Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1996, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 15 Eru guðirnir geimverur? Kjallarínn Ulfhildur Dagsdóttir bókmenntafræöingur hafa þær svo sannar- lega lent í íslenskt þjóð- félag, á skerminum birtast Ráðgátur (X- Files), Geimgarpar (Space: Above and Beyond), Framandi þjóð (Alien Nation), Framtíðarsýn (Beyond 2000) og Geimstöðin (Star Trek: Deep Space Nine), fyrir utan allar bíómyndirnar. Ekki má gleyma að Laxness staðsetti guðdóminn við eða undir jöklinum fyrmefnda. Doktor Helgi Pétursson trúði á líf á öðrum hnöttum og ef handanheimurinn er tunglið því ekki sá guð- legi? „Er þá svo komið að við þurfum að sanna mennsku okkar með hjálp geimvera?" Þessa ráðgátu glímdi Erich Von Daniken við fyrir tæpum þremur ára- tugum og meðan Mulder mýndi hik- laust vaða í málið með oddi og egg myndi Scully vera vantrúuð á tilvist guða yfirleitt. Á meðan ganga geim- garpar og framandi þjóðir ljósum logum á ljósvakanum í framtíðarsýn sem efast ekki eitt and- artak um líf á öðr- um hnöttum. Áleitin spurning Geimurinn verð- ur æ nákomnari sjónvarpsáhorfendum og þeir sem ekki fullnægja geimþrá sinni þar hafa úr nógu að velja í bíómynd- um; Þjóðhátíðardagurinn eða Independence Day er nýjasta dæmið um framandi þjóöir og framtíðarsýnir þó að geimguðimir þar hafi gengið agalega illa um. ID 4 var hin viðtekna skammstöfun en ID vísar ekki aðeins í „identity" eða persónueinkenni heldur líka í sönnun fyrir þvi, per- sónuskilríki. Er þá svo komið að við þurfum að sanna mennsku okkar með hjálp geimvera? Sú spuming verð- ur æ áleitnari nú á tímum há- tækni og tölva þar sem kynskipti, gervilimir og gervilíffæri um- breyta spumingu Jóns Hreggviðs- sonar i „hvenær verður maður kona og hvenær verður maður ekki lengur mennskur?“ Því þó að geimverumar hafi skrópað á Snæfellsjökli um árið Viö höfum tapaö trausti... Kröfur tískunnar eru þesslegar að oft er eins og geimverumar séu heyrandi í holti nær þegar bíógestir skarta silfurfatnaði úr glansandi gerviefnum og málm- skartgripir em greyptir í andlit. Og með hjálp tölvutækni breytist skrifstofudaman í „avatar" sem ranglar hamingjusamlega um innviði cybergeims og afsannar í sjónhendingu að veruleiki hennar sé sýnd- armennskan ein. Stoðimum hef- ur vorið kippt undan gnrnn- kerfum vest- rænnar hugs- unar og mann- skepnan er eins og hundur á sundi sem steypir yfir sig heystakk af hálm- stráum. Við höfum tapað trausti á rökrétta framrás tímans og ein- blínum í stað þess á rýmið í kringum okkur og víðáttur geims- ins í þeirri von að sjá andlit guð- anna speglast í spegilgljáandi gerviefnisyfirborði fljúgandi furðuhluta sem flestir flytja slímuga geimgarpa sem minna meira á skordýr en nokkuð ann- að. Þetta skordýraútlit er annað tískufyrirbæri: ábyrgur er lista- maðurinn H.R. Giger sem hannað hefur margar geimverur og haft áhrif á sköpvm flestra. Hreint ekki sem verst En er þetta allt saman hið versta mál og vandamál? Hreint ekki. Afþreyingariðnaðurinn blómstrar sem aldrei fyrr. Tæknin er ekki einungis efni kvikmynd- anna heldur einnig öndvegissúla þeirra. Með