Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, biaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Afgreiðslustofnun Þótt áhrif almennra alþingismanna á gang þjóömál- anna hafi lengi verið ofmetin, er engu að síður ljóst að á fyrstu áratugum íslenska fullveldisins höfðu þessir kjömu fulltrúar þjóðarinnar mun meiri áhrif en reyndin hefur verið hin síðari ár. Alþingi hefur færst sífellt meira í það horf að vera afgreiðslustofnun fyrir framkvæmda- valdið, og er vanmáttugt að sinna eftirlitshlutverki sínu. Valdaafsal Alþingis til framkvæmdavaldsins, og þó einkum til stjómsýslunnar og hagsmunasamtaka ýmiss konar, kom lítillega til umræðu í þinginu sjálfu í síðustu viku vegna frumvarps frá Jóhönnu Sigurðardóttur, for- manni Þjóðvaka, um að auka völd nefnda þingsins til að athuga einstök mál. Frumvarpið felur í sér að nefndir þingsins fái heimild til að taka til rannsóknar önnur mál en þau sem þingið vísar sérstaklega til þeirra, svo sem um framkvæmd laga, meðferð opinberra fjármuna og önnur mikilvæg mál er almenning varða, og geti við slíka rannsókn heimtað gögn og skýrslur af embættis- mönnum, einstaklingum og lögaðilum. Tillögur um rannsóknamefndir á vegum Alþingis eru að sjálfsögðu ekki nýjar af nálinni. Af og til undanfama áratugi hefur verið lagt til að taka upp slíka vinnuhætti til að rétta við stöðu Alþingis gagnvart framkvæmdavald- inu, en án árangurs. Enda hefur framkvæmdavaldið eng- an áhuga á að gefa þingmönnum aukin tækifæri til að standa í vegi fyrir að ríkisstjórn og ráðuneyti geti haft sína hentisemi um framgang mála. Framkvæmdavaldinu er auðvitað stýrt, pólitískt séð, af forystumönnum stjómarflokkanna á hverjum tíma. Þeir hafa þá um leið hið flokkslega vald til að berja þing- menn til hlýðni, og hafa óspart gert það. Flokksræðið, sem einkennt hefur meira og minna íslensku stjómmála- flokkana, hefur þannig átt veigamikinn þátt í að draga úr völdum Alþingis sem stofnunar. í umræðum um frumvarpið hélt Jóhanna Sigurðar- dóttir því fram að um 80-90 prósent af þeirri löggjöf, sem þingmenn afgreiða, séu verk manna sem enginn hefur kosið til að fara með stjórn landsins. Þetta er hinn fjöl- menni her embættismanna í stjómkerfinu og starfs- manna nokkurra öflugustu hagsmunasamtaka í landinu. Þessir menn sitja í opinberum nefndum við að semja lagafrumvörp sem ráðherramir samþykkja og þingmenn afgreiða síðan sem lög, oft án þess að margir þeirra hafi velt því mikið fyrir sér hvort yfirleitt sé þörf á slíkri laga- setningu eða þá einstökum ákvæðum hennar. Hlutverk þingmanna í þessu ferli er fyrst og fremst að greiða at- kvæði í samræmi við vilja embættismanna, starfsmanna hagsmunasamtaka og ráðherra, og veita framkvæmda- valdinu umboð til að túlka lögin með reglugerðum. Gróft dæmi um slík vinnubrögð er lagasetningin um kvótakerfið, en hún hefur haft mikil áhrif á íslenskt þjóð- líf hin síðari ári. Sýnt hefur verið fram á að þau lög voru í öllum meginatriðum samin af hagsmunaaðilum. Hlut- verk almennra þingmanna var einungis að greiða at- kvæði eins og þeim var fyrirlagt. Með valdaafsali löggjafarsamkomunnar eru íslending- ar að draga dám af ólýðræðislegri þróun mála á megin- landi Evrópu þar sem völdin færast stöðugt meira í hend- ur embættismannabákns sem aldrei þarf að hafa áhyggj- ur af vilja almennings, enda streyma lög og