Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1996, Qupperneq 16
16
FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996
FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996
25
I
Gerbu laugardaginn ab típpdegi
ú spilar til að vinna!
milliónir
í poHtnui"
Iþróttir
íþróttir
Birkir Kristinsson
Annaö mark Rúmena verður að skrifast á Birki
en þá átti hann slæmt úthlaup út í vítateiginn. Hin
3 mörkin var erfltt að eiga við og verður hann ekki
sakaður um þau. Varði í tvígang vel og þegar upp
er staðið komst hann þokkalega frá sínu.
Lárus Orri Sigurösson
Náði sér engan veginn á strik og átti slakan leik.
Skilaði bolta illa frá sér og virkaði mjög
taugastrekktur frá upphafi. Kannski að álagið hafi
verið of mikið eftir að fréttir bárust um að
Manchester United væri með útsendara á leiknum.
Guðni Bergsson
Var traustur framan af leiknum en eftir því sem
á leið féll hann niður í meðalmennskuna. Reyndar
hefur hann oft verið meira áberandi en hann mátti
sín lítils eins og aðrir varnarmenn þegar
rúmensku sóknarmennirnir létu til sín taka. Hann
gerði þó fáa feila.
Ólafur Adolfsson
Átti í vandræðum eins og fleiri félagar hans í
vörninni. Var sterkur á „annarri hæðinni” en
gekk illa að verjast gegn snöggum og liprum sókn-
armönnum Rúmena. Nýttist ekki sem skyldi í
aukaspymum og homspymum.
Rúnar Kristinsson
Fann sig engan veginn og lék án efa sinn
slakasta landsleik í langan tima. Ætlaði sér oft um
of þegar hann hafði boltann og var oft á tíðum spil-
aður út úr stöðu sinni. Spuming er hvort Rúnar
eigi ekki heima í annarri stöðu en í vinstri bak-
verðinum.
mm
Eyjólfur Sverrisson
Var stundum á köflum hreinlega utanveltu.
Hann var ekki í takt við leikinn. Virkar þungur og
hefur oft áður leikið miklu betur. Hann var óör-
uggur í sendingum og fáar slikar rötuðu rétta leið.
Hélt enn fremur illa knettinum.
Rikharður Daðason reynir að brjóta sér leið fram hjá varnarmanni rúmenska liðsins. A myndinni
til hliðar hefur Gheorghe Hagi betur gegn varnarmönnum íslenska liðsins.
DV-myndir BG/ÞÖK
„Staðan í riðlinum veldur
mér vonbrigðum"
- segir Logi Ólafsson landsliösþjálfari
Við ofurefli að etja
frá upphafi til enda
- staða íslendinga í riðlinum veik eftir slæma útreið gegn Rúmeníu
„Það vora menn í liðinu alls ekki
að gera sitt besta. Ef við ætlum að
gera eitthvað á móti liðum eins og
Rúmenum þá verða allir að eiga góð-
an leik. Það gengur ekki að helming-
ur manna liðsins sé að ná sér upp.
Það sem veldur mér mestum von-
brigðum er að allir skuli ekki hitta á
góðan leik,“ sagði Logi Ólafsson
landsliðsþjálfari við DV eftir leikinn.
„Það er stefna okkar að fara í hvem
leik með því hugarfari að sigra. Ég átti
þó von á þvi að við hefðum fleiri stig í
riðlinum en þau era í dag. Við ætlum
fyrst og fremst að gera meira á heima-
velli en við höfúm gert fram að þessu.
Það er alltaf sama gamla tuggan, við
erum að gefa mörk. Staðan í riðlum
veldur mér vonbrigðum. Eftir svona
leik hugsar maður margt en þegar
Þórður var felldur vildi ég fá víta-
spymu. Þetta var erfitt eftir að Rúmen-
ar gerðu fyrsta markið en við verðum
að hafa í huga að þeir era mörgum sæt-
um fyrir ofan okkur á styrkleikalistan-
um. Við urðum að bæta í sóknarleik-
inn eftir að við fengum á okkur fyrsta
markið og auðvitað var viss áhætta því
fylgjandi. Annað markið var hrein gjöf
að mínu mati. Eftir það mark breytti
ég leikskipulaginu og freistaði þess að
jafha leikinn. Það gekk ekki eftir,"
sagði Logi.
