þúsund. DVÓ
Verkalýðsfélag Húsavíkur:
Menntamálaráð-
herra láti skyn-
semina ráða
DV, Akureyri:
Verkalýðsfélag Húsavíkur skorar
á menntamálaráðherra að láta skyn-
semina ráða með því að hverfa frá
fyrirhuguðum skerðingarhugmynd-
um á framlögum til framhaldsskól-
anna á Húsavík og Laugum í
Reykjadal.
Ályktun þess efnis var samþykkt
á cdmennum fundi í félaginu og seg-
ir í ályktun fundarins að litið sé á
hugmyndir menntamálaráðherra
sem aðför að framtíð framhalds-
skólamenntunar í S-Þingeyjarsýslu.
Skólakerfið eigi að gera öllum kleift
að læra hvenær sem er á lífsleiðinni
og hvar sem þeir eru búsettir. For-
sendan fyrir því að láglaunafólk geti
stundað nám sé að boðið sé upp á
nám á framhaldsskólastigi heima í
héraði. -gk
var upp verður endurráðinn og sið-
an munu sundlaugaverðir vinna við
þrif til móts við næturþrifafólk.
Þetta er sama kerfið og var hér áður
fyrr. Uppsagnir eru alltaf leiðinleg-
ar og lenda í þessu tilfelli á fólki
sem er á þeim aldri að það á erfitt
með að fá aftur vinnu,“ segir Jó-
hann. -RR
Loft- og veggjaijós. Fást í 10 litum
og úrfuru og eik.^ An- ,
Verðfrál.9 /O Iv I”,
Loftljós, 3 litir.
1.994 kr.
Loftljós, 3 litir. g|jg|fflg|||g| Loftljós, 3 litir.
1.994 kv.WmaM'lAiVi) kr.
Útiljós, 4 litir.
1.895 kr.
Veqgljós, 3 litir.
2.688 kr.
Veggljós, 3 litir.
2.976 kr.
Útiljós á stólpa. Fást
hvít og antikgræn.
Heildarverö:
12.499 k r.
Halogen 3x20w með spennubreyti,
perum og öllurn festingum.
3.990 kr.
nor
Skútuvogi 16 • Sími 525 3000
Helluhrauni 16 • Sími 565 0100
Grænt númer 800 6688
HÚSASMIÐJAN
Þúfinnur Ijósið sem þú leitar að í Ijósadeild Húsasmiðjunnar.
Þar kviknar á perunni í œvintyralegu úrvali. Ljósin eiga það
öll sameiginlegt að vera gœðaframleiðsla á sanngjömu verði.