Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1996, Page 7
7
MIÐVTKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996
DV Sandkorn
Næði til að skrifa
Þau eru xnörg
gullkomin sem
fallið hafa frá
henni Regínu
Thorarensen,
bæði á prenti og
í tilsvörum. Eitt
sinn skrifaði
hún í DV um
leikhúsferð eldri
borgara á Sel-
fossi. Hún sagði
að ferðin hefði
verið skemmti-
leg en leikritið,
sem hópurinn sá, bæði lélegt, illa
leikið og stjómað. Það voru hjón sem
sáu um uppfærslu þessa verks. Eigin-
maöurinn brást reiöur við skrifum
Regínu. Hann hringdi til hennar og
var þá æfur af reiði og skammaðist
mikið. Þetta var á matmáistíma.
Meðal annars sagði hann að Regína
ætti að fara í fangelsi fyrir svona
skemmdarstarfsemi. Hún brást vel
við því og sagði: „Það væri gott.
Þangað hef ég aldrei komið en alltaf
langað og þar fengi ég loks næði til
að skrifa. En meðal annarra orða,
piltur minn. Hvað gerir þú vanalega
á matmálstimum?" Þar með lauk
samtalinu.
Þaö var aldrei
beint kært á
milli þeirra Ás-
mundar Stefáns-
sonar, þegar
hann var forseti
ASÍ, og Guð-
mundar Jaka,
þáverandi for-
manns Dags-
brúnar. Það
veröur seint
sagt að Ás-
mundur hafi
verið mikill ræöumaður eða talað fal-
legt mál. Hann notaði mikið orðatil-
tækið „Það er ljóst“. Guðmundi þótti
hann ofhota þetta. Eitt sinn á samn-
ingafundi með VSÍ-mönnum sagði
Ásmundur hvað eftir annað „Það er
ljóst“. Þótti Guðmundi nóg um.
„Hvers vegna segir þú ekki stundum
„Það er kristaltært" í staðinn fyrir
„Það er ljóst“,“ spurði Guðmundur
allt í einu. Margir brostu en Ás-
mundur sagöi ekkert. Svo liðu ein-
hverjir dagar. Þá kom Ásmundur
fram i fréttatíma sjónvarpsins og
sagði þá hvað eftir annað: „Það er
kristaltært."
Fjallskilakóngurinn
í bókinni Þeim
varð á í mess-
unni er góð
saga af séra
Gunnari Gisla-
syni, sem var
prestur í
Glaumbæ í
Skagafírði og al-
þingismaður.
Hann var þing-
maður Sjálf-
stæðisflokksins
í Norðurlands-
kjördæmi vestra á árunum 1959 til
1974. Auk þess gegndi hann ýmsum
störfum fyrir sveitunga sína eins og
margur sveitapresturinn hefur gert i
áranna rás. Árið 1965 fór hann sem
alþingismaður á allsherjarþing Sam-
einuðu þjóðanna. Þegar Glaumbæj-
arprestur var nýkominn heima af
allsherjarþmginu varð einu sóknar-
bami hans, Dúdda á Skörðugili, að
orði um prest sinn og vegtyllur hans.
