Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1996, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1996, Side 10
10 enning FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 DV Afmælishátíð Leikfélag Mosfellssveitar held- ur upp á 20 ára afmæli sitt með því að hafa opið hús í Bæjarleik- húsinu dagana 13.-15. nóvember kl. 20-22. Verður íjölbrejdt dagskrá, upplestur og leiklist og ljósmynda- sýning. Meðal annars verður í kvöld flutt dagskrá efth- Birgi Sigurðsson um leiklist í MosfeOsbæ frá 1909 til okkar daga. Dagur íslenskrar tungu Á laugardaginn á Jónas Hallgrímsson (189 ára) afmæli og þá er dagur íslenskr- ar tungu. Stofnun Áma Magnússonar gengst fyrir samkomu i stofu 101 í Lög- bergi kl. 14 þann dag þar sem Ólafúr HaOdórsson handritafræðingur talar um Kvæði Jónasar HaOgrímssonar í eig- inhandarriti og Sveinn Yngvi EgOsson bókmenntafræðingur spyr Hvers konar kvæði orti Jónas? Einnig verður opnuð sýning á eiginhandarriti Jónasar að nokkrum merkustu kvæðum hans sem nýlega bárust stofnuninni frá Ámasafni í Kaupmannahöfn. Elegía Japis hefur gefið út hljómdisk með nafninu Elegía. Þar leika Gimnar Kvaran sellóleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari verk eftir ýmsa höfunda. Hljómdiskurinn er tOeink- aður minningu Guðmundar Tómasar Ámason- ar sem lést ungur maður ekki aOs fyrir löngu. Á diskinum em tuttugu lög og stutt verk eft- ir íslenska og erlenda höfunda. Flest verkin em alþekktar perlur, sum upphaflega samin fyrir seOó, önnur ekki. HaOdór Hansen fjaOar um saknaðarljóðið, elegíu, í bæklingi með diskinum og bendir á að öO verkin á honum eigi það sammerkt að tjá söknuð þótt þau séu að ööru leyti hvert með sínu sniði. Verður að taka undir þaö með HaOdóri að verkefnavalið myndar faOegan minnisvarða um minningu ungs manns. Þó er það ekki síður flutningur tónlistar- mannanna sem vekur strax athygli hlustand- ans og gerir þennan hljómdisk eftirminnileg- an. Túlkun þeirra er sérlega næm og auðug, svo oft er hrein unun á að hlýða, og aOt sem gert er virð- ist sprottið af sannfæringu ein- lægrar listar. Það gefur samleik þeirra Gunnars og Selmu aukna dýpt að stOl hans er að sumu leyti rómantískur en hennar klassískur. Sellóið er í forgmnni með sinn hlýja ríka tón. Píanóið skapar bakgrunn heiðrikju og tærleika. Saman myndar þetta mjög aðlaðandi heild. Það er ekki hægt að skOja við disk þennan án þess að víkja orðum að mjög góðri upptöku- vinnu þeirra Bjama Rúnars Bjamasonar og Hreins Valdimarssonar. Hljómurinn á diskin- um er ekki að- eins faOegur heldur feOur hann sérlega vel að verkun- um og því sem verið er að túlka. Hér er dæmi um upptöku sem sannarlega er hluti hinnar listrænu túlkunar. AOur frágangur disks og bæklings er hinn vandaðasti. Hljomdiskar Finnur Torfi Stefánsson Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Grænn kostur: Veitingahús Jónas Kristjánsson Bragðmikill Ódýrasti og skemmtUegasti sprot- inn á tízkumeiði grænmetismatstofa er lítil sjálfsafgreiðsluhola að húsa- baki við Skólavörðustíg og kaOar sig réttUega heilsubitastað. Grænn kost- ur heitir hann, þrauthannaður að fransk-ítölskum hætti nútímans og svo ljótur að innréttingum, að hann getur næstum talizt smart. og bráðhress Grænn kostur - þar sem unga og