Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Blaðsíða 24
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 Ætlar ríkisstjórnin aö verja land- búnarstefnuna fram í rauöan dauö- ann. Neytendur eru fórnar- lömbin ,.,Það virðist alveg sama hvaða tjóni þessi rangláta stefna veldur neytendum í vöruverði og bænd- um til lengri tíma litið - þeir veija þetta kerfi fram í rauðan dauðann." Ágúst Einarsson þingmaður um landbúnaðarstefnu stjórnarinnar, í Alþýðublaðinu. 180° stefnubreyting „Menn verða að virða það við mig þótt ég sé vantrúaður á að VSÍ hafi nú tekið 180° stefnu- breytingu." Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambands Is- lands, i Morgunblaðinu. Ummæli Gömlu góðu dagamir „Alveg er það merkilegt hvað gömlu dagarnir breytast oft í gömlu góðu dagana." Sigurborg Þrastardóttir, í Degi- Tímanum. Nennir ekki að fara með rulluna „Það er hefð fyrir því að menn skrökvi því að þeir hafi ekki þol- að þrýstinginn og látið undan fjöldaáskorunum. Ég nenni ekki að fara með þá rullu.“ Gunnar Ingi Gunnarsson sem hefur boðið sig fram til varafor- manns í Alþýðuflokknum, í Al- þýðublaðinu. Grýla dauð „Kommúnisminn er dauður og nú er hún grýla dauð og við erum jafnvel búin að kjósa gamlan komma fýrir forseta." Ellert Schram, í Morgunblaðinu. Stærstu högg- myndir heims Stærstu höggmyndir heimsins eru klettamyndirnar af Jefferson Davis, forseta Sambandsrikja Ameríku, Robert Edward Lee hershöfingja og Thomas Jonath- an Jackson hershöfðingja, en þær ná yfir hálfan hektara í hlíð- um Stone Mountains, skammt frá Atlanta í Bandaríkjunum. Þær eru rúmir 27 metrar á hæð og var unnið að þeim á árunum 1958-1970. Roy Faulkner var utan í fjallshiiðinni í átta og hálft ár með öflugt logskurðar- tæki ásamt samstarfsmanni sín- um, myndhöggvaranum Walter Kirtland Hanock, og öðrum starfsmönnum. Stærsta högg- mynd á íslandi er höggmynd Sig- urjóns Ólafssonar á framhlið stöðvarhúss Búrfellsvirkjunar. Hún er 360 fermetrar (60x6 m). Blessuð veröldin Dýrasta höggmyndin Hæsta uppboðsverð sem borg- að var fyrir höggmynd er 10,2 milljónir dollara. Það greiddi ónafngreindur Evrópumaður fyrir Petite danseuse de quatorze ans eftir Edgar Degas árið 1988. Þessi dansmær er frægust af bronsmyndum Degasar og eina höggmyndin sem hann sýndi á ævi sinni. Smáél á Vestfjörðum 1002 mb lægð um 400 km suður af landinu fer austur og grunnt lægð- ardrag fyrir vestan land hreyfist Veðrið í dag hægt suðaustur. Yfir Grænlandi er hæðarhryggur sem þokast austur á bóginn. í dag er hæg breytileg átt yfir landinu og víða léttskýjað, en smáél á Vestfjörðum og á annesjum vest- anlands. I kvöld og nótt er einnig búist við éljum á Suðvesturlandi. Frost 0 til 15 stig, kaldast í innsveit- um norðanlands. Á höfuðborgarsvæðinu er hæg breytileg átt og síðar sunnan gola. Léttskýjað í dag en smáél í kvöld og nótt. FYost 0 til 8 stig. Sólarlag í Reykjavík: 16.48 Sólarupprás á morgun: 09.37 Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.44 Árdegisflóð á morgun: 05.09 