„Sennilega er séra Gunnar eini fjall-
skilakóngurinn sem setið hefur á
allsherjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna.“
Leiðréttingar
Einhver versti
púki sem getur
hrellt blaðamenn
er prentvillupúk-
inn. Hann getur
verið einkar
skæður þegai-
honum tekst vel
upp. Þetta getur
hent bestu menn
en óneitanlega
vakti athygli
Sandkomsritara
leiðréttingarpist-
ill sem birtist í nýlegu tölublaði
Austra á Egilsstöðum. Austri er átta
síðna blað en í pistlinum em taldar
upp ótal villur á tlestum síðum fyrra
tölublaðs. Greinar vom ekki próf-
arkalesnar, myndatexta og fyrirsagn-
ir vantaði og sagnfræði var á skjön
við staðreyndir. En til allrar ham-
ingju reyndist Ijós í myrkri þeirra
Austramanna, eða eins og segir í
miðjum pistli: „Á blaðsíðum 6 og 7
em ekki sjáanlegar neinar villur í
fljótu bragði og er það vel.“
Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson og
Björn Jóhann Bjömsson
Kristaltært
Fréttir
Leyndarskráning Bifreiðaskoðunar:
Bílasalar geta
áfram veitt
upplýsingar
- segir formaður Félags löggiltra bifreiðasala
„Þetta snýst aðallega um það
að koma í veg fyrir að menn séu
að forvitnast um aðra, hvar þeir
eigi heima, hvernig bíla þeir eigi,
hvort þeir séu með veðböndum
og þar fram eftir götunum og mér
finnst sjálfsagt að loka á það.
Mönnum hefur þótt ástæða til að
ætla að sóst hafi verið eftir þess-
um upplýsingum í vafasömum
tilgangi og þetta er leið til að
loka fyrir það. Þetta hefur hins
vegar engin áhrif á það að við
getum veitt fólki allar þær upp-
lýsingar sem það vill fá á bílasöl-
unum,“ segir Ingimar Sigurðs-
son, formaður Félags löggiltra
bifreiðasala.
Nú nýverið fór Bifreiðaskoðun
að bjóða upp á að fólk gæti sett
nafnieynd á skráningu bíla sína í
bifreiðaskrá og hafa vaknað
spumingar hvort þessi leyndar-
skráning komi i veg fyrir að fólk
geti fengið nauðsynlegar upplýs-
ingar um bílana, hvort um tjón-
bíla sé að ræða og svo framvegis.
Hafa menn spurt hvort verið sé
að vemda þá sem hafa eitthvað
að fela. Svo er sem sagt ekki.
„Þetta er gert alveg að okkar
frumkvæði hjá Bifreiðaskoðun.
Okkur hefur fundist skráin
óþarflega opin og þetta nær eig-
inlega ekki lengra en að síma-
borðinu hjá okkur. Það er mikið
hringt og spurt um bíla og við
höfum haft ástæðu til að ætla að
takmarka ætti þessar upplýsing-
ar. Þeir sem virkilega þurfa á
þeim að halda geta að sjálfsögðu
fengið þær,“ segir Karl Ragnars,
forstjóri Bifreiðaskoðunar ís-
lands. -sv
^ Sókn á fjarlæg miö:
íslensk skip til
rækjuveiða við
Namibíu
„Viljayfirlýsing hefur verið und-
irrituð, veiðileyfin liggja fyrir, en
nokkur vinna er eftir við samninga-
gerð og utfærslu þessara veiða,“
segir Ragnar Ólafsson, útgerðar-
maður og skipstjóri á Siglufirði, um
áform útgerðarfélaganna Siglfirð-
ings og Snæfellings að senda skip
suður að ströndum Namibíu til
rækjuveiða.
Viljayfirlýsingin er milli fyrr-
nefndra fyrirtækja og Seaflower í
Namibíu, dótturfyrirtækis íslenskra
sjávarafurða, um tilraunaveiðar á
rækju fyrir ströndum Namibíu, en á
þeim miðum sem um er að ræða
veiddu Spánveijar og Rússar rækju
í talsverðum mæli áður en landhelg-
in var færð út fyrir um sex árum og
erlendum skipum vísað á brott. Um
hversu mikinn afla miðin gáfu á
þeim tima eru að sögn Ragnars ekki
neinar traustar heimildir tiltækar.
Ef af þessu verður mun vinnsla og
frysting aflans fara fram um borð í
skipunum. -SÁ
Akranes:
Miklar fram-
kvæmdir í bígerð
DV, Akranesi:
Akraneskaupstaður hefur sótt um
53,5 milljónir til fjárveitinganefndar
Alþingis til hafnarframkvæmda á
Akranesi. Um er að ræða þijá liði.