reglugerðir slíkra manna nú hingað til lands frá Brussel. Stjómmála- menn koma og fara, hér sem annars staðar, en embættis- menn spinna vefi valdsins áratugum saman. Elías Snæland Jónsson Út er komin á vegum Þróunar- félags Reykjavíkur skýrsla um fjölda og flokkun verslana í mið- borginni. Miðborg Reykjavíkur telst það svæði sem nær frá Rauðarárstíg að Ingólfstorgi (Garðastræti að hluta), frá Grett- isgötu að Sæbraut og Skothús- vegi að Reykjavíkurhöfn. Þetta svæði er um þrir og hálfur fer- kílómetri. Á þessu svæði eru fyrirtæki og stofnanir 1200 talsins með 8 þús- und starfsmenn og bílastæði eru um 6.200. Námsmenn, sem stunda nám á svæðinu, eru um 7.400. Námsmenn eru hér nefndir sérstaklega því þeir setja svip sinn á miðbæjarlífið á mjög já- kvæðan hátt. Það er keppikefli hverrar borg- ar, ekki síst höfuðborga, að eiga sér lifandi og öflugan miðbæ þar sem þrífst blómleg verslun, öflug menningarstarfsemi, veitinga- ..hagsmunir allra landsmanna að höfuðborgin dafni og eflist og standi undir nafni sem miðstöð stjórnsýslu, viðskipta og menningar." Það vantar fleiri íbúa í miðborgina Verslun eflist á ný við Laugaveg Lítum á fjölda versl- ana í miðborginni. Alls eru þar 372 versl- anir, þar af langflestar við Laugaveg og Bankastræti eða 191 verslun sem er 51% af heildarverslanafjölda svæðisins. Verslun á þessari elstu og helstu verslunargötu bæjar- ins er nú að eflast og styrkjast eftir nokkurt hnignunarskeið í kjöl- far opnunar Kringl- unnar. Nú er svo kom- ið að ekki er hægt að anna eftirspum eftir verslunarrými þar. í Kvosinni sjálfri, hins „Það er keppikefíi hverrar borgar, ekki síst höfubborga, að eiga sér lifandi og öfíugan mibbæ þar sem þrífst blómleg verslun, öfíug menningarstarfsemi, veitinga• rekstur og þar þarf að búa fólk. “ Kjallarinn Guðrún Ágústsdóttir form. skipulagsnefndar og Þróunarfélags Reykjavíkur rekstur og þar þarf að búa fólk. íbúarnir í mið- bænum íbúar í miðborg- inni eru aðeins þrjú þúsund - um 3% íbúanna, sem er mun lægra hlutfall en í borgum ná- grannalandanna. Þó hefur íbúum farið fjölgandi að undan- fömu. Oft er þar um að ræða fólk á miðj- um aldri sem ekki er lengur með lítii böm. Þá er ljóst að margir veigra sér við að flytja í mið- bæinn vegna ónæðis frá þeim mikla fjölda skemmtistaða sem eru á svæðinu. Verkefnið sem Reykjavíkurborg og Þróunarfélag Reykjavíkur hafa unnið sameigin- lega að um nokk- urt skeið og kallað er „Ibúð á efri hæð“ hefur án efa haft áhrif á að fleiri aðilar hafa flutt í miðborg- ina til að búa þar en áður. Verk- efnið er i því fólgið að aðstoða fólk sem vill breyta auðu eða lítt nýttu húsnæði í íbúðir. Fólk vill hins vegar ekki búa í miðborg nema allt þetta og fleira til hjálp- ist að. Búseta fólks í miðborginni er forsenda þess að miðborgin rísi undir nafni á nóttu jafnt og degi. Um 30 íbúðir í miðborginni hafa tengst þessu verkefni og fengið styrki til breytinganna og faglega aðstoð. vegar, fækkar verslunum. Þær em nú 67 og þróunin er sú að í stað verslana hafa komið skemmtistað- ir. Skólavörðustígur er með 48 verslanir og hliðargötur með 36 verslanir. Á Hverfisgötu em nú 30 verslanir og fróðlegt er að fylgjast með hvaða áhrif fegrun og endur- bætur þar munu hafa. Skólavörðu- stígur er dæmi um götu sem tekið hefur miklum og jákvæðum stakkaskiptum að undanförnu og þar er verslunum að