Veörið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaó -12 Akurnes léttskýjaö -6 Bergstaöir alskýjaö -8 Bolungarvík snjókoma -3 Egilsstaðir alskýjaö -6 Keflavíkurflugv. léttskýjaö -4 Kirkjubkl. léttskýjaó -4 Raufarhöfn skýjaö -8 Reykjavík léttskýjaö -7 Stórhöföi heiöskírt -2 Helsinki skýjaö 2 Kaupmannah. léttskýjaö 4 Ósló skýjaó -3 Stokkhólmur léttskýjaö 1 Þórshöfn skýjaö -1 Amsterdam léttskýjaö 6 Barcelona þokumóöa 10 Chicago heiöskírt 1 Frankfurt skúr á síö.kls. 9 Glasgow léttskýjað 0 Hamborg léttskýjaö 4 London heiöskírt 2 Los Angeles heiöskírt 22 Madrid heiöskírt 3 Malaga heiöskírt 9 Mallorca þoka í grennd 7 París léttskýjað 6 Róm þokumóöa 11 Valencia heiöskírt 10 New York þokumóöa 17 Nuuk skýjaö -4 Vín léttskýjaö 9 Washington alskýjaö 19 Winnipeg alskýjað 0 Stefán Benediktsson, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli: Ótrúleg sjón sem á vissan hátt var óhugnanleg „Því er ekki að neita að nýlið- inn októbermánuður er búinn að vera öðruvísi en aðrir október- mánuðir og þá ekki síður það sem af er nóvember. Þegar gosið hófst fylltist hér allt af fréttamönnum og ferðamönnum en þeir fóru nú flestir þegar útséð var um það að Skeiðará mundi hlaupa í bráð en eftir urðu vatnamælingamenn og þeir hafa verið hér allan tímann Maður dagsins við störf og ég vai' nýttur í að standa öryggisvakt fyrir þá á hlað- inu hjá mér ef Skeiöará skyldi hlaupa meðan þeir væru við vinnu á sandinum og það sýndi sig að full ástæða var að standa vaktina,“ segir Stefán Benedikts- son, þjóðgarðsvörður í SkaftafeUi, en hann hefur manna best fylgst með aUri atburðarásinni frá því gos hófst i Vatnajökli. Nú er samgöngulaust viö Skaftafell á landi að sunnaverðu en hvernig skyldi samgöngum verða háttað á næstunni? „Sam- göngur austur um og norður til að komast suður eru í raun og veru fyrir aUt venjulegt fólk aðeins fræðUegur möguleiki og þaö má Stefán Benediktsson. mikið liggja við að fólk fari að leggja það á sig á þessum árstima. Þá er flugið eftir og ég hafði sam- band við íslandsflug og heyrði þar að það væri ekki mikU von til að haldið yrði uppi áætlun á Fagur- hólsmýri en þeir er með sérleyfi á þá leið. Þá er Höfn næsti flugvöll- ur og sá kostur er aUs ekki að- gengflegur. Það eru 140 kUómetrar þangað og oft er mjög illfært yfir Breiðamerkursand. Við verðum því trúlega að treysta á lítil fyrir- tæki. Hér hefur meðal annars Flugfélagið Jórvík verið að fljúga undanfarna daga og ég bind vonir við að áframhald verði á.“ Stefán sagðist aftur á móti vera bjartsýnn á sumarið: „Það er alveg ábyggilegt að hamfarimar draga ekki úr ferðamannstraumnum í SkaftafeU heldur á ég von á að aukning verði á. Það verður samt margt öðruvísi og er þegar farið að ræða um einhverja umferðar- stjórn og það verður sjálfsagt að loka fyi-ir umferð inn á viss svæði þar sem jakarnir hafa verið mest- ir.