Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1996
Fréttir
Sandkorn dv
Sjálfsmorð tíðari meðal
sjómanna en annarra stétta
- segir Vilhjálmur Rafnsson læknir sem hefur gert rannsóknir á þessu sviði
Dánartíðni sjómanna
- dánarorsakir sjómanna
utan vinnu á árunum 1966 til 1989
Unniö samkv. rannsókn
Vilhjálms Rafnssonar læknis
104
80 “4
o —smmsi. .--------' ..................
Bíislys Áfengiseítrun Hrap Drukknun Sjálfsmorö Ekki vitaö
OV
Sjómenn
Áætlaðar
dánarorsakir
annarra stétta
160 manns
140
120
100 •
„Það er alveg ljóst aö sjálfsmorð
eru tíð meðal sjómanna og mun tíð-
ari en meðal annarra stétta is-
lenskra karlmanna," segir Vilhjálm-
ur Rafnsson læknir, en hann hefur
gert ítarlega rannsókn á dánartíðni
sjómanna. í rannsókninni, sem náði
til tæplega 28 þúsund sjómanna, var
lögð sérstök áhersla á dauðaslys
sem höfðu orðið annars staðar en á
sjó.
„Það er hægt að hugsa um orsak-
ir sjálfsmorða á mismunandi vegu.
Sumir segja að bak við sjálfsmorð
liggi einhver geðveiki eða hugsýki
og ég ætla ekki að andmæla því. Ég
vil að hugsað verði lengra aftur. Af
hverju skapast þær aðstæður frekar
í hópi sjómanna að þeir fremji frek-
ar sjálfsmorð en aðrir? Eru ytri að-
stæður að einhverju leyti þannig að
þeim líður það illa að þeir sjá enga
aðra leið en að stytta sér aldur? Ytri
aðstæður eru eitthvað sem má ráða
við og þama þarf að skoða betur
hvað liggur á bak við.
Ég finn að sjómenn hafa miklar
áhyggjur af þessu og þetta hefur
komið meira inn í umræðuna hjá
þeim en áöur. Það gerir mig o.fl.
bjartsýna á að lausnir finnist því
auðvitað þekkja sjómenn sínar að-
stæður betur en sérfræðingar í
landi,“ segir Vilhjálmur
Sjómenn í dauöaslysahættu
„Það er alveg ljóst að dánartíðni
sjómanna er hærri vegna slysa utan
vinnu en almennt gerist hjá íslensk-
um karlmönnum í öðrum stéttum.
Þetta er mjög forvitnileg niðurstaða
en á sama tíma auðvitað mjög alvar-
leg. Sjómenn virðast vera sérstakur
hópur sem er í mikilli dauðaslysa-
hættu og hættan er greinilega ekki
einangruð við sjóslys. Tengsl dauða-
slysa sem ekki verða til sjós við
starfstíma á sjó benda til að sjó-
menn mótist fyrir áhrif vinnunnar
og taki upp áhættusama hegðun og
lífsstíl. Því lengur sem þeir eru til
sjós því meiri virðist slysahættan
vera.
í rannsóknum kemur fram að
staðlað dánarhlutfall sjómanna var
hátt vegna allra dánarmeina og
allra slysa, eitrana og ofbeldis. Hátt
dánarhlutfall á sjó kemur ekki á
óvart en hlutfallið er einnig hátt
vegna bílslysa, eitrana, sjálfsmorða,
manndrápa og þegar óljóst var
hvort um sjálfsmorð eða annan
áverka var að ræða.
Sjómenn eru einhverra hluta
vegna slysagjarnari en aðrir ís-
lenskir karlmenn en við höfum ekki
komist að því af hverju svo er. Það
virðist þó sem þessi mikla slysa-
hætta, sem er úti á sjó, haldi áfram
þegar sjómenn koma í land. Það er
ósennilegt að til sjómennsku ráðist
þeir karlmenn sem fyrir fram eru
slysagjamir eða óvarkárari því
þessi rannsókn nær til svo fjöl-
menns hóps,“ segir Vilhjálmur.
-RR
Víða þrúgandi ástand
- segir Jón ívar Einarsson læknir
Málstofa um sálræn áhrif á sjómenn:
Aflaleysi mjög
streituvaldandi fyrir
sjómenn og and-
rumsloftið um borð
- segir Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur
„Ég fann að það var víða þrúgandi
ástand meðal skipveija og sérstak-
lega meðal þeirra sem höfðu verið
lengi úti. Það sem ég fann að fór
verst i menn var að þeir veiddu
mjög lítið og aðgerðaleysið tók á
taugarnar," segir Jón ívar Einars-
son en hann var læknir á varðskip-
inu Óðni sem var 7 vikur í Smug-
unni seinni hluta sumars.
„Það kom ekkert tilfelli upp á
þeim tíma þar sem ég þurfti að hafa
afskipti af einhverjum vegna þung-
lyndis. Ég býst við að það hefði eng-
inn leitað til læknis úti á sjó nema
hlutimir væru komnir í algert óefni.
