Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1996, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1996, Side 28
3$ 36 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 nn Eru iþróttamenn framleiösla sem stórtap verður á? Líkkistunaglinn fyrir keppnis- íþróttir „Ef málin þróast á þann veg aö við framleiðum íþróttamenn fyrir erlend félög þá er það síð- asti naglinn í líkkistuna fyrir keppnisíþróttir á íslandi." Brynjar Harðarson, formaður handknattleiksdeildar Vals, í DV. Bóndinn Jón Baldvin „Það var greinilegt að hey- skapur formanns Alþýðuflokks- ins hafði tekist vel því hvergi var komið að tómri hlöðu, hvað þá að tugga sæti föst.“ Hermann Níelsson, form. Fé- lags jafnaðarmanna á Fljóts- dalshéraði, í Alþýðublaðinu. Smáaurar Kananna „Þetta eru smáaurar sem spar- ast - jafngilda nokkrum skrúfum í herþotu.“ Þórunn Jónsdóttir, hjá Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna, um kostnaðinn við stofnunina, í Alþýðublaðinu. Ummæli Óþarft sundrungartal „Oft þykir mér þetta sundr- ungartal hjá eldra fólkinu virka eins og einhver goðsögn.“ Gestur G. Gestsson, form. SUJ, í DV. Öll þessi föll „Ég er að tala um hlutfallið og fimmta fallið og öll þessi föll sem þoka okkur áleiðis í lífínu, þess vegna lykkjuföllin." Megas um plötu sína, Til ham- ingju með Fallið, í Alþýðublað- inu. Eftirminnileg svör listamanna við gagmýni Það er mismunandi hvernig listamenn taka gagnrýni og stund- um hafa svör þeirra orðið eftir- minnilegri en gagnrýnin sjálf. Píanóleikarinn Liberace hélt mikinn konsert í Madison Square Garden árið 1954 og var troðfullt og aðdáendur hans skemmtu sér vel. Daginn eftir voru gagn- rýnendur allir á sama máli um að konsertinn hefði verið ein hörm- ung. Liberace svaraði þessu eftir- minnilega: „Það sem þeir sögðu særði mig mjög mikið, ég grét aila leiðina í bankann." Blessuð veröldin George Bemard Shaw var við- staddur frumsýningu á leikriti sínu, Arms and the Man, árið 1898. Mikil fagnaðarlæti brutust út að lokinni sýningu og Shaw steig á svið til að ávarpa áhorfend- ur. Þegar hljótt var orðið heyrist baul frá gagnrýnandanum Regin- ald Golding Bright. Shaw sneri sér að gagnrýnandanum og sagði: „Kæri vinur, ég er alveg sammála þér, en hvað getum við tveir gert gegn öllum hinum?“ Þegar ítalski málarinn Rafael var að vinna að Vatíkansfreskum sínum komu tveir kardínálar að honum þar sem hann var að mála. Þeir fóm að gagnrýna verkin og annar sagði: „Andlitið á Páli post- ula er of rautt." Raphael svaraði að bragði: „Það er vegna þess að hann hefúr roðnað af skömm þeg- ar hann frétti í hverra hendur kirkjan hefúr fallið." Stormur með skúrum og éljum Skammt suður af Jan Mayen er 970 mb. lægð sem hreyfist norðaust- ur en 960 mb. lægð á Grænlands- sundi hreyfist lítið. Veðrið í dag Vestanlands verður suðvestan stormur eða rok og jafnvel ofsaveð- ur norðvestan til með skúrum eða éljum. Um landið austanvert verður suðvestanhvassviðri eða stormur og bjart veður. Lægir í kvöld og nótt. Á höfuðborgarsvæðinu er suð- vestan stormur eða rok og éljagang- ur en lægir í kvöld og