Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1996, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1996, Síða 13
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 13 I>v Fréttir Stilling hraðamæla: Finnst þetta óþörf umræða - segir Óli H. Þórðarson „Mér finnst þetta satt að segja óþörf umræða því ef fylgt er evr- ópskum reglum um að mælarnir megi ekki sýna minni hraða en ekið er á er þetta af hinu góða. Hver og einn hefði átt að eiga þetta inni hjá sjálfum sér i akstri. Komi það hins vegar í ljós að mælarnir sýni minni hraða er það auðvitað mjög alvarlegt," segir Óli H. Þórð- arson, framkvæmdastjóri Umferð- arráðs. Dómsmálaráðherra hefur í kjöl- far umræðna á Alþingi falið Um- ferðarráði og lögreglu að gera at- hugun á þvi hvort hraðamælar séu rangt stilltir í bifreiðum hér á landi. Óli segir þau umboð sem hann hafi rætt við hér á landi fullyrða að framleiðendur hagræði mælunum ekki vísvitandi til þess að bílarnir sýni minni eyðslu á kílómetra. -sv Vöruskiptin: Óhagstæð um 2,3 milljarða í september Vöruskipti við útlönd í septem- ber sl. voru óhagstæð um 2,3 millj- arða króna. Fluttar voru inn vörur fyrir 11,1 milljarð en út fyrir 8,8 milljarða. Þetta er miklu meiri vöruskiptahalli en í september í fyrra þegar vöruskiptin voru hag- stæð um 1,5 milljarða. Mestu munaði að útflutningur sjávarafurða var fimmtungi minni nú en í sama mánuði í fyrra. Um leið jókst innflutningur á bilum um 53% og olíuinnflutningur tvöfald- aðist. Fyrstu niu mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 91,6 milljarða en inn fyrir 89,3 milljarða. Afgang- ur var því á vöruskiptunum við út- lönd sem nam 2,3 milljörðum. Á sama tíma árið áður voru þau hag- stæð um 11,4 milljarða. Vöruskipta- jöfnuðm-inn er þvi 9 milljörðum króna lakari nú en á sama tíma í fyrra. -bjb Akureyri: Harður árekstur Harður árekstur varð Tveir bílar lentu harkalega seunan í hálkunni á Hjalteyrargötu á Akureyri um há- degið í fyrradag. Ökumaður úr öðr- um bílnum slasaðist lítillega og var fluttur á sjúkrahús en ökumaður og farþegi úr hinum bílnum sluppu ómeiddir. Báðir bílamir skemmd- ust mjög mikið. -RR Maður tekinn með þýfi Maður var handtekinn með þýfi í húsi í miðborginni í fyrrinótt. Sjón- arvottar sáu manninn á ferli með stóran svartan plastpoka á Skóla- vörðustíg og fór lögreglan á staðinn. Maðurinn fannst í húsi þar ná- lægt og við leit í pokanum fannst þýfi úr veitingahúsi. Maðurinn gisti fangageymslur lögreglunnar um nóttina. -RR íkíMt) tíiVflDlli' Stórlœkkun á HlayStanon Reykjavík: Megabúðin, Laugavegi 96 Skífan, Kringlunni Skífan, Laugavegi 26 Tölvukjör, Faxafeni 5 Akranes: Hljómsýn ísafjörður: Póllinn Sauðárkrókur. Stuðull / Tölvubúnaður Akureyri: Tölvutaeki-Bókval Naust Egilsstaðir: Kaupfélag Héraðsbúa Vestmannaeyjar: Tölvubær Selfoss: KÁ Keflavík: Rafhús PlayStation fæst m.a. hjá eftirtöldum söluaðilum: j Sigurför PlayStation-leikjatöivunnar hefur veríð ósiitin Engin ieikjatölva stendur PlayStation á sporði þegar kemur að hraða og hágæðagrafík Tugir leikja fyrir PlayStation eru komnir á markaðinn og von er á fjölda nýrra titia á næstu vikum Ein vandaðasta og vinsælasta ieikjatöiva heims á aðeins ^ ^____________________ kr. stgr. 22.950 (AGV: 25.500 kr.) staðgreiðslu- og greiðslu- kortaaísláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur aít mil/i him/, mSc % Q- Smáauglýsingar 550 5000 Urval notaðra bíla á góðunrt lcjörum! Ath! Skuldabréf til allt aó 60 mánaöa. Opíö: virka daga kl. 9—18 laugardaga kl. 10—17 Jafnvei engin útborgun. ___________ Visa/Euro greiöslur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.