Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1996, Side 14
14
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996
Frjálst, óháð dagblað
Úlgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Sfjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoöarritstjóri: ELIAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11,
blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingan 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildin 550 5999
GRÆN númen Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasóluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Ferðaþjónusta allt árið
Ef takast á aö lengja feröamannavertíð landsins, þarf
að bjóöa fleira en sumarsól og sumarfagra póstkortanátt-
úru. Eitthvað verður líka að geta freistað erlendra ferða-
manna á öðrum árstímum og síðan haldið jákvæðri at-
hygli þeirra, þegar þeir eru komnir til landsins.
Ráðstefnur, ársfundir og sýningar eru ein eöiilegu leið-
anna að þessu marki. Að hluta til njótum við þar ákveð-
innar sjálfvirkni, því að ýmsar stofnanir eru að reyna að
safiia löndum í mannfundaskrá sína. Röðin kemur um
síðir að íslandi, þegar þannig er hugsað.
Hins vegar gerum við lítið til að fá þetta fólk til að
minnast dvalarinnar hér á landi, segja öðrum fi-á henni
og jafnvel koma sjálft hingað aftur við önnur tækifæri.
Margt af innviðum ferðaþjónustunnar leggst í dvala á
hausti og vaknar ekki aftur fyrr en að vori.
Gistihús, veitingastaðir og ráðstefnusalir í Reykjavík
eru upp að vissu marki frambærilegar, en engan veginn
svo minnisstæðar stofnanir, að þær geti talizt eins konar
ferðamannaparadísir. Yfirleitt líkjast þær hliðstæðum og
hversdagslegum miðlungsstofiiunum í útlöndum.
Bláa lónið við Svartsengi er um það bil að taka við af
Gullfossi og Geysi sem einkennistákn landsins. Það hef-
ur þann kost að nýtast til ferðaþjónustu allt árið og vera
í seilingarfjarlægð þeirra ferðamanna, sem eru á Reykja-
víkursvæðinu og hafa lítinn tíma til umráða.
Reykjavíkurborg og Hitaveitan geta lært af reynslunni
af Bláa lóninu, hannað landnýtingu og mannvirki á
Nesjavöllum með hliðsjón af útivist og slökun og haft
frumkvæði að stofnun þróunarfélags um fjölbreytta
ferðamanna- og heilsuræktarþjónustu á staðnum.
Hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu geta tekið til hendinni
og boðið ýmsar fleiri tegundir af sérstæðri afþreyingu að
vetrarlagi, til dæmis með áherzlu á hollustu og hreyf-
ingu. Þar með má telja gönguferðir og hestaferðir, göngu-
skíðaferðir á jökli og dorgveiði á ís.
Akstursíþróttir í sandgryfjum kunna einnig að freista
sumra, enn fremur vélsleðaferðir um jökla, fiallatrukka-
ferðir um óbyggðir og skotveiði á sjó og landi. í öllum
þessum tilvikum og þeim, sem áður var getið, er náttúra
landsins höfð að bakgrunni athafiia ferðamannsins.
Jarðhitinn nýtist ekki aðeins til sundlauga og heitra
potta, heldur einnig til leirbaða, sem síðan tengjast nátt-
úrulækningum og mataræði, eins og við þekkjum frá
Heilsustofiiun í Hveragerði. Afeitrunarstöðvar áfengis,
tóbaks og ofáts geta einnig verið þáttur ferðaþjónustu.
Sameiginlegt með öllum þessum hugmyndum er, að
þær nýtast ferðaþjónustunni að vetrarlagi og gera ráð
fýrir eigin þátttöku ferðamannsins í einhverri hreyfingu,
sporti eða hollustu, með hrikalega náttúru landsins að
bakgrunni. Ýmsa þessa þætti má selja sameiginlega.
Ein helzta dægrastytting ferðamanna er búðarápið.
Merkjavöruverzlanir í Reykjavík geta tekið saman hönd-
um um að tryggja, að álagning á merkjavöru í verzlun-
um félagsmanna hækki ekki frá því sem nú er og verði
áfram lægri en hún er í heimalöndum ferðamanna.
Einna lakast er ástandið í söfiium. Ekkert safii á ís-
landi er ferðamönnum minnisstætt. En safhahúsið við
Hverfisgötu má innrétta sem ferðalagasafii í margmiðl-
unarstíl með Guðríði Þorbjamardóttur að grunnþema,
ferðir hennar til Grænlands, Vínlands og Rómar.
Þannig er unnt að smíða innviði ferðaþjónustu að vetr-
arlagi og seiða hingað fleiri ferðamenn, einkum þá, sem
hafa dýrari lífsstíl en þeir, sem nú koma að sumri.
Jónas Kristjánsson
Mestu máli skipti aö 19 þúsund bfleigendur fylktu sér um FÍB meö því að gerast félagsmenn, segir Árni m.a.
Sigur félags-
manna í FÍB
Kjallarinn
Undanfama
daga og vikur
hefur íslensk-
um heimilum
boðist kær-
komin kjara-
bót. Iögjöld
bílatrygginga
hafa lækkað
svo um munar
hjá flestum
tryggingafé-
lögum. Þama
munar svo
miklu að það
mun hafa tals-
verð áhrif á
vísitölu
neysluvöru-
verðs þegar ““’
fi-am líða
stundir. @.mfyr:Gömlu trygginga-
félögin
Flestir þekkja forsögu málsins.
