Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Blaðsíða 18
18 I enning MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1996 Tilvistarheppni TOIIlclS Fr3HCk SpÍl" Margrét Lóa Jónsdóttir var að gefa út sína fimmtu Ijóðabók og kallar hana Tilvistarheppni. Ansi seint að gefa út bók svona viku fyrir jól, en Margrét Lóa sagði að bókin hefði verið tilbú- in og heimtað út! „Ég hef verið á Spáni í ár að læra heim- speki, bókmenntir og listasögu; nú er ég komin heim og varð að gefa þessa bók út í ár. Ljóðabækur taka hvort sem er aldrei beinan þátt í jólahasarnum.“ - En af hverju voru ljóðin svona æst í að komast á þrykk? „Af því að ég er með sögu í smíðum og ljóðin mega ekki trufla mig.“ Margrét Lóa ætlar að koma fram í Leikhúskjallaranum sunnudags- kvöldið 22. desember ásamt friðu liði __ 'úngra skáldsagnahöfunda og Ijóðskálda. Sú ’uppákoma verður auglýst nánar þegar nær dregur. ar á Jómfrúnni Svíinn Tomas Franck hefur verið áberandi í djasslífi Kaupmannahafnar síðan hann fluttist þangað snemma á síð- asta áratug. Hann er kraftmikill tenórblásari, þekkir bók- menntimar og helstu risa hljóðfærisins út og inn og er á heimavelli í öllum kimum bíboppsins, enda alinn upp á djammsessíónum beggja vegna sundsins. Á Jómfrúnni í Lækjargötu léku með honum þeir Kjartan Valdimarsson á einhvers konar rafþíanó, Þórður Högnason á kontrabassa og Einar Valur Scheving á trommur. Dagskráin var að mestu vel þekktar blaðsíður í bókinni en auk þeirra fluttu þeir þijú lög eftir Franck, ólík mjög. Það fyrsta, sem hefur enn ekki hlotið nafn þremur árum eftir frumflutning, minnti undirritaðan á disk Stefáns S. Stefáns- sonar, lýrískar línur yfir lýdíska hljóma í frjálslegu og hægu tempói - fallegt lag. „Blues in the Basement“, óður til Soffíukjallarans í Kristjánshöfn, var hraður blús af hefðbundnu tagi. Þriðja lag hans, sem hann nefndi „Fahrenheit 451“, var af enn öðrum toga og nýlegri - í sexskiptu tempói - og spunnið yfir uppsveiflu svo bassinn glóðhitnaði í höndunum á Þórði undan fjórðupörtunum. Um spilamennsku meist-______________________ arans þarf vart að fjölyrða en það er samt svo að jafnvel þótt fyrir fram sé vit- að á hverju er von kemur svona virtúósítet manni ævinlega í opna skjöldu. Það er einfaldlega ekki á Opið uni helgar kl. 11-17 Qpið VIRKA DAGA kL 1218 É^..í iólapakkann hjá mc ^^pabba, krökkunum os pai ómmu og afa mommu, og * —------o - - Gottverð 7C frá kr. 189,- Thailenskar nœlur kr. 450,- geisladiskar kr. 399,- dömuskór kr. 990,- kasmírtreflar kr. 600,- * gullhúðuð armbönd kr. 900,- peysur kr. 1200,- jakkaföt nr. 48-54 á kr. 4900,- stakir jakkar kr. 3200,- herraskór kr. 990,- reiðhjólahjálmar kr. 600,- kertajólaenglar sem snúast kr. 550,- Kertagalleríið Flóru er með tilboð þar sem þú kaupir fjóra eins hluti og fœrð þann fimmta frían. Inniskór kr. 500,- Kertajólaseríur kr. 490,- borðklukkur kr. 1500,- og borðspeglar kr. 1500,- Lion King inniskór kr. 650,- jólakjólar kr. 1200,- bílabraut kr. 999,- Blur húfur kr. 990,- tölvuúr kr 600,- og úrval af leikföngum frá kr. 189,- handklœðasett kr. 500,- barnasnyrtisett kr. 100,- drengjav 500,- útiljósaseríur kr. 425,- jólaskraut (6 kúlur og toppur) kr. 690,- innlljósaseríur kr. 125,- korktöflur á vegg kr. 400,- U«v , * MSÁ..