nótt. Hægt kólnandi niður undir frostmark. Sólarlag í Reykjavík: 16.30 Sólarupprás á morgun: 09.57 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.29 Árdegisflóð á morgun: 08.54 Veðriö kl. 6 í morgun: Akureyri snjóél 5 Akurnes léttskýjað 5 Bergstaðir úrkoma í grennd 4 Bolungarvík haglél 4 Egilsstaðir léttskýjað 5 Keflavíkurflugv. slydduél 3 Kirkjubkl. alskýjað 5 Raufarhöfn léttskýjaö 4 Reykjavík slydduél 4 Stórhöfði úrkoma i grennd 5 Helsinki snjók. á síð. kls. 0 Kaupmannah. léttskýjaö 0 Ósló léttskýjað -8 Stokkhólmur léttskýjað -5 Þórshöfn súld 9 Amsterdam léttskýjaó 2 Barcelona skýjað 11 Chicago heiðskírt -8 Frankfurt hálfskýjað 3 Glasgow skýjaö 10 Hamborg skýjaö -.2 London þokumóöa 0 Los Angeles þoka 13 Madrid súld 7 Malaga skruggur 11 Mallorca rigning 15 París heiðskírt 2 Róm þokumóða 15 Valencia þokumóöa 11 New York alskýjað 2 Nuuk snjóél -4 Vín rigning 9 Washington alskýjaö 4 Winnipeg þokumóða -20 Guðmundur Ólafsson leikari: Framhaldsþættir um lífið í fornbókaverslun „Þessir þættir gerast í fornbóka- búð og heitir þáttaröðin reyndar Fombókabúðin og eru aðalpersón- umar tvær, félagar sem eiga búð- ina saman, og leik ég annan þeirra og Ingvar J. Sigurðsson hinn. Inn til þeirra rekast vinir og vanda- menn og fleira fólk. Þetta er allt á léttu nótunum. Við erum þegar búnir að taka upp fjóra þætti og i byrjun janúar munum við bytja á öðmm fjórum sem við Jóhann Sig- urðarson emm byijaðir að skrifa," segir Guðmundur Ólafsson leikari en hann og Jóhann Sigurðarson hafa verið að vinna þessa fram- haldsmyndaröð sem Saga Film framleiðir og verða fyrstu þættirn- ir teknir til sýningar á Stöð 2 í byrjun næsta árs. Guðmundur og Jóhann vinna saman handritið en Jóhann leikstýrir. Maður dagsins Guðmundur segir aö hann og Jóhann hafi lengi gengið með þessa hugmynd: „Það er orðið nokkuð langt síöan íslenskur framhaldsmyndaflokkur hefur verið gerður fyrir sjónvarp og það er spennandi að vinna við slíkt, hraðinn er mikill og voru fjórir fyrstu þættimir teknir á einni Guðmundur Ólafsson. viku. Það em um það bil þrjú ár síðan við skrifuðum fyrsta handri- tið en það var ekki fyrr en Jón Þór Hannesson í Saga Film hafði séð það að hlutimir fóru að gerast." Guðmundur hefur mikið veriö í sviðsljósinu að undanfömu, hann leikur eitt stærsta hlutverkið í Djöflaeyjunni og leikur ásamt Sögu Jónsdóttur í BarPari en bæði þessi verk njóta mikilla vinsælda um þessar mundir: „Vinsældir Djöflaeyjunnar koma mér ekkert á óvart. Myndin hefur allt með sér, góðar bækur sem þjóðin er búin að lesa, og þá er ég viss um að hin mikla leikmynd sem fólk kom í þúsundatali að skoða hefur haft áhrif á aðsóknina. BarPar hefur gengið einstaklega vel í haust. Það var komin aðeins lægð í aðsókn- ina í vor og við vorum ekki viss um hvort við ættum að halda áfram en það hefur svo sannarlega borgað sig því búið er að vera nán- ast fullt á allar sýningar í haust.