Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1996, Side 9
MIÐVTKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996
9
Utlönd
Argentínuforseti móðgaöur:
Milljónir kvenna
meira aðlaðandi
en Madonna
Carlos Menem, forseti Argentinu,
lýsti því yfir í gær að sér hefði ekki
fundist Madonna neitt sérstaklega
kynþokkafull þegar þau hittust. í
dagbók sinni frá því er hún lék í
kvikmyndinni Evitu lýsti Madonna,
sem eignaðist dóttur á mánudags-
kvöld, fundi sínum með forsetanum
á eyju nálægt Buenos Aires i febrúar
síðastliðnum.
Madonna sagði þau hafa rætt dul-
arfúll fyrirbrigði og endurholdgun
með gagnkvæmum áhuga. Hún sagði
forsetann hafa starað á hlýrann á
brjóstahaldaranum sem hún var í og
hann hefði ekki getað tekið augun af
sér. Með fundi sínum með Menem
var Madonna að reyna að milda for-
setann en hann hafði verið mótfall-
inn gerð kvikmyndarinnar um Evu
Peron, eiginkonu Juans Domingos
Perons sem alþýða Argentínu
elskaði.
Madonnu tókst að fá leyfi forset-
ans til að syngja Don’t Cry for Me
Argentina á hinum frægu svölum
forsetahallarinnar þaðan sem Eva
var vön að ávarpa mannfjöldann.
Slagorð eins og Lifi Evita og Burt
með Madonnu mættu söngkonunni
þegar hún kom til Argentínu. Hún
sagði Argentínu vera ósiðfágað land
þar sem ekki væru neinir framhalds-
skólar né almennilegur matur. „Eina
leiðin til að horða skynsamlega í
þessu landi er að borða ekkert,“
sagði söngkonan og það þótti harður
dómur í landi sem státar sig af að
framleiða besta nautakjöt i heimi.
Menem, sem er 67 ára, er fráskil-
inn og hrifning hans af argentínsk-
um konum hefúr endurspeglast í
ræðum hans. Hann sagði í viðtali við
fréttamenn að í landi sínu væru þús-
undir eða milljónir kvenna meira að-
laðandi og fallegri en Madonna. Þyk-
ir nokkuð ljóst að forsetinn hafi
móðgast af orðum söngkonunnar um
land hans og þjóð.
Reuter
Madonna, sem er nýorðin mamma, hlýtur ekki náð fyrir augum Argentínufor-
seta. Símamynd Reuter
Kínverskur andófsmaður:
Wang flúinn til
Bandaríkjanna
Kínverski andófsmaðurinn Wang
Xizhe er á öruggum stað og hefur í
hyggju að halda fréttamannafund í
San Francisco i næstu viku. Þetta
segir talsmaður hóps þess sem að-
stoðaði Wang við að fara frá Kína.
Wang, sem er 46 ára, flúði til Hong
Kong frá heimili sin um helgina, að-
eins nokkrum dögum eftir að yflr-
völd í Peking handtóku lýðræðis-
sinnann Liu Xiaobo og úrskurðuðu
hann til þriggja ára vistar í þrælkun-
arbúðum.
Talsmaður lýðræðishreyfingar-
innar, sem aöstoðaði Wang, vildi
ekki tjá sig um það hvort Wang væri
kominn til Bandaríkjanna en gat
þess að hann væri hvorki í Kína né
Hong Kong. Bandaríska utanríkis-
ráðuneytið tilkynnti í gær að Wang
væri á leiðinni til Bandaríkjanna en
talsmaöur ráðuneytisins neitaði að
tjá sig um hvenær hann kæmi. Eig-
inkona Wangs hafði hins vegar lýst
því yfir að maður sinn væri þegar
kominn til Bandarikjanna.
