Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1996, Side 26
34
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996
Afmæli
Jóhann Jóhannsson Bergmann
Jóhann Jóhannsson Bergmann,
bæjarverkfræðingur í Reykjanesbæ,
Suðurtúni 7, Keflavík, er fimmtugur
i dag.
Starfsferill
Jóhann fæddist í Keflavík og ólst
þar upp. Hann lauk stúdentsprófi
frá ML 1966, fyrrihluta-prófi í verk-
fræöi frá HÍ 1969 og M.Sc.-prófi í
verkfræði frá DTH í Kaupmanna-
höfii 1972.
Jóhann var verkffæðingur hjá
Verkfræðistofu Þórhalls Jónssonar
í Kópavogi 1972-80, hjá Hraunvirki
hf. við Hrauneyjafossvirkjun
1980-82, var forstöðumaður hönnun-
ardeildar hjá bæjarverkfræðingi í
Hafnarfirði 1982-86 en hefur verið
bæjarverkfræðingur í Keflavík (sið-
ar Reykjanesbæ) frá 1986.
Jóhann situr í stjóm Samtaka
tæknimanna sveitarfélaga frá 1987
og er formaður þeirra samtaka frá
1988. Þá er hann formaður Vatns-
veitunefndar SÍH frá 1994.
Fjölskylda
Bræður Jóhanns eru
Hörður Bergmann, f.
24.4. 1933, fræðslufulltrúi
í Reykjavík; Árni Berg-
mann, f. 22.8. 1935, blaða-
maður og rithöfundur í
Reykjavik; Stefán Berg-
mann, f. 2.7. 1942, lektor
við KHÍ, búsettur á Sel-
tjarnamesi.
Foreldrar Jóhanns
vora Jóhann Stefánsson
Bergmann, f. 18.11. 1906,
d. 4.2. 1996, bifreiðar-
stjóri í Keflavík, og Halldóra Áma-
dóttir, f. 13.10. 1914, húsmóðir í
Keflavík.
Ætt
Jóhann var bróðir Guðrúnar,
móður Rúnars Júlíussonar hljóm-
listarmanns. Jóhann var sonur Stef-
áns Bergmann, ljósmyndara í Kefla-
vík, bróður Jónínu, ömmu Guð-
laugs Bergmann, forstjóra í Kama-
bæ. Stefán var sonur
Magnúsar Bergmann,
hreppstjóra í Fuglavík,
sonar Jóns Bergmann, b.
í Hópi, og Neríðar Haf-
liðadóttur. Móðir Stefáns
var Jóhanna Sigurðar-
dóttir, bókbindara í
Tjamarkoti, Sigurðsson-
ar, og Helgu Guðmunds-
dóttur frá Miðhúsum.
Móðir Jóhanns Berg-
mann var Guðlaug Berg-
mann, dóttir Bergsteins,
b. á Þinghóli Jónssonar,
b. í Tungu, Magnússonar.
Móðir Bergsteins var Ragnheiður
Bergsteinsdóttir frá Árgilsstöðum,
systir Jóhannesar, afa Gunnars
Bergsteinssonar, forstjóra Land-
helgisgæslunnar. Ragnheiður var
einnig systir Þuríðar, langömmu
Ólafs G. Einarssonar alþingisforseta
og Boga Nilssonar rannsóknarlög-
reglustjóra.
Halldóra er dóttir Áma Vigfúsar,
bátasmiðs í Veghúsum í Keflavík,
Magnússonar, b. á Bolafæti í Ytri-
Njarðvík, Ámasonar, b. í Brautar-
holti á Kjalamesi, Magnússonar, b.
á Útskálum, Magnússonar, b. á
Bakka, Hallgrímssonar, b. á Bakka,
Þorleifssonar, b. á Þorláksstöðum,
Jónssonar. Móðir Hallgríms var
Guðrún Eyjólfsdóttir, b. á Ferstiklu,
Hallgrímssonar sálmaskálds, Pét-
urssonar. Móðir Magnúsar á Bola-
fæti var Guðrún Magnúsdóttir,
smiðs á Ketilsstöðum, Runólfssonar
og Álfheiöar Jónsdóttur. Móðir
Áma í Veghúsum var Þorbjörg Vig-
fúsdóttir, b. í Lambhúsakotum í
Biskuptstungum, Vigfússonar, b.
