Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1996, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1996, Síða 19
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 27 DV Iþróttir Chicago Árangur í fyrra: 72 sigrar, 10 töp, 1. sæti í miðriðli. NBA- meistari. Þjálfari: Phil Jackson, 574 leikir með Chicago. Nýr leikmaður: Robert Parish. Kostir: Sá besti í heiminum, Michael Jordan, spilar með Chicago og það þarf varla að segja meira. Scottie Pippen er þarna líka og Dennis Rodman sýndi sig og sannaði með liðinu í fyrravetur. Ekkert lið ræður yfir annarri eins breidd. Gallar: Fáir þegar allt er í fullum gangi en úrslitakeppnin í fyrra tók sinn toll og Scottie Pippen, Ron Harper og Luc Longley fóru i uppskurði í sum- ar. Liðið gæti verið lengi í gang af þessum sökum. Lykilmaður: Michael Jordan er að sjálfsögðu sá sem gerir út- slagið í frábæru liði. Möguleikar: Chicago hefur alla burði til að verja meistara- titilinn. Lakers tapaði fyrir Houston í kynningu á liðum í Kyrra- hafsriðlinum í gær var sagt að LA Lakers hefði tapað fyrir Boston í 1. umferð úrslitakeppn- innar. Það er að sjálfsögðu mesta flrra, þessi lið hefðu aldrei getað mæst, en það rétta er að Lakers tapaði fyrir Houston. Cleveland - nema hvað Chicago vinnur hann með yflrburðum Það þarf ekki að eyða miklum tíma í vangaveltur um hvaða lið vinnur miðriðilinn í vetur. Meistar- ar Chicago eru með langsterkasta liðið og hafa eflaust svipaða yflr- burði og í iyrra þegar þeir unnu 20 leikjum meira en næsta lið í riðlin- um. Spurningin er hvort hægt sé að bæta metið í sigurleikjum sem liðið setti, 72 sigrar í 82 leikjum. Fimm lið komust áfram úr riðlin- um í fyrra og litlu munaði að það sjötta, Charlotte, skákaði liði númer þrjú í Atlantshafsriðlinum. Indiana og Atlanta eiga að öllu eðlilegu að vera númer tvö til þrjú og lítið skil- ur næstu lið, Detroit, Cleveland og Charlotte. Þá gætu hin tvö, Milwaukee og Toronto, sótt sig og gert hinum skráveifú. Á þessu sést að hér er um að ræða jafnasta riðil deildarinnar, ef Chicago er undanskilið, og þar verð- ur harðasta haráttan um að komast áfram. Úthald, breidd og heppni varðandi meiðsli ráða því sennilega mestu um útkomuna. -VS Indiana Árangur í fyrra: 52 sigrar, 30 töp, 2. sæti í miðriðli. Tapaði fyr- ir Atlanta í 1. umferð. Þjálfari: Larry Brown, 246 leikir með Indiana, 1.022 í NBA. Nýir leikmenn: Jalen Rose, Reggie Williams, Erick Dampier. Kostir: Tókst aö halda Reggie Miller eftir mikla baráttu í sum- ar og hópurinn er sterkari eftir að Rose og Williams komu frá Denver í skiptum fyrir Jackson og Pierce. Það þýðir aö bakverö- irnir eru yngri og frískari en í fyrra. Gallar: Rik Smits er að jafna sig eftir uppskurð og missir af byrjun tímabilsins. Nái hann sér ekki fyllilega er liðið í vandræð- um. Nýliðinn Dampier er líka meiddur. Lykilmaður: Reggie Miller er einn albesti leikmaður deildar- innar og getur unnið leiki upp á eigin spýtur. Möguleikar: Ráðast mjög af ástandinu á Smits. Kemst örugg- lega áfram ef allt er í lagi. Fjórtán leikir