-JKS
Islenska landsliðið í knattspyrnu á langt,
langt í land með að standast bestu landsliðum
heims snúning. Þessi ásýnd kom bersýnilega í
ljós i gærkvöldi þegar íslenska landsliðið fékk
slæma útreið gegn Rúmenum í undankeppni
heimsmeistaramótsins. Rúmenar voru mörgum
hæðum ofar en íslenska liðið á öllum sviðum
knattspyrnunnar. Þetta verðum við að fara að
viðurkenna þvi öðravísi getum við ekki bætt
okkar leik, því fyrr því betra.
Áfram lifað í minningunni
Það var mikið í húfi fyrir þennan leik. Tveir
leikir voru að baki í riölinum og uppskeran úr
þeim eitt stig af sex mögulegum. Fyrirfram voru
Rúmenar auðvitað taldir sigurstranglegri en ís-
lenskt landsliö hefur í gegnum tíðina innbyrt
glæsta sigra á heimavelli gegn sterkum þjóðum.
Með þessa von í brjósti lögðu margir leið sina á
völlinn. Þessi von seytlaði út úr brjóstum
manna og síðan ansi hratt eftir því sem á leik-
inn leið. Hugsunina um góða sigra á heimavelli
verða menn að hafa í minningunni áfram.
íslenska liðið virtist koma ákveðið til leiks og
var svo sem að gera ágæta hluti fyrstu tuttugu
mínútur leiksins. Eftir fyrsta mark Rúmena var
Ijóst að framhaldið yrði erfitt og það kom í ljós
þegar upp var staðið. Nokkrum andartökum á
undan markinu kom upp umdeilt atvik sem
menn eiga eflaust eftir að velta sér upp úr lengi.
Þórður Guðjónsson var felldur innan vítateigs
og vildu margir halda að dómarinn hefði átt að
dæma vítaspyrnu. Eftir á að hyggja er ekki svo
gott að sjá hvort víti hefði átt rétt á sér. Hitt er
svo hægt að benda á að vítaspyma hefur verið
dæmd af minna tilefni en þetta. Dómarann brast
kjark til að dæma víti af því að stórir karlar,
Rúmenar, áttu í hlut.
Þórður Guðjónsson átti síðan stuttu síðar
skot á markið úr teignum en rúmenski mark-
vörðurinn varði í hom. Marktækifæri Islend-
inga eftir þetta í leiknum er varla hægt að
nefna. Sóknir liðsins voru bitlausar, ómarkviss-
ar, þannig að engin ógnun stafaði af þeim.
Mörkin þrjú, sem Rúmenar bættu síðan við í
síðari hálfleik, voru frekar af ódýrari gerðinni
en engu að síður vel að þeim staðið af hálfu
Rúmena. Þeir hefðu svo sem getað bætt við
fleiri mörkum. Þeir vora bara einfaldlega sáttir
og eyddu ekki meira púðri í leikinn en orðið
var. Af rúmenska liðinu verður ekki skafið að
það er í hópi bestu landsliða sem á hólmann hef-
ur komið. Það er þó ekki til að afsaka frammi-
stöðu íslendinga i leiknum.
Kominn tími á uppstokkun?
Það hljóta allir aö sjá, sem unna knattspym-
unni á annað borö og vilja að landslið okkar
standi sig, að við verðum að gera betur. Við
eram varla með í svona stórkeppni til að vera
bara þátttakendur, eða hvað? Efhiviðurinn til
að búa til sterkt landslið er kannski ekki lengur
til staöar. Ef til vill er komið að uppstokkun og
tími yngri og upprennandi knattspyrnumanna
runninn upp. Ekki skal fullyrt um það. Þegar
lagt var upp í þessa keppni voru sett takmörk.
Þau vora ekki þau að eftir þrjá leiki væri liðið
aðeins með eitt stig af níu mögulegum.
