Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Blaðsíða 40
Vinningstölur laugardaginn 19.10.’96 4 6 20 Ulur 23 36 Vlnningar HtTZyfB + HeildarvinningsupphæO 3.772.328 3. *qJS 4.3hfS PJöldí vinninga VinnlngsupphæO 19.10. (3)(§)(3) KIN > C=3 O FRÉTTASKOTIÐ OC , UJ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR ^ c=> s; LD *=t Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. OO 1— LT3 1— 550 5555 Frjálst.óháð dagblað MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1996 Rjúpnaskyttur á sexhjóli kærðar Lögreglan á Patreksfirði fékk ábendingu um ólöglegt athæfi rjúpnaveiðimanna þar vestra um helgina. Við athugun kom í ljós að skytturnar voru á ferð á sexhjóli á Þingmannaheiði og Reiphólsfjöll- um. Slík farartæki eru með öllu bönnuð, bæði samkvæmt umferðar- og skotvopnalögum, að sögn Skúla Berg varðstjóra. Skúli sagði tölu- verð ummerki hafa verið eftir farar- tækið utan vegar. „Við höfðum afskipti af þessum mönnum, kærum atburðinn og mál- ið fer sína leið í dómskerfinu," sagði Skúli við DV í gærkvöldi. -sv L O K I Rangárvallasýsla: Skotið á svefn- stað brúar- gerðarmanna DV, Suðurlandi „Jóni varð litið út um gluggann þegar hann vaknaði á þriðjudags- morgun. Þá sá hann einhverjar einkennilegar skemmdir á rúð- unni. Svo kom í Ijós að einhver hafði verið að skjóta með hagla- byssu á svefnstað okkar hjón- anna,“ segir Steinunn Pálsdóttir, matráðskona í brúarvinnuflokki sem kenndur er við eiginmann hennar, Jón Valmundsson brú- arsmið. Lögreglan í Rangárvallasýslu rannsakar nú skemmdir af völd- um haglaskota á einum af svefnskúrum brúargerðarmanna við Affallsbrú á þjóðvegi eitt, á mörkum Austur- og Vestur-Land- eyja. Þrjú skotgöt eru á ytra gleri glugga á svefhskúrnum og högl í veggnum við gluggann. Líklegast er talið að skotið hafi verið á bú- staðinn helgina áður þegar brúar- gerðarmenn voru í fríi. Máliö er óupplýst en kenningar eru uppi um að einhverjir hafi verið að skjóta á endur við lækinn en far- ið óvarlega með vopnin. „Þetta er háalvarlegt ef það er fretað svona í átt að mannabú- stöðum. Þó að við höfum líklega flest verið í fríi þá hefði samt ein- hver getað verið þarna við vinnu ,yfir helgina. Þegar menn eru í einhveiju svona verða þeir að minnsta kosti að tékka á því hvort einhver er nærri,“ segir Steinunn. -jþ „Háalvarlegt mál að freta svona í átt að mannabústööum." Steinunn bendir á skemmdirnar á rúðunni. Innan viö hana sofa hún og maður hennar, Jón Valmundarson brúarsmiður, þegar flokkurinn er aö störfum. Margir tugir hagla eru í veggnum í kringum gluggann. DV-mynd Jón Þóröarson Veðrið á morgun: Sæmilega hlýtt veður Á morgun og fram undir næstu helgi er gert ráð fyrir austlægum vindum og áfram sæmilega hlýju veðri. Suðaustan- og austanátt verð- ur ríkjandi og víða kaldi eða stinningskaldi, rigning og skúr- ir um mest allt land, einkum þó suðaustan- og austan til. Hiti verður að bilinu 4 til 9 stig. Veðrið í dag er á bls. 44 Skipstjóri á Hábergi: 500 tonn af sfld í einu kasti „Það var mikil veiði þama að- faranótt sunnudags. Þetta var um það bil 12 sjómílur norður af Glett- ingi og þarna var um risatorfur að ræða. Við fengum 500 lestir í einu kasti og erum á leið í land. Hluti af aflanum fer til vinnslu í söltun og frystingu en það lakara í bræðslu. Þarna er um að ræða betri sOd en við höfum verið að veiða undanfar- ið en hún er samt svolítið blönduð," sagöi Þorsteinn Símonarson, skip- stjóri á Hábergi GK, í samtali við DV í gær. Hann sagði að síldveiðiskipin hefðu verið á hefðbundinni slóð undanfama daga. Það væm þau svæði sem síldin hefði verið að veið- ast á undanfarin haust í Berufjarð- arál og í Lónsdýpinu. Þar hefði heldur lítið verið að fá, rétt svona kropp, eins og Þorsteinn orðaði það. „Það kom mönnum á óvart að síldin skyldi allt í einu birtast svona norðarlega. Það hefur svo sem verið síld þama áður en ekki síðustu árin. Það er því Ijóst að hún hagar sér eitthvað öðmvísi í ár en hún hefur gert undanfarin ár,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að á svæðinu hefðu verið ein fimm skip aðfaranótt sunnudagsins og öll veitt vel. Nú væri bræla á miðunum og lítið hægt að athafna sig. Menn biðu þess nú í ofvæni að það lygndi svo hægt væri að halda veiðunum áfram. -S.dór Breiðdalsvík: Allt brann í stýrishúsinu Elds varð vart í stýrishúsi 10 tonna stálbáts í höfninni i Breið- dalsvík i gærmorgun. Eldurinn virt- ist hafa kraumað alla nóttina og varð geysimikið tjón á húsinu. Öll tæki em meira og minna ónýt um borð. Að sögn lögreglunnar á Fá- skrúðsfirði var allt brannið innan úr húsinu og þar fyrir utan nokkrar skemmdir af völdum hita og reyks. Eldsupptök voru mönnum ekki kunn í gær og erfitt að rannsaka þau þar sem eyðilegging eldsins var alger. -sv Kvöld- og helgarþjónusta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.