Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Blaðsíða 44
52
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1996
m
nn
Einræðis-
herrann
„Sjávarútvegsráðherra er nán-
ast orðinn einræðisherra yfir
hafinu með þessu frumvarpi."
Lúðvík Bergvinsson alþingis-
maður, í Alþýðublaðinu.
Þjóðarréttnrinn
„Gott er til þess að vita að Is-
lendingar skuli enn borða þjóð-
arréttinn mauksoðna ýsu, sem
er sá matur sem kemst næst því
að líkjast blautri borðtusku á
bragðið."
Guðmundur Andri Thorsson
rithöfundur, í DV.
Önnur rök
„Nú eru þingmenn að fjalla
um eigin kjör og þá gilda allt
önnur rök en um aðra launþega,
það sáum við svo vel í fyrra þeg-
ar siðblindan réð ríkjum á hinu
háa Alþingi.“
Guðmundur Gunnarsson,
form. Rafiðnaðarsambands ís-
lands, í Morgunblaðinu.
Ummæli
Finn fyrir treganum
„Ég finn fyrir treganum og
það er ekkert verra fyrir ungan
og hégómalegan mann að finna
að manns sé saknað örlítið."
Hrafn Jökulsson, ritstjóri
Alþýðublaðsins, sem er á för-
um frá blaðinu, í Degi-Tíman-
um.
Kynlífið Og
bókagagnrýendur
„Öll umfjöllun karla um kynlíf
flokkast undir karlrembu eða
kvenhatur/kvenfyrirlitningu en
skrif kvenna um þessi sömu mál
eru sögð flöt, órómantísk eða
jafnvel dónaleg."
Óttar Guðmundsson, læknir og
rithöfundur, í Morgunblaðinu.
Pottaskefill kemur í bæinn í dag.
Pottaskefill
var skrítið
kuldastrá
Jólasveinamir islensku koma
nú hver af öðrum í bæinn og
koma þeir allir við í Þjóðminja-
safninu. í dag er komið að jóla-
sveini númer fimm, Pottaskefli,
og kemur hann í Þjóðminjasafn-
Blessuð veröldin
ið kl. 14 og verður boðinn vel-
kominn af gestum. Þá kemur
hann einnig við í húsdýragarðin-
um. Á morgun er svo Askasleik-
ir væntanlegur. í kvæði Jóhann-
esar úr Kötlum um jólasveinana
segir um Pottaskefil:
Sá fimmti, Pottaskefill,
var skrítið kuldastrá.
- Þegar bömin fengu skófir
hann barði dyrnar á.
Þau ruku’ upp til að gá að
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti ’ann sér að pottinum
og fékk sér góðan verð.
léttskýjað
Víða
Yfir Grænlandi er 1036 mb hæð
en um 700 km suðvestur af Vest-
mannaeyjum er 995 mb lægð sem
þokast suðvestur.
Veðrið í dag
í dag verður norðaustanátt, víð-
ast kaldi eða stinningskaldi um
sunnanvert landið en gola eða hæg-
viðri norðan til. É1 verða við norð-
ur- og austurströndina og jafnvel
gæti snjóað allra syðst á landinu en
annars verður víða léttskýjað. Frost
verður um allt land, víðast á bilinu
5 til 10 stig en allt að 20 stig í inn-
sveitum norðanlands.
