Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Blaðsíða 20
32 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 íþróttir unglinga Mér finnst raunhæft aö íslenska landsliðið í knattspyrnu standi sig vel gegn þeim bestu: Eignumst samt aldrei neitt ,,samba“-landslið - segir Guðni Kjartansson, þjálfari u-18 ára landsliðsins Knattspymuáhugafólk veltir því gjaman fyrir sér hver framtíð ís- lenskrar knattspymu raunverulega sé - og því er sífellt verið að bera okkar leikmenn saman við leik- menn í nágrannalöndunum sem sum hver byggja á mjög gamalli hefð. - Þeir svartsýnustu eru á þeirri skoðun aö við ættum, einfaldlega, að sætta okkur við að vera um eilífa framtíð í neðri hlutan- um, með þeim slöku, því við séum svo fá- menn þjóð. - Guðni Kjartans- Þannig hugsa son þjálfari. menn oft þegar A-landslið ís- lands hefur fengið slæman skell. Annað er þegar vel gengur, sem kemur þó fyrir, og þá er landslið okkar af allt öðru sauðahúsi. Þessi viðbrögð smita út frá sér því nýlega, eftir slæma útreið gegn Rúmenum, kvað einn af A-landsliðs- mönnum okkar upp þann úrskurð í DV að það þýddi nánast ekkert að vera að þessu: „Við erum engir snillingar og okkur hefur ekkert farið fram síðan Guðgeir Leifsson Umsjón Halldór Halldórsson var með löngu innköstin.11 Senni- lega er þetta rétt hjá Heimi Guðjóns- syni, að hluta til að minnsta kosti. Enginn efast þó um að íslenska A- landsliðið getur mun meira en þaö sýndi gegn Rúmenum. Eignumst aldrei „sambaliö" Guðni Kjartansson er þjálfari u-18 ára landsliðsins - og leiddi það til sigurs í stórmóti á Italíu í vor og er sá sigur ábyggilega einn stærsti sigur íslensks landsliðs til þessa því í þessu móti voru landslið frá mörg- um af mestu knattspymuþjóðum heimsins. Guðni hefúr einnig þjálf- að u-21 árs liðið og A-landsliðið og hefur náð hvað bestum árangri allra landsliðsþjálfara gegnum árin. DV hitti Guðna á landsliðsæfingu á Leiknisvelli fyrir skömmu. Hvemig skyldi hann sjá fyrir sér framtíð íslenskrar knattspymu - og hvað getum við helst gert til aö bæta okkur? „Efniviðurinn er fyrir hendi, það er alveg klárt - og það er vilji hjá KSÍ að bæta knattspymuna í land- inu. En vandinn er mikill því við erum bara um 260 þúsund manna þjóð og því úr litlum hópi að velja og segir það okkur ákveðna og löngu þekkta sögu. Norömenn gera rétt Árangursríkasta leiðin fyrir hin- ar fámennari þjóðir er að landslið þeirra beita skynsamlegum leikað- ferðum og leikmennirnir útfæri þær rétt. Við komum aldrei til með að tefla fram „samba“-landsliði að brasilískri uppskrift. - Við eign- umst aldrei þannig hóp snillinga, þótt það hendi af og til að upp komi einn og einn íslenskur leikmaöur í svipuöum gæðaflokki. Því er það aö þegar viö leikum sem spila í æðstu deild í Evrópu en það em þeir Þórður Guðjónsson hjá Bochum í Þýskalandi Eiður Guðjohnsen hjá Eindhoven í Hollandi og nú nýlega Haraldur Ingólfsson hjá Aberdeen í Skotlandi. Vonandi bætast fleiri í hópinn áður en langt um liður. En til þess að gera okkar leik- menn eftirsótta hjá toppliðunum í Evrópu verður íslenska landsliðið að vinna góða sigra og - ef það tapar - að það verði aldrei með stórum tölum. Góður árangur, i mörkum talið, vekur alltaf miklu meiri at- hygli í knattspymuheiminum en þó einhverjir einstaklingar liðsins sýni dágóða tækni sem skilaði samt ekki mörkum, hvað þá sigri. Lærum af mistökunum Þegar ég var á sínum tíma leik- maður með Keflavik sagði hinn enski þjálfari okkar að í Englandi væri fullt af leiknum knattspymu- mönnum sem yrðu aldrei góðir leik- menn því þá skorti sjálfsaga. Sjálfsagi er að mínu viti til dæm- is það að leikmaður dragi lærdóm af mistökum sínum og leggi sig ávallt allan fram við æfingar, sem og I leikjum, sé metnaðarfullur og standi sig vel, utan vallar sem inn- an. Hætt er við að leikmaður sem ekki fellur inn í þessa uppskrift staðni og hjakki í sama farinu, nú, eða þá að honum fari bara hreinlega aftur. - Þjálfari getur bent á mistök leikmanna og hvatt þá til dáða og, að sjálfsögðu, leiðir til úrbóta - en það er leikmaðurinn sjálfur sem tekur ákvörðunina um að bæta sig í knattspymunni og til þess að geta það þarf hann einmitt að beita sig miklum sjálfsaga. Fyrirnokkm ræddi fréttamaður við tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni og endaði hann spjallið með eftirfarandi orðum: „Strákar mínir, breytið ekki leik ykkar því þið emð svo góðir.