sífellt betri tækni- brellum verður geimurinn sifellt raunverulegri og um leið kallar tæknin sjálf á sífellt meiri athygli á sjálfri sér; tiskan er dæmi um þetta þar sem kona breytist i vél, breytist í mann, breytist í geim- veru. í gegnum avatara og geimbún- inga getum við umbreytt líkama okkar og persónuleika endalaust og þannig gert lífið ekki aðeins skemmtilegra heldur einnig víð- áttumeira. Öllu þessu hafa geim- garpamir, sem heimsækja fram- andi þjóðir í framtíðarsýn í leit að ráðgátum, komið af stað. Já, og þjóðhátíðardagurinn lika. En eru guðirnir þá geimverur? Já, hlýtur það ekki að vera? Alla vega vona ég það svo sannarlega. Úlfhildur Dagsdóttir „Stoðunum hefur veríð kippt undan grunnkerfum vestrænnar hugsunar og mannskepnan er eins og hundur á sundi sem steypir yfír sig heystakk af hálm• stráum.“ Geðheilbrigðismál eru kjaramál Skyldu menn almennt gera sér grein fyrir því hve margir þurfa að leita aðstoðar vegna geðrænna erfiðleika og hversu víðtækar af- leiðingar geðsjúkdómar hafa í þjóðfélaginu? Talið er að fimmti hver þjóðfélagsþegn þurfi ein- hvem tímann á æviskeiðinu á geð- hjálp að halda. Og drjúgur hluti þjóðfélagsins kemur við sögu þeg- ar horft er til aðstandenda, vina og vinnufélaga þeirra sem eiga við al- varlega geðræna sjúkdóma að stríða. Auðvitað ber að líta á það sem mannréttindi að geðsjúkir fái að- stoð heilbrigðisþjónustunnar eins og aðrir sjúklingar í þjóðfélaginu. Og færa má að því fullgild rök að jafhvel öðrum sjúklingum fremur þurfi þeir á stöðugu öryggi að halda. Allt hringl með lokanir á deildum er þess vegna sérlega bagalegt fyrir þennan hóp auk þess sem það virðist oft gleymast að í þeirra tilviki er verið að tala um heimili þeirra og athvarf. Upp- sláttarfréttir í byijun vikunnar um að deild fyrir geðfatlað ungt fólk í Amarholti verði lokað ffarn að áramótum er í raun tilkynning til fjölda einstak- linga um að þeim sé úthýst af heimili sínu um stundarsakir. Stórtjón vegna lokana En sjúkdómar af þessu tagi snerta miklu fleiri en þá sem af þeim þjást. Lokanir geðdeilda hafa leitt til þess að einstaklingar, sem hafa ekki sijóm á gerðum sínum, hafa valdið samferðamönnum sín- inn vandræðum og jafhvel stórtjóni. Þannig er það örygg- ismál fyrir samfélag- ið allt að vel sé búið að heilbrigðisþjón- ustu á þessu sviði. Einnig þarf vart að orðlengja hvemig það horfir við hverri flöl- skyldu sem hefur geð- sjúkan einstakling innan sinna vébanda þegar komið er að lokuðum dyrum heil- brigðisþjónustunnar vegna niðurskurðar og skilningsleysis fjárveitingarvaldsins. Þegar þetta gerist er ekki einvörðungu verið að skapa þeim einstaklingi sem i hlut á erfiðleika heldur einnig fjöl- skyldunni og vinnustað allra þeirra sem nærri sjúkdómnum koma, því iðulega raskar þetta möguleikum fólks til að stunda vinnu sína á eðlilegan hátt. Geð- heilbrigðismál eru hluti af kjar- aumhverfinu og varða allt atvinnulíf- ið. Hvers vegna ályktar ekki VSÍ? Alveg sama hvemig á málin er litið, hvort sem er út frá mann- réttindum einstak- lingsins, hagsmunum fjölskyldunnar eða at- vinnulífsins þá er ljóst að geðheilbrigð- ismál