Í jólamatinn Gott verð “haíidaöllum rTm^rm -k Mikil gæði Lambakjöt, svínakjöt, hangikjöt, síld, reyktur og grafinn lax, humar. rœkjur, kartöflur, laufabrauð, jólakökur, tertur, ný og kœst skata, hákarl, saltfiskur, harðfiskur og margt, margt fleira. i ..og þetta er aðeins sýnishorn af vöruúrvalinu. Einnig antikvara og antikhúsgögn á frábæru verði Komdu í Kolaportið Jólahús ogjólabílar -þar sem allt fæst ----- --------- íjólapakkann ókeypi. og jólamatinn jjfe ágóðuverði * da9a-kKrS * KCMLAPORTIÐ ~k -iíka|35S3BB5BEEP3flBLfeBJ^[tii ioia Djass Ársæll Másson hverjum degi sem tækifæri gefst til að heyra og sjá svona tæknigaldra og músí- kundur og þvi er það mikils virði að fá tækifæri til að heyra í svona snillingum hér heima. Auk þess stóðu okkar menn vel fyrir sínu; það eina sem ég get fett fingur út í er hljóðfæri Kjartans, sem hljóm- aði ekki vel í mínum eyrum, þótt hann færi vel með og spil- aði skemmtilega. Ég vil að lokum minna djassgeggjara á að fylgjast vel með því sem um er að vera því miðað við mætinguna þessa kvöldstund þá naga sig örugglega margir í handarbökin yfir að hafa ekki verið á staðnum. Merkisatburðir í djassgeiran- um fá minni athygli en meðalpopptónleikar innlendra hljómsveita og samtök djassgeggjara hafa ekki mikið fé til að spandera í auglýsingar svo vissara er að hafa augun opin. Fögui bók - mikill fengur Nýlega kom út bókin Sígild tón- list - tónskáldin miklu og meistara- verk þeirra. Fyrir henni er skrif- aður maður að nafni John Stanley, en inngangsorð ritar enginn annar en sir Georg Solti. Þýðingu vann Friðjón Axfjörð Ámason en fagleg ráðgjöf var í höndum Jóns Hlöðvers Áskelssonar. Þörfin fyrir aðgengilegt og skemmtilega skrifað rit þar sem far- ið væri yfir vestræna tónlistarsögu í stuttu máli var orðin brýn hér á landi. Þó að eldra fólk hafi getað skemmt sér yfir bókum á erlendum tungumálum þá er það ekki nóg. Mörg börn og unglingar stunda tón- listamám og ekkert rit sambærilegt viö þetta hefur áður staðiö þeim til boða. Ef einhverjir era í efa um fróðleiksfýsn bams síns á þessu sviði þá er þessi bók besta kveikjan að slíku sem undirrituö hefur séð á íslensku. Ekki má þó skilja þessi ummæli svo að bókin sé fremur fyr- ir böm en fullorðna. Framsetning efiiisins er einmitt með þeim hætti að allir geta notið ríkulega. Uppbyggingin er aðgengileg. Stuttir kaflar rekja mannkyns- og menningarsögu, en að megninu til er bókin byggð á stuttmn skemmtilegum köflum um flest helstu tónskáld sög- unnar og verk þeirra. Þessi æviágrip era skrifúð með það fyrir augum að gera fólkið nálægara og persónulegra en við eigum að venjast í sögubókum. Ekki er þó dvalið of lengi við æviatriði heldur er_ töluverðu plássi varið í umræðu um verk skáldanna. Hverri um- fjöllun fylgir verkalisti og ábending um góða upptöku á a.m.k. einu þeirra. Upptökumar eru valdar af ritstjórum tímaritsins Gramophone sem hafa breska lista- menn í hávegum. Þetta er kannski veikasti hlekkur bókarinnar. Það sem gerir bókina hins vegar ómissandi á hveiju heimili er það hversu vandlega er fléttað saman við textann stórglæsilegu myndefiii. Hver opna er sem listaverk og sum- ar nánast opinberanir fyrir okkur, þessa listsveltu ábúendur Atlants- hafsskeija. Bókin Sígild tónlist er ekki sagn- fræðirit. Þar er ekki bent á heimildir fyrir því sem haldið er fram og ná- kvæmni er ekki alltaf mik- il í stuttum söguköflum. Á einstaka stað er hreinlega farið rangt með staðreynd- ir. Þetta verður þó að telj- ast léttvægt í ljósi þess hversu margt er afburða- _ vel gert. Höfundurinn _ , r a hafði með sér flokk Bokmenntir sej*a*ingaogþaðer ekki sist vinna þeirra við útlitshönnun og myndaval sem gerir útslagið. Þýðingin er ágætlega unnin, þó Sigfríður Bjömsdóttir stundum bcri hún keim af