Sólarlag í Reykjavík: 15:30
Sólarupprás á morgun: 11:18
Síðdegisflóð í Reykjavík: 23:11
Árdegisflóð á morgun: 11:40
Veörið hl. 12 á hádegi í gœr:
Akureyri skýjað -4
Akurnes skafrenningur -4
Bergstaöir léttskýjað -6
Bolungarvík snjóél -3
Egilsstaðir snjókoma -5
Keflavíkurflugv. léttskýjaó -2
Kirkjubkl. léttskýjað -5
Raufarhöfn snjóél á síð. klst. -5
Reykjavík léttskýjað -3
Stórhöfði léttskýjað 0
Helsinki snjókoma -8
Kaupmannah. skýjað -.2
Ósló heiðskírt -8
Stokkhólmur léttskýjaö -11
Þórshöfn hálfskýjað 1
Amsterdam skýjað 10
Barcelona léttskýjaö 13
Chicago rigning 5
Frankfurt alskýjað 1
Glasgow hálfskýjað 9
Hamborg skýjað 8
London Los Angeles Madrid súld 8
Malaga rigning 13
Mallorca skýjað 15
París skýjað 2
Róm skýjað 15
Valencia New York alskýjað 13
Orlando heiðskírt 11
Nuuk skýjað -5
Vin ' Washington léttskýjað 5
Winnipeg ísnálar -23
Þórunn Benediktsdóttir, formaður almenningsvagnanefndar Reykjanesbæjar:
Höfum ekki áður sett upp leiðakerfi
DV, Suðurnesjum:
„Ég er óskaplega fegin að vagn-
amir skuli vera komnir af stað. Þó
að barnið sé fætt er ekki þar með
sagt að vinnan sé búin. Það er
óhætt að segja að hún sé að hefj-
ast,“ sagði Þórunn Benediktsdótt-
ir, formaður almenningsvagna-
nefndar Reykjanesbæjar, en sú
nefnd hefur staðið i ströngu und-
anfarnar vikur. Strætóferðir
hófust í Reykjanesbæ á laugardag-
inn var. Mikill íjöldi manns varð
vitni að því þegar fyrsta strætó-
ferðin fór af stað. „Ég hef það á til-
finningunni að fólk komi tU með
að notfæra sér þessa þjónustu.
Suðumesjabúar eru Ujótir að læra
og verða ekki lengi að tUeinka sér
þessa þjónustu. Frá sameiningu
sveitarfélaganna hefur verið mik-
ið spurt um þessa þjónustu sem
við höfum hrint af stað. Það eru
margir kílómetrar á milli byggða
og segir sig sjálft að ekki sitja aU-
ir við sama borð í sambandi við
þjónustu á vegum bæjarins."
Þómnn segir að biðstöðvarnar
séu 72 talsins í Keflavíkur-, Njarð-
víkur- og Hafnahverfi. Hún segir
að mikil vinna hafi legið að baki
við að koma upp leiðakerfi í bæj-
arfélaginu. „Það hefur verið mikið
Þórunn Benediktsdóttir.
að gera undanfamar vikur. Við
höfum gert aUt frá því að tengja
heilan veg, færa og setja upp bið-
skýli. Þá stóðum við í útgáfu- og
auglýsingastarfsemi. Þá höfum við
verið að kynna kennurum í skól-
um i sveitarfélaginu leiðakerfi og
Maður dagsins
tímatöflu AVR. Þá stóðum við í
samningagerð við SBK hf. og
kaupum þessa þjónustu af þeim.“
Þórunn segir að nú þurfi að fylgj-
ast vel með og taka púlsinn á öll-
um þáttum. Hún býst við aö ein-
hverjir hnökrar eigi eftir að koma
upp. „Við rennum blint í sjóinn og
höfum ekki sett saman leiðakerfi
fyrr. Við munum láta reynsluna
leiða okkur áfram.“
Þórunn starfar sem fram-
kvæmdastjóri Þroskahjálpar á
Suðurnesjum en hún tók við því
starfi í nóvember á síðasta ári.
„Þetta er mjög skemmtilegt starf í
alla staði, gefandi og lærdómsríkt.
Mér finnst þessi málaflokkur ekki
nógu vel kynntur úti í þjóðfélag-
inu. Það þarf að opna betur um-
ræðuna meðal almennings um
málefni fatlaðra." Þórunn starfar
einnig mikið fyrir Rauðakross-
deild Suðurnesja. Hún er hjúkrun-
arfræðingur að mennt og hefur
lokið BSC- gráðu í hjúkrunarfræði
frá Háskóla Islands.
