Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1996, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1996, Síða 13
MÁNUDAGUR 11. NÓYEMBER 1996 lenning Beinagrindin söm við sig Nýjasta bók Sigrúnar Eldjárn er sjálfstætt framhald fyrri bóka hennar um krakkana i leynifélag- inu Beinagrindinni. Þau systkin, Beini og Gusa, ásamt vinunum Birnu og Ásgeiri halda áfram að lenda í ýmsum ævintýrum og virðast hafa einstakt lag á að þefa uppi vandræði. Sumarið er komið með skóla- f\ leyfi og sumarvinnu. Beini, sem í er elstur, er í unglingavinnunni og Ásgeir og Birna, sem eru tíu ára, hafa tekið að sér að passa lít- inn skæruliða að nafni Hreggvið- ur. Gusa er bara sex ára og held- ur sig í námunda við bróður sinn á daginn, þannig að hann getur haft auga með henni samhliða garðvinn- unni. myndimar styðja vel við textann og bæta jafnvel við hann. Sagan hefst á viðureign Bimu og Ásgeirs við Hreggvið litla sem hefur ákveðnar skoðanir á hlut- unum og er aldrei kyrr. Þau upp- götva smám saman að barnapössun er ekki eins ein- Sögusviðið er garðurinn í hverfi krakkanna og aftast I bók- inni er yfirlitsmynd af honum Bókmenntir Oddný Árnadóttir þannig að lesendur geta glöggvað sig á umhverfi sögunnar. Höfund- ur hefur sjálfur myndskreytt bók- ina rikulega og skemmtilegar Barnapössun er ekki einfalt mál. falt mál og þau héldu, og snúið að njósna um grunsamlega einstakl- inga með bamið í eftirdragi. Þau detta niður á það snjallræði að binda hann við tré í garðinum meðan þau njósna. Saman gera svo krakkarnir ýmsar og mis- þægilegar uppgötvanir, og i ofaná- lag hverfur litli ólátabelgurinn sem átti að vera bundinn við tréð. Þegar leitin að honum dregst á langinn fara að renna tvær grím- ur á njósnahetjurnar en allt fer þó vel að lokum. Þó að höfundur velji sér það hefðbundna svið að fialla um bar- áttu góðs og ills gerir hún það á mjög raunhæfan hátt og varast að draga persónurnar upp i svart/hvítu. Þeir sem virðast hafa slæmt í hyggju i fyrstunni reynast þrautgóðir á raunastund og þeir sem brjóta af sér geta iðrast og gert yfirbót. Hins vegar finnst mér aldurs- munur sögupersónanna óraun- hæfur. Það er ólíklegt að fiórtán ára strákur nenni að vera í leyni- félagi með tveimur tíu ára og einni sex ára jafnvel þó að hún sé „klókur krakki" og úrræðagóð. Það kemur fram að honum er strítt á því að vera oftast með yngri krökkum en ég held að hann yrði hreinlega lagður í ein- elti fyrir það. Ef til vill er tilgang- ur höfundar sá að sýna fram á hvað aldur skipti litlu máli þegar góður hópur krakka tekur sig saman um að láta gott af sér leiða eins og þessir gera. Á heildina litið er þetta hugljúf og skemmtileg saga fyrir yngstu lesenduma og myndirnar falla ör- uggiega í góðan jarðveg. Sigrún Eldjárn: Beinagrind með gúmmíhanska Forlagið 1996 Kínversk kynngi Að þessu sinni eru það engar ýkjur að segja þessa skáldsögu stórbrotna og hrífandi, eins og gert er á bókarkápu. Og klisjumar lifi: Amy Tan hefur hér skrifað bók sem heldur lesandanum föngnum alveg frá upphafi til enda! Þó er sagan síður en svo klisju- kennd, nær væri að segja hana nýstárlega, a.m.k. fyr- ir okkur Vesturlandabúa. Amy Tan, sem er af kínversku bergi brotin, sló í gegn með fyrstu bók sinni, Leik hlæjandi láns, árið 1989. Hún fylgdi þeirri bók vel eftir með Konu eldhús- guðsins tveimur árum síðar, en það verk virðist að sumu leyti vera nán- ari útfærsla á einum þræði framraunarinnar. Lunginn úr Konu eldhúsguðsins er frásögn kínversk- borinnar móður af uppvaxtaráram sínum í Kina, skelfilegu hjónabandi og landflótta til Bandaríkjanna. Það er dóttir hennar, Pearl, sem hlustar og skapar ramma utan um megin- söguna. Hin persónulega harmsaga móðurinnar, sem er nógu safarík ein og sér, fléttast saman við styrjöld og byltingu á fiórða og fimmta áratug þessarar aldar. Hefst saga móðurinnar á því að henni er komið fyrir hjá frændfólki eftir að móðir hennar hverfur spor- laust og lýkur um það leyti sem kommúnistar komast til valda. Hér er höfuðáhersla lögð á kínverska menn- ingararfinn, síður á samspil menningarheima eins og í Leik hlæjandi láns. Saga móðurinnar skiptir eigi að síður sköpum fyrir dótturina en ekki verður ljóstrað upp af hverju. Amy Tan hefur aðdáunarvert vald á frásagnar- hætti sínum. Textinn streymir víðast hnökralaust