upphafs- málinu og strandi einstaka sinnum á skerjum hugtaka sem í sumum til- fellum hefði verið betra að reyna ekki að þýða. Þegar á heildina er litið verður ekki annað sagt en að þetta sé fögur bók og mikill fengur fyrir allt tón- listaráhugafólk. John Stanley: Sígild tónlist Þýðing: Friðjón Axfjörð Árnason Bókaútgáfan Staka 1996 Kvennakúguii Blæjan er athyglisvert innlegg í bókmenntaflóruna sem býðst böm- um og unglingum fyrir þessi jól. Sagan segir frá Sefiku og fjölskyldu hennai’ sem á heima í Kasmír á Indlandi. Þau era múslímar og lífs- baráttan er hörð þó að þau séu ekki fátæk á eigin mælikvarða. Sefíka er níunda og yngsta dóttir- in en á eftir henni koma tveir bræð- ur sem björguðu andliti móður þeirra út á við. Það er nefnilega ekki virðingarvert að fæða bara af sér dætur því það er dýrt að gifta þær og þær hafa engum skyldum að gegna við foreldrana eftir giftingu. Sefika áttar sig á því með árunum að það er ekki eftirsóknarvert að vera stelpa. Hana langar að læra að lesa en kemst að því ________________________ að það svarar ekki B r._________ - ■ kostnaði því hennar PQKITIOilÍITII" hlutverk í lífinu er ________________________ að giftast og fæða manni sínum syni. Uppreisnar- og Oddný Árnadóttir frelsisþrá hennar vaknar þegar hún kynnist lítiUega fólki sem hefur önnur trúarbrögð og siði en hennar eigið fólk. Sikhar era mun frjáls- lyndari en múslímar og þeir leyfa dætram sínum að læra. Sefika gerir sér grein fyrir því að í foreldrahús- um fær frelsisþrá hennar aldrei út- rás þannig að þegar faðir hennar ákveður að gifta hana gleðst hún yfir því þótt hún sé bara fjórtán ára. Myndin sem höfundur dregur upp af lífi Sefiku er raunsönn og átakanleg. Óskorað vald karlanna og kúgun kvennanna er áberandi. Höfundur kemur þessu vel til skila með því til dæmis að láta Sefiku ef- ast um réttmæti þeirra ákvarðana sem faðir hennar tekur. Hún sér að hann ber hagsmuni þeirra systra ekki fyrir bijósti heldur reynir hann að losna við þær á sem hag- kvæmastan hátt, meðal annars með því að gifta þær tvær og tvær í einu því eitt brúðkaup er ódýrara en tvö. _____________ Mannsefnið er aukaatriði. Kúgunin kemur líka vel fram í sam- skiptum foreldr- anna. Faðirinn skellir skollaeyrum við aðvöranum lækna um fleiri barneignir eiginkonunnar því hún á að fæða honum syni hvort sem hún lifir það af eða ekki. Hún sjálf hefur ekkert um málið að segja. En því miður tekst höfundi ekki að skapa nógu mikla dýpt í persónu Sefiku til að lesandi geti lifað sig inn í kjör hennar og hugsanir. Fjar- lægð sögumanns er alltof mikil til þess. Sögumiðjan er hjá henni en sögumaður horfir of mikið á atburð- ina ofan frá og talar of fullorðins- lega. Einnig finnur höfundur sig knúinn til að færa sjónarhomið stundum til föðurins til að gera les- andanum betur grein fyrir þeirri takmörkuðu virðingu sem múslímskir karlar bera fyrir kon- um en það veldur því að Sefika verður enn veigaminni persóna. Aðrar persónur era lítt áberandi sem helgast kannski af kvennafjöld fjölskyldunnar. Konur eiga ekki að hafa skoðanir og því síður að tjá sig um þær. Það er ekki á hverjum degi sem út kemur bók á íslandi sem lýsir reynsluheimi unglinga í Austur- löndum og fyrir það eitt finnst mér þessi bók allrar athygli verð. Hin ólíku sjónarmið og lífsskilyrði kom- ast vel til skila og það er fyrst og fremst tilgangur sögunnar, að ég held. Inger Brattström: Blæjan Þýöandi Vilborg Dagbjartsdóttir Mál og menning 1996

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.