Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1996 Spurningin Lesendur Gætir þú hugsaö þér að búa erlendis? Kristfn Pétursdóttir, starfsmaður Salon VEH: Já, í Grikklandi. Auður Sif Árnadóttir, starfsmað- ur Salon VEH: Nei, ég held ekki. Elín Hrönn Sigurjónsdóttir nemi: Já, í Noregi eða Bandaríkjunum, held ég. Sturla Sighvatsson, atvinnulaus: Já, á Norðurlöndunum. Margrét Hugadóttir nemi: Nei, ég vil vera hér. Póstur og sími: Lög- legt eða siðlaust? Jón Kr. Ólafsson loftskeytam. skrifar: Endurráöningartilboð Pósts og síma bein eöa dulbúin uppsögn? Á næstu dögum ber starfsfólki Pósts og síma að svara því hvort það vill endurráðningu hjá hinu nýja fyrirtæki, Pósti og síma hf. Að mörgu leyti er þetta undarlega plagg runnið undan rifjum ríkis- stjómar íslands og eða þess meiri- hluta sem núverandi ríkisstjóm styðst við. Það virðist sem réttindi fólks séu svo fótumtroðin að annað eins hefur ekki gerst síðan ísland varð sjálfstætt ríki árið 1944. Er nóg að menn setjist á Alþingi íslendinga til að þeir geti leyft sér að setja slík lög sem ganga gjörsamlega í ber- högg við alla samninga sem áður hafa gilt? Nokkur atriði skulu tekin hér fyr- ir: Hvað um réttindi manna er réðu sig til starfa á árunum 1954-1956, á þeim árum sem mikil bylting átti sér stað í fjarskipta- og símamálum? Hvað um alla þá starfsmenn er hófu störf á þessum tímum með skipunar- bréf upp á vasann, undirritað af ráð- herrum, um æviráðningu og ekki var hægt að segja upp nema vegna mistaka í starfi? Hvað um lífeyris- sjóðsréttindi, biðlaunaréttindi, or- lofsréttindi og veikindadagaréttindi? Nú skal allt þetta brotið niður af misvitrum alþingismönnum og rík- isstjórn sem telur sig geta, í krafti meirihlutaafls á Alþingi, hrundið öllum réttindum þessa fólks. Okkur er boðin endurráðning. Ég hélt að fyrst þyrfti að segja mönn- um upp starfi áður en endurráðning er boðin. Auðvitað er þetta ekkert annað en uppsögn á störfum, bein eða dulbúin. Þess vegna eigum við skilyrðislaust rétt til biðlauna. Það er verið að bjóða upp á allt annað starfsumhverfi - og fyrirtæki. Talað er um þriggja mánaða gagnkvæman uppsagnarfrest þeirra sem eru með skipunarbréf, undirritað af ráð- herra um æviráðningu. Þetta er brot á kjarasamningum er menn hafa haft og í reynd verið að gera alla fyrrverandi fjármálaráöherra ómerkinga. Ef krefjast á þess að starfsfólk Pósts og síma skrifi undir þennan endurráðningarsamning til að það haldi störfum verður fólk að vita hvað verið er að bjóða því. Benda má og á að ef taka á þessi réttindi af okkur eigum við inni hjá ríkinu tugi prósenta launahækkana vegna réttindaskerðingar þessarar. Þótt svo háttvirtir alþingismenn hafl samþykkt þessi lög telja lög- spekingar að æðri þessum lögum sé stjómarskrá íslands sem verndi okkur fyrir slíkum ólögum er sam- þykkt eru árið 1996 á Alþingi íslend- inga. Ég skora á starfsmenn Pósts og síma að skoða vel sinn gang áður en þeir skrifa undir. Gos í heilbrigðis- málunum? Methúsalem Þórisson skrifar: Mikið hefur verið rætt um gosiö í Vatnajökli. Annað gos er í þó í upp- siglingu, útrás fyrir þá innibyrgðu óréttlætistilfinningu sem flestir landsmenn finna fyrir vegna óá- byrgrar stefnu í heilbrigðismálum. Húmanistahreyfingin á íslandi hefur hmndið af stokkunum að- gerðum sem ætlað er að stuðla eins og til þarf að því að öllum lands- mönnum verði tryggður réttur til heilbrigðisþjónustu. Fyrsta skrefið er söfnun undirskrifta undir þá kröfu að réttur allra landsmanna til heilbrigðisþjónustu verði tryggður í stjórnarskrá. Stéttarfélög, félög fatlaðra, náms- mannafélög, samtök aldraðra og fleiri samtök hafa gengið til liðs við þetta verkefni og er þegar búið að dreifa undirskriftarlistum meðal fé- lagsmanna þeirra sem munu safha undirskriftum á næstunni. Næsta skref er baráttufundur á Ingólfstorgi þann 24. þ.m., á degi Sameinuðu þjóðanna. Þessi dagur er valinn vegna þess að í Mannrétt- indayfirlýsingu SÞ, sem ísland er aðili að, er heilbrigðisþjónusta lýst mannréttindi hverjum manni til handa. Fundinum verður fylgt eftir með bréfum til alþingismanna, fundahöldum og málþingum um land allt. Engin breyting á mjólkurumbúðum Engin breyting á mjólkurfernum, aöeins ruglið