í fyrsta lagi lagfæring aðalhafnar-
garðsins sem kostar um 16 milljónir
og er sótt um 90% hlutdeild rikisins
eða 14,4 milljónir. í öðru lagi er sótt
um endumýjun á 2. áfanga Faxa-
bryggju. I sumar hefur verið unnið
við 1. áfanga endurbyggingar Faxa-
bryggju og er kostnaður við þá
framkvæmd 56 milljónir króna. Um
er að ræða niðurrekstur á 125 metra
stálþili og fyllingu í ker bryggjunn-
ar. I næsta áfanga er gert ráð fýrir
að reka niður 116 metra þil og er
áætlaður kostnaður við það verk 69
milljónir. Sótt er um 55% hlutdeild
ríkisins í því eða 38 milljónir miöað
við verðlag í ágúst 1996.
Þriðji liðurinn, sem sótt er um
fjárveitingu til, er að koma upp
sjálfvirkri veðurathugunarstöð en
kaup á slíkri stöð kostar 1,2 milljón-
ir. -DVÓ
M PIOMEER
N “4B0 -:Vá jhe Art of Entertalnment
> Magnari: 2x70w (RMS, 1kHz, 611) óyi
• Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni 5
• Geislaspilari: Einfaldur „Slot !n“
• Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B
» Hátalarar: Tvískiptir 70w (DIN)
49.900,-
ivi 7Cn A^PIOIV,een
nl -/bU The Art of Entertainment
2x1 OOw (RMS, 1kHz, 811) • Útvarp: FM/AM,
24 stöðva minni • Geislaspllari: Tekur |£jjjg2jj
Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B
Hátalarar: Þrískiptir 100w (DIN)
B<NlÍPI0^EEnl
4- IH “ I bU The Art of Entertainment
:• Magnari: 2x35w (RMS, 1kHz, 611)
| • Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni
> Geislaspilari: Einfaldur „Slot ln“
»Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B
» Hátalarar: Tvískiptir 35w (DIN)
70 AS-06 • 28" >
• Nicam Stereo • 2x25W magnari
• Super Black Line myndlampi
■ íslenskt textavarp • Fjarstýring
Eltt v a r 5 :
Nicam Stereo
94.900
29.900,»
VCM23 & VCM43 A SHARP
• S Picture • Sjálfleitari • Skart x2
• Árs minni • Atta prógröm
• Sýnir hvað er eftir á spólu
• Fullkomin fjarstýring.
59.900,-
> Myndlampi
Black Matrix
»50 stöðva minni
> Allar aðgerðir
á skjá
• Skart tengi
• Fjarstýring
• Myndlampi Black Matrix
• 100 stöðva minni
• Allar aðgerðir á skjá
• Skart tengi • Fjarstýring
• Aukatengi f. hátalara
• Islenskt textavarp
LOEWE.
Vönduð þýsk
sjónvarpstæki
-sjón er sögu ríkari!
VCM60SM ASHARR
• HiFi Nicam Stereo • Fjögra hausa
• Aðgerðir á skjá • Sjálfleitari • Skart x2
• Sjálfhreinsibúnaður • Árs minni • Átta prógröm
• Tengi fyrir myndbandstæki að framan
• Sýnir hvað er eftir á spólu • Fullkomin fjarstýring.
< LOEWE. Calida 72 Nicam 29"
• Fullkomin fjarstýring • í tækinu eru öll sjónvarpskerfi (MULTÍ SYSTEM).
• Myndlampi (SUPER BLACK LINE) sá skerpu mesti til þessa.
• Einnig eru tvö inntengi (SCART) • Hljóðmagnari • Nicam víðóma
(STEREO) 2 x 25 W. • Textavarp
Calida skápur: Kr: 17.256,-
145.900.»