Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1996, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1996, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1996 Fréttir Flokksþing Alþýöuflokksins um helgina: Allir ganga ósár- ir frá þinginu - segir Sighvatur Björgvinsson, nýkjörinn formaður flokksins „Það eru engin illindi eða ójöfn- uður í Alþýðuflokknum og það fara allir ósárir frá þessu flokksþingi," segir Sighvatur Björgvinsson, ný- kjörinn formaður Alþýðuflokksins, á flokksþinginu sem haldið var í Perlunni um helgina. Sameining flokka á vinstri vængnum var mikið rædd á flokks- þinginu og að sögn Sighvatar var full samstaða um stefnuna í þeim málum. „Alþýðuflokkurinn vill að gengið sé eftir þeirri braut,“ segir Sighvatur en segir að framhaldið og árangurinn ráðist af undirtektum þeirra sem máliö varðar. Stefna Al- þýðuflokksins og Þjóðvaka sé hins vegar skýr og afdráttarlaus í sam- einingarmálum. „Ég á ekki von á því að aðrir séu þversum en það get- ur verið að á ýmsum vettvöngum sé að flnna fólk sem kannski er ekki jafnáhugasamt um sameiningu og við erum,“ segir hann. Nokkuð óvenjulegt orðalag er í nokkrum ályktunum þingsins um sameiningarmál og er talað um sameiningu jafnaðarmanna og sam- vinnumanna. DV spurði Sighvat hvort verið væri að biðla til Fram- sóknarmanna. „Það er verið að biðla til allra jafnaðarmanna hvar í flokki sem þeir standa,“ sagði Sig- hvatur Björgvinsson, formaður Al- þýöuflokksins. -SÁ Mokveiði á síldar- miðunum DV, Seyðisfirði: Síldveiðarnar glæddust mjög í síðustu viku enda var veðráttan miklu hagstæðari en verið hafði dagana þar á undan. Síðustu sól- arhringana hefur sfldin síðan verið að fjarlægjast landið nokk- uð og veiddist 40 sjómílur ANA af Glettinganesi. Þar fengust góð köst af vænni sild sem hentar vel til vinnslu til manneldis. í gær var sfld landað á öllum höfnum austanlands. Hér eru Svanur og Víkurberg að landa og hjá Dvergasteini er unnið á vöktum við frystinguna og hafa þar verið fryst rúm 1200 tonn. Hjá Strandasfld hefur verið salt- að í rúmlega 16 þúsund tunnur og fryst um 500 tonn. Mikifl hug- ur er nú í fólki meðan góð veiði og veörátta fara saman og síldin er væn og matarleg. -JJ Nýkjörinn varaformaöur og formaöur Alþýöuflokksins, Ásta B. Þorsteinsdóttir og Sighvatur Björgvinsson, á flokks- þinginu sem haldiö var f Perlunni um helglna. Jón Baldvin Hannibalsson, fráfarandi formaöur, mælti meö Sighvati sem arftaka sfnum. Þaö gekk eftir. Jón Baldvin mælti einnig meö þvf aö Guömundur Árni yröi áfram varaformaöur. Paö gekk ekki eftlr. DV-mynd GVA Nýr varaformaður Alþýðuflokksins: Sameinaðir jafnaðarmenn lífsnauðsyn „Mér líst mjög vel á að gegna varaformennsku í Alþýðuflokkn- um,“ segir Ásta B. Þorsteinsdóttir, nýkjörinn varaformaður Alþýðu- flokksins. Um sameiningu jafnaðarmanna, sem var mikið rædd á flokksþing- inu, segir Ásta: „Allir helstu leiðtog- ar Alþýðuflokksins hafa lýst vilja sínum til þess að þetta gangi eftir. Ég held að fólk skilji þessa nauðsyn að tfl verði sterkt afl sem mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn," Ásta segir að félagshyggjufólki sé að verða það betur ljóst að jafnaðar- menn, hvar í flokkum sem þeir kunni að vera, verði að efla sam- stöðu með sér eftir að sú ásýnd sem ríkisstjómin kýs að sýna hefur orð- iö ljós. „Rannveig Guðmundsdóttir, formaður Þingflokks jafnaðar- manna, hefur þegar átt mjög gott samstarf við aðra flokka í stjómar- andstöðu, m.a. Kvennalistann, og ég er sannfærð að það hefur faflið í góðan jarðveg,“ segir nýkjörinn varaformaður Alþýðuflokksins. -SÁ Með albestu helgum í höfuðborginni „Þetta var bara með albestu kvöld- um í langan tíma. Það var fátt í mið- borginni, aðeins um 800 manns, og enginn voði átti sér staö,“ sagði Grét- ar