Fyrir um tíu árum stóðum við jafnfætis Norð-
mönnum. í dag eru þeir langt fyrir framan okk-
ur. Hvað veldur því? Jú, skýringin er einfold því
á skömmun tíma hafa norskir knattspymu-
menn verið að ganga í raðir bestu klúbba Evr-
ópu. Á meðan eigum við atvinnumenn í neðri
deildum í Evrópu. Þetta er staðreynd sem ekki
verður horfið fram hjá. Við eigum aðeins einn
atvinnumann sem leikur með liði í efstu deild.
Það er Þórður Guðjónsson hjá Bochum í Þýska-
landi. Eiður Smári Guðjohnsen er að vísu hjá
PSV í Hollandi en hann er fjarri góðu gamni
vegna meiðsla. Til að okkur takist að koma sam-
an landsliði í fremstu röð þurfa íslenskir knatt-
spyrnumenn að komast að hjá betri liðum í Evr-
ópu en þeir era í dag
Horfa til framtíðar
Leikurinn við Rúmena er að baki og hinir
tveir við Makedóníu og Litháa. Við getum ekki
alltaf sagt að þetta hafi verið ágætt og þetta
komið bara næst. Við hljótum öll að vilja ís-
lenskri knattspyma vel. Bretta verður upp
ermarnar, horfa til framtíðar og gera okkar
landslið öflugra en það er í dag.
-JKS
ísland (0)0
Rúmenía (1)4
0-1 Dino Moldovan (25.) af stuttu
færi eftir aö hafa fengið fasta
fyrirgjöf frá Hagi af hægri kanti.
0-2 Gheorghe Hagi (61.) skallaði yfir
Birki sem átti slæmt úthlaup eftir að
hafa fengið sendingu frá Petrescu af
hægri kanti.
0-3 Gheorghe Popescu (75.), fékk
laglega sendingu frá Petrescu og
skoraði með skalla úr markteignum.
0-4 Dan Petrescu (89.)
rangstöðutaktík íslendinga brást,
Petrescu slapp einn inn fyrir og
skoraði auðveldlega.
Lið íslands: Birkir Kristinsson -
Lárus Orri Sigurðsson (Ólafur
Þórðarson 68.), Guðni Bergsson,
Ólafur Adolfsson, Rúnar Kristinsson
- Eyjólfur Sverrisson, Sigurður
Jónsson, Heimir Guöjónsson - Bjarki
Gunnlaugsson (Amar Gunnlaugsson
71.), Ríkharður Daðason (Helgi
Sigurðsson 65.), Þórður Guðjónsson.
Lið Rúmena: Bogdan Stelea - Dan
Petrescu, Anton Dopos, Daniel
Prodan, Constantin Gilca - Gheorghe
Popescu, Tibor Selymes, Dorinel
Munteanu, Gheorghe Hagi (Ion
Vladoiu 81.) - Dinu Moldovan (Hie
Dumitrescu 81.), Adrian Hie (Iulian
Filipescu (73.)
Markskot: ísland 6, Rúmenía 17.
Hom: Island 7, Rúmenía 6.
Gul spjöld: Láms Orri, Dopos, Hie,
Hagi, Munteanu.
Rauð spjöld: Engin.
Dómari: Claude Detmche frá Sviss,
var hliðhollur Rúmenum og bar of
mikla virðingu fyrir þeim.
Áhorfendur: Um 3600.
Aðstæður: Suðvestan kaldi,
úrkomulaust og 5 stiga hiti, völlurinn
góður miðað við árstima.
Guðni og Óli settu met
Guðni Bergsson og Ólafur Þórðarson
léku tímamótaleik í gær. Þeir léku
báðir sinn 71. landsleik og settu þar
með landsleikjamet. íleiknum gegn
Litháum jöfnuðu þeir metin sem Atli
Eðvaldsson, fyrrum fyrirliði lands-
liðsins átti.
Gult eftir 7 sekúndur
Lárus Orri Sigurðsson sló kannski
met i gær þegar hann nældi sér í gult
spjald eftir aðeins 7 sekúndna leik.
