Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Blaðsíða 22
30 MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1996 Fréttir Gengi hlutabréfa Haraldar Böðvarssonar hf. hefur rúmlega þrefaldast á einu ári. Gæfuspor að hafa farið inn á hlutabréfamarkaðinn - segir Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri elsta útgerðarfyrirtækis landsins ^ DV, Akranesi: „Það er engin spurning að sú ákvörðun að setja fyrirtækið á hlutabréfamarkað var okkur gæfu- spor. Með því fengum við inn hluta- fé sem nam rúmum miiljarði króna. Þetta eru peningar sem við erum að taka inn í atvinnulifið á Akranesi. Það hafa gengið til liðs við okkur fjárfestar sem hafa trú á okkur og það er lykillinn að velgengni fyrir- tækisins. Það hefði verið ábyrgðar- hluti að setja fyrirtækið ekki á hlutabréfamarkað. Þá værum við að tala um allt annað atvinnustig héma,“ segir Haraldur Sturlaugs- son, framkvæmdastjóri Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi, sem er ,, með stærstu sjávarútvegsfyrirtækj- um á íslandi og elsta útgerðarfyrir- tæki landsins, stofnað þann 17. nóv- ember 1906. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hefur á einu ári þrefaldast; úr því að vera í rúmlega 2 og upp í 6,5 í dag. Haraldur segir vera fleiri skýr- ingar á velgengni fyrirtækisins. Gott starfsfólk og tækninýjungar * „Við búum að því að hafa haldið góðu starfsfólki bæði til lands og sjávar. Þá hefur verið lögð áhersla á að taka upp tækninýjungar allt frá stofnun fyrirtækisins. Við erum að reka hér fyrirtæki sem er fyrst og fremst í neytendavinnslu. Við emm komnir úr hefðbundinni bolfisk- vinnslu í matvælavinnslu og höfum lagt áherslu á að hafa sem mesta breidd í rekstrinum og það hefur reynst okkur farsælt,“ segir Harald- Bræðurnir Haraldur og Sturlaugur Sturlaugssynir sem reka hiö rótgróna fyrirtæki Harald Böðvarsson hf. á Akranesi. Fyrirtækið var rekiö með 180 milljóna króna hagnaði fyrstu átta mánuði ársins. Gengi hiutabréfa í fyrirtækinu hefur þrefaldast á einu ár. Haraldur Sturlaugsson meö mynd af fyrsta bát fyrirtæk- isins. DV-myndir Pjetur Haraldur Sturlaugsson framkvæmdastjóri. I baksýn má sjá loönubræðslu fyrirtækisins þar sem verið er að fram- kvæma fyrir um 750 milljónir króna. ur en fyrirtæki hans er bæði stórt í vinnslu á uppsjávarfiski og bolfiski. Sameining viö Miönes HB hefur þegar gengið í nokkrar sameiningar við fyrirtæki á Akra- nesi og fram undan er enn ein sam- eining sem mun gera fyrirtækið að því stærsta hvað varðar kvótaeign hérlendis. Fyrir dyrum er samein- ing við Miðnes hf. í Sandgerði en það fyrirtæki var stofnað af Haraldi Böðvarssyni hf. fyrr á öldinni. Það má þvi segja að með þeirri samein- ingu sé hringnum lokað. „Við verð- um með mestan kvóta allra sjávar- útvegsfyrirtækja hérlendis þegar sameiningin verður að veruleika. Við erum búnir að skrifa undir viljayfirlýsingu og það hefur verið gerður samningur um samvinnu sem þegar er komin á. Sameiningin tekur síðan formlega gildi þann 1. janúar,“ segir Haraldur. Stofnaö áriö 1906 Bræðumir Haraldur og Sturlaug- iu Sturlaugssynir reka sameigin- lega fyrirtækið sem afi þeirra, Har- aldur Böðvarsson, stofnaði 1906. Þeirri kenningu hefur verið haldið nokkuð á lofti að fyrsta kynslóðin byggi upp, önnur kynslóðin haldi í horfmu og sú þriðja setji fyrirtækin á hausinn. Hvað segja bræðumir sem tilheyra þriðju kynslóðinni um þessa kenningu. „Við eram löngu búnir að af- sanna þessa kynslóðakenningu. Við