utan á þeim sem breytist, segir m.a. í bréfinu. Jóhanna Ólafsdóttir skrifar: Talsvert veður hefur íslenskur mjólkuriðnaður gert úr því að senn fái landsmenn nýjar umbúðir fyrir mjólkina. „Nýtt útlit mjólku- rumbúöa" var sagt í fréttunum - samræming um allt land. Ég varð bæði fegin og undrandi í senn er ég heyrði þessa tilkynningu. Hélt aö loks væri létt af manni þeirri ánauð að þurfa að nota þessar gömlu og óhentugu femur frá Tetra Pak í Sví- þjóð. En ónei. Það er bara ruglið utan á fernunum sem á að breytast. Nú verða fernumar skreyttar fígúr- um ásamt ábendingum Manneldis- ráðs og annarra lífskúnstnera hins opinbera. Þá maður ferðast innanlands og fer út fyrir dreifingarsvæði MS get- ur maður keypt uppháar lítrafemur sem auðveldara er að opna en mjólkurfernumar sem fást hér á höfuðborgarsvæðinu. Öll lands- byggðin nýtiu- góðs af nothæfum femum en lýðurinn á mölinni og þar í kring má notast við fomaldar- fyrirbærið frá Tetra Pak. Hagkaup tók upp á því á síðasta ári að kaupa mjólkurfemur úr Borgarnesi. Þá var samlaginu þar lokað - áreiðan- lega vegna þess að neytendur hér í Reykjavík sóttust eftir landsbyggð- arfemunum í Hagkaupi. Skrýtið að MS skuli ekki vilja taka upp notkun á þeim mjólkur- femum sem langflestir óska eftir - eða þá gefið okkur neytendum val milli hinna tveggja fernutegunda sem mjólk er pakkað í. Faðir auðlinda- gjaldsins Leó Ágústsson skrifar: Það er ekki víst aö þorri lands- manna muni eftir því að það var framsóknarmaðurinn og fram- kvæmdastjórinn Kristján Frið- riksson í fyrirtækinu Últíma sem fyrstur setti fram hugmyndir um auðlindagjald. Kristján var mikil- hæfur hugsjónamaður sem stýrði fyrirtæki sínu af viti og mann- kærleik. Margir skildu þá ekki fyllilega þessa hringi og lituðu svæði sem Kristján setti upp á kort og litskyggnur og sýndi á ferðalögum sínum um landið til að kynna þessa hugmynd. Þama hefur Krisfján reynst forgöngu- maður á þessu sviði. Launagreiðslur til ríkisstarfs- manna - 36 milljarðar! Arinbjörn skrifar: Mér brá að lesa það nýlega að ríkið greiddi úr sjóðum okkar sameiginlegum tæpa 37 milfjarða króna - reyndar 36,6 milljárða eins og dæmið er sett upp í fjár- lögum fyrir næsta ár. Þetta er slík ógnarupphæð að ég tel að nú verði að skera upp herör gagn- vart opinberum rekstri, og það á öllum sviðum. Það er orðið óþol- andi hve rikið hefur mikil um- svif, algjörlega að þarflausu - rík- isútvarp, áfengisverslun, kirkju- rekstur og kirkjujarðir - allt dæmi um bruðl. Þetta á allt að til- heyra einkaframtakinu. Fíkniefni í Sjónvarpinu Sigurður Einarsson hringdi: Það á ekki af Sjónvarpinu að ganga. Alltaf skal það valta yfir nauðuga gjaldendur sína. í gær- kvöld (miðvikudag) fiutti það fréttir af fikniefnamálum. En hvers vegna þarf endilega aö sýna sprautur, nálar, hvítt eitur- efni í skeið og svo innspýtingu eiturs í handlegg - eins konar sýnikennslu í verknaðinum? Nægir ekki að tala um hlutina? Vita ekki ráðamenn Sjónvarps að þetta er í raun bein sýnikennsla fyrir veikgeðja og heimska ung- linga sem eru alltof margir á ís- landi. Læknar undir pilsfaldinn á ný Helgi Pálsson hringdi: í útvarpsfréttum hinn 17. þ.m. sagði landlæknir að nú væri að mestu búiö að ráöa aftur í stöður þær sem læknar, aðallega heilsu- gæslulæknar, hefðu yfirgefið vegna síðustu launadeilu þeirra. Hvernig var það, ætluðu þeir ekki að fara að vinna erlendis - sögðust a.m.k. vera búnir að fá störf þar sem væru miklu betur launuð - nema hvað? Ætli nokk- ur hafi farið utan? Samkvæmt fréttinni eru allir læknamir komnir undir pilsfald hins opin- bera á ný. Þeir vilja ekki starfa sjálfstætt. Nei, bara peningana frá ríkinu, beint í æð. Það er líka þægilegast. Ótrúlegur verð- munur á Kan- aríeyjaferðum Sæmundur hringdi: Nú eru auglýstar Kanaríeyja- ferðir. Verðmunur er óti'úlegur milli þess hvort fjölskylda er að- eins ein hjón eða hjón með tvö böm, þessi sígildu 2-11 ára. Hjón- in með börnin sín tvö borga 42.800 kr. á mann. En fari hjónin ein greiða þau tæpar 60.000 kr. á mann fyrir jafnlangan tíma, mig minnir i 11 daga. Hér er um alltof mikinn mun að ræða sem engan veginn getur verið rökheldur, að mínu mati.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.