Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Blaðsíða 26
_______• MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1996 í A Margir Islend- ingar spila bridge á netinu - segir Sveinn Rúnar Eíríksson bridgespilari Fyrir hálfum mánuði síðan var fjallað um skák á Intemetinu en nú er komið að bridge. Sveinn Rúnar Eiríksson er einn af þeim mörgu sem spila bridge við fólk hvaðanæva úr heiminum með að- stoð tölvunnar. „Þetta er mjög ein- falt og aðgengilegt og ég er viss um að hver sem er sem hefur grunn- þekkingu á tölvum en enga sérstaka kunnáttu i bridge er fljótur að læra á þetta,“ segir Sveinn en hann er starfsmaður Bridgesambandsins. Byrjaði fyrir sex árum Upphaflega byrjaði Sveinn að spila bridge í gegnum tölvu fyrir flmm til sex árum er hann stundaði háskólanám. Þá var spilamennskan öll textadrifin en ekki myndræn eins og nú en flestir sem spila þessa virðulegu íþrótt sækja sér mynd- rænt forrit af Intemetinu, OK- Bridge sem nota má með Windows stýrikerfinu. Þó blaðamaður DV sé ekki sjóaður í bridge þá var greini- legt að forritið sem Sveinn og með- spilarar hans nota er mjög notenda- vænt. Þegar það er ræst upp og sam- bandi náð við vefsíðu þar sem er hægt að sjá aðra spilara og skora á þá í spil eða fylgjast með spila- mennsku. Áskrift að einni slíkri síðu kostar um 5400 krónur en þá er meðal annars haldið utan um stiga- gjöf og fyrri spil. Það þýðir að hver sem er getur valið út mótspilara eft- ir því hvað hentar. Sumir spilararn- ir hafa mynd af sér sem hægt er að sjá þegar spilið stendur yfir og það er líka hægt að spjalla við þá. Þrátt fyrir það fullyrðir Sveinn að ekki sé hægt að svindla. Á síðunni er einnig haldin sveitakeppni. Sveinn segir að honum henti vel að leika bridge með þessum hætti. „Vegna starfa minna hjá Bridgesambandinu þá stendur helsta spilamennskan hér yfir þegar ég er að vinna. Það er hins vegar al- veg kjörið fyrir mig að nota tölvuna til þess að halda mér í formi og bæta mig. Svo gæti þetta verið góð- ur vettvangur fyrir yngri bridgespilara til þess að ná sér í reynslu en unga íslenska bridgespil- arar vantar mjög mótspilara á þeirra eigin stigi.“ Stór hluti ánægjunnar af fyrir- bæri eins og bridge er félagslegi þátturinn og vissulega er hann veik- ari þegar spilað er í gegnum Inter- netið en þegar spilað er augliti til auglitis. „Maður hefur þó endumýj- að tengsl við suma þá sem ég kynnt- ist örlítið þegar ég byrjaði að spila fyrir nokkrum árum,“ segir Sveinn að lokum. Nýuppsett vefsíða Bridgesam- bandsins er á slóðinni http://www.islandia.is/~isbridge/ og þar má komast í forrit og vefsíð- ur um bridge. -JHÞ Tölvuleikjalisti DV Jarðarfarir og giftingar á netinu Það er greinilega allt að finna á Intemetinu. Mikið hefur verið talað um ástir og rómantík á netinu og nú er komið að því, það er hægt að gifta sig þar. Sett hefur verið upp sérstök kapella á netinu þar sem pör hvaðanæva úr heiminum geta gengið í það heilaga fyrir einungis 3.500 krónur og að sjálfsögðu em tölvupóstsboðskortaþjónusta inni- falin. Þetta býður að sjálfsögðu upp á það að