Það helsta var að nokkrir áttu erfitt
með svefh. Það getur svo sem alltaf
bent til einhvers en þarf ekki að
gera það.
Mér fannst víða mikill munur á
mönnum sem voru nýkomnir í
Smuguna og þeirra sem voru búnir
að vera þar lengi. Þá fannst mér
einnig að þeir sem vissu nokkurn
veginn hve lengi þeir væm þama
úti væru ánægöari en hinir því þessi
óvissa um tíma ferðarinnar var
mörgum erfið.
Það er margt sem þarf að bæta,
t.d. fjarskipti og einnig aðbúnað á
mörgum skipunum. Flest þeirra
vora vel búin hvað varðar afþrey-
ingaraðstöðu en mörg hver voru alls
ekki nógu vel sett í þeim efhum. Það
er engin spurning að þetta eru erfið-
ar aðstæöur og þær taka á menn.
Það er auðvitað ekki alveg eðlilegt
að þurfa að vera einangraður svona
lengi frá fjölskyldum og vinum,
langt úti í ballarhafi. En ef skipin
era vel búin, menn I góðu andlegu
jafnvægi þegar jpeir leggja af stað og
vita nokkurn veginn hve lengi þeir
verða þá held ég að menn ættu að
þola þetta.
Persónulega gæti ég alveg hugsað
mér að fara I einn eða tvo svona
túra en það væri slæm tilhugsun ef
ég þyrfti að eyða miklum tíma á
svona stað. Ef ég ætti fjölskyldu
myndi ég eflaust aldrei geta þetta,“
segir Jón ívar.
„Málstofan var mjög fróðleg og
gagnleg fyrir alla aðila sem að mál-
inu koma. Það er ljóst að menn
þurfa að vinna sína heimavinnu vel
því að mörg vandamál eru til stað-
ar. Það þarf að koma miklu betur til
móts við sjómenn með ýmsum
hætti,“ segir Benedikt Valsson,
framkvæmdastjóri Farmanna- og
fiskimannasambandsins, viö DV.
Sambandið hafði ásamt Sjó-
mannasambandi Island málstofu á
dögunum þar sem fjallað var um
sálræn og félagsleg áhrif langrar
útivistar á sjómenn og fjölskyldur
þeirra.
Á málstofunni kynnti Alfheiður
Steinþórsdóttir sálfræðingur nám-
skeið sem Sálfræðistöðin hefur stað-
ið fyrir, annars vegar fyrir áhafnir
skipanna og hins vegar fyrir konur
sjómanna. Markmið námskeiðanna
er að auka á ánægju í sjómannaíjöl-
skyldunni og fyrirbyggja ágreining.
Að sögn Alfheiðar eru námskeið-
in tvískipt. Fyrri hluti fjallar um
samskipti í starfi, vinnuanda og
ágreining sem upp getur komið um
borð. Seinni hlutinn fjallar, að sögn
Álfheiðar, um samskipti og fjöl-
skyldulíf. Kvennanámskeiðin fjalla
einnig um samskipti og fjölskyldulií'
og aðferðir til að styrkja sjálfstraust
og öryggi sjómannskvenna.
„Það sem er sérstakt við sam-
skipti sjómanna innbyrðis markast
af því að þeir eru um tíma einangr-
aðir frá öðram samskiptum en við
vinnufélagana. Þeir fara ekki heim
eftir vinnudag heldur halda áfram
að vera á vinnustaðnum. Það getur
haft áhrif á hvað kemur upp í sam-
skiptunum en einnig gildir um sjó-
menn að þeir verða að sinna þörfum
fyrir félagstengsl á vinnustaðnum.
Vinnufélagamir eru þeir sem deila
tómstundunum líka,“ segir Álfheið-
ur.
„Þegar litið er á streituvalda í
langri útivist sjóm'anna era það oft
fleiri þættir sem tvinnast saman,
eftir því sem fram kemur á nám-
skeiðunum. Aðalstreituvaldar eru
t.d. að lítið veiöist og túrinn verðrn-
lcmgur og lengri en áætlað var.
Laun em aflatengd þannig að afla-
leysi er mjög streituvaldandi fyrir
hvern einstakan sjómann og and-
rúmsloftið um borö. Á sama hátt
eykst gleði og bjartsýni þegar vel
veiðist.
Því lengri sem túrinn er því
meiri líkur eru á aö leiði aukist og
eríitt er að vita ekki hvenær á að
fara í land. Áhyggjur magnast og
streituþol minnkar mjög hratt.
Þetta kemur fram í samskiptunum
innbyrðis og ágreiningur eykst oft
verulega. Áhyggjur sjómanna snú-
ast ekki sist um fjölskyldu og heim-
ili. Þær aukast með lengri fjarveru
og það hefur mikil áhrif á sjómann-
inn og konu hans þegar ekki er
hægt að ná símasambandi langtím-
um saman nema t.d. um opna tal-
stöð sem allir geta hlustað á,“ segir
Álfheiður.