Kínversk yfirvöld staðfestu í gær
að Wang hefði flúið land og sökuðu
hann mn að hafa farið ólöglega yfir
landamærin. Sögðu yfirvöld að þau
leituðu þeirra sem hefðu hjálpað
Wang. Reuter
Bækur til sölu:
Hádegisblaöiö 1-19,1940 (útg. Sig. Benediktsson), skb., Menn og menntir, 1.-4. bindi
e. Pál Eggert Ólason, skb., Safn til sögu íslands og ísl. bókmennta 1-6, skb., Al-
mindelig Kirke-Historie fra Christendommens först Begyndelse e. Ludvig Holber,
útg. í Kh. 1738-1767, uppr. 1. alskinnband, Tímaritið Hlín 1.-44. árg., ib., Saga
mannsandans 1-5 e. próf. Ágúst H. Bjarnason, Árbók Ferðafélagsins 1928-1937, allt
frumpr., vandað, handbundið skb., allar kápur og augl. Ódáðahraun 1-3 e. Ólaf Jóns-
son, íslenzkt gullsmíöi e. Björn Th. Björnsson, vandað geitarskband, íslenskir orðs-
kviðir, málgreinir, heilræði, fornmæli, snilliyrði, sannmæli eftir Guðmund Jónsson á
Staðarstað, Kh. 1830, vandað geitarskband, Samtíðarmenn í spéspegli, frá hendi St.
Strobls, sérútg. í 50 eint. á sérstakan pappír, vandað geitarskband, Salomonsens-
Leksikon, 1.-26. bindi, skb., flott eintak, Faxi e. dr. Brodda og Fákur e. Einar Sæ-
mundsen, í áföngum, hestamálasaga Daníels í stjórnarráðinu, skb., Afmælisrit til dr.
Einars Arnórssonar, skb., Bíldudalsminning um Pétur Thorsteinsson og konu hans
e. Lúðvík Kristjánsson, Skrá yfir bækur í Stiptisbókasafninu í Reykjavík 1874 (eina
bókaskráin sem Landsbókasafn hefur út gefið um bækur landsins), Ein ungbarns
blessun e. Eirík bónda á Brúnum, ib., Eyfellingaslagur e. sama, ób., Saga Reykjavík-
ur e. Klemens Jónsson. Árbækur Reykjavíkur e. Jón biskup Helgason, Suppiement
til islandske Ordböger III. deild, 1.-2. bindi kplt. e. dr. Jón Þorkelsson, Kennslubók í yf-
irsetukvennafræði, 1886, skb., Sýslumannaæfir, 1.-5. bindi, vandað skinnband,
Deildartunguætt, e. Hjalta Pálsson, 1.-2. bindi, Læknablaðið, 1.-55. árgangur, ib. og
ób., Alþingishátíðin 1930, Lýðveldishátíðin 1944, Ævisaga Jósefs Stalíns, fyrstu 50
árin (á rússnesku), viðhafnarútgáfa í alskinnbandi, Hlynur, tímarit samvinnumanna,
1.-19. árg., skb., Verk Leníns, 2.-45. bindi, Mein Kampf e. Adolf Hitler (á ensku),
Jarða- og búendatal í Skagafjarðarsýslu, 1.-4. bindi, ób., Vefnaður á íslenzkum
heimilum e. Halldóru Bjarnadóttur, Upptök sálma og sálmalaga á íslandi e. Pál E.
