Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON ( Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk„ Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Sigur kamelljónsins Úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum komu eng- um á óvart. Skoðanakannanir hafa mánuðum saman gef- ið til kynna að Bill Clinton myndi hafa betur í viðureign- inni við Bob Dole, og sú varð líka raunin. Áhugaleysi almennings á stjómmálum eins og þau eru nú stunduð í Bandaríkjunum kom berlega í ljós í kosn- ingunum á þriðjudaginn. Innan við helmingur atkvæðis- bærra manna hafði fyrir því að mæta á kjörstað. Sums staðar, eins og í hinu fjölmenna ríki, Kalifomíu, var kosningaþátttakan jafnvel innan við fjörutíu af hundrað. Helmingur þjóðarinnar lét því eins og það skipti engu máli hvaða einstaklingar fæm með völdin í Washington. Fyrir flórum árum var Clinton langt frá því að fá helm- ing greiddra atkvæða þótt hann fengi meira fylgi en keppinauturinn sem þá var George Bush. Hann lagði því mikla áherslu á að ná meirihluta greiddra atkvæða að þessu sinni. Það tókst ekki; hann fékk um 49,5 prósent. Þótt ljóst hafi verið síðustu vikumar að Clinton myndi ná endurkjöri, fyrstur forseta demókrata síðan Franklin Roosevelt var kjörinn þrisvar sinnum til setu í Hvíta húsinu, var allt annað uppi á teningnum fyrir aðeins tveimur árum. Á miðju núverandi kjörtímabili unnu repúblikanar mikinn sigur í þingkosningum og náðu meirihluta í báðum deildum bandaríska þingsins. Eftir þingkosningarnar 1994 töldu flestir stjórnmála- skýrendur að Clinton ætti enga möguleika á að ná end- urkjöri. En margt varð til að breyta þeirri stöðu. Clinton hefur verið í nánast stöðugri kosningabaráttu síðustu tvö árin. Hann breytti um stíl og stefnu, færði sig inn á miðju stjómmálanna og tók upp margvísleg stefnumál sem repúblikanar höfðu hamrað á, en með hófsamari hætti. Þar sýndi hann enn einu sinni frábæra hæfileika sína til að aðlagast nýjum aðstæðum, enda pólitískt kamelljón. Repúblikanar léku líka hátrompin af hendi sér. Þeir sóttu fram af slíku offorsi fýrir róttækum stefnumálum sínum, og gegn tillögum Clintons, að forsetinn átti auð- velt með að gagnrýna þá fyrir öfgastefnu. Fjölmennir hópar kjósenda, ekki síst eldri borgarar og konur, fóm fljótlega að óttast boðaðan niðurskurð repúblikana á sumum þáttum almannatryggingakerfisins sem stefiiir að óbreyttu í gjaldþrot snemma á næstu öld. Heppnin var einnig með Clinton. Efnahagsástandið hefur stöðugt farið batnandi síðustu misserin. Hann átti því auðvelt með að sannfæra kjósendur um að þeir hefðu aldrei haft það eins gott fiárhagslega og að við slíkar að- stæður væri ekki rétt að skipta um karlinn í brúnni. Skoðanakannanir bera það hins vegar með sér að al- menningur í Bandríkjunum treystir ekki Clinton. Það er vafalaust meginskýringin á því að repúblikönum tókst að halda meirihluta sínum í bandaríska þinginu. Kjósendur vilja augljóslega hemja vald forsetans með því að hafa þingið í höndum andstæðinga hans. Bæði Clinton og talsmenn repúblikana í þinginu hafa látið í það skína að nú þurfi báðir aðilar að vinna saman með þjóðarheill í huga. Það em vafalaust viðbrögð við andúð almennings á