koma öllu sam- felaginu við. Það ætti því að kalla á við- brögð samfélagsins alls þegar geðdeild- inn er lokað. Það ætti að vera verkefhi at- vinnurekenda ekki síður en samtaka launafólks að standa vörð um þennan málaflokk. Næst þegar Geðhjálp stendur fýrir degi geð- fatlaðra, eins og raunin er á í dag, ættu Vinnuveitendasambandið og Verslunarráðið að láta frá sér heyra. Ögmundur Jónasson „Næst þegar Geðhjáip stendur fyrir degi geðfatlaðra, eins og raunin er í dag, ættu Vinnuveit- endasambandið og Verslunarráð- ið að láta frá sér heyra.u Kjallarmn Ögmundur Jónasson alþingismaöur og formaöur BSRB Með og á móti Samningur HSÍ við Ríkisútvarpiö Best borgið með einum heildarsamningi „Ég tel að með einum heildarsamn- ingi við eina sjónvarpsstöð, hvaða nafni sem hún nefh- ist, sé hags- munum félag- anna i landinu best borgið, einkum þegar hugsað er fram í tímann, og þannig er útbreiðsla handboltans einnig best tryggð. Auk þess er hentugast að það sé sami aðilinn sem er með útsendingarréttinn frá deildakeppninni og lands- leikjunum. Það er enginn vafi á því að samningurinn við RÚV tryggir allt það sem HSÍ-forystan og forráðamenn félaganna hafa leitað eftir undáníarin ár; þaö er háar greiðslur, góða útbreiðslu og rétta kynningu á íþróttinni sem slíkri. Þess má geta að við- semjendur okkar nú hafa hugsað sér verulegar kynningar á hand- boltamun og er enginn vafi á þvi að honum verða gerð mjög góð skil að þessu sinni. Mér vitanlega tíðkast það hvergi að einstök félög semji um sjónvarpsrétt. Til dæmis er alls staðar um heildarsamninga að ræða hjá stærstu deildunum í knattspymunni, í Englandi, á Spáni og Ítalíu. Glunoroðinn yrði algjör ef félögin fengju að semja hvert fyrir sig. Það að félögin semji sem ein heild getur lika stuðlað að því að virk samtök 1. deildar félaga komist á legg og þau sjái síðan um að greiða út hlut hvers félags og að HSÍ fái sinn hlut.“ þjátfari KA. Utsendingar eiga að vera frjálsar „Mér finnst í fyrsta lagi að sjónvarpsút- sendingar frá leikjum eigi að vera frjáls- ar en ekki bundnar ein- okunarsamn- ingum við ákveönar stöðvar. Það þarf að vera til löglegt félag allra handboltaliða með kennitölu og eigin fjárhag sem semur fyrir hönd allra félaganna og síðan ætti hvaða sjónvarpsstöð sem er að geta tekið upp hvaða leik sem er og borgað visst fyrir það. Svo erum við KA-menn ekki hressir með að svona samningar fari í gegnum HSÍ því það vita allir að það er ekki gæfulegt í dag að eiga peninga hjá sambandinu, enda þegar búið að gera fjárnám í þessum samningi. KA hefur ekki fengið krónu í sjónvarpspeninga frá HSÍ undanfarin tvö ár, þar hefur hlaðist upp inneign sem óvíst er hvenær fæst greidd. Með því aö semja við Stöð 2 vildum við tryggja að við fengjum eitt- hvað fyrir okkar skerf. Meining- in var ekki sú að koma leikjun- um í læsta dagskrá til að fá meiri peninga, eins og sumir virtust halda, heldur vildum við aö ein- hverjir fengju að sjá leiki okkar. Okkur skilst nefnilega að það hafi ekki staðið til að sýna neina heimaleiki okkar hjá RÚV fyrir áramót.“ -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.