annað kvöld Keppnin í NBA byrjar undir miðnættið annað kvöld með 14 leikjum. Öll liðin spila nema Charlotte sem á fyrsta leik sólar- hring síðar. í næstu viku verða tveir leikir í deildinni spilaðir í Tókíó í Jap- an en þar mætast Orlando og New Jersey tvívegis. -VS Detroit Damon Stoudamire úr Toronto var nýiiði ársins í fyrra og verður eflaust aftur í sviðsljósinu í vetur. Atlanta DV kynnir liöin í NBA - Miðriðill: Jafnasti riðill- inn í deildinni Árangur í fyrra: 47 sigrar, 35 töp, 3. sæti í miöriðli. Tapaði fyr- ir New York í 1. umferð. Þjálfari: Mike Fratello, 246 leikir með Cleveland, 823 í NBA. Nýlr leikmenn: Mark West, Vitaly Potapenko, Zydrtmas II- gauskas. Kostir: Frábær þjálfari sem virðist endalaust ná því besta út úr sínum leikmönnum. Miklar væntingar eru gerðar til nýju miðherjanna, Potapenko og II- gauskas. Gallar: Endalaus meiðsli þjaka liðið og nú er nýi Lithá- inn, Ilgauskas, fótbrotinn og spil- ar ekki í 4-5 mánuði. Liðinu gengur oft illa að skora og er í sífelldu stríði við skotklukkuna. Lykilmaður: Skotbakvörður- inn Terrell Brandon er á stöðugri uppleið og leiðir liðiö. Möguleikar: Cleveland getur ekki endalaust leikið umfram eðlilega getu og verður í vand- ræðum með að komast í úrslita- keppnina. Chariotte Árangur í fyrra: 41 sigur, 41 tap, 6. sæti í miðriðli. Komst ekki áfram. Þjálfari: Dave Cowens, nýr hjá Charlotte, 68 leikir í NBA. Nýir leikmenn: Anthony Ma- son, Vlade Divac, Brad Lohaus, Tony Delk. Kostir: Mason ætti að bæta vamarleikinn verulega en hann var höfuðverkur liðsins í fyrra. Mikið veltur á frammistöðu Glen Rice. Gallar: Vandræði með mið- herja, Divac er reyndar kominn frá Lakers en hann er ekki nógu góður varnarmaður. Bakvörður- inn Muggsy Bogues gæti verið mikið frá vegna meiðsla og það yrði erfitt að leysa hann af. Lykilmaður: Framherjinn Glen Rice hefur hefúr verið í banastuði á undirbúningstíma- bilinu og er til alls vís í vetur. Möguleikar: Charlotte sat eft- ir í fyrra og spurning er hvort liðið nái að bæta sig nægilega til að komast áfram í þetta sinn. Árangur f fyrra: 46 sigrar, 36 töp, 4.-5. sæti í miðriðli. Tapaði fyrir Orlando í 2. umferð. Þjálfari: Lenny Wilkens, 246 leikir með Atlanta, 1.864 í NBA. Nýir leikmenn: Dikembe Mutombo, Jon Barry, Willie Burton, Tyrone Corbin, Priest Lauderdale. Kostir: Miðherjinn Mutombo fyllir upp í stórt gat í liðinu og nýliðinn Lauderdale er enn há- vaxnari. Varnarleikurinn verð- ur allur annar en í fyrra. Gallar: Mutombo vill halda boltanum of lengi og það gæti hentað Atlanta illa. Vantar betri bcikverði til að styðja við Blay- lock og Steve Smith. Breiddin ekki eins góð þar sem Augmon, Long og Ehlo eru farnir. Lykilmaður: Mookie Bla- ylock er snjall skotbakvörður og samvinna hans við Mutombo gæti reynst mjög árangursrík. Möguleikar: Atlanta stóð sig vel í fyrra og gæti náð jafnlangt ef liöið smellur saman. Milwaukee Árangur í fyrra: 25 sigrar, 57 töp, 7. sæti í miðriðli. Komst ekki áfram. Þjálfari: Chris Ford, nýr hjá Milwaukee, 410 leikir í NBA. Nýir leikmenn: Ray Allen, Armon Gilliam, Andrew Lang, Joe Wolf, Elliot Perry. Kostir: Milwaukee verður með eitt besta ffamheijaparið í deildinni, Vin Baker og Glenn Robinson. Gilliam mun hafa góð áhrif á liðið og Allen er efni í stjömuleikmann. Gallar: Vöm liðsins var hræðileg i fyrra og verður ef- laust veikasti hlekkurinn áfram. Lykilmenn fá litla hvíld og springa oft í fjórða leikhluta. Lykilmaður: Vin Baker fær nú að leika sína stöðu sem fram- herji eftir að miðherjinn Lang var keyptur og ætti að nýtast betur en áður. Möguleikar: Milwaukee gæti komið skemmtilega á óvart i vet- ur. Hvort það dugar til að kom- ast áfram er annað mál. Árangur f fyrra: 46 sigrar, 36 töp, 4.-5. sæti í miðriðli. Tapaði fyrir Orlando i 1. umferð. Þjálfari: Doug Collins, 82 leik- ir með Detroit, 328 í NBA. Nýir leikmenn: Stacey Aug- mon, Kenny Smith, Grant Long, Rick Mahom, Jerome Williams. Kostir: Mjög sterkt vamarlið, ekki síst eftir að hafa fengið Augmon og Long. Grant Hill er geysilega snjall og Joe Dumars verður með á ný og reynsla hans gæti reynst mikilvæg. Gallar: Liðið vantar alvöru miðherja og missti bakvörðinn Allan Houston tiliNew York án þess að fá fullnægjandi styrk í staðinn. Breiddin er allt of lítil til að teljandi árangur náist. Lykilmaður: Grant Hill var frábær í fyrra og er líklegur til að bæta enn við sig á þriðja ári sínu I deildinni. Möguleikar: D'etroit verður í tvísýnni baráttu um að komast í úrslitakeppnina. 1 Toronto Árangur í fyrra: 21 sigur, 61 tap, 8. sæti í miðriðli. Komst ekki áfram. Þjálfari: Darrell Walker, ný- liði í NBA. Nýir leikmenn: Popeye Jon- es, Hubert Davis, Walt Williams, Harold Miner, Marcus Camby. Kostir: Fjórir sterkir leik- menn hafa bæst í hópinn og fyr- ir var nýliði ársins í fyrra, bak- vörðurinn Damon Stoudamire. Isiah Thomas rak þjálfarann og réð Walker sem er í miklu uppá- haldi hjá leikmönnum. Gallar: Varnarléikurinn verð- ur líklega áfram helsta vanda- málið, sérstaklega gegn hávöxn- um liðum. Lykilmaður: Popeye Jones er ótrúlegur í fráköstunum og hann getur breytt miklu fyrir Kanada- liðið. Möguleikar: Toronto er að- eins á sínu öðru ári í deildinni og þolinmæði er lykilorðið. Liðið er ekki tilbúið strax til að berjast um sæti í úrslitakeppninni. f ►' F w f f ¥ f ¥ Ér f r FOSTUDAGAR Fjörkálfurinn: Fjörkálfurinn er mjög skemmtileg 12 síðna útgáfa á föstudögum í DV. Fjörkálfurinn fjallar um það sem er heitast í gangi hverju sinni: ES3 llm helginn: Fersk umfjöllun um það helsta sem er á döfinni í menningar- og skemmtanalífinu um helgina. I>. Tónlist: Fjörkálfurinn fjallar ítarlega um íslenska og erlenda tónlist og tónlistarheiminn ásamt því að birta íslenska listan. r»XvMyndbönd: Spennandi þriggja síðna umfjöllun um myndbönd í víðum skilningi er að finna í Fjörkálfinum á föstudögum. Þar er m.a. umfjöllun um nýjustu myndböndin, leikara, stjörnugjafir ásamt myndbandalista vikunnar. m MttfsjmBaiMaapr SiK JKEDft IHIII Jf æAf j* .A\\W x ^ÍlijÓR Mrðit gjggg SMggjg - alltaf á föstudögwm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.