-RR
-RR
.1.1
E3M2
Vinningar sem dregnir voru út í HAPPII HENDI síðastliðið
föstudagskvöld komu í hlut eftirtalinna aðila.
Birt með fyrirvara um prentvillur.
Anita Runólfsdóttir,
Ugluhólum 4,
Reykjavfk
Bjarni Másson,
Laufarsmára 49,
Kópavogi
Björgvfn H. Gunnarsson,
Krummahólum 33,
Reykjavíki
Erlingur Ólafsson,
Hrauntungu 1,
Kópavogi
Hlöðver B. Jónsson,
Reynigrund 63,
Kópavogi
Kristjana Benediktsdóttir,
Ásgarðsvegi 20,
Húsavík'
Saevar Porbergsson,
Lynghrauni 2,
Reykjahlíð
Ýr Einarsdóttir,
Mýrum 19,
Patreksfirði
Ketill skrækur
Ekki munu allir sjálfstæðismenn
hafa verið ánægðir með þær skýr-
ingar Markúsar Möllers hagfræð-
ings, eftír
landsfund Sjáif-
stæðisflokksins,
að það hafi ver-
ið Davíð Odds-
son sem miðl-
aði málum er
tekist var á um
sjávarútvegs-
mál á fund-
inum en ekki
Þorsteinn Páls-
son. Markús
sagði i viðtali
við DV að hann og Þorsteinn hefðu
báðir lesið Skugga-Svein og vissu
báðir að það voru ekki aðalkarakt-
erarnir i þeirri bók sem sögðu að
leikslokum: „Sáuð þið hvemig ég
tók hann?“ Af þessu tilefni varð til
vísukorn eftir mann sem kallar sig
„Lákon“ og barst inn á borð sand-
komsritara dagsins:
Ketill skrækur er kominn á ról,
kreistir byggðamúgann enn.
Bæli hans er í bankahól,
bændur og sjómenn rænir senn.
Flokksþing í
minnisvarða
Vissulega virðist Davíð vera sá
maöur í Sjálfstæðisflokknum sem
öllu ræður, að margra áliti. En Dav-
íð kemur víða
við og svo kann
að fara að „andi
hans“ muni
svifa yfir vötn-
um er kratar
halda flokks-
þing sitt í
næsta mánuði.
Á fundi full-
trúaráðs flokks-
ins nýlega sagði
Sigurður Tómas
Björgvinsson,
fyrrum framkvæmdastjóri Alþýöu-
fíokksins, að undirbúningurinn fyr-
ir flokksþingið væri i molum. Og
ekki nóg með það, fundarstaöurinn
væri fáránlegur, en flokksþingið
ætti að halda í Perlunni í Reykjavík
sem sé minnisvarði um Davíð Odds-
son. Ekki voru allir sammála Sig-
urði Tómasi og Guömundur Odds-
son, formaður framkvæmdastjómar
flokksins, sagði Sigurð Tómas fara
með bull og núverandi fram-
kvæmdastjóri flokksins sagði: „Við
komum okkur fyrir í Perlunni og
tökum allt húsið undir flokksþing-
ið.“
Grænt og fellur
Húsvikingar, sumir a.m.k., virð-
ast geta tekið því með jafhaöargeði
að knattspymulið þeirra féll úr 2.
deild í haust og
leikur á „göml-
um slóðum" í 3.
deild næsta
sumar. Á Húsa-
vík em meira
að segja tfl
menn sem hafa
fall hðsins í
flimtmgum en
Víkurblaðið,
sem gefið er út
þar í bæ, segir
reyndar að þar
sé um svokall-
aða anti-sportista að ræða. Þeir ku
hafa gengið á milli áhugamanna um
knattspymu og spurt þá hvað það
sé sem er grænt og fellur á haustin.
Svariö er yfirleitt það aö um lauf-
blöð sé að ræða en það er ekki rétta
svariö. Rétta svarið er Völsungur
en leikmenn félagsins klæddust
grænum treyjum í 2. deildinni í
sumar og gera það væntanlega i 3.
deildinni að ári.
Flóð í Ástralíu?
Þegar þetta er skrifað bólar ekk-
ert á Skeiðarárhlaupi og menn eru
„alvarlega“ famir að velta fyrir sér
hvað sé eigin-
lega að gerast. í
Víkurblaöinu á
Húsavík gerði
ritstjórinn þvi
skóna að é.t.v.
leitaði vatnið
úr Grímsvötn-
mn aöra leið en
þá hefðbundnu,
t.d. að það færi
Snæfellsjökuls-
leiðina um
miðju jarðar
sem Jules heitinn Veme markaði á
sínum tíma. Og þá varð þessi visa
tU:
í Skeiðará ekkert skiljið þið,
hún skilaði sér ekki um helgina.
Svo Ástrali ber að vara við,
ef vellur hún upp um svelgina.
Umsjón: Gylfi Kristjánsson