Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1996 Fréttir Jón Kristjánsson, formaður fjárlaganefndar: Vegaframkvæmd- um á suðvestur- horninu frestað - afgreiösla margra þýðingarmikilla mála bíöur 3. umræðu „Frestun framkvæmda við Flug- stöð Leifs Eiríkssonar er hluti af þeim þriggja til fjögurra milljarða króna sparnaði með frestun fram- kvæmda sem stefnt er að. Aðrir stórir þættir sem menn eru að skoða er frestun á vegafram- kvæmdum. Sérstaklega er þá horft til stórframkvæmda hér á suðvest- urhorninu en tillögur þar um eru ekki tilbúnar enn,“ sagði Jón Kristjánsson, formaðm- fjárlaga- nefndar Alþingis, en 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið lauk á laug- ardag. Það sem um er að ræða í þessu efni er að frestað verður að ljúka breikkun Ártúnsbrekku og bygg- ingu brúar yfir Elliðaár og tvöfold- un Reykjanesbrautar milli Reykja- víkur og Hafnaríjarðar. Sam- kvæmt heimildum DV er ekki mik- il hrifning með þetta hjá þing- mönnum Reykjavíkur og Reykja- ness. „Það eru mörg þýðingarmikil mál sem ekki er búið að afgreiða og bíða 3. umræðu. Þar með má nefna beiðni sjúkrahúsanna í Reykjavík um viðbótarfé. Þá er eft- ir að útfæra 160 milljóna króna sparnað á sjúkrahúsimum út á landi. Eftir er að fjalla endanlega um fjárveitingu til flugmálaáætl- unar, vegasjóðs og B-hluta stofn- ana og svo að sjálfsögðu þessi margumtalaða frestun fram- kvæmda. Þetta eru stærstu málin sem bíða 3. umræðu,“ sagði Jón Kristjánsson. -S.dór Niðurskurður til framhaldsskóla á fjárlögum: Stærsti veik- leiki fjárlaga- frumvarpsins - segir Kristín Halldórsdóttir „Við í minnihluta fjárlaga- nefndar höfum lýst okkur sam- mála þvi markmiði að afgreiða fjárlög hallalaus og helst með afgangi. Við erum hins vegar ekki á einu máli um skiptingu þeirra fjármuna sem menn eru að fjalla um á útgjaldahliðinni. Þar gagnrýnum við sérstaklega niðurskurð til framhaldsskól- anna. Við leggjum fram tillögu um að þeim fjármunum verði skilað til baka sem skornir eru niður samkvæmt frumvarpinu. Þetta er stóri veikleiki frum- varpsins. Það er einnig veik- leiki í heilbrigðismálakaflanum en afgreiðslu hans var ekki lok- ið fyrir 2. umræðu. Umfjöllun um hann bíður því 3. umræðu," sagði Kristín Halldórsdóttir, þingkona Kvennalistans, í sam- tali við DV. Þingmenn stjórnarandstöð- unnar voru með sameiginlegt nefndarálit við 2. umræðu fjár- lagafrumvarpsins. Kristín sagði að það væri sýnilega fjárvöntun í heilbrigð- ismálunum og þar ætti eftir að takast á um stóra liði, ekki síst fjármagn til sjúkrahúsanna í landinu. „Við höfum gagnrýnt það harðlega í minnihlutanum hvernig að þessu hefur verið staðið við fjárlagagerðina. Og sérstaklega hefðum við viljað sjá stjórnarflokkana hætta við niðurskurðinn til framhalds- skólanna og helst veita meira fé til menntamála sem allir þykj- ast sammála um að sé það mik- ilvægasta upp á framtíðina. Við teljum svigrúm til þess vegna þess að það verður afgangur á fjárlögum," sagði Kristín Hall- dórsdóttir. -S.dór Vinningar sem dregnir voru út í HAPPII HENDI síðastliðið föstudagskvöld komu í hlut eftirtalinna aðila. Birt með fyrirvara um prentvillur. Alma Guðmundsdóttir, Hólatúni 5, Sauðárkróki Berglind A. Ásmundsdóttir, Krummahólum 2, Reykjavík Björn Leifsson, Spítalavegi 1, Akureyri Camilla Jónsdóttir, Smáragrund 8, Sauðárkróki Edvard Kristensen, Rjúpufelli 29, Reykjavík Elnar Jónsson, Hjarðarhaga, Húsavík Erla Þóröardóttir, Skeiðsfossvirkjun, Fljótum Guðbjörg Árnadóttir, Kringumýri 11, Akureyri Guðbjörg Tómasdóttir, Miðvangi 104, Hafnarfirði Hjálmar Hjálmarsson, Auðbrekku 14, Húsavík Jóhann Jónsson, Túngötu 33, Eyrarbakka Jónas Kristjánsson, Byggðavegi 125, Akureyri Kjartan Jónsson, Kleppsvegi 46, Reykjavík Sigríður Guömundsdóttir, Efstasundi 62, Reykjavík Sigrún Jensey Sigurðardóttir, Spóarima 23, Sellossí Stefanía Flosadóttir, Hólaseli 20, Reykjavík