þar, Vigfússonar. Móðir Þorbjargar
var Þorbjörg Ólafsdóttir, b. á
Englandi í Lundarreykjadal, Her-
mannssonar, hreppstjóra á Geld-
ingaá í Leirársveit, Ólafssonar.
Móðir Halldóru var Bjamhildur
Helga Halldórsdóttir, smiðs í Merki-
nesi í Höfnum og síðar í Hafnar-
firöi, Sigurðssonar og Pálínu Páls-
dóttur, á Vatnsnesi, Pálssonar, af
Víkingslækjarætt.
Jóhann verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Jóhann Jóhannsson
Bergmann.
Andlát
Sigrún Júlía Sigurjónsdóttir
Sigrún Júlía Sigurjónsdóttir hús-
móðir, Suðurbraut 12, Hafnarfirði,
lést á Sólvangi í Hafnarfirði þann
7.10. sl. Útfor hennar fór fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í gær.
Starfsferill
Júlía fæddist í Hafnarfirði og átti
þar heima allan sinn aldur. Hún
sótti almennan bamaskóla i Hafnar-
firði en missti foður sinn er hún var
sex ára og varð því ekki úr frekara
námi. Móður Sigrúnar tókst þó með
hjálp elstu bamanna að halda f]öl-
skyldunni saman án þess að þurfa
að senda nokkurt bamanna í fóstur.
Júlía för í fiskvinnslu þrettán ára
og stundaði síðan ýmis störf á ungl-
ingsárunum. Hún var um tvítugt er
hún kynntist manni sínum en þau
giftu sig eftir að hann hafði lokið
vélskólanámi.
Fjölskylda
Júlía giftist 25.10. 1930, eftirlif-
andi eiginmanni sínum, Alexander
Guðjónssyni, f. 12.5. 1905, vélstjóra
og fyrrv. forstjóra. Hann er sonur
Guðjóns Bjamasonar, bónda og
smiðs, lengst af að Gili í Örlygshöfn,
og k.h., Guðbjargar Brynjólfsdóttur
húsfreyju sem bæði voru Ámesing-
ar að ætt og uppruna.
Böm Júlíu og Alexanders: Guð-
jón Alexandersson, f. 21.5. 1931, d.
23.5. 1931; Aðalheiður Guðrún Alex-
andersdóttir, f. 23.2. 1933, húsmóðir
í Reykjavík, gift Magnúsi Inga Ing-
varssyni byggingafræðingi og eiga
þau þrjú böm; Guðbjörg Hulda
Alexandersdóttir, f. 6.8. 1937, starfs-
maður við sjúkrahús, búsett í Hafn-
arfirði, gift Magnúsi Nikulássyni,
byggingameistara og kennara, og
eru böm þeirra fjögur; Svanhildur
Alexandersdóttir, f. 23.9.1942, hjúkr-
unarfræðingur og deildarstjóri, bú-
sett í Hafnarfirði, gift Ágústi Birgi
Karlssyni, aðstoðarskólameistara
við Iðnskólann í Reykjavík, og em
böm þeirra fiögur.
Böm Aðalheiðar Guðrúnar og
Magnúsar Inga era Guðjón Magnús-
son, f. 25.4. 1956, arkitekt, kvæntur
Önnu Björk Edvardsdóttur og eiga
þau þrjár dætur; Ingvar Magnússon,
f. 16.7. 1959, byggingameistari og
brunavörður, en sambýliskona hans
er Bryndís Björk Karlsdóttir og eiga
þau fióra sjmi; Rut Guðríður Magn-
úsdóttir, f. 28.4. 1972, nemi, en sam-
býlismaður hennar er Hrafn Áma-
son nemi.
Börn Guðbjargar
Huldu og Magnúsar era
Hörður Magnússon, f.
23.11. 1959, sjómaður,
kvæntur Rósu Jónsdótt-
ur og eru böm þeirra
þrjú; Sigrún Júlía Magn-
úsdóttir, f. 19.9. 1963, gift
Ólafi Hauki Magnússyni
rekstrarhagfræðingi og
eiga þau tvö börn; Elísa-
bet Magnúsdóttir, f. 12.9.