glaöa fólkiö boröar. Svipur staðarins er napur, glans- andi málmur, og groddalegm- kross- viður, fjólublá málning og stæUeg næfurljós, háir barstólar við hring- laga smáborð, steinflísar f gólfi og stórir gluggar út að bUageymslunni að Bergsstöðum. Samt er andrúmsloftið gott, starfs- lið glaðlegt og viðskiptavinir greini- lega með lífsstU. Með óviðurkvæmi- legri alhæflngu mætti segja, að á Grænum kosti borði ungt og glatt fóLk; á Næstu grösum borði magaveikt fólk og þekktir sérvitringar; og á Grænu og góðu borði sorgbitið fólk á miðj- um og meðvituðum aldri. AUir grænmetisstaðir borgarinnar hafa að markhópi fólk, sem viU ekki eða má ekki borða óþverrann í mötuneytunum, sem eru alfa og ómega íslenzkrar matargeröar. Fólk snæðir hér hversdagslega, en ekki til spari. Verðlag Græns kosts endurspeglar það betur en hinna staðanna, enda er þetta sá staðurinn, sem slegið hefur í gegn. Hér fást tveir heitir réttir dagsins á 495 krónur hálfur skammtur og 650 krónur heUl. Ýmsar minna áhugaverðar bökur og svokaUað- ar samósur fást á 300 krónur, upphitaðar í ör- bylgjuofni. Tertusneiðar kosta 200 krónur, en ekki eru á boðstólum ferskir ávextir, sem þó ættu að vera aðalsmerki eftirrétta á slíkum stað. Matreiðslan er hér lítiUega fjölbreyttari en á hinum stöðunum, sem yfirleitt bjóða aðeins einn rétt dagsins. Hún er líka hressUegri og frjálslyndari í meðferð á kryddi, undir áhrif- um matreiðslu úr þriðja heiminum. Grænn kostur sannar, að grænmetisfæði þarf aUs ekki að vera bragðdauf þjáning. Matreiðslan er i kórréttu samræmi við sjón- armið náttúrulækningamanna, notar tU dæm- is ekki póleruð hrísgrjón eins og gert er á Næstu grösum. Hér er einnig daðrað viö hug- myndafræði þeirra, sem ekki vUja sykur eða hveiti. Sykur er raunar aUs ekki notaður á staðnum og jafnan er annar aðalrétturinn hveitUaus. Hér rúmast í senn mest sérvizka og mest tUbreyting. Meðal þess, sem hér hefur sézt á boðstólum, DV-mynd Brynjar Gauti. er mUdur karrípottur með sojabaunum, steiktu grænmeti og lífrænum hýðishrísgrjón- um; sterkur karrípottur með kjúklingabaun- um, kartöflum og aprikósusósu; norður-afrískt húmmus með karrígrænmeti; linsubaunabuff, kjúklingabaunaboUur og gulrótaborgarar. AUt voru þetta bragðgóðir og bragðríkir réttir. Hrásalat er sæmilegt, en getur tæpast keppt við þaö, sem kemur úr eldhúsi ýmissa veit- ingahúsa, sem ekki kenna sig við grænmetis- fæði. Þetta er stUbrot í kerfmu eins og skortur- inn á ferskum ávöxtum. Tvennt bætir úr skák, að hrásalötin eru tvö og að gestir geta sjálfir lagað sér olífuedikslög. Líklega er það heiftarleg óvUd ríkisstjómar- innar i garð innUutts grænmetis, sem veldur því, að ódýr veitingahús hafa ekki ráð á faUegu hrásalati. í sérhagsmunagæzlu sinni spUlir hún þannig heUsu þjóðarinnar eins og öðru. Vegurinn heim Eysteinn Bjömsson rithöfund- ur var í fréttum fyrr í haust vegna þess að saga hans „Hvalurinn" vann önnur verðlaun í smásagna- samkeppni á Ítalíu á vegum Evr- ópusambandsins. Nýlega sendi hann líka frá sér skáldsöguna Snæljós. Kynningin á henni er svolítið dularfuU: „Undir sléttu og feUdu yfirborði hversdagsleikans leynist önnur vereld sem afhjúp- ast smátt og smátt með upplýsing- um úr nútíð og fortíð . . .