Trausti Jónsson, u-Garðavík 11, Borgarnesi Viöar Einarsson, Tröllagili 25 Akureyri Vinrtingshafar geta vdjað vinninga hja Happdr*tti Háskóta Islands, Tjarnargötu í. to» Beykjavík. $imi jðj 8300- ’iypt*9' Heimatilbúin sprengja eöa kínverji var notuð til þess aö sprengja póstkassa viö verslunina viö Hagamel í Reykjavík um ki. 22 á laugardagskvöld. Spreng- ingin var mjög öflug eins og sjá má en hér halda lögreglumennirnir á brot- um úr kassanum sem fór í marga hluta. Innihaldiö fór í tætlur og dreiföist um stórt svæöi. DV-mynd S Vestmannaeyjar: Líkamsárás, fyllirí og læti Talsverður erill var hjá lög- reglu í Vestmannaeyjum um helg- ina, fyllirí og læti. Að sögn lög- reglu hefur mikið verið að gera í vinnu hjá fólki í bænum fram að þessu og fólk þvi nýtt það út í ystu æsar þegar heldur hægðist um nú um helgina. Eitthvað var um rúðubrot í bænum og ein líkamsárás átti sér stað fyrir utan skemmtistað. Þar var maður viðbeinsbrotinn og annar tekinn fyrir gjöminginn og honum stimgið í steininn yfir nótt. Málið var ekki að fullu upp- lýst í gærkvöld en því miðaði að sögn vel. -sv Sandkorn i>v Sárþjáður af leti Einhver spekingur sem skrifar um körfuknattleik í Dag-Tímann fór ekki neina skemmtiferð á leik Hauka og Tindastóls í Úrvalsdeild- inni ef marka má skrif hans. Bandaríski leikmaðurinn Jeffrey John- son, sem leik- ur með Tinda- stóli, fékk m.a. herfilega útreið hjá „skríbentin- um“ sem sagði hann þó vera með „betri Kön- um“ sem leika hér á landi. Hami gæti hins vegar að öllum líkindum verið sá besti ef hann væri ekki svo sárþjáður af leti. „Stundum sýnist manni að þessi sjúkdómur sé að draga hann til dauða,“ sagöi DT um þennan leikmann sem hefur verið einn besti leikmaður Tindastólsliðs- ins i vetur, ef ekki sá besti. Skipt um mynd Víkurblaðið á Húsavík hefur löngum verið brunnur sem hægt hefur verið að sækja í „sandkom" þegar mikiö hefur legið við, enda stýrir því blaði og skrif- ar sá skemmtilegi „penni“ Jó- hannes Sig- urjónsson. Á dögunum, þegar hvað mest gekk á í pólitíkinni á Húsavík, voru helstu for- kólfar stjórn- málaflokk- anna í bænum tíðir gestir á forsíð- um blaðsins og myndir af þeim not- aðar grimmt. Loks fannst ritstjór- anum nóg komið og í blaðinu sem kom út í lok nóvember var komin mynd af hundi á forsíðuna. í texta fylgdi að nóg væri komið af mynd- um af sveitarstjómarmönnunum í bili og því væri nú birt mynd af annars konar góðborgara i bænum. Ekki í KR-bún- inginn Ýmsir þykjast sjá þess merki að knattspyrnumaðurinn Bjarni Guð- jónsson frá Akranesi muni ganga til liðs við Liverpool og að enska félag- ið muni greiða fyrir hann a.m.k. 100 milljónir króna. Rétt er að árétta það að þetta er leikmaðurinn sem Guðjón Þórðarson, faðir Bjama, var skammað- ur sem mest fyrir að nota í fyrstu leikjum íslandsmótsins sl. vor. Bjami þagg- aði reyndar fljótlega niður í þeim gagnrýnisröddum með góðum mörk- urn og svo fór í haust að fjöldi er- lendra liða vildi fá hann í sínar rað- ir. Þar á meðal var lið Newcastle þar sem nokkrir af dýrustu knatt- spymumönnum heims em innan- borðs. Gárungamir segja hins vegar aö Newcastle muni aldrei geta notið krafta Bjama því félagið leiki í KR- búningnum og slíkum búningi vilji Bjami ekki klæðast. Athyglisýkin Það vakti nokkra athygli að Hall- grimur Helgason rithöfundur viður- kenndi það undanbragðalaust í sjónvarpsþætti í siðustu viku að hann „nærð- ist“ á þvi að koma fram í fjöbniðlum. Hann er með öðrum orðum það sem blaðamenn kalla oft sín á milli „athygli- sjúkur“. Menn geta metið það hver fyrir sig hversu alvar- legur þessi sjúkdómur er. Hitt er borðleggjandi, og það vita fjölmiðla- menn, að til er mikið af fólki sem viil helst alltaf vera í sviðsljósinu og þá eru fjölmiðlarnir auðvitað besta leiðin til að láta Ijós sitt skína. Umsjón Gylfi Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.