flokkspólitískum stríðsleik síðustu tveggja áranna. Því er spáð að Clinton reyni að fá áhrif- amikinn foringja repúblikana til starfa fyrir stjóm sína; jafnvel er talað um Bob Dole í því sambandi. Það kann þó að torvelda þverpólitískt samstarf að repúblikanar hyggjast auka enn rannsóknir þingnefnda á meintu misferli Clintonhjónanna og samstarfsmanna þeirra í von um að koma á þau alvarlegu höggi. Elías Snæland Jónsson Aö safna út í loftið fyrir tónlistarhúsi eins og aö biöja vegfaranda aö ýta á bíl sem ekki er til staðar - bara skafl inn, segir hér m.a. - Hugmynd aö tónlistarhúsi. Skýin langt í fjarska... ekki verið sýnd heima? Mynd sem fyllti öll kvikmyndahús Evrópu í fyrra og er enn við lýði, mynd sem öll Evrópa hefur verið að tala um. Þetta er að vísu ekki formúlumynd með kappakstri, kjaftshögg- um, kúlnaregni og flórða kryddinu. Enn fremur framleidd utan við stóru Hollywood-fa- brikkumar. - En er nokkuð sem bannar að slík mynd sé sýnd á ís- landi? Áhugamenn sem borið hafa víumar í íslenska bíóstjóra segja þá koma af fjöllum, þeir viti ekki „Hvað þýðir að vera að safna fyr- ir einhverjum loftkastala sem hvergi sér stað, engin teikning, enginn grunnur, ekki einu sinni kjallaratröppur!u Kjallarinn Pétur Gunnarsson rithöfundur Sú var tíð að bíó- síðan skipaði stór- an sess í lifl manns. Af álíka eft- irvæntingu og veiðimaður vitjar um net byrjaði hver dagur á því að flett var upp á þess- ari síðu. En sann- ast sagna voru þetta ekki gjöful mið: ísland vrrtist vera eins konar haugur fyrir raslið frá Hollywood, sagt var að íslenskir bíóstjórar væru í þeim álögum að fyrir eina jólamynd í A- flokki yrðu þeir að kaupa aðr- ar 50 niður eftir starfrófmu. íslendingar þurftu að fara til útlanda til að kom- ast á bíó, og eitt af því sem var svo skemmtilegt við að fara til útlanda vora einmitt bíóin, að geta séð allar þessar myndir spriklandi nýjar, það var líkt og að opna jólapakka mörg ár fram í tímann. Því ekki á íslandi? Nú era aðrir tímar. Bíótilboðin flenna sig yfir margar síður. Að vísu reynist oft um sömu myndina að ræða í mörgum sölum, en engu að síður, þær myndir sem era i boði eru alltént nýjar. Hvaða myndir eru þetta? Sama sex- akreina Hollywood-hraðbrautin fram og til baka. Það er eins og hvergi sé útgönguleið út á þjóðveg- ina, hvað þá koppagötur. Hvernig stendur á því að mynd á borð við „Smoke“ eftir þá Wayne Wang og Paul Auster hefúr enn einu sinni að þessi mynd sé til. Og samt hafa öll helstu kvikmynda- blöð heimsins verið uppfull af frá- sögnum um þessa mynd og systur hennar „Með öndina í hálsinum“ (Blue in the face), sem mestum tíð- indum sæta á síðasta ári og vel fram á þetta. í París á þessu hausti er óhætt að segja að skandinavisminn ríði húsum kvikmyndanna. Þær tvær myndir sem mesta athygli hafa vakið era tvímælalaust: „Skýin langt í fjarska" eftir Finnann Kárismakí og „Öldubrjótur" Dan- ans Lars von Trier, báðar með fullt hús stjama. Enn ein mögnuð skandinavísk úr uppskera þessa árs er myndin um Knut Hamsun eftir Svíann Jan Troel. Hana verð- ur gaman að sjá á Islandi. Þýska markið og tónlistarhúsið Yfir í allt aðra sálma. Þaö er þessi fasti liður í útvarpinu að lo- knu yfirliti hádegisfrétta