Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Blaðsíða 8
N UPPA) ÁM Kvöld- og helgarnám hefst þann 6. janúar næstkomandi. Námið tekur 1 1/2 ár. Kennt er klassískt nudd, slökunarnudd, íþróttanudd, heildrænt nudd og nudd við vöðvaspennu. Nuddkennari: GUÐMUNDUR RAFN GEIRDAL Útskriftarheiti: NUDDFRÆÐINGUR. Námið er viðurkennt af Félagi íslenskra nuddfræðinga. Nánari upplýsingar eftir hádegi virka daga í símum 567-8921 og 567-8922. Gildi nudds: mýkir vöðva, örvar blóðrás, slakar á taugum og eykur vellíðan. ^NJuddskóli óuuðmuudak1 AUKIN ÖKURÉTTINDI LEIGUBIFREIÐ VÖRUBIFREIÐ HÓPBIFREIÐ Okuskóll Islands býður hagnýtt nám undir leiosögn fœrra og reynslumikilla kennara. Nœsta námskeið hefst fimmtudaginn 24. október. Nemendur teknir inn vikulega. Góð kennsluaðstaða ^(jgrnenn^ Ökuskóli íslands í fyrirrúnni Öll kennslugögn innifalin. Hagstœtt verð og góð greiðslukjör. Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði feíaga sinna. Grípið tœkifœrið og Ijúkið námskeiðl fyrir reglugerðarbreytingu um áramótln. Hafðu samband og við sendum þér allar nánari upplýslngar um lelð. Dugguvogi 2 104 ReykjavTk Útlönd Um 400 þúsund mótmæltu dómskerfinu í miðborg Brussel: Skammast mín að vera Belgi Um 400 þúsund Belgar komu sam- an í miðborg Brussel í gær til að mðtmæla meintri spillingu í stjórn- og dómskerfi landsins, krefjast úr- bóta og til að sýna foreldrum fórnar- lamba barnamorðingjans Marcs Dutrdux samúð sína. Foreldrar fórn- arlamba barnamorðingjans og for- eldrar barna, sem enn er saknað, stóðu fyrir göngunni og leiddu hana. Að beiðni þeirra klæddist fólk hvítu eða veifaði hvítum blöðrum. Fór gangan friðsamlega fram. Paul Marchal, faðir eins fómarlambanna, sagði við göngumenn: Haldið hnef- um ykkar í vösunum." Hann sagði gönguna vera „fyrir börnin okkar og börnin ykkar.“ Reyndar réðst hópur stúdenta að dómshúsi borgarinnar með grjóti og ýmsu lauslegu að göngunni lokinni en húsið var vaktað brynvarðri lög- reglu. „Skammast mín að vera Belgi,“ stóð á einu fjölmargra mótmæla- skilta í mannhafínu og þótti endur- spegla þær tilfínningar sem heltekið hafa belgískt þjóðfélag frá því upp komst um grimmdarverk bama- klámhringsins síðla sumars. Vildi fólk sýna andúð sína á því stjórn- kerfi sem virtist gerspillt og ekki megna að vernda venjulega borgara og börn þeirra fyrir glæpum. Dutroux er einn þrettán aðila sem handteknir hafa verið í tegnslum við starfsemi meints bamaklámhrings. Hefur mikið magn myndbanda með barnaklámi verið gert upptækt. Mótmælagangan í gær var sú fjöl- mennasta í Belgíu frá stríðslokum. Reuter UPPB0Ð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Garðastræti 6, 3. hæð, merkt 0301, þingl. eig. Snorri ehf., gerðarbeiðendur Sam- vinnusjóður íslands hf. og Tollstjóraskrif- stofa, föstudaginn 25. október 1996 kl. 14,00.___________________________ Grenimelur 9,2. hæð, ris og eystri bflskúr m.m., þingl. eig. Halldór Hjálmarsson, gerðarbeiðandi Haraldur Haraldsson, föstudaginn 25. október 1996 kl. 13.30. Hamratangi 17, Mosfellsbæ, þingl. eig. Katrín Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Bjöm Kjartansson og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, föstudaginn 25. október 1996 kl. 11.00. Hverfisgata 100, 4ra herb. íbúð á 1. hæð, merkt 0101, þingl. eig. Sigrún Ragnars- dóttir og Gunnar Öm Gunnarsson, gerð- arbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavflc, Landsbanki fslands, lögfrdeild, Lífeyris- sjóður verslunarmanna og Samvinnu- sjóður íslands hf., föstudaginn 25. októ- ber 1996 kl. 14.30.______________ Kaplaskjólsvegur 9, 4ra herb. íbúð á 1. hæð, þingl. eig. Magdalena Björgvins- dóttir, gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, föstudaginn 25. október 1996 kl. 15.30.__________ Laugavegur 99 (eldra húsið), þingl. eig. Halldóra Lilja Helgadóttir, gerðarbeið- endur Gjaldheimtan í Reykjavík, Húsa- smiðjan hf. og íslandsbanki hf., höfuðst. 500, föstudaginn 25. október 1996 kl. 16.30.___________________________ Laugavegur 163,0102,77,8 fm skrifstofa á 1. hæð, m.m., þingl. eig. Austurborg ehf., gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík og Húsfélagið Laugavegi 163, föstudaginn 25. október 1996 kl. 17.00. Lækjargata 8, þingl. eig. Lækur ehf., gerðarbeiðendur fslandsbanki hf., höf- uðst. 500, og Kaupþing hf., föstudaginn 25. október 1996 kl. 16.00.______ SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK Sabine Dardenne, 12 ára, slapp naumlega úr neöanjarðarbyrgi barnamorö- ingjans Marcs Dutroux í sumar. Hún lét sig ekki vanta viö mótmælaaðgerð- ir í miðborg Brussel í gær. Símamynd Reuter Norðausturströnd Bandaríkjanna: Oveður varð 12 ára dreng að bana Mikið óveður með gríðarlegum rigningum gekk yfir norðaustur- strönd Bandaríkjanna um helgina. Beið tólf ára drengur í New York bana þegar tré rifitaði upp með rót- um og féll á hann. Rafmagnslaust varð á þúsundum heimila og flæddi víða inn í kjallara. Flæddi upp úr lé- legum skolpræsum en fallin haust- lauf ollu víða stífluðum niðurfóllum. Vindhraðinn komst í 130 km á klukkustund í fyrrinótt og rigndi hátt í 15 sentímetra í gær. Bandaríska veðurstofan gaf út flóðaviðvaranir fyrir Connecticut, Rhode Island, Massachusetts og suð- urhluta New Hamsphire. Fresta varð róðrarkeppni í Boston í fyrsta skipti í 33 ár. Reuter Ivan Rybkin hvetur til rósemdar: Embættismenn deili ekki opinberlega Ivan Rybkm, uyi yfirmaðm- öryggis- ráðs Rússlands, hóf í gær að laga vegs- ummerkin eftir forvera sinn í emb- ætti, Alexander Lebed. Hann sagði að undir engum kringumstæðum mættu opmberir embættismenn deila um stjómmál fyrir opnum tjöld- um. Þeir ættu að leysa þrætumál sín eftir bókinni, fyrir luktum dyrum. Þykir hann þar vísa til opinberra deilna og missættis Lebeds við ráða- menn innan Kremlar. En þrátt fyrir að vera talinn hófsamur ítrekaöi Rybkin að hann yrði harður í horn að taka og blés lífi í gamla hugmynd sína um nánari samvinnu helstu iduuiicyict. Boris Jeltsín skipaði Rybkin bæði yfirmann ör- yggisráðsins og sendimann sinn í Tsjetsjeníu. Tsjet- senar fögnuðu yf- irlýsingum Rybk- ins þess efnis að hann styddi vopnahléð þar syðra. Rybkin hefur, ólíkt Lebed, ekki sett stefnuna á for- setaembættið. En hann hefur lagt áherslu á nánari samvinnu innanrík- is-, varnarmálaráðuneytis og ráðu- neytis öryggismála. Sem stendur sam- hæfir öryggisráðið starfsemi ráðu- neytanna en sögusagnir hafa verið á kreiki um að Jeltsín muni leggja ör- yggisráðið brátt niður. Reuter Ivan Rybkin. MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1996 Stuttar fréttir r>v Barist við Kabúl Afganski stríðsherrann Shah Massood geröi árás á flugvöllinn í Kabúl en varð síðan fyrir öfl- ugri árás Talebana. Kúrdar berjast Sveitir Kúrda börðust hat- rammlega í norðurhluta íraks. Dregur úr Jacques Chirac, forseti Frakklands, dró úr kröfum sínum um að- ild Evrópu- bandalagsins að friðarferl- inu í Mið- Austurlönd- um vegna fjandsamlegrar af- stöðu ísraela en sagði Evrópu- ríki hafa æma ástæðu til þátt- töku. Fáir á kjörstað Aðeins um 50 prósent kjós- enda í Litháen höfðu kosið skömmu fyrir lok kjörfundar í þingkosningunum í gær. Lands- bergis vonast eftir endurkomu. Barist í Saír Hörð barátta þjóðarbrota fer fram í Saír. Andófsmenn náðu kjöri Tveir helstu andstæðingar að- ildar að Evrópusambandinu fengu flest atkvæði þegar Finnar kusu fulltrúa sína á Evrópuþingið. Díana af lista Nafn Díönu prinsessu er ekki lengur í bænum þeim sem breskir þingmenn fara með í byrjun hvers starfsdags. Nafn hennar var tekið út í kjölfar skilnaðar- ins við Karl ríkisarfa. Hætti töfum Benjamin Netanyahu, forsæt- isráðherra ísraels, sagði að ef Palestínumenn hættu ekki að tefja fyrir væri samningur um brottflutning hersveita frá Hebr- on innan seilingar. Myrti dótturina Frönsk kona, 24 ára, hefur ját- að að hafa myrt 3 ára dóttur sína en hún hafði reynt að koma sökinni á barnaníðing. Morðingi brátt laus Fjölskylda Yigal Amirs, morð- ingja Rabins, fyrrum forsætis- ráðherra ísraels, segist viss um að hann verði brátt látinn laus. Fórust í slysi Átta fórust þegar tveggja hreyfla flugvél fórst á akri í austurhluta Kanada. Ræðst að Clinton Bob Dole lagði til að fjárhagsstuðn- ingur frá öðr- um en banda- rískum ríkis- borgurum yrði bannað- ur í forseta- kosningunum en komið hefur í ljós að indónesískir aðilar hafa styrkt kosningabaráttu Bills Clintons forseta með myndarlegum ftár- framlögum. Lík finnst Lík manns, sem fannst í skógi nærri Frankfurt á laugardag, mun vera af þýskum milljarða- mæringi sem rænt var fyrir tveimur vikum. Seldu ekki krakk Nýjar skýrslur sýna að banda- ríska leyniþjónustan CIA haíði ekki áætlanir uppi um að selja eiturlyfiö krakk á götum Los Angeles. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.