1970, nemi, en hún á tvö
böm og er sambýlismað-
ur hennar Sigurður
Hilmarsson nemi; Alexander Magn-
ússon, f. 15.5. 1972, húsasmiður.
Böm Svanhildar og Ágústs Birgis
eru Júlía Ágústsdóttir, f. 25.4. 1965,
prentsmiður og nemi, gift Jóni Orra
Guðmundssyni prentsmið og eiga
þau tvö böm; Þórhalla Ágústsdóttir,
f. 28.3. 1966, fótaaðgerðafræðingur,
og á hún þrjár dætur en sambýlis-
maður hennar er Gísli Sigurðsson
húsasmiður; Alexander Ágústsson,
f. 12.2. 1971, nemi, en sambýliskona
hans er Ágústa Ingibjörg Amardótt-
ir nemi; Karl Ásgrímur Ágústsson,
f. 10.1. 1974, nemi.
Systkini Júlíu: Guðmundur Sig-
urjónsson, eldri, f. 3.10.
1889, d. 31.5. 1986, sjómað-
ur í Hafnarfirði; Guð-
mundur Sigurjónsson,
yngri, f. 26.5. 1891, d. 18.2.
1965, togaraskipstjóri í
Hafnarfirði; Helga Sigur-
jónsdóttir, f. 29.9. 1893, d.
11.3. 1976, húsmóðir í
Stafangri í Noregi; Þor-
valdur Ágúst Sigurjóns-
son, f. 5.8. 1895, d. 31.10.
1895; Ósvald Ágúst Sigur-
jónsson, f. 24.8. 1896, d.
22.3. 1961, sjómaður á Ak-
ureyri; Sesselja Guðrún
Sigurjónsdóttir, f. 26.11. 1898, d. 16.2.
1982, húsmóðir í Hafharfirði; Ingi-
gerður Sigurjónsdóttir, f. 10.6. 1901,
d. í júlí 1993, húsmóðir í Noregi og
Bandaríkjunum; Aðalheiður Krist-
björg Sigurjónsdóttir, f. 18.9.1906, d.
12.6. 1908; Helgi Magnús Sigurjóns-
son, f. 18.9.1906, d. 3.8.1960, sjómað-
ur.
Foreldrar Júliu voru Sigurjón
Guðmundsson, f. 25.10.1863, d. 24.12.
1911, sjómaður að Veðraási í Hafn-
arfirði (sem nú er Kirkjuvegur 11B),
og k.h., Guðrún Halldóra Guð-
mundsdóttir, f. 16.4. 1864, d. 28.11.
1934, húsmóðir.
Sigrún J. Sigurjóns-
dóttir.
Fréttir
Saumakona Evrópu stóð stutt við heima:
Fer með bflinn með
mér til Flórída
- segir Guðrún Árdís Össurardóttir
DV, Suðurnesjum:
„Þegar verðlaunaafhendingin var
að byrja og við vorum að raða okk-
ur upp á sviðinu kom þýskur karl-
maður á vegum Burda og pikkaði í
mig án þess að mikið bæri á því og
sagði við mig að koma baksviðs. Þar
var ég látin bíða og vissi náttúrlega
ekkert hvað var að gerast né af
hverju ég var tekin burtu. Svo
komu aílt í einu fiórir þýskir karl-
menn sem töluðu bara þýsku sem ég
skildi ekkert í og fóru meö mig
þangað sem verðlaunabíllinn var,
opnuðu dymar á bílnum og buðu
mér að setjast og síðan var honum
ýtt út á sviðið þar sem tilkynnt var
um sigurvegarann. Rétt áður en
þetta gerðist hvislaði sá þýski að
mér að ég hefði unnið keppnina og
þar með bílinn. Þetta var rosaleg til-
finning," sagði Guðrún Árdís Össur-
ardóttir, 21 árs stúlka, mjög kát og
hress við komuna til Keflavíkur-
flugvallar á mánudag með fullt fang
af blómum en hún sigraði í keppni
þýska tískublaðsins Burda um titil-
inn besta saumakona Evrópu í
Baden-Baden á laugardagskvöldið.
Guðrún Árdís fékk Aenne Burda
verðlaunin fyrir kjól sem hún hann-
aði og saumaði, en hann er síður,
dökkblár með fiölda mósaíkflísa.
