Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 Fréttir Stuttar fréttir i>v 9 íslendingar hafa látist í Danmörku á þessu ári: Flestir létust af fíkniefnaneyslu - fleiri sendiráö og ræðismenn í miklum vanda vegna íslendinga ytra „Samkvæmt heimildum, sem DV telur öruggar, hefur sendiráð Is- lands í Kaupmannahöfn aðstoðað við heimflutning níu látinna íslend- inga það sem af er árinu. Flestir hinna látnu létust af völdum fikni- efnaneyslu en að öðru leyti var um að ræða fólk komið um og yfir miðj- an aldur á ferðalagi í Danmörku sem varð bráðkvatt. Bjarni Sigtryggsson, upplýsinga- fulltrúi utanríkisráðuneytisins, kveðst ekki geta staðfest töluna vegna þess að upplýsingar um margvíslega persómúega þjónustu sendiráðanna við íslendinga erlend- is sé ekki flokkuð sérstaklega og send ráðuneytinu. Hann dregur hana hins vegar ekki í efa. Róbert Trausti Ámason sendi- herra vildi í gær hvorki staðfesta né afheita þessari tölu og óskaði jafn- framt ekki eftir að ræða málið við fjölmiðla þar sem í flestum tilfellum væri um mjög sársaukafull atvik að ræða, bæði fyrir aðstandendur hinna látnu, hann sjáifan og starfs- fólk sendiráðsins. Bjarni Sigtryggsson segir að sendiherrar íslands inni mörg störf af hendi án þess að skjöl um það komi í ráðuneytið, þeirra á meðal sé aðstoð við ættingja fólks sem deyr erlendis og aðstandendur leita beint til viðkomandi sendiráðs án milli- göngu utanríkisráðuneytisins. Við andlát á erlendri grund þurfi að framkvæma margvíslega pappírs- vinnu sem er misflókin eftir lönd- um og ættingjar misjafhlega í stakk búnir að takast á við. Bjami segir að sendiráðin aðstoði fólk á ýmsa vegu, svo sem þá sem veikjast eða slasast og lenda inni á sjúkrahúsum eða í fangelsum, eða er vísað úr landi. Álag á sendiráðin vegna mála af þessu tagi sé mismik- ið en virðist vera einna mest á sendiráðið í Kaupmannahöfh og í París en varla líði sú vika að ekki sé eitthvert slíkt mál í gangi hjá sendi- ráðunum, ýmist vegna dauðsfalla, aðstoðar við vegalaust fólk við að komast heim og annarra vandræða. Hvað varði sendiráðið í Kaup- mannahöfn þá sé það alþekkt að talsverður fjöldi Islendinga haldi til í Danmörku og sé hvorki í námi eða starfi auk þeirra sem þar hafa fasta búsetu og öragga afkomu. Þá sé Kaupmannahöfn vinsæll áfanga- staður ferðafólks. Skýringin á ann- ríki sendiráðsins í París sé á sama hátt sú að það sendiráð þjóni jafn- framt Spáni, Portúgal og Ítalíu en íslendingar ferðast í miklum mæli til þessara landa auk Frakklands. Bjarni vekur einnig athygli á þjónustu kjörræðismanna íslands víða rnn heiminn sem annist sams konar persónulega þjónustu og sendiráðin við Islendinga. Þar sé sér á parti þjónusta ræðismannsins í Bangkok í Taílandi en þangað hef- ur fjöldi íslendinga sótt undanfarin ár og margir hverjir hafa gengið þar á svig við lög og reglur og heil- brigða lífshætti og verið fluttir heim fyrir milligöngu ræðismannsins mjög misjafiilega á sig komnir and- lega og líkamlega og stundum dauð- vona af völdum sjúkdóma og fikni- efnaneyslu. „Það hafa töluvert margir verið aðstoðaðir við að kom- ast heim frá Tailandi á þessu ári en ég er ekki með nákvæma tölu um fjölda þeirra heldur," sagði Bjarni Sigtryggsson, upplýsingafulltrúi ut- anríkisráðuneytisins, í samtali við DV. -SÁ Fjórir í fangelsi Héraðsdómur hefúr dæmt fjóra menn til 2)4 árs fangelsis og greiðslu sektar fyrir stórfelld- an innflutning og sölu á e-töfl- um. Tryggir yeiðiheimildir Samruni ÚA og útgeröarsviðs KEA tryggir veiðiheimildir sem nema 25 þúsund þorskígildum eftir að Burðarás hf. eignaðist hlutabréf í ÚA. RÚV sagði frá. Aðeins viijayfirlýsing Borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks telur að vald sé fært til ráðherra með breytingum á Landsvirkjun og sjálfstæði fyrir- tækisins minnki, skv. Stöð 2. Allir í einni vél? Formaður almannavamaráðs vildi að ríkisstjómin færi ekki öll í einni vél að skoða Skeiðar- árhlaup. Sex ráðherrar og emb- ættismenn vom um borð, skv. Stöð 2. 