“ Auðvitað get ég verið sammála fréttamanninum að miklu leyti því tvíburamir era ríkum hæfileikum búnir og miklar væntingar eru gerðar til þeirra sem framtíðar- leikmanna landsliðsins. Þeir mættu þó líta aðeins yfir farinn veg og athuga hvort þeir gætu ekki ein- hverju breytt til hins betra. Ég hef nefnilega þá skoðun að þeir geti komist í hóp þeirra bestu í Evrópu. Yfirbyggöir vellir Einn er sá möguleiki sem mundi bæta aðstöðu til knattspyrnuiðkun- ar á íslandi til mikilla muna og það er að byggja yfir knattspyrnuvelli eins fljótt og auðið er. Norðmenn byrjuðu á þessum framkvæmdum fyrir mörgum áram og hafa þær tvímælalaust skilað sér i stórbætt- um árangri. Mannvirkjanefnd KSÍ hefiu- þegar bent á hugmyndir um innanhússvelli og myndi tilkoma þeirra valda byltingu í íslenskri knattspymu. En eftir stendur þó að við verðum áfram fámenn þjóð - og á sunnu- daginn kemur þurfum við að sanna okkur gegn sterku landsliði írlands á útivelli. Vonandi tekst okkar mönnum vel upp. Getan til að sigra írana er fyrir hendi, það er enginn vafi - en því aðeins aö okkar strákar leiki af skynsemi," sagði Guðni Kjartansson. -Hson Þetta er hið fræga iandsliö l'slands í knattspyrnu, u-18 ára, sem sigraöi liö Slóvakíu, 4-3, í úrslitaleik og framlengingu, á stórmóti sem fór fram í Longiano á Ítalíu 8. apríl sl. Myndin er tekin eftir úrslitaleikinn. Verölaunagripirnir eru ekkert smásmíöi eins og sjá má. Liöið var þannig skipaö: Arnar Þór Viöarsson, Arngrímur Arnarson, Ásgeir Freyr Ásgrímsson, Bjarni Guöjónsson, Edilon Hreinsson, Eiöur Smári Guöjohnsen, Gunnar Sveinn Magnússon, Haukur Hauksson, Haukur Ingi Guönason, Heiöar Sigurjónsson, Hjalti Þór Vignisson, ívar Ingimarsson, Jóhann Birnir Guömundsson, Njöröur Steinarsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Rúnar Ágústsson, Siguröur Eií Haraldsson, Tómas Ingason, Þorbjörn Atli Sveinsson og Valur Fannar Gíslason. - Þjálfari er Guöni Kjartansson. gegn sterkum þjóðum, eins og t.d. Rúmenum, þá verðum við að miða okkar leikaðferð við ákveðnar for- sendur. Leikaðferðin ein dugar aft- ur á móti skammt ef einbeitingu og baráttugleði vantar. Bestu lið heimsins verða oftar en ekki að berjast af alefli til sigurs og því þá ekki við? Besta dæmið um vel heppnaða „taktíska" leiki er að fmna hjá Norðmönnum, og reyndar Svíum líka, og árangurinn lætur ekki á sér standa. Þessar fámennu frændþjóð- ir, sem við getum kallað svo, hafa með skynsamlegum leikaðferðum unnið marga glæsta sigra og komið mörgum leikmanna sinna á mála hjá toppliðum i Evrópu fyrir vikið, eins og á Ítalíu, Englandi og víðar. Aö kunna aö spiia varnarleik Ef ég reyni nú að fara örlítið út í smáatriðin þá ætti það að vera eitt af grundvallaratriðunum við upp- stillingu á íslensku landsliði að það sé skipað í það minnsta sex leik- mönnum sem kunna virkilega að útfæra sterkan vamarleik - því þeg- ar okkar menn era ekki með bolt- ann þá era þeir, að sjálfsögðu, allir varnarmenn, hvar á veliinum sem þeir era - og ekki er verra að brjóta sókn andstæðinganna á vallar- miðju. Algert lykilatriði er einnig að hafa einn til tvo fljóta framlínu- menn sem geta ógnað og tvo til þrjá miðvallarleikmenn með góða yfir- ferð sem á réttum augnablikum gætu skotist í sóknina. Svo er það að sjálfsögðu mjög stórt atriði að leikmenn geti haldið bolta ef þörf er á - og því má svo einnig bæta við að ákveðinn tilgangur verður alltaf að vera með öllum sendingum leik- manna. Hvað varnarleikinn varðar er þaö mín bjargfasta skoðun að leggja eigi höfuðáherslu á að verja af hörku Þóröur Guðjónsson var góöur í leiknum gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli á dögunum. Hér er hann aö kljást viö rúmenska snillinginn Hagi og haföi betur. Þórður leikur meö Bochum í Bundeslígunni þýsku. DV-myndir Hson mestu hættusvæðin þvi mörkin koma ekki frá miðju - það liggur nokkuð ljóst fyrir. Ég hef lýst hér að framan skoðun minni á því hver stefnan eigi að vera, í grófum dráttum, hvað varðar leikaðferð íslenska A-landsliðsins - en auðvitað þarf aö sinna mörgum öðrum smáatriðum sem koma alltaf upp hjá knattspymuliðum og af- greiða þau fljótt og vel. Ég efast ekkert um að við eigum í dag leikmenn með þá eiginleika og sjálfsaga sem þarf til að framfylgja fyllilega því leikskipulagi sem nefnt er hér að framan. Sigfried Held, hinn þýski lands- liðaþjálfari Islenska A-liðsins fyrir nokkrum árum, benti eitt sinn réttilega á að það væri mikill kostur ef íslenskir knattspymumenn spil- uöu með sterkum erlendum liðum því þeir myndu miðla aukinni þekk- ingu og getu í landslið íslands. Fyrir utan Noröurlöndin eru núna aöeins þrír íslenskir leikmenn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.