Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Blaðsíða 13
-U"V MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1996 íennmg 13 Fortíðin leyndist í Höfn Ljóðskáldið og blaðamaðurinn Gerður Kristný sendir frá sér skáld- sögu á næstu dögum undir ljóðrænu nafni, Regnbogi í póstinum. „í sögunni kemur fyrir pósthólf og á því er mynd af regnboga,“ seg- ir höfundur, „þaðan kemur nafnið. Lofar það ekki góðu um söguna? Oft kemur eitthvað spennandi með póstinum! Söguna segir íslensk stúlka á þvælingi um Kaupmannahöfh þar sem hún kemst að ýmsu sem hún vissi ekki fyrir um fjölskyldu sína. Þetta er lífsglöð stúlka sem tekur líf- ið ekki of hátíðlega þó að hún spyrji stórra spuminga.“ - Er þetta sjáifsævisögulegt verk? „Ég rændi sumu frá sjálfri mér en bara litlum atvikum. Stóru atvikin Gerður Kristný era uppdiktuð." Saga Gerðar Kristnýjar kemur út í ritröð ungra höfunda hjá Máli og menningu. Hinir tveir sem koma út á sama tíma með sín fyrstu skáld- verk eru Kristján B. Jónasson og Andri Snær Magnason. PS... Við hvað var hann hræddur? nefndi nöfn á leikritum sem hefðu tekist vel eða tek- ist illa að mati ræðumanns, til að við í salnum fengj- um hugmynd um viðmiðanir hans. Á næsta málþingi ætti að láta mann með yfirsýn greina verk starfandi íslenskra leikskálda svo að hægt sé að rökræða mat- ið. Kannski kemur Jón Viðar þá. Við pallborð á málþingi um stöðu islenskrar leikritunar sl. mánudagskvöld í Listaklúbbi Leik- húskjallarans var einn stóll áberandi auður. Stóllinn lengst til hægri. Við sætið var hljóðnemi, tilbúinn til að taka við spak- mælum þessa þátttakanda, en það sat enginn í stólnum. Þarna átti að sitja leik- húsrýnir Dags- ljóss Sjónvarps- ins, Jón Viðar Jónsson. Hann var búinn að samþykkja að taka þátt í pallborðinu. Það var búið að auglýsa þátttöku hans, kannski var það honum að þakka hve margir komu á þingið, hann boðaði ekki forföll, en hann lét ekki sjá sig. Mál manna var að hann heföi ekki þorað að vera innan um svona marga leikhússtjóra, leikara og leik- húsáhugamenn. Hvað ætli hann hafi haldið að yrði gert viö hann? Nöfn eru leiðinleg Á málþinginu voru haldin mörg stutt erindi sem veltu upp ýmsmn góðum og miður góðum hugmynd- um og spumingum. Til dæmis spurði Hrafnhildur Hagalín hvers vegna verðlaunaleikrit Norðurlanda- ráðs væru ekki sett upp hér og líka hvort verið gæti að leikhúsin vanmætu almenning. Fyrir útan Hrafn- hildi var einna skemmtilegast að hlýða á Sveinbjörn I. Baldvinsson sem setti viðstadda inn í vinnslu kvik- myndahandrita. Bagalegast var hvað fólk talaði dæmalaust. Enginn Bókmenntir og málfræði Það var sláandi munur á máiflutningi bókmennta- manna og málfræðinga á málþingi Mímis í Háskóla- bíói um næstsiðustu helgi. Bókmenntafræðingarnir tveir í fyrstu málstofu, Ásdís Egilsdóttir og Dagný Kristjánsdóttir, voru gagnrýnar á stöðu fræðanna hér á landi. Ásdis gerði ekki mikið úr hlut íslendinga í nútímarannsóknum á norrænum miðaldabókmennt- um, og Dagný sagði að þróun nútímabókmenntafræði heföi byrjað seint hér og hvorki verið nógu mikil né nógu hröð. Málfræðin á allt að vinna í samkeppninni við bók- menntiraar, og málfræðingamir tveir, Þórhallur Ey- þórsson og Höskuldur Þráinsson, markaðssettu sín fræði af atorku; Þórhallur með því að halda skemmti- lega tölu um nútíma málvísindi og kosti þess og lesti að koma að þeim á íslensku; Höskuldur með því að segja, nærri því í svo mörgum orðum, að leiðin til heimsfrægðar lægi í gegnum málfræðina! Hann útli- staði í myndríku máli hvemig við höfum lengi flutt út málfræðirannsóknir með góðum árangri, uns svo er komið nú að sjálfur Chomsky er farinn að taka dæmi úr íslensku. Það er eins og að komast á Ólympíuleik- ana, sagði Höskuldur, sem sjálfur er gamall hlaupa- garpur. „Er gaman í íslensku eða er voða mikil málfræði?“ spurði stúdent á fyrsta ári eldri íslenskunema i haust. Verður spurningunni kannski snúið við? Barnaspítali Hringsins . fær prósentur l| j I JIII III Textinn rann ekki eins lip- j Iti Ur urlega meðfram myndinni af Jesú tólf /7j 10 ^ra á menningarsíðu á föstudag og II/ |C3 sýndist á skjá. Undir myndinni leyndist ptilljP boðskapur þess efnis að 600 kr. af sölu- n y verði hverrar Baraasögubiblíu rynni sdrs ,'Tkr- , til Bamaspítala Hringsins. Pöntun- I'-JÍL arsími bókarinnar er 581 1497. Snyrtistofa EDDU, Hótel Sögu SÍMI 561-2025 Vegna breytinga verður snyrtistofa EDDU lokuð dagana 24. október til 4. nóvember að báðum dögum meðtöldum. EDDA LÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR Fótaaðgerðastofa EDDU, Hótel Sögu ■ SÍMI 561-2025 I Vegna breytinga verður fótaðgerðastofan á Hótel Sögu lokuð I j dagana 24. október til 4. nóvember að báðum dögum meðtöldum. j EDDA LÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR I-------------------------------------------------------1 taífp? Jjpig § sófasett eða hornsófa fvrír íólín? Efsvo er, þá skaltu koma og líta á Valby sófasettið þvíþað er bæði vandað og þægilegt sófasett. Hátt bak og nautsterkt leður á slitflötum gerir það að verkum að Valby sófasettið er frábær kostur fyrir íslensk heimili. Margir leðurlitir. 3ja 1 stóll 1 stóll kr. 158.640,- 3ja 2ja 1 stóll kr. 168.640,- 2H2 kr. 152.320 2H3 kr. 158.640 Ef vill -þá er hægt að snúa Valby hornsófanum íhvora átt sem er. -Láttu þaó eftir þétr~ og komdu og skoðaðu Valby strax í dag. r; Við tökum vel á móti þér. : VERIÐ VELKOMIN Verðdæmi á Valby 3-1-1 eða Valby 2H3 til 24 mán. Meðalafborgun Kr. 7.850,- á mánuði með vöxtum og kostnaði. V/SA CD Við opnum alltaf kl. 9 HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöfði 20 -112 Rvík - S:587 1199 Brauðostur kg/stk. { 20% ) LÆKKUN VERÐ NU: VERÐ ÁÐUR: ÞÚ SPARAR: 593 kr. kílóið. 149 kr. kílóið. á hvert kíló. OSTA OG SMIÖRSALAN SE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.