fram, tæknin slík að maður tekur ekki eftir henni. Vel formaðar sviðsetningar reka hver aðra, kryddað- ar eðlilegum samtölum, austurlenskri lifsspeki og myndmáli. Enda skilur Amy ekki eftir lausa heldur hnýtir þá laglega saman og nær þannig skemmtileg- um speglunum í söguna. Hún kemst nánast ósködduð frá því að flakka með sjónarhomið á milli mæðgnanna en aftur á móti er nokkurt ójafnvægi í byggingu bókarinnar vegna þess hve frásögn Pearl er lítilsigld miðað við frá- sögn móður hennar. Einnig mætti fetta fingur út í niðurlagið, það er allt að því væmið. Sverrir Hólmarsson nær andblæ og stil frumtext- ans glettilega vel í þýðingu sinni þó aö ef til vill hefði mátt fansa meira. Hann leyfir textanum að vera ofur- lítið framandlegum sem Ijær honum sjarma án þess að gera hann óaðgengilegan. Prentvillur eru í hófi og glöp eins og „hundruðir manna“ stinga í stúf. Amy Tan. Kona Eldhúsguðsins. Sverrir Hólmarsson þýddi. Vaka- Helgafell 1996. Bókmenntir Rúnar Helgi Vignisson PS... Slaður og trúgirni Spaugstofúmenn leiklásu Hrólf eða Slaður og trúgimi eftir sýslumann Sigurð Pétursson í Þjóðleikhúskjall- aranum á mánudagskvöldið var. Mátti segja um þá sýningu eins og Jónas Sen sagði hér í blaðinu um flutning Benjamíns Bagbys á Þrymskviðu að áhorfendur skelli- hlógu þó að brandararnir væru orðn- ir ævagamlir. Auðvitað var það ekki alltaf texti Sigurðar sem hlátur vakti, oftar vom það hinir funu leikarar og leikur þeirra að texta og aðstæðum sem skemmtu okkur. Persónur eru auðvitað einhliða en svolítið gaman er að helsti fulltrúi mannlegrar skynsemi í verkinu er Sigríður kona bóndans sem finnst svo gaman að láta blekkjast, og fulltrúar hins góða er unga fólkið. Þökk sé Listaklúbbnum fyrir að gera þessa gersemi aðgengilega eina kvöldstund. Viðtalsbók við Klaus Rifbjerg Munksgaard Rosinante var að gefa út viðtalsbók við rithöfúndinn Klaus Rifbjerg sem fær finar viðtökur í heimalandinu Danmörku. Henrik Juul Jensen hitti Klaus á öllum þrem heimilunum sem hann rekur víðs vegar um heiminn, samtölin útskrif- uö af segulböndum fylltu 750 síður sem Henrik stytti niður í 153 og legg- ur aðaláherslu á manninn, ekki verk- in, segir gagnrýnandi Jyllands-Post- en, Preben Meulengracht. En Rifbjerg talar auðvitað um verk sín, um að skrifa til að þefa af hinum áþreifan- lega veruleika. Skriftimar eru eró- tískur verknaður, segir hann í bók- inni: „Ég vil faðma heiminn. Ég vil hafa samfarir við veruleikann - eiga böm með honum sem ef til vill geta haldið mér og hugsunum mínum við. Eða heiminum að minnsta kosti ..." Varla er hægt að orða markmið lista- mannsins skýrar, segir Preben. Dúfan flýgur Helstu íslenskar stjömur á bóka- messu i Gautaborg, sem lauk nýlega, voru Steinunn Sigurðardóttir og Friðrik Erlingsson sem bæði voru tekin tali á opinberum og vel sóttum viðræöufundum vegna útkomu bókanna Hjartastaður og Benjamín dúfa á sænsku. Auk þess var Stein- unn sjálf spyrjandi á sams konar spjallfundi þeirra Görans Tun- ströms, en ný skáldsaga hans gerist á íslandi og mun Þórarinn Eldjám vera að þýða hana. Benjamín dúfa hefur verið í sviðs- Ijósinu í Sviþjóð því kvikmyndin hefur líka verið sýnd þar undanfarið við góðar undirtektir. Bönnuð innan ellefu ára. Dúfan er komin út á finnsku líka og væntanleg á dönsku og ítölsku, og þarf engu að kvíða ef marka má sænska dóma. „Hrifning- in á bókinni var sláandi," segir Frið- rik, „meðal annars var sagt að þetta væri fyrsta bókin í mörg ár af viti fyrir þennan aldurshóp. Gaman líka að fmna áhugann á íslandi." Loks má geta þess að kvikmyndin eftir Benjamín dúfu er komin á sölu- myndband. 13 „Lofaðir þú viðskiptavininum að hannfengi sendinguna vestur innan sólarhrings? Við hjálpum þér að standa við það!“ Landflutningar-Samskip aka daglega til allra helstu þéttbýlisstaða lands- ins. í samvinnu við Flutninga- miðstöðvar Norðurlands, Suður- lands og Austurlands eru ferðir einu sinni til fjórum sinnum í viku á alla minni staði. Við flytjum allt frá smá- pökkum til þungavöru og tökum við sendingum til allra landshluta í afgreiðslunni að Skútuvogi 8. Landf/utningar J SAMSKÍP Skútnvogi Sy Rt-s4ja»ók. Símfc 56'9-:84tiG. fa.é; S69M8I6S7. AJgreióslutími Landjlutninga-Samskipa: Mánudaga-jimmtudaga: 8-17 Jdstudaga 8-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.