erum sjöunda kynslóðin í útgerð en sú þriðja sem stendur að rekstri landvinnslu að auki,“ segja bræð- umir Haraldur og Sturlaugur. -rt Tilraunavinnsla DV, Ólaísfirði í síðustu viku var byrjað á til- * raunavinnslu á rækju hjá Hrað- frystihúsi Ólafsfjarðar. Markmiðið er að prófa þessa vinnslu í þrjár vik- ur. Þetta er leið til að bjarga fyrir- tækinu frá vinnslustöðvun. HÓ sagði upp öllu starfsfólki um síðustu mánaðamót og munu upp- sagnimar koma til framkvæmda um áramót. Starfsfólki HÓ býöst að taka þátt í tilraunavinnslunni. -HJ SVARTI SVANURINN 10ÁRA Kjúklingaborgari m/sósu og káli + franskar 350 kr. 2* SVARTl SVANURINN Krataslagurinn í Hafnarfirði: Fráfarandi formaður segir ósatt - segir Garðar Smári Gunnarsson, nýr formaður Alþýðuflokksfélagsins „Sú fúllyrðing Magnúsar Haf- steinssonar, fráfarandi formanns Alþýðuflokksfélags Hafnaifjarðar, að útiloka hafi átt hann og hans menn frá kjöri á flokksþing, er röng. Kvöldið fyrir aðalfundinn átti ég, ásamt núverandi varafor- manni, fúnd með Magnúsi. Þar gerði ég honum grein fyrir því að ég ætlaði að bjóða mig fram á móti honum og viö ræddum það mál. Hann lagði fyrir okkur skýrslu stjómar sinnar og tiUögur um fuU- trúa á flokksþingið. Ég sagði Magnúsi að ef það færi þannig að ég yrði kjörinn formaður mynd- um við ekki breyta þessum lista sem á eru margir af hans félög- um,“ sagði Garðar Smári Gunn- arsson, nýkjörinn formaður Al- ^ þýðuflokksfélags Hafnarfjarðar. Magnús Hafsteinsson, fráfarandi formaður, fuUyrti í DV að útUoka hefði átt hann og hans félaga frá setu á flokksþinginu. Þá sagði Garðar Smári að varð- andi útgöngu Magnúsar og félaga hans af fundinum og fuUyrðingar um að helmingur fundarmanna hafi fylgt þeim hafi fundarmenn í upphafi fundar verið 61. Þegar kosið var tóku 50 þátt í kosning- unni. Þannig að það hafi ekki ver- ið nema 11 fundarmenn sem gengu af fundi. Garðar Smári var spurður hvort hann sæi von tU þess að setja niður deUur krata í Hafnar- firði vegna meirihlutasamstarfs- ins í bæjarstjóm: „Það kemur að sjálfsögðu til minna kasta að fara í gegnum þessi mál. Það var einnig þannig að innan fráfarandi stjómar hafði verið stigvaxandi ágreiningur um vinnubrögð og leiddi tU þess að Viktor Björnsson sagði sig úr stjóminni. Við munum fara í gegnum þessi mál,“ sagði Garðar Smári. Hann hafnar því að uppi sé klofningur meöal krata í Hafnar- firði og gerir sem allra minnst úr þeim ágreiningi sem uppi er. Vit- að er að þessi mál verða rædd á flokksþinginu í næsta mánuði. -S.dór Ólafsfjörður: Tvö fyrir- tæki gjald- þrota DV, Ólafsfirði: Tvö fyrirtæki hafa verið lýst gjaldþrota með stuttu miUibUi hér í Ólafsfirði. Hafbeitarfyrirtækið Laxós hf. var tekið tU gjaldþrotaskipta en heUdar- skuldir þess era um 20 mUljónir króna, þar af 8 milljónir við Ólafs- fjarðarbæ. Hafbeit í ósum Ólafs- fjarðar hefur staðið í mörg ár en ekki gengið sem skyldi. Þá var fyrirtækið Ársteinn hf. lýst gjaldþrota en skuldir þess námu tæpum 29 mUljónum króna. Einungis 1% fékkst upp í skuldir. Ársteinn fékkst við jarðvinnslu. Þessi gjaldþrot koma til viðbótar fyrirtækinu Glit hf. sem Ólafsfjarð- arbær kom á laggimar og er nú nánast lagt af, án þess að farið væri í gjaldþrot. -HJ Úrval notaöra bíla ' ' ■ ■' ’ ' ' • á cjóðum kjörum! Ath! Skuldabréf til allt aö 60 mánaða. Opiö: virka daga kl. 9 - 1B laugardaga ki. 10-17 Jafnvei engin útborgun. Visa/Euro greidslur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.