Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1996 11 x>v Fréttir Kodakfilmur og rafhlöður hafa hækk- að um 6% „Þessi hækkun er tilkomin vegna hækkandi gengis á pundinu en á sl. ári hefur orðið 10% hækkun. Við bætum þetta að einhverju leyti upp með því að bjóða 22-30% afslátt af filmum í desember," sagði Hildur Petersen, framkvæmdastjóri Hans Petersen sem nýlega hækkaði verð á filmum og rafhlöðum um 6%. „Það er u.þ.b. ár síðan filmurnar hækkuðu síðast og þá var það líka vegna erlendra hækkana. Vörugjald af filmum verður þó væntanlega lagt niður um áramótin og þá mun það auðvitað skila sér út i verðlag- ið. Vörugjaldið er 15% svo útsölu- verð lækkar a.m.k. um 10% miðað við óbreyttar aðstæður," sagði Hild- ur. Fuji hækkar ekki „Verð á Fuji-filmum hefur ekkert breyst og ekki útlit fyrir að svo verði. Gengið hefur haldist stöðugt á þeim gjaldmiðlum sem við versl- um með,“ sagði Ragnheiður Gísla- dóttir hjá Ljósmyndavörum í Skip- holti sem hafa umboð fyrir Fuji- filmurnar. -ingo Nýr starfshópur: Á að hamla gegn gróf u of- beldisefni - í kvikmyndamiölum Björn Bjamason menntamálaráð- herra hefur skipað starfshóp til að kanna og gera tiilögur um hvemig standa megi að því að efla fræðslu og aðra starfsemi sem stuðlar að já- kvæðri notkun myndmiðla meðal barna og ungmenna. í fréttatilkynningu frá ráðuneyt- inu segir að markmiðið sé að hamla gegn ásókn í og áhrifum af grófu of- beldisefni í kvikmyndamiðlum og efla þekkingu á kvikmyndum sem listgrein. Kanna verði möguleika á að ná þessu markmiði með aukinni skipulegri fræðslu og bættri að- stöðu fyrir unglinga til að kynnast kvikmyndamiðlun með skapandi starfi. Sérstaklega á að huga að hlutverki skóla og tómstundamið- stöðva æskufólks í þessu tilliti. -RR VSÍ um grunnskólann: Lélegur árangur bitnar á samkeppni og lífskjörum Framkvæmdastjórn Vinnuveit- endasambands Islands hvetur til átaks í málefnum- grunnskólans með árangur og metnað að leiðar- ljósi. Það telur ástæðu til að óttast að íslenska skólakerflð verði ekki að óbreyttu fært um að tryggja þá menntun og hæfni sem atvinnulífið þarf á að halda á næstu öld. Þetta kemur fram i fréttatilkynningu frá VSÍ í kjölfar niðurstöðu alþjóðlegr- ar samanburðarkönnunar á frammistöðu grunnskólanema í raungreinum og náttúrufræði. ís- lenskir nemendur komu þar mjög illa út. í fréttatilkynningunni segir að góður árangur í raungreinakennslu sé forsenda tækniþróunar og að góð tungmnálakunnátta sé nauðsynleg til að fylgjast með nýjungum og taka þátt í alþjóðaviðskiptum. „Ár- angur nemenda á þessum sviðum mun ráða mestu um það hvort lífs- kjör muni fara batnandi hér á næstu áratugum eða dragast aftur úr þvi sem gerist með nálægum þjóðum," segir VSÍ. -ingo Jólatilboð 20% afst. til og með miðvilíud. 18. des. Maftony Húsgögn í 19Æar stil Skartgripa kommóöa 47x28x101 cm. 6 skúffur, opnanlegar hliðar. Spegil má leggja nibur. Verö áöur kr.29.850,- Nú:23.880. Snyrtiborö/Skrifborö. 97x46x74 cm. Verö áöur kr.29.800,- Nú:23.840,- Stóll. 56x39x42. Verö áöur.6.900.- Nú:5.520.- Skatthol. 78x50x105 cm. Verö áöur.35.800.- Nú:28.640.- Borö meö skúffu. 52x30x72cm. Verö áöur kr.16.900,- Nú:l 3.520. Náttborö - Hliöarborö. 48x40x70 cm. Verö áöur kr.19.900,- Nú:15.920.- Kommóöa 5 skúffur. 57x40x98 cm. Verö áöur kr.39.950.- Nú:31.960.- Há kommóöa 8 skúffur. 30x43x127 cm. Verö áöur kr.39.950,- Nú:31.960.- Blómasúla meö marmara. 28x28x56 cm. Verö áöur kr.14.900,- Nú:11.920. ílangt borö meö marmara. 76x30x70 cm. \ Verö áöur kr.26.900,- Nú:21.520.- . ' i 118 Hliöarborö meö marmara. 45x45x56 cm. Verö áöur kr.22.500,- Nú: 18.000. Hálfmána borö meö marmara. 50x25x45 cm. Verb áöur kr.18.900.- Nú: 15.120.- Sófa borö meö marmara. 73x73x42 cm. Verö ábur kr.39.600,- Nú:31.680,- Kaffi/vínvagn á hjólum Verö áður kr.22.500.- Nú:18.000,- Snúnings C.D. Rekki 30x30x33 cm Verö áöur kr.7.900.- Nú: 6.320.- Ilangt borö meö skúffum. 30,5x90,5xh.69 cm Verö áöur kr.28.500,- Nú:22.800.- .-'Á :--íá I CD v/sa Faxafeni & Kringlunni Sími 568 4020 Meiriháttar húsgögn fyrir heimilið þitt SENDUM I POSTKRÖFU RAÐGREIÐSLUR - - - I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.