fjölga. Ljóst er að grípa verður til markvissra aðgerða í Kvosinni svo verslunum fækki þar ekki frekar en orðið er. Verslunareig- endur hafa lagt á það áherslu á undanfomum árum að bílastæð- um væri fjölgað, aðgengi einkabíla væri aukið (m.a. með því að opna bílaumferð um Austurstræti). Hvort tveggja hefur verið gert. En hefur ekki dugað til. Næsta vor mun borgin verja umtalsverðum fjármunum til að fegra Austurstræti á milli Póst- hússtrætis og Lækjargötu. Þá þarf jafnframt að huga að því hvemig tengja má Austurstræti og Banka- stræti betur saman þannig að til verði einn samfelldur verslunarás, eitt samfellt viðskiptasvæði. Vafa- laust þarf fleira að koma til svo líf dafni í Kvosinni. Hún þarf að vera hjartað í hjarta Reykjavíkur. Endurskoðun deiliskipu- lags miðbæjarins í miðbæjum borga í nágranna- löndum okkar er nú lögð áhersla á að efla og styrkja svokallaða gönguása, með fjölgun göngu- gatna, fegrun og endurbótum um- hverfisins með hellulögn, nýrri lýsingu, bekkjum og gróðri, þannig að eftirsóknarvert sé að koma þangað og dvelja. Þessi leið hefur víða gefist mjög vel og hefur eflt og styrkt verslun í þessum miðborgarkjömum. Skipulagsnefnd Reykjavíkur er nú að undirbúa endurskoðun deiliskipulags miðbæjarins. Þar gefst kjörið tækifæri til að vinna þróunaráætlun fyrir hjarta borg- arinnar. Við Reykvíkingar eigum ekki borgina ein. Hún er höfuðborg alls landsins og sameign allrar þjóöar- innar. Það eru því hagsmunir allra landsmanna að höfuðborgin dafni og eflist og standi undir nafni sem miðstöð stjómsýslu, viðskipta og menningar. Guðrún Ágústsdóttir Skoðanir annarra Sjónvarp frá Alþingi „Það hlýtur að vera alþingismönnum alvarlegt umhugsunarefni, að umræður, sem útvarpað er og sjónvarpað frá Alþingi, höfða alls ekki til þjóðarinn- ar og aðeins lítið brot hennar leggur á sig að fylgjast með þeim. . . . Hvort sem þingmenn koma sér sam- an um, að stefnuræða forsætisráðherra sé flutt við þingsetningu eða ekki er ljóst, að fyrirkomlagið er óhæft fyrir þingmenn til að koma skilaboðum sínum til kjósenda á framfæri.“ Úr forystugrein Mbl. 18. okt. Samkeppnishæfni þjóðar „Hugtakið um samkeppnishæfni þjóðar vísar til þess að atvinnulíf heillar þjóðar keppi sem ein heild á heimsmarkaði líkt og eitt fyrirtæki. Reyndar er hugtakið samkeppnishæfni einnig notað í víðari merkingu á svipaðan hátt og almenn hagþróun eða bætt lífskjör en sú merking gefur ekki tilefni til um- ræðu hér. Þegar nánar er að gáð er hugmyndin um að heilar þjóðir séu keppinautar á markaði, líkt og fyrirtæki, gagnslaus samlíking og að ýmsu leyti skaðleg. Heppilegra er að einskorða hugtakið sam- keppnishæfni eingöngu viö samkeppni fyrirtækja á markaði." Bjöm G. Ólafsson í 38. tbl. Vísbendingar. Blórabögglarnir „Það er verið að skerða sjálfstraust foreldra og ég efast um gildi allra þessara fundahalda og forvamar- starfs.... Við erum að festast á klafa alls kyns reglu- gerða, boða og banna í mannlegum samskiptum og hegðun almennt. Fólk er hætt að treysta á skynsemi. ... Skóli og sjónvarp eru svo góðir blórabögglar fyr- ir það sem aflaga fer. Skólinn er ekkert annað en endurspeglun á samfélaginu. í samfélaginu er aga- leysi og virðingarleysi á öllum vigstöðvum og eftir höfðinu dansa jú limimir." Agnes Johansen í Degi-Tímanum 18. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.