“ Um hvað er sagan? Ratar hann heim? „Hún er eiginlega um leiðina heim,“ segir höfundur. „Hún seg- ir frá manni sem hefur lent utan- garðs og villst að heiman og spuming sögunnar er hvort hann Eysteinn Björnsson. geti ratað heim aftur, náð sam- bandi við miðjuna i sjálfum sér, orðið heUsteyptur í stað þess að vera klofinn. Margir sem lenda í hremmingum ná aldrei heim. Ég tefli saman fólki með ólíkar siðferðishugmyndir í þessari sögu. Við fáum grun um skelfileg- an atburð í fortíðinni en sagan gerir ekki upp hlutina heldur læt- ur hún lesendum eftir að segja hvað það var sem gerðist. Meðal þess sem ég er að velta fyrir mér í sögunni em tabúin í mannlegum samskiptum; hvað er Ijótt og hvers vegna það er dæmt Ijótt. Hvað megum við nálgast hvert annað mikið? Mennimir gera oft hið faUega ljótt með for- dómum og ósveigjanleika, eins og einkum ein persóna sýnir í sög- unni. Strangar og ósveigjanleg- ar týpur hafa ævinlega farið í taugamar á mér. En þetta er auðvitað bara eitt af viðfangsefnum bókarinnar. Hún er þroskasaga ungs manns sem lendir í ýmsu, glatar dýr- mætum hluta af sjálfum sér og er síðan ekki nema hálfur mað- ur. Það þarf heilmikið að ganga á tU þess að hann þori að horfast í augu við fortíðina. Eiginlega tekur atburðarásin af honum völdin og neyðir hann tU þess. Lesandinn verður svo að dæma um það sjálfur hvort hann ratar heim á endanum.“ Fyrri skáldsaga Eysteins heitir Bergnuminn og kom út 1989. Hann hefur líka gefið út ljóðabók- ina Dagnætur (1993). t Sjónþing Guðrúnar Sjöunda og síðasta sjónþing ársins verður í Menningarmiðstöðinni Gerðu- 'iergi á sunnudaginn kl. 14. Þá situr Guðrún Kristjánsdóttir fyrir svörum og rekur ferU sinn í máli og mynd- um. Spyrlar verða Guðbjörg Lind Jóns- dóttir myndlistarmað- ur og Eyjólfur Kjalar EmUsson heimspek- ingur. Aðgangur að Sjónþingi er kr. 300. Verk Guðrúnar verða tU sýnis í Gerðubergi og á Sjónar- hóli, Hverfisgötu 12, tU 15. des. Tónleikar Kórs ML Kór Menntaskólans að Laugarvatni heldur tónleika í Langholtskirkju á laugardaginn kl. 17. Efnisskrá er fjöl- breytt, aUt frá íslenskum þjóðlögum tU nýlegra dægurlaga. Djasstríó Karls MöUer leikur með. Stjómandi kórsins er Hilmar Öm Agnarsson, dómorganisti 1 Skálholti. Aögangur er kr. 800. Skari Skrípó fyrir börnin Ungir áhorfendur sýna Skara Skrípó (alías Óskari Jónassyni) æ meiri áhuga, og nú hefur verið ákveðið á koma tU móts við þann áhuga með sérstakri bamasýningu á laugardaginn kl. 15. Þá verður túlkað fyrir heymarlausa sem em boðnir sérstaklega velkomnir. Reyndar hirðir Skari hvorki um ald- urstakmörk né stétta, og á mánudags- kvöld verður sérstök sýning fyrir veit- ingafólk og leikara sem eiga erfitt með að koma venjuleg sýningakvöld. Sýningar Skara Skrípó em í Loftkast- alanum, Seljavegi 2. Haraldur Ingi í Deiglunni Á sunnudaginn opnar Haraldur Ingi Haraldsson myndlistarsýningu í Deiglunni á Akureyri og stendur hún tU 24. nóv. í næstu viku verður dag- skrá öU kvöld frá þriðju- degi tU laugardags kl. 20.30. Meðal annars dregur Guðmundur Heiðar Frímannsson heimspekingur upp heimspekUegan prófil Don Giovanni á miövikudagskvöld, Þráinn Karlsson og Amar Jónsson lesa upp á fimmtudag og á fóstudag verður Kvæða- kvöld með söng. Aðgangur er ókeypis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.