Atti von á
leik
„Fyrri hálfleikurinn var í jafn-
vægi en í þeim síðari tókum við
leikinn í okkar hendur og við
gátum þess vegna unnið stærri
sigur. Ég átti von á erfíðari leik
enda hafa íslendingar oft verið
erfiðir heim sækja. íslensku leik-
mennirnir era likamlega sterkir
en kannski var þetta ekki þeirra
dagur. Ég vona samt að þeir nái
sér á strik gegn írum og nái stig-
um af þeim,” sagði Gheorghe
Popescu, miðvallarleikmaður
Rúmena og leikmaður Barce-
lona, við DV eftir leikinn en
hann hélt upp á 29 ára afmæli
sitt í gær.
-GH
Heimir Guðjónsson
Skilaði sínu hlutverki vel framan af. Hann
vinnur vel og gefur sjaldnast þumlung eftir.
Bakkaði vel aftur og kom ósjaldan vörninni til
hjálpar. Sendingar hans skiluðu sér vel og þegar á
leikinn leið bar minna á honum. Heimir hefur þó
sannað að hann á landsliðssæti fyllilega skilið.
Bjárki Gunnlaugsson
Hefur átt í meiðslum og af þeim sökum ekki
komist í sitt besta form. Það hefur áður staðið
miklu meiri ógn af honum. Hann fór að missa
boltann meira en góðu hófi gegnir enda fór svo að
Arnar bróðir hans leysti hann af hólmi í síðari
hálfleik. Amar var ekki áberandi í leiknum.
Þórður Guðjónsson
Átti langbestan leik íslensku landsliðsmannanna
og var sá eini sem eitthvað kvað aö. Kom rúm-
ensku vöminni oft f vandræði, einkum í fyrri hálf-
leik, með sprengikrafti sínum og áræðni og hefði
átt að fá dæmda vítaspyrnu rétt áður en Rúmenar
skoraðu.
Sigurður Jónsson
Hefur oft leikið betur en í gær. Skilaði varnar-
hlutverkinu illa og lítið kom út úr leik hans þegar
hann hafði boltann. Var lítið skapandi og spilaði
oft á hálfri ferð. Sigurður er mikilvægur hlekkur í
liðinu og verður að vera meira áberandi svo liðið
fái notið krafta hans til fulls.
„Rúmenarnir klassa betri”
„Ég er bara mjög svekktur. Rúmenarnir vora klassa betri og það var
eiginlega við ofurefli að etja, sérstaklega eftir að þeir komust yfir. Það
var áfall þegar þeir skoruðu en rétt áður vildi ég fá vítaspyrnu. Þetta var
snerting og auðvitað lét ég mig falla en dómarinn var ekki á sama máli
og gaf ekki víti. Þetta var vendipunkturinn í leiknum. Þetta er með sterk-
ari liðum sem ég hef leikið gegn. Nú þurfum við bara að einbeita okkur
að því aö ná þriðja sætinu í riðlinum, hækka um styrkleikaflokk og
klára riðilinn með sæmd,” sagði Þórður Guðjónsson, besti leikmaður Is-
lendinga í leiknum. -GH
„Baráttan ekki til staðar”
„Þetta er bara einfaldlega munurinn á þessum liðum. Auðvitað er
þetta stórt tap en Rúmenar eru með topplið í Evrópu. Strákarnir hittu
ekki á góðan dag og manni fannst baráttan ekki vera til staðar hjá þeim.
Rúmenarnir voru miklu betri og þetta er eitt besta lið sem hefur leikið
hér á landi, þori ég að fullyrða. Við vorum að gefa boltann allt of mikið
frá okkur á slæmum stöðum og mér fannst liðið ætti að geta haldið bolt-
anum betur innan liðsins. Þá fannst mér vörnin óöragg og það vantaði
einhvern til að stjórna henni,” sagði Pétur Pétursson, fyrrum landsliðs-
maður, við DV eftir leikinn. -GH
Ríkharöur Daðason
Mátti sín lítils frammi gegn sterkri vörn Rúm-
ena. Hann var sem sagt ekki öfundsverður af sínu
hlutverki. Hann hélt ekki boltanum nógu vel,
missti hann oft. Helgi Sigurðsson leysti hann af
hólmi í síðari hálfleik en fékk ekki mikið rými
eins og Ríkharður.
Velkomm ab netfangi WWW. TOTO. IS
t