17 miljjónir í biðlaun BHM telur að starfsmenn Landmælinga íslands eigi að fá 17 milljónir í biölaun ef stofhun- in verður flutt til Akraness. Út- varpið sagði frá. Kærðu uppsagnir Verkalýðsfélög í Skagafirði hafa kært Fiskiðju Skagfirðings fyrir að hafa sagt upp starfsfólki á fólskum forsendum, að sögn RÚV. -GHS Geðfatlaður byssumaður á veitingastað á Egilsstöðum: Ógnaði starfsstúlku og sagðist leiöur á lífinu - lögreglan er óttaslegin vegna mannfæðar „Hann beindi byssunni að sjálf- um sér og sagðist vera orðinn leiður á lífinu. Starfsstúlka hér fékk að líta framan í byssuhlaupiö og maðurinn hagaði sér þannig að manni fannst hann til alls líklegur. Mér finnst al- vsælegt að byssan skuli ekki hafa fundist og það virkar hreint ekki traustvekjandi fyrir Héraðsbúa að einn lögreglumaður skuli þurfa að koma á staðinn í tilvikum sem þess- um,“ segir Geir Gígja, umsjónar- maður Pizza 67 á Egilsstöðum, en geðfatlaður maður kom inn á stað- inn í fyrrakvöld og hagaði sér dólgs- lega eftir að hafa dmkkið um stund. Geir segir manninn hafa byrjað á þvi að fá sér í glas og síðan þegar líða tók á hafi hann sagt starfs- stúlkunni að hann væri með hlut sem hann mætti ekki hafa. Hún hafi talið það áfengi og því ekkert gert í málinu. Síðan hafi henni bragðið mjög þegar maðurinn tók byssu fram úr jakkaerminni. „Stúlkan var hrædd við að láta manninn verða varan viö það að hún reyndi að ná í hjálp. Hún skrif- aði á miða og lét mig hafa hann og ég hringdi á lögregluna," segir Geir. Tveir lögreglumenn eru á Egils- stöðum. Annar var í embættiserind- um á Hallormsstað og því kom einn lögreglumaður á staðinn. Að sögn Geirs var það síðan tilviljun að hann fékk hjálp frá lögreglumanni sem vinnur með Vegagerðinni og var að koma til þess að fá sér pitsu. „Þeir töluðu við manninn en hann vildi ekki kannast við að hafa verið með byssu. Hann hafði gengið inn og út í bil sem hann var með og spumingin er hvað hann hafi gert við hana. Síðar viðurkenndi hann að hafa verið með byssu en sagðist hafa hent henni í Lagarfljótið. Það er mjög ótrúlegt." Eftir nokkra baráttu og eina brotna rúðú í lögreglubílnum tókst að koma manninum í lögreglubíl- inn. Honum var ekið á sjúkrahúsið í Neskaupstað. „Auðvitað er mjög slæmt að við skulum ekki fá meiri mannskap. Lögreglumaður á vakt fer ekki að eyða tíma í að kalla út héraðslög- reglumann þegar tilkynnt er um að byssumaður ógni fólki því þá þarf að bregðst skjótt við. Þá er lítið spennandi að vera einn á vakt. Við erum virkilega óttaslegnir yftr þessu ástandi því það eru alltaf að koma upp mál þar sem byssur koma við sögu. Miðað við íbúafjölda ætt- um við að vera sex hér en ekki tveir og við þökkum fyrir að ekki fór illa í þetta sinn,“ segir Úlfar Jónsson, varðstjóri lögreglunnar á Egilsstöð- um. -sv Sólin er ökumönnum erfiö um þessar mundir því hún er lágt á lofti og rúöur oft skítugar og hélaöar. Ökumaður þess- arar fólksbifreiöar blindaðist af sóiinni og sá því ekki þegar strætó stoppaöi á Hringbrautinni í gærmorgun. Bílstjór- inn slapp ómeiddur en kona, sem var meö honum í bílnum, var flutt á slysadeild. DV-mynd S Staurinn inn í miðjan bíl „Þetta leit mjög illa út því staur- inn hafði gengið inn í hlið bilsins og inn í hann miðjan fyrir framan far- þegann. Sá hafði náð að kasta sér upp á milli sætanna og þar sat hann fastur," sagði lögreglumaður í Hafn- arfiröi við DV í morgun. Bifreiðin sem um ræðir lenti á ljósastaur á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gær- kvöld en lítil meiðsl urðu á þeim sem í henni vora. Bílstjórinn var sjálfur kominn út þegar að var kom- ið en talið var að farþeginn hefði brákast eða brotnað á fæti. Hálka var á götunni þegar þetta gerðist og akstur líklega ekki miðaður við þær aðstæður þegar í beygju var komið. -sv ' 50% j rödd >á FÖLKSINS 904 1600 nei Eru samningar um Smuguna tímabærir? Bandaríski körfuboltinn í nótt: Houston sigraði í framlengingu Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt urðu þessi: Denver-Houston..........108-110 Golden State-New York . 100-105 Portland-Minnesota........95-94 Orlando-New Jersey......108-95 Phoenix-Seattle .........98-103 Sacramento-Atlanta........87-91 Denver og Houston háöu hörkuleik þar sem úrslit réðust ekki fyrr en i fram- lengingu. Hakeem Olajuwon fór á kost- um í henni og var maðurinn á bak við sigur liðsins. „Hann var lykillinn að sigri Houston Við réðum ekkert við hann,“ sagði Bickerstaff, þjálfari Den- ver. Olajuwon skoraði 36 stig fyrir Hou- ston og Barkley 16 stig og 15 fráköst. Patrick Ewing var einnig góður þegar New York sigraði Golden State, skoraði alls 33 stig. Kenny Andewrson skoraði sigurkörfu Portland gegn Minnesota þegar leiktím- inn var að fjara út. Orlando og New Jersey léku í Tokyo. Penny Hardaway skoraði 23 stig fyrir Orlando en fyrir New Jersey skoraði Kendall Gill 22 stig. Gary Payton skoraði 25 stig og Hersey Hawkins 24 þegar Seattle vann sigur á Phoenix á útivelli. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.