ferðalangar um veraldar- vefinn ráfi óvart inn á giftingarsíð- una þegar hið heittelskandi par er um það bil að játast hvort öðm. Fæstir virðast þó sjá einhverja róm- antík í því að giftast með aðstoð Internetsins og fáir hafa nýtt sér þjónustuna. „Við hugsuöum þetta sem nokkurs konar andsvar við þvi hvað allir líta á giftingar sem svo al- varlegan hlut. Þetta á að vera Ólétta á netinu http://www.scl.ncal.kalperm.org/healthlnfo/ prenatal/36weekblood.html Kaiser-fyrirtækið býöur upp á margvíslega fræðslu um meðgöngu og fæðingu. http://www.umd.umlch.edu/~marcyb/ 106/sex/plante.html Umræöa um þunganir táningsstúlkna. http://ovchln.uc.edu/htdocs/ala/Pregnancy.html Reykingar á meögöngu. http://vm.cfsan.fda.gov/~dms/wh- preg2.html Margvísleg fræösla um meðgöngu og fæðingu. Þar má nefna næringu, óléttupróf og lyfjanotkun. http://zebra.scarollna.edu/smell/ann/myth8.html Hér er því haldiö því fram að lyktarskyn kvenna veröi betra á meðgöngu. http://www.ccsa.ca/educalc.htm Spurningar um áfengi og meögöngu. http://www.lvf.com/preg.html Gífurlegur fjöldi tenginga á vefsíður sem fjalla um meðgöngu og fæöingu. Nýir tölvuleikir frú Skífunni skemmtilegt," segir Charlotte Buchanan, forstjóri GlamOrama- fyrirtækisins sem á og rekur vefsíð- una http://www.Glamorama.com þar sem meðal annars er hægt að gifta sig. Vefurinn býður upp á fleiri mögu- leika. Nú hefur Simplex-fyrirtækið í Bandaríkjunum sett á markaðinn vefsíðu sem er sérstaklega hönnuð til þess aö fylgjast með jarðarforum í beinni hljóð- og myndútsendingu. í raun byggist þessi hugmynd á svo- köUuðum fjarfundarbúnaði sem er farinn að ryðja sér mjög tU rúms. Talið er að um 20 þúsund banda- rískar útfararstofur geti nýtt sér þessa tækni og ættu þá menn að geta fylgst með líkræðum, útforum eða jafhvel reynt að hugga ættingja og vini þess látna í gegnum tölvu. Forsvarsmenn Simplex-fyrirtækis- ins segja að ástæðan fyrir því að boðið sé upp á þessa þjónustu sé sú að æ fleiri Bandaríkjamenn séu á ferð og flugi og hafi ekki tíma fyrir jarðarfarir. „Flestum sem heyra um þetta fyrst finnst þetta ógeðfellt en það verður að hafa í huga að þetta er fyrir hina eftirlifandi en ekki þá dauðu,“ segir Jack Martin, forstjóri Simplex. Red HPhqntqsmagoriq PC 1. Red Alert 2. (1) RFA '97 3. (5) Screamer II 4. (3) Championship Man. 2 5. (Al) Flight Sim. 6.0 6. (-) Leisure Suit Larry Coll. 7. (7) Tomb Raider 8. (4) Ultimate Soccer Man. 9. (Al) Syndicate Wars 10. (-)Leisuure Suit Larry 7 Apple Macintosh 1. Warcraft II 2. Actual Soccer 3. Abuse 4. Descent 2 5. Top Ten Mac Pack 2 Nintendo Game Boy 1. Toy Story 2. Mickey Mouse 5 3. Warriorland - Mario Land 3 4. Donkey Kong Land 2 5.Indy Sony Playstation 1. Die Hard Trilogy 2. Fifa 97 3. Tomb Raider 4. Soviet Strike 5. Resident Evil Sega 1. Sonic 3d Rickies (Megadr.) 2. Rfa 97 (Megadr.) 3. NBA 97 (Megadr.) 4. Sega Rally (Saturn) 5. Toy Story (Megadr.) Game Boy 1. Toy Story 2. Mickey Mouse 5 3. Warriorland - Sup. Mario Land 3 4. Donkey Kong Land 2 5. Indy - Indiana Jones iDV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.