“ Guðmundur var spurður hvort allar skiptingamar í BarPari gengju alltaf snurðulaust fyrir sig: „Ég er nú alltaf að bíða eftir því að ég fari inn í vitlausum fötum en það hefur sem betur fer ekki skeð enn þá en einu sinni munaði engu að ég færi inn með spraybrúsa í hendinni í stað bjórflösku. Það heföi getað orðið skemmtileg upp- ákoma því ég á að tala um hvað þetta sé nú góður bjór.“ Þegar Guðmundur var spurður um áhugamál fyrir utan leiklist- ina sagði hann þau mörg en tók þó íþróttir fram: „Ég hef mjög gaman af að fara á skíði og ég spila fót- bolta með vinum og kunningjum, þá hleyp ég um götm- bæjarins til að halda mér i formi.“ -HK Myndgátan Hlaupkenndur Myndgátan hér að ofan lýsir lýsingaroröi. _____________DV Fimm leik- ir í úrvals- deildinni í gærkvöld var það handbolti sem boðið var upp á en í kvöld er það körfuboltinn sem allt snýst um, en fimm leikir verða leiknir í úrvalsdeildinni, sjötti leikurinn sem lýkur umferðinni verður síðan á morgun. í Borgar- nesi leika Skallagrímur og KR, á Iþróttir Akureyri Þór og Haukar. í Kefla- vík leika heimamenn við Breiða- blik, á Sauðárkróki leika Tinda- stóll og ÍA og í Reykjavík leika ÍR og Grindavík. Allir leikimir hefjast kl. 20. Á morgun fara síð- an íslandsmeistarar Njarðvíkur til ísafjarðar og leika þar gegn KFÍ. Mosfellsbær: Opið hús í Bæjarleik- húsinu í tilefni af 20 ára afmæli Leik- félags Mosfellssveitar er opið hús I þrjá daga frá kl. 20-22 og er boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Fyrsti dagurinn var í gær, en í dag er kl. 20.30 sagt frá stofnun félagsins. Tíu mínútum síðar verður flutt frumsamin dagskrá eftir Birgi Sigurðsson sem fjallar um leiklist i Mosfellsbæ frá upp- hafi. Á morgun verður síðan ld. 20.30 kynning á Bandalagi ís- lenskra leikfélaga og eftir það fluttir einþáttungurinn Hvísl- Leikhús ararnir eftir Dino Buzzatti. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Á hverju kvöldi eftir hverja dagskrá er boðið upp á veitingar og sýndar myndbands- upptökur úr verkefnum leikfé- lagsins. Bridge Italinn Andrea Buratti, sem var gestur á síðustu Bridgehátíð, var í landsliði ítala á Ólympíumótinu á Rhodos. Það vakti sérstaka athygli á mótinu þegar hann sýndi mikið drenglyndi í sögnum í þessu spili í leik gegn Búlgörum í sjöundu um- ferð undankeppninnar. Búlgaramir notuðu sterkt laufakerfi og norður lenti í því að passa niður laufopnun félaga. Buratti, sem næstur var i sagnröðinni (i austur), bauð hins vegar norðri að taka sögnina aftur eg segja það sem hann vildi á spilin. Suður gjafari og NS á hættu: * D10653 •* KDG4 ♦ 6 * 1053 4 G72 * Á1085 * D93 * DG4 * ÁK84 * 72 * Á87 * ÁK82 Suður Vestur Norður Austur 1 * pass pass? Búlgarinn þáði boð Burattis og stuttu siðar voru NS komnir í prýði- legan samning, 6 spaða á aðeins 26 punkta samlegu. Sagnhafi var sá sem sagt hafði pass í upphafi og hann virðist eitthvað hafa farið úr sambandi við þetta atvik. Spilið vinnst alltaf með því að spila tvisvar sinnum hjarta frá blindum að mannspilunum og er þá hægt að losna við tvö lauf í blindum. En Búlgarinn fór ekki þessa leið í úr- spilinu og fékk ekki nema ellefú slagi. Andrea Buratti græddi því nokkra impa á hinu göfúga tilboði sínu. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.