Norðfjörð, talsmaður lögreglunnar í Reykjavík, í samtali við DV i gær. Grétar sagði jafnframt að það væri nánast „lygilegt að segja“ að ein helgi hefði liðið í Reykjavík án þess að eitt- hvaö teljandi hefði gerst. „En svona er bara lífið,“ sagði Grétar. -Ótt Dagfari tapaði en Sighvatur vann Tyson Tvær miklar orrustur vom háð- ar um helgina. Annars vegar var það hnefaleikakeppnin milli Tysons og Holyfields og hins vegar að sjálfsögðu risaslagurinn í Al- þýðuflokknum milli Sighvats Björgvinssonar og Guðmundar Árna Stefánssonar. Báðar þessar orrustur vöktu slíka athygli og eft- irvæntingu að kosning Clintons sem forseta Bandaríkjanna féll al- gjörlega í skuggann. Enda vom það ekki nema rétt 50% kjósenda í Bandaríkjunum sem höfðu áhuga á þeim kosningum. Hinn helmingur kjósendanna sat heima og beið eft- ir að Tyson rotaði Holyfield og Guðmundur Ámi legði Sighvat. Þessi tvö einvígi bar upp á sama sólarhringinn. Og það var spenna í loftinu, rafmögnuð spenna. Alþýðuflokksmenn eru áhuga- samari en Bandaríkjamenn um kosningar. Níutíu og fimm prósent fulltrúa á flokksþingi kratanna kusu í formannskosningunni. Fyrst hylltu þeir Jón Baldvin og horfðu á Bryndísi gráta á öxl bónda síns af einskærum fögnuði yfir því að hann væri loksins laus úr þeim viöjum að stjóma þessum flokki. Enda hefur Jón Baldvin aldrei getað um frjálst höfuð strok- ið síðan hann geröist karlinn í brúnni og reyndi aö stýra þessu baldna liði til einhverra áhrifa. Nú er þeirri píslargöngu lokið og Bryndís grét af gleði. Svo komu úr- slitin um eftirmanninn. Sighvatur náði rúmlega 50%. Fékk 177 at- kvæði. Guömundur Árni fékk 158 atkvæði. Ekki mátti miklu muna. Ef ein fjölskylda hefði tekið sig saman og kosiö öfugt hefðu úrslit- in orðið önnur. Enda var Sighvat- ur ekki merkjanlega glaður með kosningu sína. Næstum því fúll og Guðmundur var líka pínulitið fúll en bar sig vel og ætlar að vera í flokknum áfram. Það teljast nokkur tíðindi í Al- þýðuflokknum enda em fordæmi fyrir því að sá sem tapar formanns- kosningu í Alþýðuflokknum stofn- ar nýjan flokk eða leggst í útlegð til að ná sér niðri á þeim formanni sem nær kosningu. Það veit ekki á gott fyrir Alþýðuflokkinn ef Guð- mundur Árni ætlar að vera í Al- þýðuflokknum áfram. Sighvatur veit á hverju hann á von. Hann hefði betur fengið fleiri atkvæði og rotað Guðmund Árna í eitt skipti fyrir öll. Seinna um kvöldið hófst svo box- ið hjá Tyson og Holyfield og allir biðu eftir því að Tyson rotaði Holyfield og sýndi þar með krötum hvemig menn afgreiða andstæð- inga sina í eitt skipti fyrir öfl. En sá slagur fór á annan veg. Holyfield neitaði að gefast upp og hafði raun- ar yfirburði gegn Tyson sem varð að játa sig sigraðan í elleftu lotu. Sem var á elleftu stundu, þvi ann- ars hefði Holyfield rotað Tyson. Nú verður að hafa í huga að Tyson átti við rammari reip að draga en Sig- hvatur vegna þess að það er ekki heiglum hent að rota mann sem heitir Holyfield. Hinn heilagi akur. Svoleiðis menn gefa sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Guðmundur Árni hefði betur heitiö Holyfield. Þá heföi honum gengið betur. Holyfield sigraði eins og Sighvatur og eftir atvikum geta báðir verið nokkuð stoltir af sigrum sínum í ljósi þess að þetta voru teknisk rot- högg og það tekur ailtaf einhvern tíma fyrir andstæðinginn að ná sér aftur. Tyson mun ömgglega jafna sig og skora Holyfield aftur á hólm og það sama mun Guðmundur Ámi gera, enda munaði ekki nema einni eða einni og hálfri flölskyldu á flokksþinginu að hann hefði Sig- hvat undir. Þannig að þeir eru ekki hættir, Guðmundur Ámi eða Tyson, og það eru spennandi tímar framundan, bæði í boxhringnum og í Alþýðuflokknum, og sá hlær best sem síðast hlær. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.