“ Stefán sagði að dagurinn sem Skeiðarárhlaup hófst eigi eftir að endast i minningunni hjá honum það sem eftir er ævinnar: „TU- feUiö er að maður man kannski ekki skýrt margt úr lífi sinu en ég er hræddur um að atburðurinn á þriðjudagsmorgun, þegar ég kom út og sá að sandurinn var aUur orðinn kvikur og þama var að veltast ffam flóðalda, fuU af krapa, auri og jökum, lifi i minningunni. Þetta var ótrúleg sjón cg á vissan hátt óhugnanleg. Þarna kom það sér vel að sá sem sá þetta fyrst var frá Vatnamælingum og var að koma á vaktina og lét hann strax vita og menn sem voru á brúnni gátu því forðað sér í hveUi.“ -HK Myndgátan Komdu ljúfi leiði Nemendaleik- húsið hefur und- anfarinn mánuð verið að sýna Komdu ljúfi leiði eftir Georg Búc- hner í þýöingu Þorsteins Þor- ___________ steinssonar og er næsta sýning í kvöld. Sýningin er byggð á leikrit- unum Vojtsek og Leance og Lena og er sýningarhandrit eftir Hávar Sigurjónsson og leikhópinn og er Hávar jafntframt leikstjóri. Það eru nemendur á lokaári í Leiklist- arskóla íslands sem fara með öU Leikhús hlutverkin en nemendurnir eru AtU Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Gunnar Hans- son, HaUdór Gylfason, fnga María Valdimarsdóttir, HUdigunnur Þrá- insdóttir, Katla Margrét Þorgeirs- dóttir og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Tveir leikir í Lengjubikarnum Það erfrekar rólegt í íþróttum í kvöld en mikið fjör verður um helgina og keppt í mörgum íþróttagreinum. Það sem helst ber tU tíðinda í kvöld er að það verða leiknir tveir leikir í íþróttir Lengjubikarnum í körfubolta en átta lið eru eftir i keppninni, Á Sauðákróki leika TindastóU og Grindavík og í Reykjavík leika ÍR og Keflavík. Báðir leikimir hefjast kl. 20.00. Bridge Mörg athyglisverð spU komu fram á Ólympíumótinu í bridge á Rhodos og margar athyglisverðar tiUögur komu fram um hvað væri spU mótsins. Menn voru eðlilega ekki sammála um það eins og geng- ur en margir voru á því að Massimo Soroldini, einn liðsmanna sveitar San Marino, hefði átt útspU móts- ins. Hann hélt á spflum norðurs og heyrði þessar sagnir, vestur gjafari og aUir á hættu: * G98763 V K5 * 43 * 984 * * Vestur 2 * 3 ♦ N ♦ * Norður Austur Suður pass 2 Grönd pass pass 6 ♦ p/h Tveggja spaða opnun vesturs var tartan-sagnvenja (Jón og Símon) og lofaði fímm spflmn í sögðum lit og a.m.k. 4 spUum í láglit, punktastyrk- ur 5-11 punktar. Hann átti útspU eft- ir slemmustökk austurs og hugsan- ir hans voru á þann veg; „Vestur er með veika hönd og háspUin hljóta því flest að vera á hendi austurs. Af hverju ekki að reyna á þolrifín í vestri?" Skömmu síðar lá hjartafimman! á borðinu. ÖU spUin voru svona: ♦ G98763 * K5 ♦ 43 * 984 ♦ ÁD1042 «* 82 ♦ 9876 ♦ K7 N ♦ 5 S* ÁDG96 ♦ ÁK52 ♦ ÁG5 Dýrabogi Myndgátan hér aö ofan lýsir oröasambandi. ♦ K 10743 ♦ DG10 ♦ D10632 Vestur átti öruggan tapslag í trompi en var hræddur um að útspU norðurs væri frá einspUi. Hann ákvað því að fara upp með hjartaás, tók tvo hæstu í trompinu, laufkóng og svínaði síðan laufgosa. ÚtspUið tryggði því að samningurinn fór tvo niður en hefði sennUega staðið með öðru útspUi. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.