Verðlaunin vora ekki af verri end-
anum. Hún fékk nýjan Fiat Punto
blæjubíl, rauðan að lit, verðlauna-
pening auk snyrtivara. „Ég ætla að
reyna að flyfia bílinn með mér til
Flórída þar sem ég er I námi í fata-
hönnun. Hann er heppilegri í Flór-
Ida en á íslandi þar sem hann er
Össur Sigurður Stefánsson og Ásdís Samúelsdottir, foreldrar Guðrúnar,
voru með dóttur sinni á keppninni til halds og trausts. Þau eru á öll saman
á myndinni, mjög hress við komuna til Keflavíkurflugvallar meö blómin og
kjólinn.
með blæju.“ Guðrún segir að mjög
góðar flíkur hafi verið í keppninni
og hún hefði alls ekki viljað vera í
sporum þeirra sem dæmdu.
„Mér líður alveg rosalega vel. Það
er rétt að koma núna að þetta hafi
gerst í alvöra og ég hafi unnið. Þeg-
ar úrslitin vora kunngerð sló hjart-
að í mér hraðar. Þetta var mjög
spennandi. Ég bjóst alls ekki við að
DV-mynd ÆMK
vinna en maður gerir sér alltaf von-
ir um að það gangi vel en ég gerði
ekki ráð fyrir þvi að það myndi
ganga svona vel,“ sagði Guðrún Ár-
dís Össurardóttir, sem fór í gær til
Bandaríkjanna þar sem hún er í
námi í fatahönnun í The Art Institu-
te of Fort Lauderdale á Flórída og
byrjaði þar fyrir viku.
-ÆMK
Til hamingju
með afmælið
16. október
85 ára
Svanhvit Guðmundsdóttir,
Skothúsvegi 15, Reykjavík.
80 ára
Ástfinna Pálsdóttir,
Eyrargötu 22, Siglufirði.
Kristín Sigurðardóttir,
Hjallabraut 33, Hafnarfirði.
Þórður G. Jónsson,
Miðfelli 2 B, Hrunamanna-
hreppi.
75 ára
Halldór Sigurður Haralds-
son,
Starmýri 23, Neskaupstað.
Gunnar Pétursson,
Reynimel 86, Reykjavík.
Filippía Kristjánsdóttir,
Hamraborg 26, Kópavogi.
Hún er að heiman.
70 ára
Björn R. Egilsson,
Stórholti 32, Reykjavík.
Halldóra Gxmnlaugsdóttir,
Hríseyjargötu 20, Akureyri.
Ingiberg Benediktsson,
Stóra-Múla I, Saurbæjar-
hreppi.
60 ára
Kristján B.
Einarsson,
fulltrúi hjá
Fiskistofu,
Sléttahrauni
23, Hafnar-
firði.
Eiginkona
hans er Þór-
dís Sigur-
jónsdóttir. Þau era að heiman.
Þórður Sigurðsson,
Böðvarsgötu 11, Borgamesi.
Ástþór Rxmólfsson,
Þúfuseli 2, Reykjavík.
Lissý Jónsdóttir,
Blikabraut 7, Keflavík.
50 ára
Erla María Kjartansdóttir,
Sléttahrauni 29, Hafnarfirði.
Hún tekur á móti gestum aö
heimili sínu fóstudaginn 18.10.
nk. eftir kl. 20.00.
Þórir Gunnai' Ingason,
Kirkjubraut 31, Njarðvik.
Vigdís Þórðardóttir,
Ágarðsvegi 11, Húsavík.
Zofia Michalowska,
Aðalstræti 9, Bolungarvík.
Eiður B. Thoroddsen,
Brunnum 6, Patreksfirði.
Örn Ingvarsson,
Álfheimum 10, Reykjavík.
Sigrún M. Guðnadóttir,
Hólmgarði 64, Reykjavík.
Ólína Erla Leonharðsdóttir,
Álfaskeiði 52, Hafnarfirði.
Sigrún Guðmundsdóttir,
Hjallavegi 23, ísafirði.
40 ára
Sigriður Kolbeinsdóttir,
Álftahólum 6, Reykjavík.
Halldór Sveinsson,
Túngötu 25, Vestmannaeyjum.
Hafrún Valbjörg Marísdótt-
ir,
Aragerði 18, Vogum.
Yngvi Öm Kristinsson,
Dynskógum 3, Reykjavík.