Ólason, flestar bækur Guðmundar Finnbogasonar próf., ævisaga séra Árna Þórarins-
sonar e. Þórberg, 1-6, Vorlöng, afmælisrit til dr. Haraldar Sigurðssonar, Þorsteinskver,
til Þorsteins Jósepssonar, Austantórur 1-3, skb. e. Jón Pálsson, Hestar og reiðmenn
á íslandi e. Schröder, frumútg., geitarskband, The Life og Jón Ólafsson (Indíafari)
1-2, Haklyut Society, Fiskarnir e. Bjarna Sæmundsson, frumpr. og endurpr., Biblían
1866, skb., Frjálst verkafólk á íslandi e. próf. Guðbrand Jónsson, Minningarrit um Sig-
urð málara Guðmundsson, 1872, kápueintak, íslenzki þjóðbúningurinn e. Tryggva
Magnússon listmálara, Pýramídinn mikli e. Adam Rutherford, Símaskráin 1945-1946,
Vinstri andstaðan í Alþýðuflokki 1926-1930, lokaritgerð Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur, borgarstjóra allra Reykvíkinga, Seld norðurljós e. Björn Th. Björnsson, Villigötur
e. Jóhannes Birkiland, Jeppabókin 1946, Isiands Kort e. Daniel Bruun, Fra Islands
indre Höjland e. sama, (ísl. Turruter nr. 4), ób., Gallastríðið e. Julius Caesar, þýð. Páls
Sveinssonar, Lággengið e. Jón Þorláksson ráðherra, Annáll 19. aldar e. Pjetur Guð-
mundsson, Islands Kirke 1-2 e. Jón biskup Helgason, ób., Ættarskrá Bjarna Þor-
steinssonar í Siglufirði, ób., Völuspá, útg. Eiríks Kjerulfs, Þaö vorar um Austur-Alpa,
lofgjörð Knúts Arngrímssonar um þriðja ríkið, íslenzkir hestar erlendis e. Guðm. Há-
varðarson, Gömul, handrituð og skreytt stjörnuspádómabók (aldur óviss), Byssur og
skotfæri e. Egil J. Stardal, gamall Grallari síðan 1756.
Maðurinn er alltaf einn e. Thor Vilhjálmsson, Hamar og sigð e. Sigurð Einarsson, Ljóð
Steins Steinarrs 1938, Spor í sandi e. sama, frumútg., 1940, Kvæði Jóhanns Jóns-
sonar, útg. Halldór Laxness, Kvæöasafn Jóns Helgasonar, próf. í Kh., Heilög Kirkja
e. Stefán frá Hvítadal, Gamlar geðveikisbakteríur e. Sigurð Z., Vinnukonurnar, leikrit
e. Jean Genet, þýð. Vigdís Finnbogadóttir (leikarahandrit), Það blæðir úr morgunsár-
inu e. Jónas E. Svafár, frumút., ýmsar frumútg. bóka Davíðs Stefánssonar, Magnúsar
Ásgeirssonar, Gríms Thomsens og ótal annarra skálda, Verkin tala e. Sigurð Z. ívars-
son, Hvítir hrafnar, Ijóðabók Þórbergs Þórðarsonar, frumútg. ób. m.k., handrit eftir Þór-
berg Þórðarson, handrit bréfs frá Ólafi Jóh. Sigurðssyni, Engilbörnin e. Sigurbjörn
Sveinsson, myndir e. Kjarval, Heyr mitt Ijúfasta lag e. Helga lyfsala Hálfdanarson,
Stuðlamál, 1.-3. bindi, ób.m.k. og ótal, ótal margt fleira nýkomið.
Að Vesturgötu 17 í Reykjavík verzlum við með gamlar og nýjar bækur í öllum greinum ís-
lenzkra fræða og vísinda - auk fagurbókmennta í geysilegu úrvali.
Við höfum pólitískar bókmenntir fyrir vinstri intelligentíuna og hægri villingana, þjóðlegan
fróðleik, ættfræði og sögu fyrir fræðimenn og grúskara, Ijóð og skáldverk fyrir fagurkerana,
bækur og rit um trúarbrögð og spíritisma og guðspeki fyrir leitandi sálir, svaðilfara- og ferða-
sögur fyrir ævintýramennina, afþreyingarbækur fyrir erfiðisfólk, ævisögur erlendra stórmenna
og íslenzks alþýðufólks fyrir upprennandi stjórnmálamenn og konur og erlendar pocket-bækur
fyrir lestrarhestana.
Við kaupum einnig gömul, íslenzk póstkort, myndir, handrit, eldri íslenzk myndverk, heilleg
tímarit og blöð, gamlar ritraðir, íslenzkan útskurð og smærri húsmuni.
Við seljum gamlar leikaramyndir, íslenzkar skipa- og togaramyndir, póstkort af öllum stærð-
um og gerðum, pólitíska bæklinga og smáprent ýmislegt.
Gefum út bóksöluskrár reglulega og sendum þær öllum sem þess óska.
Vinsamlega hringið, skrifið eða lítið inn.
Bókavarðan
- Bækur á öllum aldri -
Vesturgötu 17
S. 552 9720