Þórunn á sér áhugamál. „Það
eru heilbrigðismál og mannúðar-
mál og þar falla málefni fatlaðra
undir. Þá hef ég geysilega mikinn
áhuga á gönguferðum og geng um
ísland á sumrin og fer á skíði á
vetuma.“
Eiginmaður Þórunnar er hinn
eldhressi Jóhannes Jóhannesson,
framkvæmdastjóri Vísis, félags
skipstjórnarmanna á Suðurnesj-
um. Þau eiga þrjár dætur, Ásdísi,
27 ára, Guðrúnu Sigríði, 25 ára, og
Thelmu Björk, 19 ára. -ÆMK
Myndgátan
Lausn á gátu nr. 1688:
Formfastur maður
\%\ ^ - \
.0?
>
© /68?
-EyÞör,-
Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði.
Guðrún S. Birgisdóttir fiautuleik-
ari er meðal flytjenda.
Frönsk jóla-
barokktónlist
1 kvöld verða hinir árlegu jóla-
barokktónleikar í Listasafni
Kópavogs, Gerðarséifni. Flutt
verður leikandi létt frönsk
barokktónlist eftir L.A. Dornell,
J.B. de Boismortier, M. Marais,
L.N. Clérambault, Ph. de
Lavigne og Fr. Couperin. Flytj-
endur eru Camilla Söderberg,
Peter Tompkins, Martial Nar-
deau, Guðrún S. Birgisdóttir,
Ólöf S. Óskarsdóttir og Elín Guð-
mundsdóttir og leika þau öll á
18. aldar hljóðfæri. Tónleikarnir
hefjast kl. 20.30.
Tónleikar
Strengjasveit
Tónlistarskólans
Strengjasveit Tónlistarskólans
í Reykjavík heldur tónleika í
kvöld í Grensáskirkju. Á efnis-
skrá era Koma drottningarinnar
af Saba og Conserto grosso eftir
Hándel, Concerto Grosso og
Fantasia on Greensleeves eftir
Vaughan Williams, Romanze eft-
ir Lars Erik Larsson, Concerto
Grosso eftir Vivaldi, Intermezzo
eftir Provost og Mock Morris og
Molly á ströndinni eftir Percy
Grainger. Tónleikarnir hefjast
kl. 20.30.
Bridge
Eitt af því sem skilur sérfræðing-
ana frá meðalspilurunum er ná-
kvæmnin í varnarspilamennskunni,
þar sem hvert spil skiptir máli.
Skoðum hér eitt dæmi þar sem
Kanadamennirnir George Mittelman
og Fred Gitelman fara illa með
Bandaríkjamennina Bob Hamman
og Bobby Wolff. Bobby Wolff datt í
þá gryfju að hækka opnunarlit sagn-
hafa í stað þess að segja frá eigin lit
og þess vegna lenti parið í lakari
lokasamningi (tveir spaðar standa
alltaf). Sagnir gengu þannig, norður
gjafari og AV á hættu:
é ÁG942
V G1073
* G4
* 72
* 5
V D92
•f D865
* Á10984
* KD10
«• 8654
* ÁK72
* G5
Suður Vestur Norður Austur
Hamman Mittelm. Wolff Gitelman
1 pass 2 — p/h
Spifið kom fyrir í Macallan boðst-
vímenningnum í ár. Við fyrstu sýn
virðist sem vörnin eigi ekki nema
fimm varnarslagi, tvo á lauf og þrjá
á hjarta, en Mittelman byrjaði vef
þegar hann spilaði út einspifi sinu í
spaða. Kandamennirnir köfluðu
með háu spilum og frávísuðu með
fágum og Gitelman setti strax
spaðaþristinn. Hamman drap á ás-
inn í blindum og henti drottning-
unni heima í tilraun tif þess að
blekkja í litnum. Síðan kom tromp,
Gitelman setti kónginn og spilaði
næst spaðasexunni. Mittelman tók
spaðasexuna sem ábendingu um að
hann ætti eitthvað í laufi. Hann
trompaði spaðann og spilaði hlýð-
inn lágu laufi og fékk enn eina
spaðatrompun. Hjartaásinn og
faufásinn voru síðan fimmti og
sjötti sfagur varnarinnar.
ísak Öm Sigurðsson