FÍB reið á vaðið með FÍB Trygg-
ingu, sem er 25-37% lægri en flest-
ir bíleigendur hafa átt að kynnast.
VÍS og Sjóvá-AImennar fylgdu í
kjölfarið með 16-25% lækkun til
að mæta samkeppninni. Önnur
tryggingafélög era að undirbúa
lækkun. Margir hafa furðað sig á
því hvers vegna gömlu trygginga-
félögin vora ekki fyrir löngu búin
að lækka iðgjöldin. Þau höfðu fúll-
yrt að þau ættu í samkeppni. Öll-
Arni Sigfússon
formaöur FÍB
um má vera ljóst að svo var
ekki. Það er áfellisdómur
yfir þeim opinbera aðilum
sem eiga að gæta hagsmuna
neytenda í þessum efhum.
En hvað þurfti til að koma á
þeirri alvöra samkeppni sem
leiddi til þessarar lækkunar?
Þar skipti mestu máli að 19
þúsund bíleigendur fylktu
sér um FÍB _________________
með því að
gerast félags-
menn. Þar
með skapað-
ist grund-
völlur þess
að fara í út-
boð á trygg-
ingunum.
munu leiða til taprekstm-s upp á
hundrað milljón króna ef eitthvað
er að marka þeirra eigin orð síð-
astliðið ár.
Áframhaldandi samstaða
Af yfirlýsingum VÍS má ráða að
ef tekst að stöðva FÍB Tryggingu,
þá muni iðgjöldin hækka aftur.
Helsta von okkar til að slíkt gerist
„Margir hafa furðað sig á því
hvers vegna gömlu tryggingafé-
lögin voru ekki fyrir löngu búin að
lækka iðgjöldin. Þau höföu fullyrt
að þau ættu í samkeppni. Öllum
má Ijóst vera að svo var ekki.u
Grafa undan
HÐ
Lyktir útboðs-
ins urðu þær að
breska tryggingafélagið Ibex Mot-
or Policies at Lloyds bauð íslensk-
um heimilum verulega kjarabót
með FÍB Tryggingu. Þessi árangur
sýnir hveiju samstaðan getur
áorkað.
Gömlu tryggingafélögin vilja
ekki þessa samkeppni. Þau reyna
nú að grafa undan FÍB Tryggingu
til að koma í veg fyrir missi við-
skiptavina. Þau bjóða iðgjöld sem
ekki er að sýna áframhaldandi
samstöðu. Með því að gerast félag-
ar í FÍB og tryggja bíla sína i FÍB
Tryggingu slá bíleigendur þrjár
flugur í einu höggi. Þeir fá víð-
tæka þjónustu fyrir sig og bíla
sína hjá FÍB, fá lægstu iðgjöld bíla-
trygginga og tryggja framtíð þeirr-
ar samkeppni sem nauðsynleg er
til að halda iðgjöldunum áfram
lágmn. Árni Sigfússon
Skoðanir annarra
Óskaland fjárfesta?
„Sorglegar staðreyndir mn kjör og réttindi ís-
lenskra launamanna blasa við. í áróðursbæklingi
stjómvalda til erlendra fjárfesta tekst ekki að dylja
þær. Þar kemur fram að laun í iðnaði hérlendis era
mn helmingur launa í Danmörku, Noregi og Þýska-
landi ... Nú era kjarasamningar framundan. Verk-
efni stétfarfélaganna er að tryggja launamönnum
mannsæmandi kjör og réttindi á íslandi. Stöðvum
landflóttann og gerum ísland að óskalandi latma-
manna og fjárfesta."
Birgir Bjöm Sigurjónsson í
Degi-Tímanum 15. okt.
Sjálfstæðisflokkurinn og þjóðin
„Landsfúndur er í raun eins konar þverskurður af
þjóðinni og fer með stefnumarkandi vald í Sjálfstæð-
isflokknum ... En Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki
öllu lengur haldið sig til hlés í umræðum um þau
stóra mál sem við blasir að þjóðin þarf að taka af-
stöðu til á næstu árum. Þannig hlýtur flokkurinn
ekki síður en aðrir stórir stjómmálaflokkar á Vest-
urlöndum, t.a.m. breski íhaldsflokkurinn, að ræða
mál á borð við Evrópusambandið og framtíðartengsl
okkar við það, þótt hitt sé að sjálfsögðu rétt að EES-
samningurinn stendur fyrir sínu.“
Úr forystugreinum Mbl. 15. okt.
Frelsissvipting - hegning
„Nú er það opinber stefiia sfjómvalda að frelsis-
svipting eigi að vera hegning og ekkert annað en
hegning. Ekki er litið svo á að fangelsun eigi að leiða
til betrunar eða uppbyggingar sakamanna. Það virð-
ist ekki breyta neinu þótt sýnt sé fram á að enginn
hagnast af þessari stefnu og að þeir sem einu sinni
lenda í refsingarfangelsum islenska ríkisins era
mjög liklegir til að halda áfram á glæpabraut og
lenda aftur og enn aftur i fangelsi."
Hrafú Jökulsson í Alþbl. 15. okt.
T