sem heitir „gengi helstu gjaldmiðla". Er hugsanlegt að einhvers staðar fyrirfinnist á íslandi maður með blað og blýant sem bíði spenntur eftir að ná niður þýska markinu eða japanska jeninu? Myndi hann reiða sig á tölumar sem hann heyrði í fljótaskrift útvarpsþular- ins? Er ekki sennilegra að hann kikti í Moggann, textavarpið eða einfaldlega hringdi i næsta banka? Væri ekki nær að þulurinn læsi upp nýja erlenda bókatitla sem borist hafa Landsbókasafninu, þar einmitt gagnast hraflið manni, maður heyrir glefsu úr titli sem vekur áhuga manns og gerir sér ferð niður á safn eða hef- ur i huga næst þegar ferð fellur. Má ég rétt í lokin hnýta aftan við tónlistarhúsinu. Þessu ffæga Sísyfosarátaki undangenginna ára. Ég held að þetta hús gæti ver- ið komið vel á veg ef öðravísi væri staðið að málum. Hvað þýðir að vera safna fyrir einhverjum loftkastala sem hvergi sér stað, engin teikning, enginn grunnur, ekki einu sinni kjallaratröppur! Ef húsinu yrði valinn staður og það teiknað og byrjað á því fyrst væri kominn grandvöllur fýrir átaki. „Nú eram við að grafa granninn", „þá er það platan" og fyrr en varir vantaði bara stólana. Sjáið ekki í anda húsið rísa á undraskömmum tíma? En að vera að safna svona út í loftið, það er eins og maður stoppaði vegfar- anda og bæði hann að ýta aftan á bíl sem væri svo ekki til staðar. Bara skaflinn. Pétur Gunnarsson Skoðanir armarra Islensk framleiðsla „Hverjir standa annars aö dönskum, frónskum og amerískum, dögum? Hver trúir því að slíkar kynn- ingar séu til þess gerðar að breiða yfir að vörar frá þessum löndum séu lakari eða dýrari en aðrar vör- ur? . . . Sú áður óþekkta staða er nú upp komin að ítrekað er reynt að markaðssetja innfluttar vörur undir merkjum átaksins „íslenskt, já- takk“. Við hjá Samtökum iðnaðarins teljum þetta bera vitni um að neytendur treysta islenskri framleiðslu og taka hana að öðru jöfnu fram yfir innflutta vöra.“ Sveinn Hannesson f Mbl. 7. nóv. Ekki nóg spurt „Vegna þess að við í fjölmiðlastétt látum allt of oft hjá líða að spyrja einfoldustu spurningarinnar, líðst þeim sem við eigum að vera að spyrja allt of oft að vaða reyk vð okkur og þar af leiðandi líka við les- endur, hlustendur og áhorfendur. Úr verður eitt aUs- herjar innantómt samsæri stofnanavaðals milli við- mælenda og viökomandi fréttamanns, sem veit oft ekkert meira um efiiið en almenningin- sem hann á að uppfræða, en hefur ekki uppburði í sér til að láta það í ljós við valdsmanninn, sem hefúr stofnanamál- ið svo vel á valdi sínu.“ Hildur Helga í Degi-Tímanum 7. nóv. Á milli stjórnarfunda „Það nægir ekki að sfjórn fyrirtækis sinni einung- is ákvarðanatöku á stjómarfundum. Hún þarf einnig að fylgjast með og aðstoða við ffamkvæmdir eftir að ákvörðun hefúr verið tekin. Stjóm fyrirtækis þarf með öðrum orðum að vera virk á milli stjómarfúnda .... Mikið hefur verið fjallað um breytta starfshætti stjómenda fyrirtækja, gæðastjómun, hópstarf, vald- dreifingu og fleiri nútímalega stjómunarhætti. Minna hefúr farið fyrir umfjöllun um breytt hlutverk og vinnubrögð stjóma í stjómarfúndarherberginu." Þorkell Sigurlaugsson í Viðskiptablaðinu 6. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.